Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Page 20
20
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990.
íþróttir
Markaregn
- Spánn vann Albaníu 9-0
Spánverjar voru í miklu stuði i gærkvöldi þegar þeir léku sér aö
Albönum i leik þjóöanna i Eyrópukeppni landsliða en þjóðirnar leika
sem kunnugt er í riðli með íslendingum. Spánn vann stórsigur, 9-0,
og skoraöi „gammurinn“ Emilio Butragueno fiögur markanna. Munoz
skoraði 2, Hierro eitt, Bakero eitt, og Amor eitt Staðan í leikhléi var
4-0.
• Hollendingar gáfu Spánverjum litiö eftir i gærkvöldi er þeir léku
gegn Möltubúum á Möltu í undankeppni Evrópukeppninnar. Holland
sigraði, 8-0, og skoraði Marco Van Basten fimm markanna. Þrjú þeirra
skoraði hann á 25 mínútum í fyrri hálfleik og tvö í síðari hálfleik, það
síöasta úr vítaspymu á 80. minútu. Hin mörk Hollendinga skoruðu
Dennis Bergkamp (2) og Aron Winters.
• 20 þúsund áhorfendur mættu í gærkvöldi á heimavöil Stuttgart
og sáu heimsmeistara Þjóðverja vinna næsta auðveldan sigur á Sviss-
lendingum, 4-0, i vináttuiandsleik. Völler skoraði fyrsta markið á 1.
minútu en í síðari hálfleik skoruðu þeir Riedle, Thom, og Matthaeus.
-SK
Valur stigahæstur
annað árið í röð
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki:
UMFÍ-bikarinn var afhentur í hófi
í síöustu viku. Bikarinn var gefmn
af UMFÍ þegar íþróttahúsið var tekið
í notkun á sínum tíma með því for-
orði að hann yrði veittur fyrir afrek
í þeirri íþróttagrein sem mest væri
stunduð í húsinu.
Þar sem körfubolti er áberandi vin-
sælust inniíþrótta á Króknum hefur
verið tekin upp sú stefna að stiga-
hæsti maQur meistaraflokks ár hvert
hljóti bikarinn. Matthías Viktorsson
félagsmálastjóri afhenti Val Ingi-
mundarsyni bikarinn og er þetta
annaö árið í röð sem Valur hlýtur
hann.
Við sama tækifæri færði Matthías
dr. Milan Rosanik, þjálfara meistara-
flokks, rósavönd frá íþróttaráði bæj-
arins í tilefni glæstra sigra liðsins í
úrvalsdeildinni í haust. Vöndurinn
geymdi 11 rósir eða jafnmargar og
sigra Stólanna í deildinni til þessa.
• Matthías Viktorsson félagsmálastjóri afhendir Val Ingimundarsyni viður-
kenningu í hófi í vikunni.
Sport-
stúfar
í fyrradag var dregið
til 8-liða úrslita í Evr-
ópumótum félagsliða i
knattspymu. I Evr-
ópukeppni meistaraliða drógust
saman eftirtalin lið:
Spartak Moskva - Real Madrid
AC Milan - Marseille
Rauða Stjarnan - Dyn. Dresden
Bayern Múnchen - Porto
Evrópukeppni bikarhafa:
Legia Varsjá - Sampdoria
Dynamo Kiev - Barcelona
Manch. United - Montpellier
Liege - Juventus
UEFA-bikarinn:
Bologna - Sporting Lissabon
Torpedo Moskva - Bröndby
Atalanta - Inter Milano
Roma - Anderlecht
Missir Jón Þórir
líka næsta tímabil?
Óvíst er að Jón Þórir Jónsson,
sóknarmaðurinn öflugi, geti leik-
ið með Breiðabliki í 1. deildinni í
knattspyrnu næsta sumar. Jón
Þórir missti nánast af öllu síðasta
tímabili vegna meiðsla á hné og
fyrir stuttu gekkst hann undir
uppskurð. Útlit er fyrir að hann
geti ekki farið að æfa með Kópa-
vogsliöinu fyrr en komið er fram
á sumarið.
Handboltamót fyrir
yngstu krakkana
Handknattleikssam-
band íslands stendur
fyrir EMS-móti í '6.
flokki karla og 5. flokki
karla á vegum Pósts og síma í
Breiðholtsskóla og Laugardals-
höll milli jóla og nýárs. Leikið
verður í A-, B-, og C-liðum. Allir
þátttakendur fá viðurkenningu
frá Pósti og síma en auk þess
verða bestu leikmenn mótsins í
hvorum flokki heiðraðir. Enn er
hægt að skrá lið í mótið en fjöldi
þeirra er takmarkaður.
Portland áfram
á sigurgöngunni
Portland Trail Blazers heldur
áfram sigurgöngu sinni í banda-
ríska körfuboltanum. í fyrrinótt
sigraði Portland lið Golden State
auðveldlega á heimavelli.
Lakérs, sem unnið hefur hvern
leikinn af fætur öðrum upp á
síðkastið, vann góðan útisigur í
New York.
Úrslit leikjanna í NBA-deildinni
í fyrrinótt urðu annars þessi:
New York - LA Lakers....97-100
76’ers - LA Clippers....110-99
Charlotte - Utah Jazz..100-105
Chicago - Miami Heat....112-93
Milwaukee - Detroit....106-101
Houston - San Antonio....95-96
Dallas - Phoenix........95-114
Sacramento - Minnesota.... 108-99
Portland - Golden State.122-94
Seattle - Orlando......122-105
Átta dagar
til stef nu
Nú eru átta dagar þar til að frestur
til aö skila inn atkvæðaseðlum í kjöri
íþróttamanns ársins hjá DV rennur
út. Skilafrestur er til 28. desember.
Heppinn lesandi DV fær Olympus
myndbandstökuvél frá Hljómco í
Fákafeni að verðmæti 65 þúsund
krónur. Greint verður frá úrshtum í
kjörinu í fyrsta blaði DV eftir ára-
mótin, þann 2. janúar, í máli og
myndum.
-SK
Iþróttamaður ársins 1990
Nafn íþróttamanns: íþróttagrein:
1._____________________________________
2._____________________________________
3. -___________________________________
4. _______________:_____;______________
5.
Nafn:__________________________________r__ Sími: ___________
Heimilisfang:____________________________________________,__:
Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11-105 Reykjavík.
• Sigurður Bjarnason skoraði 6 mörk gegn Þjóðverjum í gærkvöldi og átti mj
ekki betra lið í útileikina í framtíðinni geta þeir átt von á að þurfa að bíða len
Þjóðverj
- ísland vann stóran sigur á afspymulé
„Þetta var ekki alveg nógu
góður leikur hjá okkur,
sérstaklega hvað varnar-
leikinn snerti. En að vipna
landsleik meö sjö marka mun er ekki
slæmt og ég er ánægður með sigurinn.
Hins vegar er ég ekki nægilega sáttur
við leik okkar í heild. Við verðum að
leika mun befur gegn Þjóðverjunum í
leikjunum úti ef við eigum að geta stað-
ið í þeim,“ sagði Geir Sveinsson í sam-
»tali við DV eftir að ísland hafði unnið
Þýskaland í landsleik í handknattleik
í Laugardalshöllinni í gærkvöldi með
26 mörkum gegn 19. Staðan í leikhléi
var 11-10, íslandi í vil.
Eftir stórsigur íslenska liðsins í fyrri
viðureign liðanna ætluðust leikmenn
íslenska liösins til þess að þetta kæmi
af sjálfu sér í gærkvöldi. Varla nokkur
Sigurogtapl
- á alþjóðlegu móti í handknattleik s
Alþjóðlegt mót í handknattleik
kvenna hófst í Laugardalshöll i gær-
kvöldi með viðureignum unglinga-
landsliðs íslands og Portúgals annars
vegar og hins vegar A-landslið íslands
og Spánar.
Fyrri leikurinn í gær var leikur ungl-
ingalandsliðs íslands og A-liös Portú-
gals og höfðu íslensku stelpurnar betur
og sigruðu með eins marks mun í
spennandi leik, 14-13.
ísland hóf leikinn af krafti og komst
í 5-2. Léttleiki var yfir leik íslenska liðs-
ins og leikfléttur liðsins gengu upp.
Portúgal náði að minnka muninn í eitt
mark fyrir leikhlé og staðan í hálfleik
var 6-5.
ísland byrjaði vel í síðari hálfleik og
náðu mest fimm marka forskoti, 12-7,
og allt virtist stefna í öruggan sigur.
Portúgölsku stúlkurnar höfðu ekki sagt
sitt síðasta orð og minnkuðu muninn
jafn og þétt og þegar mínúta var til
leiksloka var staðan 14-13. Síðustu
mínútuna var spennan mikil en ís-
'lensku stúlkunum tókst að halda
fengnum hlut og unnu sætan sigur.
Hulda Bjarnadóttir, Auður Hermanns-
dóttir og Herdís Sigurbergsdóttir stóðu
sig best hjá íslenska liðinu.
• Mörk íslands: Hulda 5, Hallá 3,