Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. Afmæli Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson vélstjóri, Lækjar- götu 4, Hvammstanga, er sextugur ídag. Starfsferill Jón er fæddur í Syðsta-Hvammi í Vestur-Húnavatnssýslu en ólst upp á Hvammstanga í foreldrahúsum. Hann hefur lengst af starfað hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga, fyrst sem vöruflutn- ingabílstióri en sl. tuttugu og fimm ár sem vélstjóri við frystihúsið. Fjölskylda Jón kvæntist 20. desember 1953 Ástbjörgu Ögmundsdóttur, starfs- manni hjá Pósti og síma. Foreldrar Ástbjargar eru Ögmundur Kr. Sig- urgeirsson, f. 3. júní 1901, d. 11. apríl 1969, og kona hans, Anna Gunn- laugsdóttir, f. 31. júlí 1900. Jón og Ástbjörg eiga þijú börn. Þau eru Sigurður Birgir, f. 11. ágúst 1953, þúsettur á Hvammstanga, starfar hjá Meleyri hf., kvæntur Emu Ingibjörgu Helgadóttur og eiga þau þrjú börn; Anna Kristín, f. 5. mars 1956, sjúkraliði, búsett í Noregi en sambýlismaður hennar er Ame Lahaug og eiga þau þrjá syni; og Ósk, f. 16. mars 1959, hárskerameist- ari í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Magnús Kristinsson og eigaþaueinnson. Jón á sex systkini, einn albróður og fimm hálfsystkini, samfeðra. Bróðir Jóns er Bjöm Þórir, búsettur á Hvammstanga. Systkini Jóns sam- feöra em: Davíð, sem er látinn, bíla- sali í Reykjavík, Anna, Garðar og Guðmann, búsett í Kópavogi, og Gunnar Dal rithöfundur, búsettur í Reykjavík. Ætt Foreldrar Jóns voru Sigurður Davíðsson, f. 13. september 1896, d. 27. mars 1978, kaupmaður á Hvammstanga, og kona hans, Ósk Jónsdóttir, f. 10. júlí 1893, d. 21. febrúar 1984. Sigurður var sonur Davíðs í Kirkjuhvammi, bróður Jóns í Hrísakoti, afa Jóns Jóhannes- sonar prófessors. Annar bróðir Dav- íðs var Stefán, b. og málara á Kagað- arhóli, afi Stefáns Ásbergs Jónsson- ar, b. á Kagaðarhóli. Davíð var son- ur Jóns, b. í Syðsta-Hvammi á Vatnsnesi, Arnbjamarsonar, stúd- ents á Stóra-Ósi, Ámasonar, prests á Bægisá, Tómassonar. Móðir Arn- bjarnar var Helga Jónsdóttir, systir Þorgríms, langafa Gríms Thomsens. Jón Sigurðsson. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sig- urðardóttir, b. og fræðimanns í Kirkjuhvammi, Árnasonar. Til hamingju með afmælið 20. desember Albert B. Guðmundsson 70 ára Ragnar Lúðvík Jónsson, Böðvarsgötu 7, Borgarnesi. 60ára Sigríður Lúðyiksdóttir, Hrafnagilsstræti 36, Akureyri. Kristín Magnúsdóttir, Rjúpufelli42, Reykjavík. Anna Jóna Hálfdánardóttir, Hólsvegi 13, Bolungarvík. Jakobina Jóhannesdóttir, Eyjabakka 3, Reykjavik. Sigurlaug J. Friðriksdóttir, Eyjabakka 4, Reykjavík. Sigríður Árnadóttir, Suðurhvammi 20, Hafnarfirði. örlygur Arnljótsson, Hjaröarlundi 8, Akureyri. Erla Jóhannsdóttir, Holtaseli 41, Reykjavík. KarlE.ísdal, Haðarstig20, Reykjavík. Stemundur Einar Valgarðsson, Granaskjóli 86, Reykjavík. Leiðréttingar Hafsteinn Egilsson Hafsteinn Egilsson varð fertugur 6. desember. Skráður faðir Karls Karlssonar, starfsmanns Reykjavíkurhafnar, er Karl Rudolphsen Fædder bryti. Gísli Sigurðsson Grein um Gísla Sigurðsson lækni; var í fólk í fréttum 18. desember. Margrét, dóttir Guömundar Hákon- arsonar, var móðir Jens Jónssonar. Jens var faðir Guðfinnu, ömmu prestanna Bjöms Jónssonar á Akranesi og Jóns Bjarmanns. Önn- ur dóttir Jens var Jensína, amma Jennu Jensdóttur rithöfundar, móð- ur læknanna Ástráðs og Stefáns Hreiðarssona. Þorvaróur Árnason Þorvarður Ámason varð sjötugur 17. nóvember. Stefán Gunnarsson í Stakkahlíö var bróðir Gunnars, afa Gunnars Gunn- arssonarskálds. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! yujLoAs Blindrafélagið SAMTÖK BLINDRA OG SJÚNSK.LKTRA Á ÍSLANDl Jóla- happdrætti Blindrafélagsins Dregið 18. desember Vinningsnúmer eru: 11478, 700, 1597, 1973, 3302, 3638, 3931, 5661, 8258, 8859, 11003, 4691, 11422, 4520, 7323. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra. Símsvarinn er 38181. Albert B. Guðmundsson, fyrrv. sjómaður og nú starfsmaður við Slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli, til heimilis að Stigahlíð 4, Reykjavík, er sextugurídag. Starfsferill Albert fæddist í Miðbæjarskólan- um í Reykjavík en þar var faðir hans umsjónarmaður. Hann missti fóður sinn í umferðarslysi árið 1933 og var þá sendur í fóstur vestur í Örlygshöfn þar sem hann ólst upp hjá móðurbróður sínum, Hafliða Ólafssyni, bónda og fyrrv. skútusjó- manni. Albert var fyrir vestan fram yfir fermingu en byijaði ungur til sjós, fyrst á mótorbátum frá Patreksfirði. Hann var síðan á nýsköpunartogar- anum Agli rauða frá Norðfirði og síðan á togurum sem gerðir voru út frá Reykjavík. Þá var Albert á varðskipum um skeið og í far- mennsku, fyrst á skipum Eimskipa- félagsins og loks hjá Jöklum. Albert kom í land árið 1965 og hefur síðan þá verið starfsmaður hjá Slökkviliðinu á Reykjavíkur- flugvelli. Fjölskylda Albert kvæntist 1952 Þorgerði Halldórsdóttur, f. 29.12.1929, hús- móður, en hún er dóttir Halldórs Júlíussonar, sýslumanns á Borð- eyri, og Láru Valgerðar Helgadótt- ur. Albert og Þorgerður eiga fiögur böm. Þau em Ólöf Guðrún, hús- móðir og ekkja í Keflavík; Guð- mundur, iðnemi í Reykjavík, kvæntur Unni Melsted; Hafdís, dag- móðir í Reykjavík, í sambýli með Birni Molke, og Lára, verslunar- maður í Reykjavík, í sambýli með Birni Eiríkssyni. Albert á þijú hálfsystkini sem öll eruálifi. Foreldrar Alberts voru Guðmund- ur Beck Bjömsson, starfsmaður við Holdsveikraspítalann í Laugarnesi og síðan umsjónarmaöur við Mið- bæjarbarnaskólann, og Ólöf Guð- rún Ólafsdóttir húsmóðir. Albert verður að heiman á af- mæhsdaginn. Merming Upplyfting. Upplyfting - Einmana Sýnishorn úr ýmsum áttum Upplyfting er ein lífseigasta dansiballahljómsveit landsins, hefur allt að því starfað svo lengi sem elstu menn muna. Hljómsveitin hefur að sama skapi ekki verið mjög iðin við plötuútgáfu, enda liðsmenn komið og farið gegnum árin. Nú er hins vegar einhver festa komin á liðsskipan sveitarinnar og plata komin út sem inniheldur blöndu af eigin lögum liðsmanna, innlendri dansibaUasyrpu og tveimur erlendum lögum. Ekki er hægt að segja að mikill heildarbragur sé á hlutunum á plötunni. Þetta hljómar frekar sem sýnis- horn af því sem hljómsveitin hefur upp á að bjóða. Um innlendu danslagasyrpuna og erlendu lögin ætla ég ekki að fiölyrða, enda það heldur lítilfiörlegt létt- meti. Eigin tónsmíðar hljómsveitarmanna eru hins vegar athyglisverðari og þá sérstaklega lög Birgis Jó- hanns Birgissonar. Það er ljóst að Upplyfting hefur fengið verulega upplyftingu með tilkomu hans í hljóm- sveitina. Birgir er lipur lagasmiður og tekst sérlega vel upp í rólegri lögunum eins og Einmana og Draumadansinn Nýjarplötur Sigurður Þór Salvarsson sem bæði eru verulega falleg og grípandi lög. Birgi er fleira til hsta lagt, hann útsetur, stjórnar upptökum og leikur aukinheldur á öll hljómborð og hljóðgervla ýmiss konar. Önnur lög eru eftir þá Sigurð Dagbjartsson söngvara og Magnús G. Ólafsson, þokkaleg lög en ekkert meira. Ýmsir nafntogaðir aðstoðarmenn koma viö sögu á plöt- unni og má nefna þá Harald Þorsteinsson bassaleikara og Þorstein Magnússon gítarleikara í því sambandi. í heildina tekið gefur þessi plata nokkuð góða mynd af getu hljómsveitar sem leggur höfuðáherslu á dans- leikjaprógramm og er ekkert að rembast við að vera frumleg eða framúrstefnuleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.