Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. Menning Gaman og alvara Böndin bresta - sagan af Helga frænda fjall- ar um tengsl sögumanns, Halldórs Bjöms- sonar, viö ömmubróður sinn, Helga. Lýsing- in á Helga og systkinum hans þremur er nokkuð vel heppnuð. Systkinin búa fyrir norðan á ættaróðalinu Gassastöðum; þau eru sérsinna, gáskafull og þrjósk. Tvíburasyst- urnar eru harðar af sér, „fasmiklar og stjómsamar, hlæjandi og syngjandi“. (32) Bræðurnir eru glaöværir hrekkjalómar „karlmannlegir, grófgerðir, uppátektarsam- ir og skemmtilegir“. (91) Halldór (Dóri litli) vinnur í sjö sumur á Gassastöðum frá sjö ára aldri. Helsti leikfélagi hans er Helgi frændi, sjötugur að aldri, barnlaus og ógift- ur. Helgi brallar ýmislegt með Dóra og gerir hann að kommúnista. Við kynnumst Helga fyrst í sögunni þegar hann er orðinn gamalmenni og býr í Reykja- vík. Þá er Dóri orðinn tuttugu og fimm ára. Þessi nærfæmislega lýsing á samfundum vinanna er ágætt dæmi um styrk Arn- mundar Backmans sem rithöfundar: „Gamli kvennaskelfir og kommúnisti sagði ég og tók utan um Helga. Axhr hans voru mjórri en áður. Hann, sero forðum hljóp eftir skurðin- um til að komast á kvennafar, hoppaði skrækjandi með mig í hjólbörum um allt neðra túnið þar til ég pissaði í buxurnar af hlátri, hann sem lét sig ekki muna um að taka Hans bróður sinn blindfullan á bakið og bera hann heim, skalf nú í fangi mínu, grindhorðaður og lotinn." (19) Misheppnuð alvara Arnmundur Backman er afar mistækur sem rithöfundur. Bestu kaflarnir í sögu hans af Helga frænda eru gamankaflar og knappar lýsingar í samanþjöppuðu formi. Einn frændinn flytur langt eintal í sögunni og þar er meðal annars þessi ágæta lýsing: Heilsu- fræðina fékk ég svo á heilann að ég fór aftur að vorkenna félögunum, vinum mínum, sí- reykjandi sófasjúklingum, sem svitnuðu við minnstu hreyfmgar, með ónýtt hjarta, blóð- fitu í kleprum, tjörulungu og skorpulifur. (109) En eintalið er ágætt dæmi um það hversu losaraleg bygging sögunnar er. Þetta eintal er sex blaðsíður að lengd og þjónar fyrst; og fremst þeim tilgangi að segja sögu en ekki að varpa ljósi á persónuna sem fer með ein- talið. Það virðist vera tilviljun að þetta eintal er með í sögunni. Það er ekki aðeins sam- band Dóra og Helga sem Arnmundur vill segja frá í þessari sögu heldur söguna af því hvemig bönd stórfjölskyldunnar bresta. Það eru ekki færri en sjötíu og tvær persónur sem tilheyra þeirri sögu og síðast þegar vitað var til að rithöfundi tækist að ná utan um slíka'n fjölda persóna voru honum veitt nóbelsverö- launin í bókmenntum. Metnaður Arnmund- ar er því mikill en árangur ekki að sama skapi. Hann veldur ekki að lýsa nema þrem- ur persónum að nokkru gagni; hinar falla líflausar um sjálfar sig, verða ekki annað en þreytandi nafnaupptalning. Lítill drengur, sem deyr í sögulok, nær ekki að vekja neina samúð hjá lesandanum því ekki hefur verið unnið aö því að kynna barnið í sögunni: per- sónan er eins dauö fyrir okkur og hvert ann- að nafn í símaskránni. Nafnaupptalningin er meira að segja ekki samkvæm sjálfri sér því þegar nöfn barnabarnanna eru þulin upp vantar að nafngreina börn Imbu og Kára. (71) Það er ekki fyrr en áttatíu blaðsíðum síðar að við komumst að því hvað þau heita. Meðlimir Gassastaðaættarinnar eru sagðir búa yfir þeirri list að geta sagt sögur svo „að þær verði að perlum“. (45) En hstin að semja skáldsögu er af allt öðrum toga og það virð- ist vera þarna sem Arnmundur Backman misskilur sjálfan sig og hlutverk sitt: Hann getur sagt stuttar sögur en hann kann fátt sem megnar aö gera skáldsögu hans að dýrri perlu. Allar tilraunir til að mynda alvarlegan Arnmundur Backman. Bókmenntir Árni Blandon þráð í verkinu koðna niöur: Dóri er í upp- hafi kynntur sem sáttamaður milli foreldra sinna sem alltaf eru að rífast áður en þau skilja. Þessum þræði er ekki fylgt eftir hvorki í sögu né persónulýsingu. Hann verður fyrir sömu reynslu og Helgi: að missa konuna sem hann elskar til annars þegar hann er að spila á dansleik. Sú sorg nær ekki að snerta les- andann vegna þess að hún er pressuð fram á of snubbóttan hátt og virðist fyrst og fremst vera tilraun til listrænnar byggingar og end- urtekningar í verkinu. Metnaður Arnmundar Backmans í þessari sögu virðist meðal annars vera sá að lýsa þeim þjóðfélagsbreytingum, sem orðið hafa undanfarin þrjátíu ár, segja söguna af ís- lenskum bændum sem eru kóngar í ríki sínu úti á landi en verða litlir fiskar í stórri tjörn þegar til Reykjavíkur kemur. Annars vegar er heimur manngildis og tíma, hins vegar heimur peningagildis og tímaleysis. (31). Til þess að lýsa þessu fáum við að kynnast Helga og hans heimi en ekki neinum félagslegum breytingum að ráði. Upplagt heföi til dæmis verið að lýsa þeim heimi sem útvarpsmenn- ingin og áhrif hennar höfðu á kynslóöina sefn hafði góðan tíma og hvernig þetta breytist með k'omu sjónvarpsins og „popp“ útvarpi nútímans. Minnst er nokkrum sinnum á út- varp í sögunni en á þeim sjö sumrum, sem Halldór dvelst á Gassastöðum, er aldrei minnst á hvað var í útvarpinu eða að það hafi verið nein hlustunarstemning í kringum útvarpið. Megináherslan í þessu verki er á því aö segja gamansögur en ekki að gera listi- lega þjóðfélagslega úttekt sem metnaður höf- undar virðist þó standa til. Lögfræðingur á villigötum Arnmundur Backman getur skrifað en ætti ekki aö gera það. Að minnsta kosti ekki fyrr en hann hefur lært það. Okkar mesti rithöfundur sagði eitt sinn að það að skrifa sögu væri erfiðara en grjótburður. Arn- mundur hefur skrifað létta skemmtisögu fyr- ir stórfjölskyidu sína en hún á ekki erindi til annarra. Að minnsta kosti ekki fyrr en hann nennir að svitna yfír glímunni við byggingu og tilgang skáldverksins og hefur lært stílfræði, ritlist og persónusköpun svo hann geti komið frá sér verki sem stendur undir metnaði hans. Þaö tekur að minnsta kosti jafnlangan tíma og það tekur að læra lögfræði. Arnmundur Backman Böndin bresta - sag'an af Helga frænda. 188 bls. Fróði hf. 1990 Skandall á hundavaði Það er með ólíkindum hvað hægt er að gefa út í rit- uðu máli og eigna sér. í Hundalífi, sem er nýútkomin, kallar höfundurinn, Guðrún Petersen, sig hundaþjálf- ara eftir 2-3 ára starf hjá Reykjavíkurborg sem hunda- eftirlitsmaður. Það hefur vafist fyrir mér hvernig hægt er að þjálfa hunda og sinna eftirlitstörfum sam- tímis. í bókinni, sem er full af rangtúlkunum og rang- hugmyndum, er hvergi minnst á nútímaþjálfun, sam- anber atferlisþjálfun eða umhverfisþjálfun, og síðast en ekki síst er hvergi minnst á hvolpaþjálfun, þegar hvolpur kemur inn á nýtt heimili, sem ér mikilvægast af þessu öllu. Við lestur bókarinnar hallast ég helst að því að höfundur hafi ekkert fengist við þjálfun, slík- ar eru rangfærslumar. Það er ekki nóg að tala um vandamál - það verður líka að benda á lausnir. Hlýðniþjálfun, byssuhundar, hundafimi, snjó- og sporleit: Ekki er nægilegt að geta sagt orðin heldur verður að kunna að kenna allt þetta og ég efast stórlega um að höfundur hafi nokkra þekk- ingu á þessum sviðum. Hlýðinn hundur kallast í bók- inni sá hundur sem getur verið með tík sem er lóða. Þvílíkt rugl hef ég aldrei heyrt né hef ég lesið um að hundur, sem mígúr utan í buxnaskálm, sé að sýna blíðuhót eða þá það að hundur sé kallaður upp úr liggj- andi stöðu. By ssuhundaþj álfun Hvað er höfundur að fara? Veit hann ekki að byssu- hundar skiptast í þrjá mismunandi flokka: fæhhunda, benda og sækja. Hefur höfundur heldur aldrei heyrt minnst á mjúk dummy? Hundafimi Þau tæki, sem talað er um í bókinni, hef ég hvergi séð, hvorki í bókum né á sýningum, enda eru þau ekki viðurkennd. Ég hef kynnt mér hundafimi í Bret- landi og aldrei vitað til þess að byrjað sé að kenna hundi að stökkva yfir 50 cm háa hindrun eða að lang- stökk hjá írska setanum sé 3 metrar. Snjó- og sporleit Hefur höfundur tekið þátt í störfum Björgunar- hundasveitar íslands? Þaö hefur hann ekki gert svo ég viti. Bhndrahundar: Er þetta ekki bara sett fram í fréttatilkynningu með bókinni svo aö allt líti betur út? Eftir því sem ég hef kynnt mér þarf þjálfari að vera á þar th gerðum blindrahundastöðvum og tengjast þar hundinum og eiganda hans. Svona þjálfun tekur allt að tveimur árum. Bókmenntir Ragnar Sigurjónsson Tegundir Eg hallast að því að höfundur hafi fengið einhverjar rangar upplýsingar um hundategundir, þaö er ræktun- armarkmið, því samkvæmt The Kennek Clubs Illustr- ated Brees Standard, sem gefin er út af breska Kennel- klúbbnum, gætir hér mikils misræmis. Papillon (bls. 24) „... hefur engan undirfeld og hentar þvi einkar vel hér á landi, þohr vel kulda.“ Mér er spurn: Hvaða hundar henta betur hér á landi en aðrir? Yorkshireterrier (bls. 22) „Eyrun upprétt eða hálfupprétt." Þetta hef ég aldrei séð leyft. Labrador (bls. 37) Höfundur talar um mjög breitt höfuð á la- brador. Þetta hef ég hvergi séð á prenti og lifrautt af- brigði heitir súkkulaöibrúnt. Þá hefði veriö í lagi að hafa betri hunda í kynningu og stilla þeim þannig upp aö byggingin sæist vel. Irish Setter (bls. 46)„Það er ekkert getiö um stærð á írska setan- um í heimalandi hans en í Ameríku gefa þeir upp stærð." Veit höfundur ekki að það er gefinn upp stand- ard (ræktunarmarkmið) fyrir hverja hundategund og að alhr ræktendur leitast við að nálgast þau mörk. Höfundur kemur víða við og er reynt aö láta líta út eins og þar tah sérfræðingur um hunda. Eftir því sem ég hugsa meira um bókina þá verö ég fyrir sífellt meiri vonbrigðum. Erlendis tíökast það að hundafólk skrifi bækur um hunda þegar það hefur starfað með og átt hunda í 15-20 ár og hefur þar með öðlast reynslu til að miðla öðrum. Hefði ekki veriö nær að þýða góða hundabók um þjálfun? Við eigum góða hundabók, sem er Fjölvabókin, en þetta er ekki bók sem okkur vant- aði. Að lokum: Er það ekki sjálfsögð kurteisi við hinn almenna lesanda að geta heimilda í bók sem þessari - „biblíu hundaeigenda á íslandi um langa framtíð"? Hundalíl Höfundur: Guðrún Petersen. Lif og saga. Sverrir Stormsker. Sverrir Stormsker - Glens er ekkert grín: Grínlaust, gott Loksins, loksins tekst Sverri Stormsker aö stilla sína strengi á einni plötu svo aö úr verði heildstætt verk í háum gæðaflokki. Eftir þessu hef- ur verið beðið því löngu er ljóst að Sverrir er einn flinkasti melódíusmið- ur landsins. Og nú á þessari nýju plötu nær hann loks að mínu viti að vinna þaö besta úr sinni smiðju, fá th liðs við sig gott fólk og útkoman er besta plata Sverris til þessa. Einfaldar og grípandi laglínur virðast leika sérlega í höfðinu jafnt sem Nýjarplötur Sigurður Þór Salvarsson höndunum á Sverri og hér á þessari plötu eru margar góöar. Lög eins og Göfugugginn, Ávallt viðbúnir, Hildur og Samúð eru fyrsta flokks popp- lög og hkleg til að ná vinsældum. Göfugugginn er þegar oröið vinsælt en þar syngur Bubbi Morthens ásamt Sverri í lagi sem er samið í anda bítla- áranna. Reyndar svífur andi þeirra ára oft yfir í lögum Sverris og má því kannski segja að hann sé uppi á vitlausum tíma, hann hefði orðið stórstjarna fyrir 25 árum. Textar Sverris hafa ávallt vakið athygli svo ekki sé meira sagt og oftar en ekki heldur neikvæða athygh og það ekki alltaf að ósekju. Því hefur hins vegar aldrei verið neitað að Sverrir er hpur textasmiður; hann hef- ur gott vald á máhnu og gott auga fyrir tvíræðni orðanna. Þessir hæfileik- ar hans hafa ekki notið sín sem skyldi á fyrri plötum vegna skorts á sjálfsgagnrýni að ég held en hér njóta þeir sín th fulls sem og aðrir hæfi- leikar Sverris.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.