Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Page 5
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990.
5
GUÐML'NDUR ÞORSItlNSSON FBÁ LVjNOI
<*■' sröKf
Un*OG-M0
>0GUinURFRÁLmNUMÖl.DUM
Fréttir
Bækur • Jólakort • Bækur • Leikföng • Bækur • Jólaskraut • Bækur i
Bækur • Jólakort • Bækur • Leikföng • Bækur • Jólaskraut • Bækur
Gífurleg fjölgun smábáta lendir á alvöru trillukörlum:
1200 nýir bátar
á f imm árum
Enn á ný hafa umræður um kvóta-
kerfið blossað upp. Nú er það vegna
kvótaúthlutunar til trillukarla.
Standa umræðurnar nú yfir bæði á
Alþingi og meðal trillukarla um allt
land. Deilur um kvótakerfiö hafa
verið í gangi nær látlaust síðan kerf-
ið var sett á og hefur þeim nú verið
gefið viðeigandi nafn, „Sagan enda-
lausa“.
Manniegi þátturinn
í þeim umræðum, sem átt hafa sér
stað á Alþingi undanfarið um þetta
mál, hafa menn bent á mannlega
þáttinn í þeim niðurskurði á kvóta
til trillukarla sem átt hefur sér stað.
Einar Valur, varaþingmaður Al-
þýðubandalagsins, sem hóf umræð-
ur utan dagskrár um máhð síðastlið-
inn mánudag, benti á að sá niður-
skurður á kvóta til hvers einstaks
trillukarls mundi leiða til þess að
heilu byggðarlögin legðust af. Hann
nefndi sem dæmi Bakkafjörð og
Grímsey, staði sem eingöngu byggja
á smábátaútgerð. Aðrir þingmenn,
sem til máls tóku, bentu á aðra staði,
hver í sínu kjördæmi.
Nefnd voru fjölmörg dæmi um
hvemig trillukarlar hefðu verið
„teknir af lífi", eins og sumir komust
aö orði. Þingmenn nefndu dæmi um
menn sem fá nánast engan kvóta
vegna þess að af ýmsum ástæðum,
misgildum að vísu, hefðu viðmiðun-
arárin verið slæm hjá þessum mönn-
um.
Allt er þetta satt og rétt. Alveg það
sama gerðist með einstaka báta þeg-
ar kvótakerfinu var komið á í upp-
hafi. Meðal annars stóð þannig á þá
Fréttaljós:
Sigurdór Sigurdórsson
að viðmiðunarár báta frá Ólafsvík
höfðu veriö mjög slæm. Bátafloti Ól-
afsvíkinga var því skorinn niður við
trog og hefur ekki náð að rétta sinn
hlut síðan.
Fjölgun smábáta
Eitt atriði hefur lítið verið rætt í
þeim umræðum sem átt hafa sér stað
um kvóta trillukarla, en það er fjölg-
un smábáta undanfarin ár. Árið 1985
voru um það bil 900 smábátar gerðir
út frá íslandi. í dag eru þeir um 2.100.
Fram til þessa hafa trillur landsins
verið að veiða úr sameiginlegum
potti, ef svo má að oröi komast, vegna
þess að ekki hefur verið úthlutað
kvóta til hvers og eins fyrr en nú.
Ný kvótalög taka gildi um áramót
og þau gera ráð fyrir kvóta á hverja
trillu.
Þessi gífurlega fjölgun smábáta
hefur það aö sjálfsögðu í fór með sér
að minna kemur í hlut hvers og eins
þegar farið er að úthluta kvóta á
hvem bát. Þeir sjómenn, sem höfðu
gert trillubátaútgerð að ævistarfi
áður en þessi mikla fjölgun smábáta
hófst, em nú manna reiðastir. Þeir
segja að fjölgunin bitni á þeim sem
fyrir vom árið 1985 þegar flóðbylgjan
reis.
Trillukarl, sem DV ræddi við, hélt
því fram að vanda íslensks skipa-
smíðaiðnaðar heföi verið velt yfir á
trillusjómenn. Til að bæta skipa-
smíðastöðvum upp verkefnaskort á
sínum tíma hafi þær fengið góða fyr-
irgreiðslu við að smíða hina svo
nefndu 9,9 tonna báta. Sökum þess
hvað fyrirgreiðslan var góð og að
ekki þurfti kvóta á þessa smábáta
keyptu menn þá í hrönnum með
þeim afleiðingum að nú em smábát-
amir orðnir 2.100 og enginn þeirra
fær viöunandi kvóta.
'flKILJA
Bóka- ritfanga- og
gjafavöruverslun
ATQREIÐSLUTÍMI
HL JÓLA
Fimmtudag 20. des. kl. 9-20
Föstudag 21. des kl. 9-22
Laugardag 22. des. kl. 10-23
Aðfangadag 24. des. kl. 9-13
Qleðileg
jól
TKILJA
Miðbæ v/Háaleitísbraut 58-60
Sími 35230
Smábátum hefur fjölgað úr 900 í 2100 á fimm árum.
Fyrirsjáanleg fækkun
Það gefur augaleið að úthlutun
kvóta á hverja trillu mun fækka þeim
gífurlega. Hundruðum saman fá
trillukarlar svo htinn kvóta að eng-
inn vegur er fyrir þá að lifa af þeim
afla. Öm Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
hefur bent á að þetta muni leiða til
þess að menn slái sér saman. í mörg-
um tilfellum sé kvóti tveggja trillu-
karla nægur til að gerandi sé að
sækja hann á eina trillu. Margir
trillusjómenn benda aftur á móti á
að þetta sé engin lausn. Tilkostnaður
við útgerð trillu sé svo lítill að það
bæti ekkert úr að sækja lítinn kvóta
tveggia sem slegið er saman á einni
trillu.
Eignaupptaka
Alþingismenn bentu á að það
hrikalegasta í þessu dæmi væri aö
úthlutun þessa htla kvóta væri hrein
eignaupptaka hjá trillukörlum. í
fyrsta lagi væri trillan verðlaus eign
sem engin leið væri að losna við. í
örðu lagi væri ekkert annað fyrir
fólk af smábátaútgerðarstöðum að
gera annað en flytja burt th að leita
sér atvinnu. Eftir stæðu í þorpunum
hús fólks og ef til vih aðrar eignir
sem ekki væri hægt að flytja brott.
Þessar eignir yrðu vita verðlausar.
TrUlukarlar og fjölskyldur þeirra
standa eftir allslausar og þurfa byrja
aUt upp á nýtt á öðrum staö á
landinu.
Þetta eru vissulega þung rök.
HaUdór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra, sem öll spjót beinast að í
þessu máh, hefur bent á að í öllu
kvótakerfinu sé verið að úthluta of
htlu tíl of margra. Flotinn væri ein-
faldlega of stór, hvort heldur væri
smábátar eða stærri bátar. Þetta er
auðvitað alveg rétt.
Eftir stendur í þessu máh aðeins K
eitt. Er hægt að koma í veg fyrir að °
hundruö fjölskyldna vítt og breitt um
landið verði allslausar vegna þessa
máls? Það hlýtur að vera næsta verk-
efni þeirra þingmanna, sem bera hag _
Skúli Alexandersson alþingismað-
ur hefur bent á í umræðum að þessi
fjölgun smábáta sé stjóm eða réttara
sagt stjórnleysi í fiskveiðum aö
kenna. Hann segir að auðvitað hefði
átt að stemma stigu við taumlausri
fjölgun smábátanna. Það hafi ekki
verið gert og þetta sé afleiðingin.
Eins hefur verið bent á að það eru
ekki landkrabbar sem hafa veriö að
kaupa þessar trillur. Það eru sjó-
menn á bátum sem hafa ekki verk-
efni nema hluta úr árinu vegna
kvótakerfisins. Til að mynda hafa
fjölmargir sjómenn af loðnubátunum
keypt sér trillu til að hafa atvinnu
þá mánuði sem loðnuskipin liggja
verkefnalaus eða verkefnalítil.
þessa fólks fyrir brjósti, að leita leiða
í þeim efnum. Kvótinn verður ekki
stækkaður. v.
Kr. 3.900,
SÖOU' ÞJÖBAR
v-//)rfnir starfsKættir og leiftur frá liánum öldum efti
Guámund Þorsteinsson frá Lundi. Ometanleg keimild um
korfna starfskætti og mannlíf sem einu sinni var, með miklum
fjölda ljósmynda sem margar kverjar kafa ekki kirst áður.
^emstan, svipmyndir úr leik og starfi íslenskra karna
eftir Símon Jón Jókannsson og Bryndísi Sverrisdóttur. Prýdd á
annað kundraá ljósmyndum. Kjörin kók til aá kynnast leikjum
íslenskra kama fyrr og nú á skemmtilegan og lifandi kátt.
Kr. 3.900,
ORN OG ORLYGUR
Siilumúla I I • Simi 848ú6