Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Page 2
2
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991.
Fréttir
Mikið tjón er þak fauk af flárhúsinu í Gröf í Breiðuvíkurhreppi:
Héldum hvert í annað
er við huguðum að fénu
- segir Jenný Guðjónsdóttir húsfreyja sem telur tjónið um hálfa milljón króna
Þakplötur fuku af fjárhúsi þar sem
inni voru um 120 Qár á bænum Gröf
í Breiðuvíkurhreppi á sunnanverðu
Snæfellsnesi aðfaranótt fimmtudags-
ins. Um hálfrar milljóna króna tjón
varð í ofsaveðrinu sem gekk yfir, að
sögn Jennýar Guðjónsdóttur, hús-
freyju að Gröf.
Þakið var ekki súðklætt og í gær
stóð féð því innan veggja fjárhússins
með aðeins sperrur og himininn yfir
sér. Byrja átti aö negla fyrir undir
kvöld í gær, enda var veðrið þá að
Hitaveita Reykjavíkur:
Kalt hjá um
Ijörutíu þús-
und manns
- á höfuðborgarsvæðinu
Hátt í fjörutíu þúsund íbúar
Kópavogs, Garðabæjar, Hafnar-
fjarðar og Bessastaöahrepps
misstu liita af híbýlum sínum og
höfðu ekkert heitt vatn um miðj-
ann daginn í gær.
Ástæða þessa var að gat kom á
Reykjahbðaræð Hitaveitu
Reykjavíkur sem meðal annars
liggur í gegnum Höfðabakka-
brúna. Bilunin varð í brúnni
miöri og reyndist því erfiöleikum
bundið að koma lagfæringum við.
Gunnar Kristinsson hitaveitu-
stjóri sagði í gærkvöldi að óvíst
væri hvort tækist að gera við bil-
unina í nótt en fyrr verður heitu
vatni ekki veitt á kerfið. Hann
sagði ólíklegt að um fullnaðarvið-
gerö yrði að ræða, slíkt yrði að
bíöa ffam á sumar. Hann sagöi
liklegt að gatíð á leiðslunni hefði
myndast snemma í gærmorgun
en hún hefði þó fyrst fundíst um
hádegisbil.
„Svona bilanir geta alltaf orðiö
og nýverið kom svipað fyrir á
Álfhólsvegi. Munurinn er hins
vegar sá að þar var mjög aúðvelt
að komast að biluninni. Bilunin
núna er mun erfiðari viðfangs því
það er illmögulegt að komast aö
henni. Ég vona hins vegar að það
taki okkur ekki langan tíma. Nóg
er fyrir af vandamálunum."
-kaa
Fokkervél
náði í
Fokkervél Landhelgjsgæslunn-
ar kom til Reykjavíkur í gær-
kvöldi með barn sem fæöst haföi
fyrir tímann á Vopnafirði. Fok-
kerinn fór fyrst með hitakassa til
Egilsstaöa þar sem minni flugvél
tók við honum og flutti til Vopna-
fjarðar. Sú flugvél náði síöan í
barnið og flaug meö það í kassan-
um til Egjlsstaða þar sem Fokker-
inn beið. Komið var til Reykjavík-
ur um klukkan sex. Bamið var
síðan flutí á fæðingardeild
Landspítalans.
-ÓTT
ganga niður.
„Þegar viö fórum út að huga að
fénu vorum við öll saman og héldum
hvert í annað - gátum gripið í það
sem næst var. Við vorum þó inni í
versta óveðrinu um nóttína. Við
heföum ekkert haft út að gera í það
veður - það hefði ekki verið við neitt
ráðið. En féð er þama núna. Það fer
ekkert illa um það í alull og þolir það
aö minnsta kosti á meðan ekki gerir
ófæruveður," Sagði Jenný í samtah
viö DV í gær.
„Járnið fauk allt í burtu af fjár-
húsinu nema ein plata sem féll niður
en skaðaði. engan. Féð hefur verið
hrætt á meðan á ósköpunum gekk.
Þetta gengur ekki hávaðalaust fyrir
sig. Plöturnar fuku út í veðrið í átt
að ströndinni. Þegar fór að lægja á
fimmtudaginn reyndum við að negla
fyrir það sem hægt var. Plöturnar
byrjuðu að fjúka af á miðvikudags-
kvöld. Það stóð yfir fram eftir
fimmtudegi. Þetta var alveg bijálað
veður,“ sagði Jenný.
Hún segir að austnorðaustanátt
hafi verið þegar verst lét: „Þetta var
óvenjuleg norðaustanátt miðað viö
að það var svo gríðarlega byljótt. Það
verður oft mjög hvasst héma, þó oft
sé hægara sitt hvorum megin við
okkur.“
Ætlunin var að negla fyrir þakið á
íjárhúsinu undir kvöld í gær en plöt-
ur og efni í súð var þá væntanlegt frá
Borgamesi. Jenný telur að tjónið
nemi ekki minna en hálfri milljón
króna. Fjárhúsið er foktryggt.
Viðgerðarmenn vinna enn að því við erfiöar aðstæður að gera við rafmagnslínur á Norðurlandi þar sem ríflega
þrjú hundruð staurar hafa brotnað. Þessir viðgerðarmenn voru að störfum i gær í Langadal.
DV-mynd Magnús Ólafsson
Norðurland:
Stór svæði eru
enn rafmagnslaus
- allt tiltækt lið Rafmagnsveitna ríkisins við viðgerðarstörf
„Það er alveg ljóst að stór svæði
víðs vegar um Norðurland verða raf-
magnslaus fram eftir helgí. Við höf-
um fundið um 300 staura sem brotn-
uðu undan ísingunni og rokinu á
Norðurlandi undanfama daga. Allt
þaö lið, sem við höfum tiltækt, er nú
komið norður tíl að gera við línum-
ar. Við höfum einnig fengið aðstoð
frá björgunarsveitum, bændum og
hnudeild Landsvirkjunar en vegna
veðurs hafa viðgerðirnar gengið
hægt. Vonandi tekst okkur þó að
koma á rafmagni á nokkram stöðum
í kvöld og nótt,“ sagði Kristján Jóns-
son rafmagnsveitustjóri ríkisins í
gærkvöldi.
Á Noröurlandi vestra brotnuðu
minnst 120 staurar og era þar nú um
100 manns við viðgerðarstörf. Krist-
ján sagði að vonandi tækist að koma
rafmagni fljótlega í lag á Blönduósi,
Hofsósi og Skagaströnd, í Blönduhhð
og í hluta Langadals og Lýtingsstaða-
hreppi. Þá sagði hann að í Skagafirði
væri verið að vinna á fullu en fyrir-
séð að einhveijir bæir þar og á Skag-
anum yrðu án rafmagns eitthvað
áfram.
Á Norðurlandi eystra brotnuðu
minnst 100 staurar og meðal annars
rofnaði rafmagn af dælustöð Hita-
veitu Akureyrar aö Syðra-Lauga-
landi og á Húsavíkurlínunni einni
brotnuðu 15 staurar. Þar era nú um
70 manns við viðgeröarstörf. Krist-
ján segir rafmagn hafa verið
skammtað á Húsavík en vonast til
að viðgerð ljúki þar bráðlega.
Kristján kvaðst ekki treysta sér til
að meta kostnaðinn af því tjóni sem
Rafmagnsveitur ríkisins hafa orðið
fyrir vegna þessara hamfara. Hann
sagði þó ljóst að tjónið næmi tugum
milljóna.
„Hver staur, sem brotnað hefur,
kostar um hundrað þúsund þannig
að einungis í staurum tahð er tjónið
hátt í 30 milljónir. Þessu til viðbótar
er hins vegar mikih kostnaður, til
dæmis vegna launa og tækjavinnu.“
-kaa
Tjón varð einnig á bænum
Hraunsmúla undir Kolbeinsstaða-
fjalli á sunnanverðu Snæfellsnesi og
víðar þegar óveðrið gekk yfir að-
faranótt fimmtudagsins. Á
Hraunsmúla lagðist gafl inn í hlöðu
og plötur fuku. Gaflinn stórskemmdi
dráttarvél og tæki sem voru inni í
hlöðunni. í gær átti eftir að kanna
skemmdir nánar.
-ÓTT
Hitaveita Akureyrar:
Rafmagn
komiðá
dælustöðina
„Það er búið aö gera við raflín-
una aö dælustöðinni á Syðra-
Laugalandi þannig að nú ætti að
vera hægt að dæla heita vatninu
til Akureyrar. Veðrið er hins veg-
ar vont og rafmagnið gæti farið
aftur af hvenær sem er,“ sagði
Franz Ámason, hitaveitustjóri á
Akureyri, í gærkvöldi.
Hiti fór af húsum á Akureyri í
gær í kjölfar óveðursins sem geis-
að hefur að undaníörnu. Ástæðan
var að rafmagn rofnaðí af dælu-
stöð sem sér Hitaveitu Akureyrar
fyrir heitu vatni. Aö sögn Franz
fór heita vatnið af fyrstu húsun-
um í bænum um tíuleytið í gær-
morgun og þremur tímum seinna
fór hitinn af síðustu húsunum,
„Við gátum haldið uppi hita á
sjúkrahúsinu, elhheimilum og
nokkrum öðrum byggingum en
að öðra leyti var bæiinn án hita.
Það var sem betur fer ekki kalt
þannig að það var ekki mjög kalt
í húsunum né fraus vatn i leiðsl-
um. Mér vitanlega varð því ekk-
ert tjón vegnaþessa." -kaa
Togarinn Örvar:
Fjarskiptastöð
almannavarna
Togarinn Örvar á Skagaströnd
er nú í hlutverki íjarskiptastööv-
ar sem kemur skilaboðum á milli
björgunar- og viðgerðarmanna í
Húnavatnssýslum, almanna-
varnarnefndar og almennings.
„Við vorum beðnir um að hafa
vakt héma og koma skilaboðum
áleiðis. Þetta er öryggisatriöi. Viö
erum útbúnir farsíma og tal-
stöövum þannig aö viö eigum að
ná sambandi við aðila ef þörf
krefur," sagöi skipstjórinn áörv-
ari í samtali við DV í gærkvöldi.
Síminn um borð í Örvari er
985-22017. Einnig er hægt að koma
boðunráleiðis í síma 95-22667.
-ÖTT
Jafntefli
Helgi Ólafsson geröi jafntefli
við King í gær á skákmótinu í
Hastings. Helgi er
sæti á mótinu.
nú í íjórða