Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Page 21
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990.
21
ög góðan leik síðustu mínúturnar er íslenska liðið skoraði 11 mörk gegn 4. Sameinaðir Þjóðverjar eiga enn eftir að vinna landsleik á útivelli og ef þeir senda
gi eftir útisigri. DV-mynd Brynjar Gauti
ar f lengdir á ný
legu þýsku landsliði í handknattleik, 26-19. Móðgun að senda slíkt lið til Islands
maður með fullri meðvitund í fyrri
hálfleik og þá náði þetta mjög svo slaka
þýska lið að halda í við okkar menn.
Reyndar aðeins fram í síðari hálfleik-
inn þangað til að staðan var 15-15.
Góður lokakafli hjá íslenska liðinu
þegar það skoraði 11 mörk gegn 4
tryggöi hins vegar sigurinn.
Fyrstu landsleikir sameinaðs Þýska-
lands á erlendri grundu verða ekki
skráðir á spjöld sögunnar. Reyndar
virðast Þjóðverjar ekki hafa lagt mikla
áherslu á þessa leiki enda sendi þeir
c-Uð sitt í leikina og varla það. Hrein
móðgun við íslenskan handknattleik
og vonandi verður bið á því að svo slök
landslið komi til íslands.
Konráö Olavsson var besti leikmað-
ur íslenska liösins og er þar ótrúlega
skemmtilegur handknattleiksmaður á
ferð. Geir Sveinsson átti einnig ágætan
leik og Sigurður Bjarnason á lokakafl-
anum. Þá varði Hrafn Margeirsson
þokkalega í síðari hálfleik.
• Mörk íslands: Konráð Olavsson
7, Sigurður Bjarnason 6/2, Geir Sveins-
son 3, Valdimar Grímsson 3, Stefán
Kristjánsson 3, Einar G. Sigurðsson 2,
,og Jón Kristjánsson 2.
• Hjá Þjóðverjum var Heinrich Oc-
hel markahæstur með 5 mörk.
Þjóðirnar mætast aftur í tveimur
landsleikjum í Þýskalandi á morgun
og laugardag og flugu bæði liðin til
Þýskalands snemma í morgun. Þá tefla
Þjóðverjar fram sínu sterkasta liði.
-SK
íþróttir
Sport-
stúfar
• Tony Adams, enski lands-
liðsmaðurinn í knattspymu og
fyrirUði Arsenal, á ekki sjö dag-
ana sæla framundan. Hann var í
gær dæmdur í fjögurra mánaða
fangelsi fyrir ölvunarakstur.
Mikið magn áfengis mældist í
blóði kappans eftir að hann eyði-
lagði bfl sinn í útafkeyrslu á dög-
unum.
• Sovétmaöurinn Sergei
Bubka, semá heimsmetið í stang-
arstökki, hyggst flytjast búferlum
til Berlínar. Fjölskyldu hans hef-
ur einnig verið veitt leyfi til að
flyijast frá heimafandinu. Bubka
mun ekki skipta um ríkisborg-
ararétt og heldur þvi áfram að
keppa fyrir Sovétrikin á alþjóð-
legum mótum. Bubka á bæði
heimsmetin í stangarstökki, ut-
anhúss 6,06 metra og innanhúss
6,05 metra.
• Pólverjar báru í gærkvöldi
sigurorð af Grikkjum í vmáttu-
landsleik í knattspymu. Pólveri-
ar sigraðu 2-1 eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 1-1.
• Af málum Franz Becken-
bauer hjá franska liðinu Mar-
seilfe er það nýjast að frétta að
forseti félagsins, Bernard Tapie,
sagði í gærkvöldi að ef Becken-
bauer færi frá iiðinu yrði frábær
þjálfari ráðinn til liðsins í hans
stað sem hefði meðal annars unn-
ið Evrópukeppni með liði sínu.
Hann nefhdi hins vegar engin
nöfh.
Arnórer
í Belgíu
Kristján Bemburg, DV, Belgni:
Milli Arnórs Guðjohnsen og
forráðamanna belgíska knatt-
spyrauliðsins Anderlecht virðast
fýrri deilur vera gleymdar. Amór
er þessa dagana staddur í Belgíu
og er að ganga frá málmn sínum
við félagið en eins og kunnugt er
þá lék Arnór með Anderlecht
áður en hann fór til Bordeaux í
Frakklandi.
Anderlecht dróst gegn Róma frá
Ítalíu í Evrópukeppni félagsliða
en ítalarnir höfðu áður slegiö út
Bordeuax. Amór fylgdist með
báðum leikjum Róma og Borde-
aux úr áhorfendastúkunni þar
sem hann var ekki orðinn lögleg-
ur til að leika í Evrópukeppní.
Arnór hefur nú gefið Aad De
Mos, þjálfara Anderlecht, mikil-
vægar upplýsingar um Róma liö-
ið og segja Arnór og De Mos aö
Anderlecht éigi góða möguleika á
að komast í undanúrsliL
ijá íslensku liðunum
em hófst í Laugardalshöll í gær. Leikið í Keflavík 1 kvöld
Svava 3, Heiða, Auður og Herdís, eitt
mark hver.
Spánsku stúlkurnar
höfðu betur
í síðari leiknum áttust við A-lið íslands
og Spánar. Þetta var 12. leikur þjóðanna
í handknattleik og í gær höfðu þær
spönsku betur, sigruðu, 18-22, og um
leið í 7. skipti sigur á íslendingum.
Spánn byrjaöi betur, skoraði þrjú
fyrstu möriún en eftir að íslensku stelp-
urnar höföu náð að hrista taugaveikl-
unina af sér skoraði liðið íjögur mörk
í röð og náöi forystu, 4-3. Um miðjan
hálfleikinn var staðan jöfn, 6-6, en þær
spánsku sigldu fram úr og yflr í leik-
hléi, 7-11.
Þetta bil náði íslenska liðiö aldrei að
brúa í síðari hálfleik og spánska liðið
hélt öruggri forystu, náði mest að kom-
ast sex mörkum yfir en ísland náði að
rétta sinn hlut undir lokin þegar Björg
Gilsdóttir skoraði þrjú glæsileg mörk
af línunni.
„Ef ég ber þessa tvo leiki saman þá
sást greinilegur munur. Yngri stelp-
urnar höfðu mun meiri vilja en þær
eldri sem vantar nokkurn neista. Stelp-
urnar eru ekki nægilega sterkar í vörn-
inni, maður á móti manni, og í sókn-
inni háir það A-liðinu að við höfum
ekki nægilega öflugar skyttur. Eg er
samt bjartsýnn, þetta er góður undir-
búningur fyrir yngra liðið sem keppir
á móti hér heima milh jóla og nýárs,“
sagði Gústaf Björnsson, þjálfari
kvennalandshðsins eftir leikina í gær.
Inga Lára Þórisdóttir lék best í ís-
lenska liðinu í gær og þær Guðný
Gunnsteinsdóttir og Björg Gilsdóttir
sýndi góð tilþrif.
• Mörk íslands: Inga Lára 5/1, Rut 4/2,
Björg 3, Guðný 2, Brynhildur 1, Kristíri
1, Andrea 1, Inga Huld 1.
• íslensku liðin leika í Keflavík í
kvöld og strax á eftir Spánn og Portúg-
al. -GH
• Inga Lára Þórisdóttir lék best íslensku stúlknanna gégn Spáni og hér
er hún i þann mund að skora eitt af fimm mörkum sínum í leiknum.
DV-mynd GS