Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990.
Útlönd
Thalland:
Unglingur
dæmdur í 25
Dómstóll í Thailandi dæmdi í
morgun 19 ára gamla breska
stúlku í 25 ára fangelsi fyrir aö
smygla heróíni. Sú dæmda heitir
Karyn Smith og játaöi hún á sig
sakir. Stúlkan var handtekin á
flugvellinum í Bangkok í júlí í
sumar ásamt vinkonu sinni 17
ára gamalli.
Hún brast í grát þegar hún
heyrði niðurstöðu dómsins. Móö-
ir hennar var viðstödd og sagði
að Karyn hefði gert sér grein fyr-
ir aö refsingin yrði þung. Faðir-
inn sagöi aö ekki stæöi til aö
áfryja dómnum og mætti raunar
þakka fyrir að hann var ekki enn
þyngri. í Thailandi er heimilt að
dæma til dauða fyrir eíturlyíja-
smygl. Heutcr
(Fókus)
Ljósmynda- og gleraugnaverslun
Lækjargötu 6B - s. 15555
TENBA
UÓSMYNDATÖSKUR
eru vatnsheldar og I
sterkar, hannaðar af j
atvinnuljósmyndara
með sem flesta val-
kosti í huga. Verð frá |
kr. 2.200.
NIKON
| UÓSMYNDAVÉLAR
FYRIR ALLA
Afífcoi»Íp2/lED>2
iNikon Ijósmynda-
jvélar fyrir alla
fjölskylduna
iFullkomin en ein-
föld í notkun
Gott verð
Höfum ennfremur
Ijósmyndavélar f rá
Vivitar
Verð frá kr. 4.500.
Slik þrífætur
fyrir Ijósmynda- og
videovélar bjóóa
upp á ýmsa
möguleika
Verð frá kr. 3.415.
Týli
Austurstræti 6
Sími 10966
DV
Möguleiki á samkomulagi um sameiginlegt efnahagssvæði í sumar:
Enn ósamið um veiði-
réttindi og f iskverslun
- verslun með landbúnaðarvörur einnig ásteytingarsteinn
Stjórnir ríkja EFTA og Evrópu-
bandalagsins ætla að taka sér sex
mánaða frest til að ná samkomulagi
um sameiginlegt efnahagssvæði fyrir
löndin 19 sem eiga aðild að þessum
tveimur samtökum.
„Ég er bjartsýnn á að samkomulag
náist fyrir mitt næsta sumar og sam-
eiginlegt emfnahagssvæði verði að
veruleika í ársbyrjun 1993,“ sagði
Gianni De Michelis, utanríkisráð-
herra Ítalíu, í lok viðræðna utanrík-
isráðherra landanna um efnahags-
svæðið.
Þrátt fyrir að bjartsýni ríki nú eftir
þessa lotu viðræðnanna er sameign-
lega efnahagssvæðið ekki i höfn. Enn
er ósamið um nokkur atriði sem geta
ráðið úrslitum. Þar á meðal er versl-
un með fisk og landbúnaðarvörur og
réttindi til veiða í flskveiðilögsögum
einstakra ríkja.
EFTA-löndin vilja að verslun með
fisk verði fijáls innan alls efnahags-
svæðisins þar sem nærri 380 milljón-
ir manna búa. Evrópubandalagið vill
ekki fallast á þetta nema fiskveiði-
flotar aðildarríkja þess fái á móti
veiöiheimildir í flskveiðilögsögum
EFTA-ríkjanna.
í reynd er þarna um að ræða að
íslendingar og Norðmenn opni land-
helgi sína fyrir skipum frá Evrópu-
bandalaginu. Þetta mál er óleyst og
lausn á því ekki í sjónmáli því hvorki
Noregúr né ísland geta fallist á hug-
myndir Evrópubandalagsins.
Þá er ekki samkomulag um hve
vítæk fríverslun með landbúnaðar-
vörur eigi að vera. Þar er ekki von á
samkomulagi milli Evrópuþjóðanna
fyrr en einhver hreyfing hefur komið
á GATT-viðræðumar, sem sigldu í
strand í síðasta mánuði.
Ýmislegt bendir til að GATT-við-
ræðurnar um niðurfellingu tolla í
heimsviðskiptum með landbúnaðar-
vörur verði teknar upp að nýju eftir
áramótin. Niðurstöður þeirra viö-
ræðna hafa áhrif viðræður EB og
EFTA um verslun með landbúnaðar-
vörur. Reuter og FNB
Sjómenn frá ríkjum Evrópubandalagsins mótmæltu stefnu þess í sjávarút-
vegsmálum með því að hauga síld niður síld við höfuðstöðvar bandalagsins
í Brussel. Símamynd Reuter
Fiskveiðistefna Evrópubandalagsins:
Sjómenn mótmæla
minnkandi kvótum
Franskir sjómenn sturtuðu 20
tonnum af síld við anddyri höfuð-
stöðva Evrópubandalagsins í Brussel
í gær til að mótmæla fiskveiðistefnu
bandalagsins. Til stendur að minnka
sókn í helstu fiskistofna á miðum
þess en sjómenn segja að það sé
óþarfi.
Um leið og kvötarnir verða minnk-
aðir þá er ætlunin að stækka möskva
og taka upp eins konar banndaga-
kerfi. Þannig hefur sú hugmynd farið
á flot að skip verði bundin við
bryggju 10 daga í hverjum mánuði.
Þetta segja sjómenn að gangi af út-
gerðinni dauðri.
„Það er útilokað að lifa af fiskveið-
um við þessar aðstæður,“ sagði Ric-
hard Banks, formaður breska sjó-
mannasambandsins, við mótmælin.
Annar fulltrúi Breta sagði að sjó-
menn óttuöust mjög um afkomu sína
ef hugmyndirnar um takmörkum
fiskveiða ná fram að ganga.
Sjávarútvegsráðherrar flestra
bandalagsríkjanna sögðu að of langt
væri gengið með tillögunum en emb-
ættismenn þar gegja að bandalaginu
sé nauðugur einn kostur að draga
úr sókninni til að koma í veg fyrir
ofveiði. Búist er við að málið valdi
miklum deilum sem ekki er séð fyrir
endann á.
Manuel Marin, formaður fiskveiði-
nefndar bandalagsins, er staðráðinn
í að draga úr sókninni í ýsu- og
þorskstofnana sem hann segir að séu
í hættu vegna ofveiði. Hann hótar
að bandalagið hafi sjálft frumkvæði
að minnkun kvóta nái aðiidarríkin
ekki samkomulagi um málið.
Reuter
Thatcher flutt í lúxusíbúð
Margrét Thatcher, fyrrum forsæt-
isráðherra Breta, hefur skipt á húsi
sínu í einu af suðurhverfum Lund-
únaborgar og rándýrri íbúð í
Belgravia-hverfinu. Það er fínasta og
dýrasta hverfi borgarinnar.
Húsið sem Denis og Margrét áttu
er metið á um 500 þúsund pund eða
um 50 milljónir íslenskra króna.
Ekkert fréttist af þessum skiptum
fyrr en sást til Denis þar sem hann
bar ferðatösku inn í nýju íbúðina.
Hánn sagði við það tækífæri að ekki
stæði til að setjast að á nýja staðnum
til langframa.
Blaðafulltrúi þeirra hjóna segir að
þau hafi ákveðið að flytja um set
vegna þess hve langt gamla húsið er
frá miðborginni. Hann sagði áð úti-
lokað væri fyrir Margréti að þeytast
oft á dag milli miðborgarinnar og
heimilisins þegar það væri svo langt
í burtu.
íbúðin sem nú verður heimili
Thatcherhjónanna hefur áður hýst
stórmenni. Þar hélt Stanley Baldwin
heimili þegar hann var forsætisráð-
herra nokkrum sinnum á árunum
milli stríða.
Reuter
Margrét Thatcher hefur flutt sig um set í Lundúnum þvi henni likar illa að
búa í Úthverfi. Símamynd Reuter
Tæplega áttræð sænsk amma Gamla konan brást vel við og kom
hefur verið dæmd fyrir eiturlyfia- með 50 grömm af efninu og bar það
smygl. Eitursins neytti hún þó ekki á sér hmanklæða þegar hún heim-
sjálf því að smyglíerð sína fór hún sótti dóttursoninn næst.
til að aðstoða bamabarn sitt. Dóm- Ekki var hún gripin við smyglið
urinn var vægur. Su gamla þarf að heldur fannst hassið síðar á strákn-
greiða 4.000 sænskar krónur í sekt. um í fangelsinu. Þegar yftrvöid
Það eru um 40 þúsund islenskar tóku að rekja máliö bárust böndin
krónur. Þá fékk hún skilorðsbund- fijótlega að ömmunni.
inn fangelsisdóm. Fyrir réttinum sagðist hún vera
Tildrög málsins voru þau aö dótt- saklaus því að hún vissi ekki hvað
ursonur konunnar var dæmdur í var í pakkanum sem dóttursonur-
fangelsi fyrir neyslu oiturlyfia. inn vildi fá að heiman. Dómarinn
Hann bar sig illa í fangavistinni og tók afsökunin ekki gilda og dæmdi
bað ömmu sína að færa sér lítil- gömlu konuna fyrir brot á fíkni-
ræði af hassi sem hann ætti heima. efnalöggjöfinni. tt
Nýr forseti á Haiti:
Rekinn úr kirkjunni
Skrifstofa Páfagarðs í Róm hefur
látið þau boð út ganga að Jean-Bertr-
and Aristide, nýkjörinn forseti á
Haiti, hafi fyrir tveimur árum verið
rekinn úr reglu sinni innan kaþólsku
kirkjunnar. Fréttamönnum var sýnt
bréf frá 8. desember árið 1988 þar sem
Aristide var vikið úr Salesian regl-
unni.
Aristide var gefið að sök að hafa
stuðlað að hatri og ofbeldi í heima-
landi sínu. Forsetinn hefur lengi þótt
vinstri sinnaður og háði harða bar-
áttu gegn yfirstéttinni á Haiti. Ka-
þólska kirkjan leggst gegn því að
prestar hennar taki beinan þátt í.
starfi stjórnmálaflokka. Aristide fór
ekki eftir þessu boði.
Enn hafa úrslit í forsetakosningun-
um ekki verið tilkynnt opinberlega.
Þó er fastlega gert ráð fyrir að Ar-
istide hafi farið með sigur af hólmi.
Hann ætlar þó ekki að fagna sigri
fyrr en talningu er endanlega lokið.
Reuter