Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. Gólfsfjakar úr smíðajárni 4 gerðir I mismunandi hæð, frá 90 cm -170cm, svartirómálaðir, með spanskgrænni áferð og ryðáferð Varðkr. 3.600-7.000 Mjóstræti 2B s. 625515 Sviðsljós DV Bill Cosby: Ég var á góðri leið með að eyðileggja hjónabandið Bill Cosby í eftirlætishlutverkinu, eiginmannshlutverkinu í faðmi konu sinnar, Camille. Bill Cosby hefur viðurkennt að hafa verið nálægt því að nista hjóna- band sitt vegna eigingimi sinnar. Hann hefur því ekki verið eins mik- ill fyrirmyndarfaðir í einkalífi sínu og í sjónvarpsþáttunum vinsælu. Cosby segir að á tímabili hafi ekk- ert annað en framinn komist að og eiginkonan, börnin og heimilið hafi setið á hakanum. En sem betur fer sá hann að sér og segist hafa nokkur boðorð sem séu lykilatriöi í farsælu hjónabandi. „Fyrir um 10 árum fór ég að taka konuna mína sem sjálfsagðan hlut, en það eru mistök sem margir menn gera þrátt fyrir að þeir elski konur sínar. Fram að þeim tíma hafði hjónaband okkar verið frábært, en án þess að verða þess var sjálfur fór ég að hugsa meira og meira um eigin frama og velgengni. Þetta var erfitt tímabil fyrir Cam- ille, konu mína. Henni sárnaði þetta mjög þó svo aö hún hefði aldrei kvartað um hversu einmanalegt og innantómt líf hennar var orðið. A brúðkaupsdegi okkar haföi hún lofað að lifa með mér í blíðu og stríðu og stóð við það heit,“ segir Cosby. „Þetta gekk svona þar til dag einn er ég sá kvölina í augum konu minnar. Ég uppgötvaði að ég hafði verið að tala niður til hennar í stað þess að umgangast hana eins og jafn- ingja. Það sló mig þegar ég áttaði mig á að ég hafði ekki veitt henni athygli svo mánuðum skipti," segir Cosby og segist hafa hugsað: „Þvílíkt flfl get ég verið. Þetta er konan sem ég elska, þetta er konan sem elskar mig!“ Cosby segir að frá þeirri stundu hafi hann strengt þess heit að helga Camille líf sitt í stað þess að einbeita sér að frægðinni. „Frá þeim degi hef ég eytt miklum tíma með Camille, við fórum oft sam- an út og gerum skemmtilega hluti saman. I dag höfum við veriö gift í 26 ár og ég er stoltur af að segja að við búum í traustasta hjónabandinu í allri Ameríku,“ segir Cosby. „Nú er ég í tveimur störfum. Annað er leiklistin og allt það sem henni fylgir og hitt er hjónaband mitt. Ég þarf varla að taka það fram að þaö síðamefnda er mér margfalt mikil- vægara. Ef frami minn kemur ein- hvern tíma til með að ógna hjóna- bandi mínu eitt augnablik þá hætti ég að leika á sömu stund án þess að hugsa mig um tvisvar. Ef maður hlú- ir ekki að hjónabandinu á hverjum einasta degi þá fölnar það og deyr eins og jurt sem er ekki vökvuð," segir Bill Cosby. Já, batnandi manni er best að lifa. GATNAMALASTJORINN I REYKJAVIK I MIÐBORGINNI ERU AVALLT LAUS BIFREIÐASTÆÐI A EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: G Vesturgata 7 (bílastæðahús), innkoma frá Vesturgötu Bílastæði á Alþingisreit, innkoma frá Tjarnargötu. Bílastæði á Tollbrú, innkoma frá Tryggvagötu. Bakkastæði, innkoma frá Kalkofnsvegi. Kolaport (bílastæðahús), innkoma frá Kalkofnsvegi. Bergstaðir (bílastæðahús), innkoma frá Bergstaðastræti. Ráðhús (bílastæðakjallari), innkoma frá Tjarnargötu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.