Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Síða 22
22
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990.
Tippað á tólf___
Enginn réð við
Trompásinn
Úrslit voru mjög óvænt á laugar-
daginn. Enginn tippari náöi tólf rétt-
um og einungis tvær raðir fundust
með ellefu rétta. Það voru því litlar
breytingar í hópkeppninni. TROMP-
ÁSINN hélt forystunni og sigraði í
haustleik getrauna en ÖSS vann ís-
landsmeistarakeppnina.
Nú eru vellir að þyngjast í Eng-
landi og úrslit að verða óvænt. Betri
liðin, sem yfirleitt spila árangursrík-
ari knattspyrnu, tapa á því að að-
stæður séu slæmar en botnliðin
græða.
Arsenal, West Ham og Shefíield
Wednesday náðu einungis jafntefli á
heimavelli á laugardaginn og Derby,
Q.P.R., Blackburn og Sunderland
töpuðu óvænt heima.
Alls voru seldar 262.773 raðir og var
potturinn 1.422.866 krónur. Fyrsti
vinningur, 923.598 krónur, bíður
næstu viku og þá er potturinn þre-
faldur. Tvær raðir með ellefu rétta
skipta með sér 249.634 krónum og fær
hvor röð 124.817 krónur. 44 raðir með
tíu rétta skipta með sér 249.634 krón-
um og fær hver röð 5.673 krónur.
Getraunaspá
fjölmiðlanna
> €
Q ^
c
c
CL
i-
cu
o
CD
n
D C
O 3
< 2
LEIKVIKA NR. 19
Chelsea Coventry 1 1 1 2 1 1 1 1 1 1
Liverpooi Southampton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1
ManchesterC... C.Palace 1 1 X 1 X 1 1 X 1 X
Norwich Everton 1 2 1 2 X X 2 1 2 1
Sheffield Utd.... Nott.Forest 2 2 2 X 2 X X X 1 2
Tottenham Luton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1
Wimbledon ManchesterUt 2 X 2 1 1 2 1 1 2 X
Barnsley West Ham 1 2 X 2 2 2 2 X 1 2
Bristol R Newcastle 1 X 1 2 1 2 1 1 X 1
Middlesbro Blackburn 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1
NottsC Bristol C 1 1 X 1 1 1 1 X 1 X
Wolves Millwall 1 1 X X 1 1 .1 X 1 X
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Enska 1. deildin
L HEIMALEIKIR U J T Mörk U ÚTILEIKIR J T Mörk S
16 7 1 0 20 -3 Liverpool 6 1 1 14 -9 41
17 6 2 o 18 -4 5 4 0 15 -5 37
17 5 3 0 13 -8 C.Palace 4 3 2 13 -9 33
17 6 2 1 23 -12 Tottenham 2 4 2 8 -7 30
17 5 2 2 17 -9 Leeds 3 4 1 11 -8 30.
16 6 1 1 16 -10 0 7 1 10-12 26
17 5 4 0 15 -10 2 1 5 15-20 26
17 3 4 2 12-11 Wimbledon 3 3 2 15-12 25
17 5 1 3 15 -9 Manchester Utd 2 4 2 8 -11 25
17 5 1 3 15 -15 2 1 5 8-13 23
16 3 2 2 12 -9 Nott. Forest 2 4 3 10-13 21
17 3 4- 1 9 -6 2 1 6 10-21 20
16 3 4 0 11 -6 1 2 6 6 -12 18
17 3 2 3 13-11 Southampton 1 2 6 9 -21 •16
16 2 4 3 11 -15 2 0 5 5-13 16
17 3 3 3 13 -9 0 3 5 6-14 15
17 2 4 3 9 -9 Sunderland 1 2 5 11 -17 15
17 2 4 3 12 -12 1 1 6 3-10 14
17 2 1 5 11 -12 Q.P.R...." 1 2 6 10-22 12
16 0 2 5 3-11 Sheffield Utd 0 2 7 4 -19 4
Enska 2. deildin
HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR
L U J T Mörk u J T Mörk S
21 8 3 0 23 -7 West Ham 5 5 0 10 -5 47
20 9 2 0 31 -9 Oldham 4 3 2 11 -10 44
20 4 6 0 22 -12 Sheff.Wed 6 2 2 18-10 38
20 5 1 3 15 -6 Middlesbro 6 3 2 21 -10 37
20 5 3 3 19-16 Notts C 3 3 3 10 -9 30
20 5 2 2 20-11 Wolves 2 6 3 10 -13 29
20 4 4 3 22-16 Millwall 3 3 3 8 -8 28
20- 6 1 4 18 -11 Port Vale 2 3 4 13-19 28
19 5 3 2 19-12 Bristol C 3 1 5 9-17 28
19 5 3 2 19-19 Brighton 3 1 5 11 -19 28
21 4 4 2 13-11 Ipswich 2 5 4 14 -21 27
20 4 4 1 19-8 Barnsley 2 4 5 9 -14 26
19 5 2 3 12 -8 Bristol R 2 3 4 13-15 26
19 3 4 2 9 -8 Newcastle 3 2 5 12-14 24
20 3 5 3 12 -10 W.B.A 2 3 4 13-18 23
21 3 3 5 9 -11 Swindon 2 5 3 17-20 23
21 4 2 5 11 -11 Blackburn 2 2 6 13-20 22
21 4 5 2 15 -9 Plymouth 1 2 7 7 -22 22
20 5 1 3 20 -17 Leicester 1 3 7 9-28 22
20 2 2 5 10-13 Charlton 3 4 4 15-17 21
21 3 4 3 13-14 Portsmouth. 2 2 7 10-19 21
21 4 4 2 22-17 Hull 1 2 8 12-34 21
20 3 3 3 19-18 Oxford: 1 4 6 10-21 19
21 1 3 6 6 -13 Watford 3 3 5 12-15 18
Hæsta skor í hópkeppni
Haustleik getrauna er lokið eftir
fimmtán vikna keppni. TROMPÁS-
INN bar sigur úr býtum, fékk 111
stig. BOND var í öðru sæti með 109
stig, ÖSS fékk 107 stig, SÆ-2,
MAGIC-TIPP og JÚMBÓ fengu 106
stig, J.M., 2X6, ÞRÓTTUR og SVEN-
SON fengu 105 stig, FYLKISVEN
fékk 104 stig, SUE ELLEN, DALVÍK,
B.P. og GBS fengu 103 stig, MSG,
FÁLKAR, GRILLARAR og HATT-
URINN fengu 102 stig en aðrir minna.
Keppnin stóð yfir í fimmtán vikur
og gUti besta skor úr tíu viknanna.
TROMPÁSINN fékk sem fyrr sagði
111 stig. Það er besti árangur í hóp-
Niall Quinn, hinn hávaxni framherji
Manchester City, hefur'spilað sína
bestu knattspyrnu í vetur.
keppni getrauna til þessa. Það er Eið-
ur Guðjohnsen sem er í fyrirsvari
fyrir þann hóp. Fimm sinnum fékk
TROMPÁSINN tólfu, þar af þrisvar
í röð. Afrekið hefði þó getað verið
stærraþví að í eitt skipti skilaði hóp-
urinn ekki inn einni einustu röð.
BOND hópurinn varð í öðru sæti.
Þann hóp skipa Eiríkur Jónsson,
Stefán Stefánsson og Magnús Ólafs-
son. ÖSS hópurinn varð í þriðja sæti
með 107 stig. Það eru bræðurnir Öm
og Siguröur Sigurðsson sem skipa
þann hóp. ÖSS sigraði í vorleik get-
rauna og fékk besta samanlagöan
árangur úr vorleiknum og haust-
leiknum og er því íslandsmeistari í
getraunum árið 1990. í öðru sæti í
þeirri keppni var JUMBÓ-hópurinn
frá Hellu meö 260 stig en BOND og
SÆ-2 voru í þriðja sæti með 259 stig.
Á laugardaginn fá íslenskir knatt-
spyrnuáhugamenn að sjá Liverpool
spila við Southampton á Anfield-
leikvanginum í beinni útsendingu í
íslenska sjónvarpinu. Ef miðað er við
stigatöfluna ættu leikmenn Liver-
pool að leika sér að vörn Southamp-
ton eins og kettir að músum.
Fjölmiðlakeppninni lauk einnig á
laugardaginn, Það voru tipparar
RÚV sem stóðu sig best, fengu 99 stig
úr 17 vikum. Morgunblaðið fékk 96
stig, Alþýðublaðið 95, DV 94, Bylgjan
og Dagur 91, Stöð 2 88, Tíminn 87,
Þjóðviljinn 82 og Lukkulínan 80 stig.
Dani fékk 50 milljónir
Það var ekki eingöngu á íslandi
sem úrslit voru óvænt. í Danmörku
vora ellefu leikjanna þeir sömu og á
íslandi og þar fannst einungis ein röð
með þrettán rétta. Aðstæður voru
frekar óvenjulegar því aö helgina á
undan náðu tíu réttir ekki lágmarks-
upphæð til útborgunar og því bættist
allur vinningurinn fyrir tíu rétta við
fyrsta vinning.
Fyrsti vinningur var 5.103.629
danskar krónur sem gerir sam-
kvæmt genginu í DV 17. desember
1991 9,5641 X 5.103.629 krónur, sam-
tals 48.811.618 íslenskar krónur.
Þetta er hæsti vinningur í sögu
Dansk Tipstjeneste AS.
Jólapotturinn
er þrefaldur
1 Chelsea - Coventry 1
Ef tekið er tUIit til árangurs liðanna imdanfarnar vikur ætti
heimaliðið að vera öruggt með sigur. Chelsea hefur unnið
fjóra síðustu leQd sína og skorað 14 mörk í þeim. Coventry
hefur ekki unnið neinn af sjö síóustu leikjum sinum og reynd-
ar einungis unnið einn leik til þessa á útivelli.
2 Liverpool - Southampton 1
Liverpool ætti að salla inn mörkum á Southampton sem er
með ákaflega slæma vöm. Mikill munur er á þessum liðum.
Liverpool hefur einungis tapað einum deildarleik til þessa
og þarf að leita allt til 4. nóvember 1989 til að fínna táp Li-
verpool á heimavelli en þá var liðið lagt af Coventry, 0-1.
3 Manch. City - Crystal P. 1
Margt er svipað með þessum liðum. Bæði liðin hafa tapað
tveimur leikjum og eru því ofarlega. Manchester City er
með heilsteypt lið þar sem baráttan og leikgleðin eru í fyr-
irrúmi. Leikmennimir gefast aldrei upp. Mesta hættan af
Crystal Palace stafar frá framherjunum skæðu, Ian Wright
og Mark Bright.
4 Norwich - Everton 1
Norwich hóf keppnistímabilið í Iægð en hefur tekist að rísa
upp. Everton hefur á móti spilað illa frá upphafi án þess að
sjá til sólar. Það ste&úr því allt í heimasigur í þessum leik.
Það er í raun skrítið að sjá hve Everton hefur gengið illa
með þann góða mannskap sem prýðir léikmannahópinn.
Ekki hefur verið mikið um meiðsli hjá leikmönnum, þó svo
að einhverjir minni spámenn séu frá öðru hverju.
5 Sheff. Utd. - Nott. Forest 2
Nýliðamir hjá Shefiield United stefna í met. Liðið hefur ein-
ungis náð fjórum stigum úr sextán fyrstu leikjunum og em
enn án sigurs. Þar af hefur liðið tapað átta af níu síðustu
leikjum sínum og skorað eitt mark í átta síðustu leikjunum.
Þeir hafa því gert eitt mark á 720 mínútum. Leikmenn Nott-
ingham Forest eiga eftir að valsa um vítateiginn sem eigin.
6 Totienham - Luton 1
Tottenham er að fjara út. Liðið virðist heilsteypt en mikfir
veikleikar em í vöminni. Það er ekki nóg að sýna frábæra
takta öðm hverju, baráttunni verður að halda út. Lutonliðið
er seigt en veturinn er orðinn kaldur og vellir erfiðh.
2 Wimbledon - Manch. Utd. 2
Wimbledon hefur verið að gera góða hluti undanfarið, gerði
jafntefli við Arsenal á Highbury í síðasta leik en vann fjóra
þar á undan. Manchesterliðið er án taps á útivelli í fjórum
síðustu leikjum sínum. Wimbledon hefur breytt um leikstil
og spila leikmennimir knettinum með jörðinni, í stað þess
að beina honum í átt til annarra sólkerfa.
8 Bamsley - West Haxn 1
West Ham er enn eina liðið án taps í 2. deild. Seiglan er
aðalsmerki liðsins, enda framkvæmdastj órinn Billy Bonds
einn sá harðasti sem spilaði í 1. deildinni ensku. Hann líður
ekkert slen. Bamsley hefur ekki náð sér á strik undanfama
tvo mánuði, er án sigurs í sjö leikjum. Hvort andstæðingur-
irui lyftir þeim á æðra stig, eins og svo oft gerist, er erfitt
um að spá en Ijóst er að West Ham fer ekki taplaust upp í
1. deild.
9 Bristol R. - Newcastle 1
Bristol Rovers hefur ekki tapað neinum af sex siðustu leikjum
sínum, hefur unnið fjóra en gert tvö jafntefli. Newcastle
hefur gengið herfilega illa í vetur. Newcastle er eitt hinna
stóm liða en meiðsl og ófriður milli leikmanna og áhorfenda
hefur valdið því að illa hefur gengið i haust.
10 Middlesbro - Blackbum 1
Liðin stefiia hvort í sína áttina. Middlesbro er i þriðja efsta
sæti og gengur vel en Blackbum er fyrir neðan miðja deild
og gengur illa. Middlesbro héfur unnið sex af átta síðustu
leikjum sínum en svo furðulega vill til að liðið hefur tapað
þremur leikjum á heimavelli.
11 Notts C. - Bxistol C. 1
Notts County er taplaust í fimm síðustu leikjum sínum en
gengi Bristol City hefur verið skrykkjótt, Liðið hefur ekki
enn náð sér af áfallinu sem kom er Joe Jordan framkvæmda-
stjóri fór frá félaginu í október. Heimavöllurinn er oft mikil-
vægur í slíkum leikjum.
12 Wolves - Millwall 1
Úlfamir em ekki auðunnir í bæli sínu, Molineux. Það ksemi
því á óvart ef Millwall færi að skora þar mörk og vinna
leiki. Gengi Miilwall he&ur verið niður á við frá upphafi.
Liðíð var taplaust í sjö fyxstu leikjunum, þá unnu þeir og
töpuðu á víxl, og í síðustu sjö leikjum sínum hefur liðið
ekki unnið leik.