Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990.
Útlönd
Gorbatsjov hótar beinni
sljórn yf ir óróasvæðum
- leiðtogar Lettlands sendir úr landi
Gorbatsjov Sovétforseti gaf í skyn í gær að Eystrasaltsrikin væru meðal
þeirra svæða sem hann kynni að setja undir beina stjórn sína.
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna, hótaði í gær að setja þau
svæöi sem Moskvuvaldið htur á sem
verstu óróasvæðin í landinu undir
beina stjóm sína. Forsetinn gaf í
skyn að meðal þessara svæða væru
Eystrasaltsríkin þrjú.
Hann vísaöi meðal annars til til-
rauna Eystrasaltsríkjanna til að tak-
marka réttindi þeirra Rússa sem
fluttu til Eistlands, Lettlands og Lit-
háens eftir innlimunina í Sovétríkin
1940.
Meðal þeirra svæða sem Sovét-
forsetinn nefndi einnig voru
Moldova, hið nýja nafn Moldavíu,
Suður-Ossetía í Georgíu og Nag-
omo-Kamabakh í Azerbajdzhan. Á
öllum þessum stöðum hafa blóðug
átök orðið vegna þjóðernisdeilna og
hundrað manna látið lífiö.
Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkj-
anna hefur þó farið friðsamlega fram
að undanskildum nokkrum
sprengjuárásum í Riga, höfuðborg
Lettlands, undanfarna fimm daga.
Leiðtogar Lettlands hafa gefið í skyn
að kommúnistaflokkurinn standi á
bak við árásirnar. Flokkurinn hefur
vísað slíkum ásökunum á bug.
Þrýstingur á Gorbatsjov
Frá því um miðjan nóvember hefur
Gorbatsjov verið harðorðari en áður
gagnvart leiðtogum Eystrasaltsrikj-
anna sem kreíjast sjálfstæðis frá Sov-
étríkjunum. Hópur liðsforingja,
harðlínukommúnista og þjóðemis-
sinna úr röðum rússneskra rithöf-
unda hafði í bréfl skorað á forsetann
að grípa til hertra aðgerða á óróa-
svæðum og þá einkum gegn aðskiln-
aðarsinnum. Undanfarna daga hefur
verið orðrómur á kreiki um að Gor-
batsjov hafi þegar ákveðið að færa
Lettland undir beina stjórn sína.
Á þriðjudagskvöld varaði þingið í
Eistlandi þegna landsins við og sagði
að hætta væri á að sovésk yfirvöld
myndu reyna að stöðva þróunina í
lýðræöisátt með nýjum aðgerðum.
Hótað lífláti
Sovésk yfirvöld þrýsta nú æ
meir á yfirvöld í Lettlandi um að
skrifa undir nýjan sambands-
ríkjasáttmála. Þingið, stjórnin og
þjóðfylkingin í Lettlandi gera ráð
fyrir að Lettland verði sett undir
beina stjóm Gorbatsjovs og und-
irbúa nú flutning ráðherra og
annarra leiðtoga úr landi. Þessar
upplýsingar koma frá Janis
Dinevics, einum leiðtoga þjóð-
fylkingarinnar, sem sendur var
til Stokkhólms í byijun þessarar
viku. Hann segir að svo virðist
sem sovésk yfirvöld auki nú
þrýstinginn á Lettland til að
reyna að reka fleyg í samstöðu
Eystrasaltsríkjanna og fá að
minnsta kosti eitt þeirra til að
skrifa undir nýja sambandsríkja-
samninginn. Dinevic segir að
hringt sé í þingmenn þjóðfylking-
arinnar og þeim og fjölskyldum
þeirra hótað lífláti.
Utanríkisráðherrar Eystra-
saltsríkjanna þriggja eru nú
komnir til Kaupmannahafnar
þar sem þeir munu ásamt utan-
ríkisráðherrum 'Norðurlanda
'opna sameiginlega upplýsinga-
skrifstofuídag. TT
Fæst í
Hagkaupi,
Pennanum,
Bókabúð
Iðunnar
og hjá
Eymundssyni.
Einnig
fæst bókin í'
helstu bóka-
og ritfanga-
verslunum
landsins.
P U HEFUR PAÐ ALLT I HENDI ÞER
Metsölubókin eftir
Myrah Lawrance
loksins komin út
í þýðingu
Ásgeirs Ingólfssonar.
UTGAFUDAGUR BiSB—IBSW
1. DESEMBER.
Allt sem þú vilt fá að vita
um framtíðina og sjálfan þig, lestu úr lófa þínum
Fæst í öllum helstu bókaverslunum. Póstkröfusími: 91-72374.
ÚTGÁFUÞJÓNUSTAN
Vytautas Landsbergis, forseti Lithá-
ens. Símamynd Reuter
Sakar
Gorbatsjov
um lygi
„Ekki er útilokað að ásakanirnar
um aðskilnaðarstefnu verði notaðar
sem átylla til að koma á herlögum í
Litháen eða að lýðveldið verði sett
undir beina stjórn Sovétforsetans."
Þetta sagði Vytautas Landsbergis,
forseti Litháens, seint í gærkvöldi í
tilefni ræðu Gorbatsjovs Sovétfor-
seta fyrr um daginn.
Landsbergis sakar Gorbatsjov um
lygi þegar hann sagði að „þeir sem
ekki voru litháiskir ríkisborgarar við
innhmunina 1940 myndu missa ríkis-
borgararétt sinn.“
„Lýðveldin Lettland og Eistland
hafa engin lög um ríkisborgararétt.
í lögunum um ríkisborgararétt í Lit-
háen er ákvæði um að allir sem búa
í lýðveldinu, hvort sem þeir fluttu
hingað fyrir setningu laganna eða
ekki, eigi að verða litháiskir ríkis-
borgarar," sagði Landsbergis. TT
Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra
Svíþjóðar.
Palmemálið:
Kom morðvopnið
fráleynilegum
vopnageymslum?
Upplýsingarnar um leynilega and-
spyrnuhreyfingu í Svíþjóð, sem sögð
er hafa verið í tengslum við banda-
rísku og bresku leyniþjónusturnar,
hafa vakið athygli þeirra sem rann-
saka morðið á Olof Palme, fyrram
forsætisráðherra Svíþjóðar. Það eru
fyrst og fremst fullyrðingamar um
að til hafi verið 150 leynilegar vopna-
geymslur í Svíþjóð þar sem meðal
annars vopn frá CIA, bandarísku
leyniþjónustunni, var að finna.
Sænska lögreglan vill nú fá að vita
hvort í vopnageymslunum hafi verið
bandarískar skammbyssur af gerð-
inni Magnum. Lögreglan útilokar
ekki að vopn úr geymslunum hafi
dreifst um landið. Hvarf þeirra hafi
aldrei verið tilkynnt þar sem svo
mikil leynd hvíldi yfir málinu.
Lögreglan veit að Olof Palme var
28. febrúar 1986 skotinn til bana með
skammbyssu af gerðinni Magnum
357. Lögreglan hefur rannsakað þús-
undir slíkra en hingað til hefur
morðvopnið ekki fundist. Eina leiðin
til að upplýsa moröið er sögð vera
að finna morvopnið og tengja það við
þann sem framdi verknaðinn.
Olof Palme er sagður hafa verið
einn þeirra ráðherra sem vissu um
starfsemi leynisveitanna.
Sænska stjómin vildi í gær ekkert
tjá sig um frétt sænska dagblaðsins
Dagens Nyheter um að Svíþjóð hafi
átt samvinnu við leyniþjónustur
BandaríkjannaogBretlands. tt