Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. Fréttir Níu fíkniefnasendingar komu með Álafossi og Eyrarfossi 1985-87: Tveir ákærðir fyrir innf lutn- ing á um 70 kflóum af hassi - fengu um 50 milljónir króna á núvirði fyrir það sem selt var Tveir menn hafa verið ákærðir fyr- ir innflutning á 65-70 kílóum af hassi. Kona hefur einnig verið ákærð fyrir að hafa dreift hluta af efninu. Fíkni- efnin komu til landsins í samtals níu sendingum með Álafossi og Eyrar- fossi á árunum 1985-1987. Lögreglan lagði hald á síðustu sendinguna, 10,7 kíló af hassi, sem kom með Eyrar- fossi 9. nóvember 1987. Mál þremenn- inganna er nú til meðferðar í Saka- dómi í ávana- og fíkniefnamálum. Mennimir viðurkenndu á sínum tíma við lögreglurannsókn að hafa selt 51-54 kíló af hassinu, að miklu leyti fyrir milligöngu konunnar. Konan hefur þó aðeins játað að hafa dreift 7-8 kílóum af efninu. Mennim- ir eru 42 og 47 ára gamlir en konan er 33 ára. Fólkið seldi hassið á útsölu- verði til milliliða á sínum tíma. Mið- að við útsöluverð hass í dag fengu þremenningamir röskar fimmtíu milljónir króna í sinn hlut. Sé miðað smásöluverð í dag - „á götuna“ - má áætla að söluandvirði 65-70 kOó- anna hafi verið röskar 100 milljónir króna. Lögreglan lagði hald á síöustu sendinguna í bílskúr í Fossvogi 16. nóvember 1987. Sendibílstjóri, sem var óviðkomandi máhnu, hafði verið sendur með farmbréf í vömskemmu Eimskips til að leysa út vömr. Mað- urinn kom sendingunni í hús í Foss- vogi. Við afhendingu var einn af þre- menningunum handtekinn en hin 6-7 kg 17. des. 1985 til Hafnarfjarfta/ . . 2,5-3 kg 17. mars 1986 til Rvíkur 7 kg 8. júli 1986 til Rvíkur 4,5-5,8 kg 3. mars 1988 til Rvfkur 10,7 kg 9. nóv. 1987 til Rvíkur Eyrar Alafoss 4-4,4 kg 4. maí 1986 til Hafnarfjaröar kg 7. okt. 1986 tii Hafnarfjaröar ,5 kg 2. des. 1986 tii Rvjkur 12 kg 1. júnf 1987 til Rvikur Stóra hasssmygliö tvö skömmu síðar. Hassið var vand- um. Síðar kom í ljós að fólkið haföi „vörurnar" inn. Fyrirtækið var lega pakkað í plast í málningardós- stofnað sérstakt fyrirtæki til að flytja skráð á mann sem hvergi kom nærri innflutnings- og sölustarfseminni. : Ströng viðurlög í ákæru er þess krafist að mennirn- ir tveir verði dæmdir til refsingar samkvæmt a-lið 173. greinar al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940. í þeirri grein segir: - „Hver, sem andstætt ákvæðum laga um ávana- eða flkniefni lætur mörgum mönnum í té ávana- og fíkniefni eða afhendir þau gegn veru- legu gjaldi, eða á annan sérstaklega saknæman hátt, skal sæta fangelsi allt að 10 árum. - Sömu refsingu sftal sá sæta, sem gegn ákvæöum nefndra laga fram- leiðir, býr til, flytur inn, flytur út, kaupir, lætur af hendi, tekur við eða hefur í vörslum sínum ávana- og fíkniefni í því skyni að afhenda þau á þann hátt sem greint er í 1. mgr.“ Einnig er þess krafist í ákæruskjali að lofttæmingarvél og tölvugramma- vog, sem lögregla lagði hald á, verði gerðar upptækar. Þremenningamir notuðu vélina til aö pakka inn hassi og vogina til að vigta það sem selt var. Lögregla lagði einnig hald á fjár- muni sem þeir ákærðu tóku við sem greiöslu fyrir sölu á hassi. Þeir tveir menn sem komu hér við sögu játuðu fljótlega við rannsókn málsins að hafa staðið að ofangreind- um innflutningi svo og sölu á hassinu sem náðist að dreifa. • • -ÓTT Hver vatnsdós er seld á 54 krónur Forráðamenn Smjörlíkis hf./Sólar hf. sjá fram á stóraukna möguleika í útflutningi á vatni og hafa í hyggju að þrefalda afkastagetu verksmiðj- unnar á næstunni. Keypt hefur verið ný og afkastamikil vélasamstæða til að tappa vatni á 750 millilítra flöskur en fram til þessa hafa eingöngu verið framleiddar dósir. Gangi markaðssetningin eftir er gert ráð fyrir að vikulega verði flutt- ir út allt að 40 gámar af vatni, mest til Bandaríkjanna og Kanada. Dreif- ingu þar annast kanadíska fyrirtæk- ið Icelandic Watercorperation sem er í meirihlutaeigu Smjörlíkis hf./Sólar hf. Meðeigandi er fyrirtæki Gunnars Helgasonar sem er vestur- íslendingur, ættaður af Akranesi. Einnig er í undirbúningi markaðsá- tak í Evrópu, einkum Bretlandi, í byrjun næst árs. Að sögn Einars Kristins Jónssonar, fjármálastjóra fyrirtækisins, hefur fengist mjög gott verð fyrir íslenska vatnið á Ameríkumarkaðinum og er hver dós nú seld á 54 krónur. Hann segir verðiö vera með því hæsta sem gerist á þessum markaði. -kaa í dag mælir Dagfari r Fimmta herdeildin Um langt árabil atti íhaldið kappi viö kommana með Morgunblaðið í broddi fylkingar. Gekk þar á ýmsu eins og gengur en kommamir héldu velli í nafni Alþýðubanda- lagsins og létu það ekki einu sinni á sig fá þótt sæluríkið í austri tæki að gliðna í sundur og sanna að Mogginn hefði haft rétt fyrir sér. Allaballarnir héldu sínum hlut í íslenskri pólitík og sitja nú í ríkis- stjóm íslands einir evrópskra kommúnista. Hefur vegur þeirra vaxið á undanfónmm áram ef eitt- hvað er og þeir þykja bæði boðlegir og verðugir í selskap íslenskra sfjómmálaflokka. Formanni Al- þýðuflokksins þótti ástæða til að ferðast um landið á rauðu ljósi með formanni Alþýðubandalagsins og Steingrímur forsætisráðherra hef- ur lýst yfir því að hans heitasta ósk sé að starfa áfram með Alþýðu- bandalaginu. Ólafur Ragnar Grímsson feröast mn heiminn og boðar frið í nafni viröulegra heims- samtaka og Austfjarðakommar Kjósa Hjörleif á þing, rétt eins og þróun heimsmálanna komi þeim Austflrðingum ekki við. Eina vandamálið sem Alþýðu- bandalagið þarf að kljást við, er fólgið í framboðsmálum í Reykja- vík. Þar virðist hver höndin upp á móti annarri og kemur raunar í veg fyrir að Alþýðubandalagið festi sig í sessi sem ábyrgt stjómmálafl. Aðrir flokkar hafa fyrir löngu lýst sinni velþóknun á Alþýðubanda- laginu, meðan félagsmenn í Al- þýðubandalaginu sjálfu rífast eins og hundar og kettir. Innanmeinin stafa frá liði sem kallar sig Birtingu. Birtingarliðinu í Alþýðubandalaginu er að takast það sem íhaldinu tókst aldrei. Birt- ingarliðið er fimmta herdeildin í flokknum, sem nú hefur náð um- talsverðum árangri við að grafa undan Alþýðubandalaginu. Fyrir þá sem ekki vita, er Birting nafn á félagi sem stofnað er af fólki sem telur sig enn vera í Alþýðu- bandalaginu án þess að fylgja því að málum. Þannig stóð Birting að framboði Nýs vettvangs í vor og bauð sem sagt fram á móti sínum eigin flokki. Og þánnig era til félag- ar í Birtingu, sem hafa sagt sig úr Alþýðubandalaginu en eru samt að skipta sér af þyí. AJþýðubandalagið í Reykjavík þarf að stilla upp hsta fyrir al- þingiskosningamar í vor ef flokk- urinn ætlar að vera meö í slagnum. Höfuðverkurinn er sá, að flokks- menn koma sér ekki saman um til- högun þess að velja listann. Nú síð- ast hefur Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík gert tiflögu um forval sem fram fari meöal flokksbund- inna kjósenda. Þessu hefur Birting mótmælt og krefst þess að próíkjör fari fram í stað forvals, þar sem allir stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins hafi atkvæðisrétt. Annar armurinn er með öðram orðum á móti þvi að flokksmenn velji frambjóðendur flokksins. Hinn armurinn er á móti því að stuðningsmönnum Alþýðubanda- lagsins sé gefinn kostur á að velja þá frambjóðendur sem stuðnings- mennimir eiga að kjósa í vor. Báð- ir armar era samt þeirrar skoðun- ar að flokkurinn stilli upp, en vilja koma í veg fyrir að hinir ráði því hverjum sé stillt upp. Birtingar- menn útiloka ekki sérframboð af sinni hálfu og Alþýðubandalags- menn útiloka ekki að Alþýðuband- lagið bjóði fram sér, ef Birtingarlið- inu hugnast ekki að vera með. Auðvitað er síðari hugmyndin miklubetri. Alþýðubandalagiö á ekkert að púkka upp á ímyndaða stuðningsmenn eða láta Birtingar- lið vera að eyðileggja fyrir sér flokksstarfið. Alþýðubandalagið á að kljúfa sig frá kjósendum og bjóða fram sér, sem þýðir að Al- pýðubandalagið fær að vera í friði í flokkaklúbbnum á alþingi og í rík- isstjóm og hefur ekki lengur ónæði af fólki, sem hagar sér eins og fimmta herdeild innan flokksins. í raun og veru ættu allir stjórn- málaflokkar að taka upp þá stefnu að bjóöa fram sér í stað þess að standa í þessu eilífa stappi við flokksmenn, félagsmenn, stuðn- ingsmenn eða kjósendur. Allt er þetta fólk til ama og kemur illu einu til leiðar. Aldrei tókst íhaldinu að sverta ímynd Alþýðubandalagsins. Það var fimmta herdeildin í flokkn- um sjálfum, Birtingarliðinu sem hefur tekist að grafa undan flokkn- um. Þessu á Alþýðubandalagið að svara með því að bjóða fram sér. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.