Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Síða 19
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. 19 Sviðsljós Sonny og Cher meóan allt lék i lyndi. 100% siUdnæríátnaður ásMafjölskykkina 100% silkinærföt henta öllum, alltaf og alls staðar. Þau eru hlý í kulda og frosti en svöl í miklum hita. Þér er aldrei kalt í silki- nærfötum. Silkinærföt henta betur við okkar aðstæður en nokk- ur önnur nærföt. Ef þú vilt fræðast nánar um silkinærföt þá spurðu einhvern af þeim mörgu sem eiga silkinærföt frá okkur. Sonny Bono: Cher hélt að sólin væri bakhliðiií á tunglinu Sonny Boho, fyrrverandi eigin- maður söng- og leikkonunnar Cher, er að skrifa bók sem dregur upp ófagrar myndir af henni. Sextán ár eru hðin síðan þau skildu, en eins og flestir muna voru þau frægur söngdúett á sínum tíma og voru meira að segja með sinn eigin sjón- varpsþátt. Cher hefur búið sér til ímynd sem kynþokkafull og veraldarvön heims- dama en í bókinni lýsir Sonny ótrú- lega heimskri konu sem hafi verið viðkomu eins og freðin ýsa. Þegar þau kynntust var Sonny 27 ára en Cher 16 og hafði þá þegar flosnað upp úr skóla. „Cher hafði alveg furöulegar rang- hugmyndir, fyrst hélt ég að það staf- aði af takmarkaðri skólagöngu henn- ar en síðar varð ekki hjá því komist að sjá að þetta flokkaðist ekki undir neitt annað en ótrúlega heimsku,“ segir Sonny. „Svo ég nefni dæmi, máli mínu til sönnunnar, þá stóð hún á því fastar en fótunum að sólin væri bakhliðin á tunglinu. Einnig hélt hún að fiallið Rushmore, sem höggvið er út af myndhöggvaranum Gutzon Borglum, hefði í veðrum og vindum tekið á sig myndir forset- anna Washington, Jefferson, Lincoln og Roosevelt!" Cher er komin á fimmtugsaldur en virðist yngjast með hverju ári. Hún er nú öskureiö yfir væntanlegri bók Sonnys en fær ekki viö neitt ráðið. Þegar Cher sótti um skilnað 1974 vakti það mikla athygli og Sonny var kennt um hvemig fór. Hann hefur til þessa ekki lyft hendi til að bera blak af sjálfum sér en nú hefur hann ákveðið að úttala sig í bókinni. Þar kemur fram að Cher hafi haldið við einn hljómsveitarmeðliminn hjá þeim og á endanum hafi hún viljað skilnað til -að geta verið með honum opinberlega. Þegar skilnaðurinn var genginn í gegn hafi Cher hins vegar verið búin að missa áhugann og nýir menn komnir í spilið. Síðan segir Sonny að eftir þaö og fram á þennan dag hafi líf Cher verið ein samfelld röð af elskhugum. Þegar Cher frétti af væntanlegri bók Sonnys varð hún öskureið og reynir hvað hún getur til 'að koma í veg fyrir útkomu hennar. En Sonny lætur sér fátt um finnast og segir að bókin komi í verslanir seinnipartinn á næsta ári. Jólahangikjötið sem mælt er með, bragðgott og ilmandi KEA hangikjötið er aiit 1. flokks. Pað er meðhöndlað samkvæmt norðlenskri hefð af færustu kjötiðnaðarmönnum. Bragðgott og ilmandi uppfyllir KEA hangikjötið óskir þínar um ánægjulegt jólaborðhald.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.