Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Page 15
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990.
15
Eitt kjördæmi
eða hrossakaup
Ásgeir Hannes Eiríksson, þing-
maöur Borgaraflokksins, lagði ný-
lega fyrir Alþingi frumvarp um
■ breytingar á stjórnarskránni. Meg-
inmarkmið frumvarpsins er að
breyta kjördæmaskipan. í frum-
varpinu er gert ráð fyrir að þing-
mönnum verði fækkað í 43 og 22
þeirra verði kjörnir í einmennings-
kjördæmum en 21 af landslista. Það
er auðvitað af hinu góða að menn
skuli hreyfa við kjördæmamálinu,
og margt er gott í tillögum Ásgeirs.
Frumvarpið gerir t.d. ráð fyrir
að þingmönnum verði fækkað um
þriðjung. Þetta er bráðnauðsynleg
breyting, sem hefði minni kostnað
í för með sér, mundi án efa auka
skilvirkni þingsins og leysa hús-
næðisvanda þess. Frumvarp Ás-
geirs gerir enda ráð fyrir að þingið
verði ein málstofa.
Fjölgun kjördæma
Nú gerir frumvarp þingmannsins
ráð fyrir að landinu verði skipt í
22 einmenningskjördæmi. í frum-
varpinu segir svo um þessa skipt-
ingu: „Deilt er í fjölda kosning-
•abærra einstakhnga með tölunni
22. Síöan eru afmörkuð landsvæði
sem hafa að geyma þann fjölda
kosningabærra einstaklinga og
telst hvert svæði eitt kjördæmi.
Mörkin skulu fylgja hreppa-, bæja-
eða sýslumörkum eins og við verð-
ur komið. Ella skal styðjast við
önnur landfræðileg kennileiti, svo
sem ár, fjöll, vegi og aðalgötur í
bæjum."
Kjallarinn
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi i HÍ
Að mínu mati er þessi skipan
mála alvarlegur galh á frumvarp-
inu. Það er virðingarvert og sjálf-
sagt að jafna vægi atkvæða eins og
tilgangurinn er með frumvarpinu
en að fjölga kjördæmum er ekki
einfaldasta og árangursríkasta
leiðin að því markmiði. Ahra síst
ef kjördæmin eiga aö vera breytileg
frá kosningum til kosninga og
starfsmenn Hagstofunnar eiga að
hlaupa út um ahar koppagrundir í
leit að lækjarsprænum og öðrum
landfræðilegum kennileitum th að
skipta þjóðinni í kjördæmi. - Þetta
er bæði of flókið og of dýrt þegar
annað einfalt og ókeypis býðst. Þar
á ég við að landið yrði eitt kjör-
dæmi.
Eitt kjördæmi
í fyrsta lagi finnst mér það sjálf-
sagt réttlætismál að allir geti kosið
alla sem í framboði eru til löggjaf-
arþings landsmanna. Það er óþol-
andi að geta ekki kosið frambæri-
legan mann eingöngu af því að
hann (eða maður sjálfur) býr vit-
lausum megin við fjall eða fjölfarna
götu.
í öðru lagi er einfaldast að jafna
vægi atkvæða með því að hafa að-
eins eitt kjördæmi. í þriðja lagi
hefur eitt kjördæmi það umfram
mörg að staðbundið fylgi flokka eða
manna brenglar ekki heildarniður-
stöðuna.
í fjórða lagi losar eitt kjördæmi
þingmenn við þá „skyldu" aö hygla
„Að margra mati á það óréttláta kjör-
dæmakerfi, sem við nú búum við, lítið
skylt við lýðræði.“
Núverandi
Einfaldast er að jafna vægi atkvæða með þvi að hafa aðeins eitt kjör-
dæmi.
kjördæmaskipan
einu landsvæði umfram önnur eins
og nú tíðkast í miklum mæli. At-
kvæðakaup og óheilbrigð fyrir-
greiðsla fylgja alltaf kjördæma-
skiptingu og ekki síst einmennings-
kjördæmum. Alþingi er th þess að
setja lög og þessi lög eiga að gilda
um alla óháð búsetu og því er kjör-
dæmaskipting algjör óþarfi.
Sá sem hefur orðað vandann sem
hlýst af kjördæmaskiptingu með
hvaö gleggstum hætti er Guð-
mundur Finnbogason, landsbóka-
vörður og prófessor í sálarfræði við
Háskóla Islands. í bók sinni Stjórn-
arbót, sem út kom árið 1924, sagði
hann m.a.: „Kapphlaup kjördæm-
anna um að fá sem drýgstan skerf
af ríkisfé, hvert tU sinna þarfa,
hrindir þeim þingmönnum, sem
ekki eru því víðsýnni og sjálfstæð-
ari, út í hrossakaupin. Við þau vaxa
útgjöld ríkisins unnvörpum og þar
meö álögur á landslýðinn, eða
skuldir ríkisins, nema hvort
tveggja sé.“
Einfaldleikinn oftast bestur
Að margra mati á það óréttláta
kjördæmakerfi, sem við nú búum
við, lítið skylt við lýðræði. í grein-
argerð með frumvarpi Ásgeirs
kemur t.d. fram að 3300 atkvæði
eru á bak við hvern þingmann
Reykjavíkur en aðeins 1200 á Vest-
fjörðum. - Þetta er auðvitað sví-
virðUegt og um það hlýtur öh þjóð-
in að vera sammála, jafnvel fram-
sóknarmenn.
Þessu þarf og verður að breyta.
En til þess mega menn ekki eyða
orku í skipulagsæði og flóknar út-
færslur. Máhð er brýnt. Það þarf
að fara auöveldustu, einföldustu og
í þessu tUviki bestu leiðina. - Eitt
kjördæmi og einn mann með eitt
atkvæði.
Glúmur Jón Björnsson
Heimsfriður er
óhjákvæmilegur
Ég hef alla tíð, frá minni bernsku
í sunnudagaskóla úti í Kanada, tal-
ið að Faðirvorið, sem Jesús Kristur
kenndi okkur að fara með og millj-
ónir manna fara með mörg þúsund
sinnum á ævi hvers og eins, hefði
í sér fólgið loforð en ekki bara von
um að þetta geti gerst.
Ég er sannfærður um að þetta
fyrirheit verður efnt. Spumingin
er bara hvort Guðsríkið verður
byggt á grænni gróinni jörð eða
sviðinni að afloknum styrjöldum.
Okkar er valið.
í ljósi þess ástands,' sem nú ríkir
í „vöggu mannkynsins", eins og
írak (Mesópótamía) hefur stundum
verið kallað, skrifa ég þessa grein.
Þróunin stefnir að einu
heimsskipulagi
Víst er að ástandið er mjög slæmt
og styrjöld gæti brotist úr á næstu
dögum en þetta er allt annað ástand
en það sem ríkti fyrir 50 árum,
reyndar fimm ámm hka, þegar
heiminum var skipt í tvo hópa
þjóða af svipuðum styrkleika.
Nú standa flestar þjóðir heims
saman gegn Saddam Hussein. Þaö
skipti sköpun þegar „stóri björn-
inn“ í austri fór að‘ urra og Jórdan-
ía, í sinni erfiöu stöðu, tilkynnti að
hún styddi loftflutningabannið til
íraks.
Þetta hefur allt þróast svo merki-
lega frá árinu 1919 þegar þjóða-
bandalagið var í þann veginn að
fæðast. Skömmu seinna, þegar ítal-
ir réðust inn í Eþíópíu, gerðist það
í fyrsta skipti að nokkrar þjóðir
heims mótmæltu sameiginlega.
KjaUarinn
John Spencer
bahá’íi og
sölumaður
ar tilhneigingu til að formbinda
tengsl sín á milli, ekki eingöngu
evrópsku samfélögin heldur líka
Suður-Kyrrahafsbandalagið, Ein-
ingarsamtök Afríku, Efnahags-
bandalag Mið-Ameríku, Samtök
þjóða í Suðaustur-Asíu, Ráð fyrir
gagnkvæma efnahagsaðstoð og
fleira.
„Öh sú sameiginlega viðleitni,
sem þessi samtök tjá, ryður braut
einu heimsskipulagi." Þessi setn-
ing er tekin úr ávarpinu „Fyrirheit
um heimsfrið" sem æðsta stofnun
Bahá’í-trúarinnar, ahsherjarhús
réttvísinnar, sendi frá sér á al-
þjóðlegu friðarári Sameinuðu þjóð-
anna, árið 1986. Ég hvet alla th að
kynna sér þetta merka ávaip sem
andlegt þjóðarráð Bahá’ía á íslandi
hefur gefið út.
„Það sem þjóðirnar verða að koma sér
saman um í náinni framtíð er að fórna
örlitlu af sínu fullveldi.“
Mótmælin breyttu raunar engu en
þau heyrðust, án árangurs, og þetta
var bara byijunin.
Síðan þá hefur milhríkjasamtök-
um vaxið fiskur um hrygg. Samein-
uðu þjóðirnar, með öhum sínum
deildum, eru sífeht að styrkja stöðu
sína í heiminum, sanna thverurétt
sinn og gegna æ mikilvægara hlut-
verki.
Þar að auki sýna fleiri þjóðahóp-
Allar þjóðir þurfa að gefa
eitthvað eftir
Bensín og oha eru að hækka í
verði um þessar mundir sem er
merki þess að það kostar heims-
byggðina mikla peninga að standa
í þessu styrjaldarástandi. Það sem
þjóðimar verða að koma sér saman
um í náinni framtíð er að fóma
örhtlu af sínu fullveldi, eða réttara
sagt að viðurkenna það að afsal
„Víst er að ástandið er mjög slæmt og styrjöld gæti brotist út á næstu
dögum - en þetta er allt annað ástand en það sem ríkti fyrir 50 árum.“
ýmissa réttinda, t.d. til alheims-
stjórnar, kostar þær örhtið af
þeirra fuhveldi.
Hér á ég við að þær geti t.d. ekki
sagt annarri þjóð stríð á hendur og
með milhlandasamningum verði
nákvæm takmörkun á stærð heija
og vopnaburði. Öh friðsamleg sam-
búð, t.d. í borgum, krefst þess að
allir gefl eftir, gefi örhtið af sjálfsá-
kvörðunarrétti sínum. Eins er það
með þjóðir.
Her, eða lögregla hvers lands,
mun takmarkast við það sem þarf
th að halda uppi lögum og reglu
innan síns’ yfirráðasvæðis á hveij-
um tíma, alveg eins og er á íslandi
í dag. Lögregluþjónar ganga al-
mennt ekki með byssur en þær eru
þó til taks ef eitthvað bjátar á.
Þetta er aht framkvæmanlegt og
uppskriftin hggur fyrir. Það kostar
í raun ekki mikið fjármagn og er
langtum ódýrara en núverandi fyr-
irkomulag. Það mun helst kosta að
stóru þjóðimar (þær ríku) missa
nokkuð af sjálfsákvörðunarrétti og
völdum. Grænlendingar ættu auð-
velt með að ganga í slíka alheims-
stjórn, Kanadamenn yrðu tregari
og Bandaríkjamenn hklega tregast-
ir,
í lok ávarpsins „Fyrirheit um
heimsfrið", sem áður er getið, er
vitnað í fyrirheit Bahá’u’háh, spá-
manns Bahá’í-trúarinnar, sem ég
vh gera að lokaorðum mínum:
„Þessar thgangslausu dehur, þessi
eyðheggjandi stríð, munu hða und-
ir lok og Friðurinn mesti komast
á.“
John Spencer