Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990.
Fréttir
Mesta magn hass
sem náðst hef ur í ár
- 32 ára maður handtekinn við felustað fíkniefnanna hjá Selvatni
Fíkniefnadeild lögreglunnar upp-
lýsti á þriðjudagskvöld mál sem teng-
ist rúmlega tveimur kílóum af hassi.
32 ára karlmaður hefur játað að hafa
ætlað að selja efnið hérlendis. Hér
er um að ræða mesta magn hass sem
lögreglan hefur lagt hald á á árinu.
Efniö fannst í umbúðum viö Sel-
vatn á Hafravatnsleið, skammt fyrir
utan höfuðborgina, þann 28. nóv-
ember síðastliðinn. Lögreglan fylgd-
ist í framhaldinu með mannaferðum
við staðinn. Þaö var ekki fyrr en á
laugardaginn var sem ofangreindur
maður birtist við staðinn. Hann náði
í hassið og hafði á brott með sér.
Maðurinn, sem áður hefur komið við
sögu flkniefnamála, var þá hand-
tekinn og hald lagt á hassið.
í kjölfarið fór lögreglan fram á úr-
skurð um varðhald yfir manninum
vegna rannsóknar málsins. Dómari
féllst á að úrskurða hann í gæslu-
varðhald til allt að 28. desember. Að
sögn Björns Halldórssonar, yfir-
manns flkniefnadeildarinnar, var
máhð talið upplýst í fyrrakvöld.
Manninum var þá sleppt.
Maðurinn sagðist haía átt hassið
en fengið það lijá manni sem hann
vissi ekki deili á. Maðurinn sagðist
ekki hafa verið búinn að greiða fyrir
efniö en ætlað að selja það fyrst. Slíkt
mun vera algengt hjá aðilum í „flkni-
efnabransanum“. Það er því ekki vit-
að hver flutti efnið til landsins né
heldur hver söluaðilinn er. Ekki er
hægt að fullyrða um hvort ofan-
greind tvö kíló af hassi séu hluti af
stærri sendingu.
Bjöm sagði í samtali viö DV að tals-
vert sé um að þeir sem tengist flkni-
efnasölu fari út fyrir bæinn og feh
efnin í lengri eða skemmri tíma.
Björn hvetur almenning til að th-
kynna fíkniefnalögreglunni um
grunsamlegar mannaferðir á víöa-
vangi ef fólk telur shkt geta tengst
fíkniefnum;
-ÓTT
Þetta eru rúm tvö kiló af hassi sem fundust á felustað við Selvatn á Hafra-
vatnsleið. DV-mynd GVA
íslendingar sleikja alls 2 'A milljón frímerkja um þessi jól. DV-mynd GVA
Uppboði a Viking-Bruggi frestað:
„Málamyndaáfrýjuii“
O ' o o
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég er óánægður meö að þessu
uppboði var frestað. Ég tel að hér sé
einungis um málamyndaáfrýjun að
ræða í þeim tilgangi einum aö tefja
málið,“ sagði Gunnar Sólnes, lög-
maður Landsbanka íslands, eftir að
þriðja og síðasta uppboði á Víking-
Bruggi á Akureyri var frestað í gær.
Fyrir uppboðsréttinum í gær lá
áfrýjun Hrafnkels Ásgeirssonar, lög-
manns Víking-Bruggs, á 2. uppboði á
eigninni sem fram fór í nóvember.
Máhnu hefur sem sagt verið skotið
tU Hæstaréttar og ástæða áfrýjunar-
innar er aö lögmaður Víking-Bruggs
telur að ekki hafi verið nóg að aug-
lýsa uppboðið einungis í Degi á Ak-
ureyri.
Elías I. Elíasson bæjarfógeti sagði
að hingað til hefði hans embætti látið
nægja að auglýsa uppboð í Degi og
svo yröi áfram.
Víking-Brugg er því enn í eigu Páls
G. Jónssonar. Áfrýjunarmálið verð-
ur þingfest í Hæstarétti 1. febrúar
næstkomandi. Fróðir menn telja að
með áfrýjuninni í gær hafi Víking-
Bruggi verið forðað undan hamrin-
um í aUt að tvö ár.
Jólapósturinn:
Fjórar milljónir bréfa
íslendingar senda aUs 4 mUljónir
af jólabréfum að sögn Guðmundar
Björnssonar, aðstoðarpóst- og síma-
málastjóra. Um 1 milljón bréfa fer til
útlanda en 3 mihjónir fara mihi
manna hér innanlands. Til útlanda
fara í tonnum talið 250 tonn af bréfa-
pósti og 450 tonn.af bögglapósti eða
um 80 þúsund böggla.
Það þarf þó nokkurn slatta af frí-
merkjum á aUan þennan póst. Guð-
mundur segir að frímerki séu ekki
besti mælikvarðinn á magn póstsins,
því eitthvað er stimplað í vélum. En
Islendingar sleikja alls 2'A milljón
frímerkjafyrirþessijól. -ns
Tillögur Steingríms Hermannssonar til lausnar deilunni um húsnæðiskerfið:
Lán til 500 leiguíbúða
Deilur hafa staöið í aUt haust milli
fjármálaráðherra og félagsmálaráð-
herra um það hvemig húsnæðismál-
in verði leyst. Raunar má segja að
Jóhanna Sigurðardóttir hafi staðið
ein gegn aUri ríkisstjóminni í mál-
inu. Skemmst er að minnast átak-
anna miUi hennar og Jóns Baldvins
á flokksþingi Alþýðuflokksins í
haust. Á ríkisstjómarfundi á þriðju-
dagskvöld vom öU mál leyst varð-
andi flárlagafrumvarpið nema hús-
næðismálin. Þá lagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráöherra
fram tiUögu til lausnar deUunni. Svo
virðist sem tillögur Steingríms leysi
deiluna verði þær samþykktar í þing-
flokkum stjómarflokkanna.
„Ég lagði fram tiUögur um að veitt-
ar verði 250 miUjónir króna í bygg-
ingarsjóð verkamanna og að tekiö
veröi lán upp á 600 milljónir króna
tíl að byggja 500 leiguíbúðir. Það er
til samræmis við loforð sem ríkis-
stjómin gaf í þjóðarsáttarsamning-
unum. Þar var að vísu ekki tekinn
fram neinn ákveðinn fjöldi íbúða en
ég lagði þessa tölu til. Þá lagði ég
einnig tU að vextir af lánum á íbúð-
unum veröi hækkaðir ef þær era
seldar. Þannig má fá auknar tekjur
í byggingarsjóð ríkisins. í þriðja lagi
lagði ég tU að kerfið frá 1986 verði
lagt niður en leitað leiða til að að-
stoða þá sem era að byggja í fyrsta
sinn og þurfa sérstakrar aðstoðar
við. Ég geri mér fulla grein fyrir því
aö þessi síðasti Uöur er erflöastur
viðureignar og getur ef tU vUl ekki
farið saman við hina tvo þar sem
hann þarf meiri umfjöhun en mögu-
leg er á einum fundi. Ég vil einnig
taka það mjög skýrt fram að þetta
era mínar tUlögur og þær hafa ekki,
þegar þetta er talaö, veriö samþykkt-
ar í neinum þingflokki," sagði Stein-
grínpir Hermannsson forsætisráð-
herra í samtah við DV.
„Ég vU sem minnst ræða þetta mál
meðan það hggur óafgreitt. Ég get
þó sagt að ef tiUögur forsætisráð-
herra verða samþykktar get ég full-
komlega feht mig við þær,“ sagði
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra í samtali við DV.
TUlögur forsætisráðherra verða
ræddar í þingflokkunum fyrir jóla-
leyfi þingmanna enda tengjast þær
afgreiðslu fj árlagafrumvarpsins.
-S.dór
Lífskjörin:
Laun hækk-
uðu 3,8% á
árinu
- enverðlagum7%
Samkvæmt útreikningum Hag-
stofu íslands hækkaði launavísi-
talan fyrir desember um 0,1 pró-
sentustig. Miðað er við greidd
laun fyrir nóvember. Á undan-
fómum 12 mánuðum hafa laun í
landinu hækkað'að meðaltali um
3,8% en á sama tímabih hefur
framfærslukostnaöur heimil-
anna aukist um 7%.
Vísitalan er samsett að jöfnu
úr vísitölu atvinnutekna og vísi-
tölu meðalkauptaxta allra laun-
þega. Hækkun launavísitölunnar
hefur meðal annars áhrif á
greiðslubyrði fólks sem tekið hef-
ur fasteignaveðlán með ákvæð-
um um greiðslujöfnun hjá’Hús-
næðisstofnun ríkisins. Einnig er
hún notuð sem grunnur í út-
reikningum á lánskjaravísi-
tölunni. -kaa
Hagstofan:
Húsaleiga
hækkar
um 3%
Leiga fyrir íbúðar- og atvinnu-
húsnæði hækkar samkvæmt út-
reikningum Hagstofu íslands um
3% frá og með 1. janúar næst-
komandi. Hækkunin reiknast á
þá leigu sem leigendur greiddu
fyrir desember og gildir út mars-
mánuð 1991. -kaa
Jólaleyfi
þingmanna
hefjistá
laugardag
Forsætisráðherra hefur lagt th
að fundum Alþingis verði frestað
frá 21. desember, það er föstu-
dagskvöldi, eða síðar, eins og seg-
ir í þingsályktunartillögunni.
Síðan leggur hann til að þing
komi aftur saman eigi síðar en
14. janúar. Það er mun fyrr en
venja er. Ræður þar öllu að þing-
kosningar verða í vor og því verð-
ur Alþingi slitið meira en mánuði
fyrrenvanalega. -S.dór
Vilja af-
nema einka-
sölu ríkisins
af tóbaks-
vörum
Þeir Ingi Björn Albertsson og
Friðrik Sophusson, þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt
fram þingsályktunartillögu um
að fela íjármálaráðherra að und-
irbúa ,og leggja fram frumvarp á
næsta þingi um að afnema einka-
sölu ríkisins á tóbaksvörum. Inn-
ílutningur og dreifing þessarar
vöra verði gefin frjáls án þess að
dregið veröi úr þeim tekjum sem
ríkissjóöur hefur af tóbakssölu.
Þeir félagar vilja að gjaldtaka
ríkisins af tóbaksvörum verði
einfölduð með því að koma á einu
gjaldi, tóbaksgjaldi, sem komi í
stað þeirra gjalda og skatta sem
leggjast nú á þessa vöra.
-S.dór