Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Síða 18
18
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990.
Menning
Islendingar eriendis voru
auðveld bráð fyrir nasista
- rætt við Önund Bjömsson, annan höfund Með kveðju frá Sankti Bemharðshundinum
Með kveðju frá Sankti Bernharös-
hundinum er ný bók sem hefur
undirtitilinn íslendingar í þjónustu
Þriðja ríkisins. Eins og undirtitill-
inn segir til um fjallar bókin um
þá íslendinga sem þjónuöu nasist-
um í síðari heimsstyrjöldinni og
um þá sem talið var að hefðu gert
það. í bókinni er sagt frá málum
sem hafa lengi verið viðkvæm og
rætt við fólk sem tengist málunum.
Höfundar bókarinnar eru Ásgeir
Guömundsson og Önundur Björns-
son. DV fékk Önund í spjall um
bókina sem vakið hefur athygh.
Var hann fyrst spurður hver hefði
verið kveikjan að bókinni.
„Þaö voru fyrst og fremst tíma-
mótin en í fyrra voru fimmtíu ár
frá því að síðari heimsstyrjöldin
hófst. Sjónvarpiö tók fyrirstríðsár-
in í þáttaröð sem var þó hvergi full-
nægjandi, enda ekki hægt að gera
ráð fyrir því að sjónvarpsþættir
fullnægi öllum þáttum málsins sem
aö íslendingum snýr.
Þetta tímabil og sú flétta sem að
okkur íslendingum snýr er spenn-
andi og verður raunar aldrei tæm-
andi. Það er svo margt sem viö vit-
um ekki og það er margt í þessari
bók sem við höfðum ekki hugboð
um áður en þurftum að rekja okkur
áfram til aö fá botn í. Til dæmis
vita fáir að Pétur Thomsen ljós-
myndari var jafnvel tvöfaldur
njósnari. Hann kemur hingað upp
með þýskum kafbáti og er settur
af á Langanesi. Hann gengur síðan
beint að næsta bóndabæ og hringir
í Júlíus Hafstein og segir honum
önundur Björnsson, annar höfunda Meö kveðju frá Sankti Bernharöshundinum.
hvers kyns er og að hans erindi sé
að njósna. Júlíus trúði þessu ekki
en lét samt flytja hann til Akur-
eyrar þar sem hann var aíhentur
bandarískum hermönnum. Pétur
var síðan sendur til'Bretlands. Þar
er hann mjög stuttan tíma, ólíkt
öllum öðrum íslendingum sem
sendir voru þangað í fangelsi. Síö-
an er sett undir hann heilt herskip
til að flytja hann heim aftur. Pétur
hfði síðan í vellystingum. Það er
alveg víst að hann þjónaði Bretum.
Hvort hann hafi einnig verið á
mála hjá Þjóðverjum er spurning
sem erfitt er að svara.“
- Var erfitt að fá fullnaðarsvör um
ýmis mál?
„Já, aðallega vegna þess að þeir
menn sem voru helst grunaðir um
samstarf við Þjóðveija tjáðu sig
sjaldan, byrgðu vitneskju sína inni
miHNTHERO
TOLVUSPIL
Mikið úrval tölvuspila,
verð frá kr. 995,-
Sjónvarpsleiktæki frá Redstone og Commodore ásamt
heimilistölvunni sívinsælu, C64.
Auk þess mikið úrval stýripinna og leikja á frábæru
verði fyrir flestar gerðir tölva og sjónvarpsleiktækja.
VASATÖLVUR
Mikið úrval,
gott verð
Hin vinsælu Amiga 500 auk fjölda fylgihluta, s.s. Epson
prentarar og Verbatim diskettur. Auk þess mikið úrval
af forritum og leikjum fyrir Amiga- og PC-tölvur.
ÞÚRP
í sjálfum sér. Svo er aldrei að vita
nema þeir sem hægt er að vitna í
hafi á einhvern hátt hagrætt sann-
leikanum.
- Kom eitthvað á óvart meðan ver-
ið var að vinna að bókinni?
„Bókin er eiginlega tvíþætt. Ann-
ars vegar er fjallað um mennina
sem þvældust á einn veg eða annan
í njósnanet Þjóðverja. Þetta voru
námsmenn, einkum í Noregi, Dan-
mörku og Þýskalandi. Sá sem
stjórnaði þessu njósnaneti var dr.
Helmut Lotz. Hann hafði verið hér
á landi viö sauðfjárveikirannsókn-
ir og var kunnur íslendingum.
Þessir menn voru sendir heim í
kafbátum til að njósna fyrir þjóð-
veija og einnig til að senda veður-
skeyti. Það skipti þjóðverja miklu
máli að fá veðurskeyti héðan.
Hinn þátturinn í bókinni er svo-
kallað Artic-mál. Var þar um að
ræða seglskip með hjálparmótor
sem sent var með hrognafarm til
Spánar og átti að taka ávexti heim.
Skipið kom til Spánar á Þorláks-
messu 1941. Átti það að losa og fara
strax. Tafir urðu miklar þar sem
ávaxtafarmurinn, sem átti að fara
í skipið, var sagður ónýtur. Og
skipið lét ekki úr höfn fyrr en 15.
febrúar.
í millitíðinni setja þjóðverjar Sig-
uijóni Jónssyni skipstjóra stólinn
fyrir dymar. Ef hann ekki á Heim-
leiðinni sendi þeim veðurskeyti og
segi þeim ahar skipaferðir verði
skipinu sökkt um leið og það fari
úr spænskri lögsögu. Fyrir þetta
fengu skipveijar einhverja pen-
inga. Þannig er sagan og skeytin
voru send. Spumingin, sem ekki
verður svarað, er: Voru þeir neydd-
ir til að senda þessi skeyti eða voru
þeir allt eins að sækjast eftir pen-
ingunum. Siguijón lést sem fangi á
hersjúkrahúsi í Bretiandi og tjáði
sig aldrei til fuhs um málið."
- Gerðu íslendingar erlendis sér
grein fyrir afleiðingunum af því að
njósna fyrir Þjóðveija?
„Hugsunin hjá ungum náms-
mönnum, sem dvöldu í hemumd-
um löndum á þessum ámm, var
að komast heim . Þess vegna voru
þeir auðveld bráð. Þeir héldu að
þegar heim væri komið myndi allt
gleymast. Hlutskipti þeirra varð
samt jafnvel verra en ef þeir hefðu
verið áfram úti. Allflestir voru
gómaðir næstum strax og kafbát-
urinn hafði losað sig við þá. Beiö
þeirra ekkert nema fangelsi í Eng-
landi.“
- Nafnið á bókinni, Með kveðju frá
Sankti Bernharðshundinum,
hvernig er það tilkomið?
„Þetta nafn er þannig til komið
að þegar dr. Lotz var hér á landi,
vann hann meðal annars við rann-
sóknir á Hvanneyri. Þar var skóla-
stjóri Halldór Vilhjálmsson. Þegar
dr. Lotz kom svo aftur til Þýska-
lands eignaðist hann Sankti Bern-
harðshund sem hann skýrði Halld-
ór. Lykilorð þeirra fslendinga, sem
hingað vom sendir til að njósna,
átti svo að verða: Með kveðju frá
Sankti Bernharðshundinum og
lykilmaðurinn átti að verða Guð-
brandur Hliðar dýralæknir en
hann komst aldrei til landsins.
Bretar höfðu fregnir af því að
hann væri í sambandi við Lotz.
Hann var því handtekinn þegar
flugvélin með hann millilenti í
Skotiandi og var kyrrsettur og sett-
ur í fangelsi. Það kom því aldrei til
aö þetta lykilorð yrði notað og þó
svo að Guðbrandur hefði komist
heim hefði það sjálfsagt aldrei verið
notað því að allir „njósnararnir"
voru hirtir.
- Eru upplýsingar í bókinni sem
ekki hafa komiö fram?
Já, til aö mynda innlend dómskjöl
sem era frá því að menn voru
dæmdir hér í undirrétti og hæsta-
rétti. Þá era einnig birt skjöl frá
breska hernum sem ekki hafa feng-
ist birt áður. Hallgrímur Dalberg
segir nú fyrst í bókinni frá fangels-
isreynslu sinni en hann lenti af til-
viljun í Artic málinu og var sendur
til Bretlands til fangelsisvistar þar
sem aðbúðin var slæm.
- Voru ekki einhveijir dæmdir
heima að stríði loknu.
„Það var nú einn tvískinnungur
stjórnvalda. Samkvæmt samningi
við bandamenn vora menn dregnir
fyrir rétt hér heima þótt þeir heföu
í raun aldrei neitt gert af sér. Á
sama tíma grátbáðu stjómvöld
Norðmenn um að miskunna sig
yfir Ólaf Pétursson sem hafði verið
dæmdur í 20 ára fangelsi í Noregi
og sannaðir á stríösglæpir. Norð-
menn slepptu honum þótt tregir
væru.
-HK