Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRfSTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSOKr Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Þing og þjóð án ábyrgðar Ásgeir Hannes Eiríksson alþingismaður hefur lagt fram á þingi frumvarp til laga um, að ekki megi taka til meðferðar lagafrumvörp, sem hafa í fór með sér kostnað fyrir ríkissjóð, nema einnig sé í frumvarpinu ákvæði um samsvarandi tekjur handa ríkissjóði. Ásgeir vill með þessu, að ráðherrar og þingmenn verði allt í einu ábyrgir í flutningi tillagna. Á því er misbrestur, svo sem Sighvatur Björgvinsson, formaður íj árveitinganefndar, kvartaði um í síðustu viku. Menn vilja góðu málin, en hirða lítt um kostnaðinn af þeim. TUlaga Ásgeirs minnir á hugmyndir, sem komið hafa fram um, að notendur heilbrigðisþjónustu, svo sem sjúkrahúsa og niðurgreiddra lyúa, verði látnir hand- fjatla reikninga-með tölum um raunverulegan kostnað af þjónustunni, sem þeim finnst sjálfsagt að fá. Nóg væri, að ráðherrar og þingmenn yrðu skyldaðir til að útskýra í greinargerð, hver væri kostnaðurinn vlð framkvæmd á tillögum þeirra og frumvörpum, og að Alþingi yrði sjálft skyldað til að láta skoða kostnaðinn sérstaklega og taka efnislega afstöðu til hans. Slíkt yrði eins mikil bylting til bóta og reikningarnir, sem lagt hefur verið til, að notendum heilbrigðisþjón- ustu verði sýndir. Leiðin í frumvarpi Ásgeirs getur hins vegar leitt til, að upp þjóti margs konar eyrnamerktir tekjustofnar, svo að af verði skógur af smásköttum. í frumvarpinu reynir Ásgeir að taka á vandamáh, sem ekki er bundið við ráðherra og þingmenn eina. Ólafur Ragnar Grímsson úármálaráðherra kvartaði fyrr í þess- ari viku um tvískinnung þjóðarinnar. Hún vildi í senn aukna þjónustu ríkisins og minni skatta til ríkisins. í skoðanakönnunum hefur margsinnis komið fram, að þjóðin styður endalausa röð af góðum málum, sem kosta mikið fé, og vill jafnframt létta af skattbyrði eða að minnsta kosti ekki taka á sig aukna byrði. Þjóðin sem heild er óraunsæ, rétt eins og ráðherrar og þingmenn. Að vísu er til ein leið til að auka þjónustu ríkisins og minnka skattana til ríkisins. Það er að leggja niður stuðning ríkisins við hinn hefðbundna landbúnað, af- nema innflutningsbann, útflutningsbætur, niðurgreiðsl- ur og beina styrki, sem alls sóa 20 mihjörðum á ári. Meirihluti þjóðarinnar getur hins vegar ekki notað þessa röksemdafærslu með aukinni þjónustu og lægri sköttum, af því að hann styður innflutningsbann, niður- greiðslur og beina styrki. Það eina, sem meirihlutinn vill afnema, er einn milljarður í útflutningsuppbætur. Þar sem meirihluti þjóðarinnar og stjórnmálamenn upp til hópa hafa með sér þjóðarsátt um óraunsæi í fjár- málum, stendur Alþingi nú andspænis afgreiðslu fjár- laga með miklum halla, sem nemur sjö til átta milljörð- um á A- og B-hluta og átta til níu mihjörðum á C-hluta. A-hlutinn felst í hinum formlegu fíárlögum. B-hlutinn eru stofnanir ríkisins, sem fjaUað er um í fjárlögum. C-hlutinn er svo það, sem felst í lánsíjárlögum, þar sem áætlaðar eru lántökur opinberra sjóða. Samanlagður haUi á öUum þremur liðum er svonefndur þensluhalh. AUs mun sá halh nema sextán miUjörðum á næsta ári, ef svo fer sem horfir við afgreiðslu fjárlaga og láns- fjárlaga. Það er um 4,4% af landsframleiðslu og ætti samkvæmt fyrri reynslu að fara upp í 6,8%, þegar öU kurl verða komin tU grafar, helmingi meira en í ár. Reikningurinn af sextán miUjarða þensluhaUa ársins verður sendur afkomendum okkar, en við ætlum sjálf að borga vextina með aukinni verðbólgu, hærri raun- vöxtum og erfiðari varðstöðu um svokaUaða þjóðarsátt. Jónas Kristjánsson „Hátíð fer í hönd“ Það líður að jólum, þessari hátíð hátíðanna, þessum vermandi og geislandi birtugjafa, þegar myrkrið á mest völd og skammdegisskugg- arnir þrengja sér æ skipulegar að sálartetrinu. En það leita fleiri skuggar á en skammdeginu einu fylgja. Aldrei verður áleitnari spuming- in um kjör fólks og kostí þess til áhyggjulítils lífs, þess þó alveg sér í lagi að eiga í sig og á, eins og það hét og heitir enn, hversu fjarri sem okkur finnst fullyrðing um slíkt í fagurbláma velferðarinnar okkar víttrómuðu - í skjóli þessarar blessuðu þjóðarsáttar þar að auki. Aldrei koma þó skuggahliðar mannlífsins skýrar fram en í að- draganda helgrar hátíðar, aldrei verður allsleysið átakanlegra í allri sinni máttvana angist, aldrei veld- ur skorturinn skarpari skilum milli hinna alltmegandi og hinna allslausu. Grettistök alþýðu Einhver mundi nú eflaust spyrja hvort ekki væri ofmælt, upptendr- aður af samhjálparsuði okkar og velferðarvæli til réttlætingar okk- ar eigin eyðslu og ótæpri um- framsóun. Er þá einhver allslaus og andsvárið verður kalt já, svo alltof margir sem eiga í erfiðleikum með aö sinna þeim frumþörfum sem óhjákvæmilegar eru öllum, og aftur er komið að hinum gömlu skilgreiningum: að hafa ekki til hnífs og skeiðar - að hafa ekki í sig og á. Síðast í gær ræddi ég við gamlan félaga og vin sem lofsöng ástandið og þjóðarsáttina og velferðina og lauk sinni lofgjörðarrollu á því að fullyrða hversu óendanlega gott allir ættu hér á íslandinu góða - þar sem skortur og neyð væru víðs fjarri - þakkað veri félagslegum átökum alþýðunnar um áraíjöld. Satt er það, sem þjóð höfum við það gríðarlega gott og gnótt alls kyns óþarfa flýtur um gáttir allar hjá yfirgnæfandi meirihluta okkar. Og grettistök íslenskrar alþýðu eru einnig hafin yfir efa. En gleymum því þó ekkS að það búa margir við hin verstu kjör og hvem dag fæ ég reynslusögur frá fulltrúum þessa hóps og auðvitað er orsökin oft skammt undan, ef að er gáð. Ótrúlega oft er áfengiö örlagavaldur, en ekki skal á þær nótur slegið nú, þó ætíð sé hollt að hafa heildarmyndina fyrir sér. Dæmið um hann Valla Fötlun ýmiss konar, með alvar- legri hömlun til allra átaka, erfiðir sjúkdómar, alls konar ólánsatvik - stundum allt í senn - koma inn í þessar reynslusögur fólks - og þær eru átakanlega sannar í eymd sinni og oft kvöl - og verður furðufátt um svör þjá þeim sem unir við gnægtir góðar. En því Ijósari verð- ur honum sú staðreynd að ekki er Kjallariim Helgi Seljan . félagsmálafulltrúi ÖBÍ allt sem sýnist á ytra borði þeirrar alltumlykjandi - og ómetanlegu - samhjálpar sem vissulega hefur verið af hugsjón og baráttugleði byggð og er svo ótalmörgum mikils virði. En samhjálpin - velferðin blessuð - ber það einnig með sér að alltof margir óverðugir njóta og nýta sér hvaðeina - oft ranglega í þokkabót - og fyrir það líða svo hinir sem á þurfa allra mest að halda því það er litið til heildarumfangs - heild- arkostnaðar - og þar er vissulega komið nálægt þeim mörkum sem samfélagið megnar mest til mála að leggja. Tryggingaþegar, sem bætumar sínar eiga einar að at- hvarfi, veröa svo sannarlega að lifa sparlega til að endar megi ná sam- an - óvænt útgjöld af einhveiju tagi kippa fótunum með öllu tmdan annars líðanlegri afkomu á þennan undrahógværa máta þeirra sem láta sér nægja 40 þúsundin mánað- arlega til alls lífsframfæris. Og hin óvæntu atvik, sem út- gjöldunum valda hjá öryrkjunum, geta verið giska mörg og með öllu óviöráöanleg og um leið óyfirstíg- anleg og ef þau endurtaka sig er viðkomandi kominn í vítahring vonlausrar lífsbaráttu. Dæmi skal nefnt um öryrkja í hærri kantinum, hæsta máske - með sín 53 þúsund - svona við skattmörk, en lenti í þeim voða að verða að taka lán til bjargar æm sinni og annarra sakir óvæntra örðugleika, og eftir að sanngjöm húsaleiga hefur bæst við afborgun lánsins á hann rúm 20 þúsund eftir til að hafa í sig og á. Þetta er hann Valli vinur minn. Fróm fyrirspurn Og mætti nú spyrja þá sem eru til jólaglaðnings að kaupa tug- þúsundatólin eða hundruð-þús- undahlutina: Hvemig líst ykkur á þetta litla dæmi þess sem býr við erfiða fótlun og oft sársaukafulla um leið? Og þið sem af þjóðarsáttinni gumið svo grimmilega: Hvemig hst ykkur á? - Ekki bara hann Valla vin minn heldur alla hina - fjöru- tíuþúsundafólkið sem þiö voruð að bjarga undan böli verðbólgunnar, mikiö rétt, en vel að merkja fólks- ins sem bráðum er búið í ár að fóma ótæpilega af litlu til þess að þið getið barið ykkur á bijóst og básúnað dýrð ykkar, að ógleymd- um öllum gæðunum alltumfaðm- andi, aumt og kalt. Og þótt ég segi þetta nú á heldur hráblautan hátt þá met ég þjóðar- sáttina ykkar mikils. Það vantar bara talsvert mikið af jafnrétti og jöfnuði inn í hana. Prósentuhækk- anir em ekki fyrir þá aumu, það vitið þið. Nú í desember hækkaði hundrað- þúsundajóninn um 2.830 krónur á meðan öryrkinn minn hækkaði um 1200. Og þeir þurfa báðir að hafa í sig og á. Má ég þó þakka ykkur hð- sinni við tekjutryggingaraukann í tengslum við orlofs- og desember- uppbót sem eru þeim allslausu all- nokkurs virði. Og svo megið þið vita það hka að þegar hagnaðartölur fyrirtækj- anna fljúga í loftið þá spyr fólkið, sem fómaði mestu af minnstu, hve- nær fórnarkostnaðurinn fáist end- urgreiddur. Nóg mun sungið að sinni - þá hátíð fer í hönd. Hins vegar mættum við oftar hugsa um misskiptingu gæðanna mitt í marg- lofaðri velferð. Og aðeins í lokin fróm fyrirspurn frá honum Valla vini: Ég heyri alltaf fréttir af eftirgjöf skulda h)á bönkum og sjóðum til allra handa fyrritækja í landinu af því að þau séu svo ómissandi. Af hverju vill bankinn minn ekkert gefa mér eftir - aðeins viðurlög og dráttarvexti? Er það af því ég má sko eiga mig, ég er svo langt frá því aö vera ómissandi? Fétt varð um svör svo áfram er spuminni varpað til valdhafa góðra á gleðilegum jólum. Helgi Seljan ,,Og þið sem af þjóðarsáttinni gumið svo grimmilega: Hvernig líst ykkur á? - Ekki bara hann Valla vin minn held- ur alla hina - fj örutíuþúsundafólkið - sem þið voruð að bjarga undan böli verðbólgunnar..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.