Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Page 10
10 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Myndbönd ;■ im; ní ro su.an' ) Englar á villigötum WE’RE NO ANGELS Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Neil Jordan. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Sean Penn og Demi Moore. Bandarisk, 1989 - sýningartími 93 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Þaö er sjaldan sem Robert de Niro yfirleikur en það gerir hann svo um munar í We’re No Angels og á ekki lítinn þátt í hversu misheppn- uð myndin er. De Niro er stjarna af þeirri stærðargráðu að leikstjór- ar þora varla að ávarpa hann, hvað þá að skamma hann. Honum hefði samt sannarlega ekki veitt af nokkrum ráðleggingum. Leikstjóri er Neil Jordan en hann leikstýrði hinni frábæru sakamálamynd, Mona Lisa, og það hefur sjálfsagt verið þess vegna sem De Niravaldi hann sem leikstjóra (De Niro er einn framleiðanda). En hér bjargar hann litlu í kvikmynd sem verður að teljast fyrst og fremst gaman- mynd þótt lítið fari fyrir gríninu. We’re No Angels er mjög ólík fyrri myndum Jordans og á það örugglega við um hann eins og Robert De Niro að alvarlegar myndir henta þeim betur. Myndin íjallar um tvo fanga sem sleppa úr fangelsi á fjórða tug ald- arinnar. Á flóttanum eru þeir í mistökum teknir fyrir tvo klerka og klæddir í presthempu. Þeir láta sér vel líka, sérstaklega þar sem klaustrið, sem þeim er komið fyrir í, er á landamærum Bandaríkjanna og Kanada, en það er einmitt ætlun þeirra að komast yfir til Kanada. Áður hefur verið minnst á frammistöðu De Niros. Sean Penn, sem leikur félaga hans, stendur sig nokkru betur en það er Demi Moore í hlutverki konu, sem gerir allt fyrir dollar, sem stelur senunni frá stórstjörnunum. -HK Haettuleg lögga INTERNAL AFFAIRS Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Mike Figgis. Aðalhlutverk: Richard Gere, Andy Garc- ia og Nancy Travis. Bandarísk, 1989-sýningartimi 96mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Richard Gere hefur ávallt af og til sannað að hann er mikilhæfur leikari og er lögreglumaðurinn Dennis Peck sjálfsagt eftirminni- legasta persóna sem hann hefur skapað. Peck er glæpamaður sem klæðist lögreglubúningi. Hann á átta börn sem honum þykir vænt um og þegar aö uppgjöri hans og Raymons Avilla kemur segir hann við Avilla að hann muni aldrei skilja sig vegna þess að hann eigi ekkert barn. Dennis Peck er einnig sálsjúkur glæpamaður, klofinn persónuleiki. Hann á í raun margt sameiginlegt með persónunni sem Glenn Close lék svo eftirminnilega í Fatal Attraction. Internal Affairs fiallar um tvo lögreglumenn. Andy Garcia leikur Avilla, lögreglu sem hefur það að starfi aö koma upp um spillingu innan lögreglunnar. Um leið og hann kynnist Peck finnur hann á sér að Peck muni lifa tvöfoldu lífi. Peck er einnig fljótur að uppgötva að Avilla getur reynst honum hættulegur og meðfæddan hæfi- leika til að heilla fólk notar hann nú til að koma sér í mjúkinn hjá eiginkonu Avilla. Brátt snýst myndin upp í persónulegt hatur milli þessara tveggja manna þar sem annar hvor hlýtur að liggja í valnum áður en yfir lýkur. Intemal Affairs er mjög sterk sakamálmynd og þótt óhugnaður- inn í kringum Peck sé mikill.þá tekst Gere að gæða persónuna ein- hverjum djöfullegum töfrum. Andy Garcia gerir Avilla einnig góð skil en þó fellur hann nokkuð í skugg- ann en samleikur þeirra Gere er meðmiklumágætum. -HK Óður til ofbeldisins TOTAL RECALL Útgefandi: Arnarborg Leikstjóri: Paul Verhoeven eftir handriti Andrew Vajna eftir sögu Philip K. Dick. Aðalhlutverk: Arnold Schwarsenegger, Rachel Tipotin og Sharon Stone. Amerísk 1990 - sýningartími 95 mínútur. Bönnuð innan 16 ára. Doug Quaid er verkamaður í Am- eríku í óskilgreindri framtíð. Hann dreymir stöðugt um .sumarfrí á Mars og draumar hans snúast um lífið á þessari dularfullu plánetu. Hann fjeistar þess að fá ígræddar minningar um ferðalag til stjörn- unnar fyrirheitnu en aðgerðin fer úrskeiðis og áður en Quaid veit af er hann hundeltur af óðum njósn- urum sem ólmir vilja koma honum fyrir kattarnef. Hann flýr til Mars og kemst þar í kynni við hatramma baráttu uppreisnarmanna gegn spilltum landstjóra sem takmarkar loftbirgðir fólksins og heldur því í heljargreipum. Quaid tekur til sinna ráða og fór hans veröur að lokum afdrifarík fyrir alla. Þessi kvikmynd var að sönnu mik- ið umtöluð þegar hún var gerð og kom einkum tvennt til. Annars vegar þær svimandi upphæðir fiár sem eytt var til gerðar hennar og hins vegar fyrir hrottalegar of- beldissenur. Hinn hollenskættaði Paul Verhoeven hefur hér gert mikinn dýrðaróð til ofbeldisins og sparar ekkert til þess að áfloga- og aflífunaratriði verði sem áhrifa- mest. Flestum er í fersku minni fyrri myndin um Robocop en þar sýndi Verhoeven hve vel hann get- ur gert á góðum degi. Þau meistara- tök sem hann sýndi þar eru vissu- lega til staðar hér þar sem hann dregur upp nöturlega mynd af sam- félagi framtíðarinnar. Atriðin sem gerast meðal stökkbreyttra upp- reisnarmanna á Mars eru ónotaleg. Veiki hlekkurinn í keðjunni er vaxtarræktartröllið frá Austurríki, Arnold Schwarsenegger. Hversu vel sem hann kann að vera byggður þá verður hann aldrei góður leik- ari. Víst getur hann virkað ógn- vekjandi með alla vöðva þrútna af hormónaáti og jámahnoði til margra ára en um leið og hann opnar munninn er draumurinn búinn. Aðrir leikarar standa sig sæmilega enda hlutverkin stere- otípur, vondir menn og konur í ýmsum afbrigðum. Engu að síður er varla hægt ann- að en að hrífast af stílfærðum of- beldisatriðum og dást að kuldalegu yfirbragði myndarinnar. Ekki beinlínis fiölskyldumynd en at- hyglisvert dæmi um þá afurð sem Hollywood skilar þegar mikið fé er lagt undir. Kannski sýnishorn af kvikmyndum nánustu framtíðar. -Pá Minningar úr stríði IN COUNTRY Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Norman Jewison. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Emily Lloyd. Bandarísk, 1989-sýningartími 110 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Þótt vert sé að minnast Víetnam- ' stríðsins og hvílíkur hildarleikur sá stríðsrekstur var þá er að verða yfirflóð af kvikmyndum þar sem samviska fyrrverandi hermanna er krufin. Flestar þessar kvik- myndir fialla ekki beint um stríðið heldur óbeint. Shk mynd er In Country, þó hún slái vissulega einnig á aðra viðkvæma strengi. Aðalpersónurnar eru tvær. Önn- ur er ung stúlkasem ekki var fædd þegar hún missti fóður sinn í stríð- inu. Hin er frændi hennar, fyrrver- andi Víetnamhermaður sem hefur horfið inn í skel sína og er að mörg- um tahnn skrítinn. Stúlkan er mjög forvitin um stríðið og er alltaf að spyrja frænda sinn sem engu vill svara. Um síðir fær hún að heyra bitran sannleikann, hvernig her- mennirnir höguðu sér. í fyrstu er hún skelkuð en eftir að frændinn hefur loks opnað sig lítur hún raunsærri augum á tilveruna. Þótt visst raunsæi einkenni In Country þá er mörgum spurning- BW.<I W.i INCC um ósvarað í lokin og erum við htlu nær um persónurnar, sérstaklega frændann sem Bruce Willis leikur ágætlega. Eiphy Lloyd er virkilega góð en líður fyrir það sama og Will- is, persónan er ekki nógu sterk frá hendi handritshöfundarins. Norman Jewison hefur oft gert betri myndir. Það er komin þreyta í söguþráð af þessu tagi. In Country er alls ekki slæm kvikmynd heldur ber hún það með sér að vera unnin með hangandi hendi. @Ð Barnagaman LOOK WHO’S TALKING Útgefandi: Biómyndir Leikstjórn og handrit: Amy Heckerling. Aðalhlutverk: John Travolta, Kirstie Al- ley, Olympia Dukakis, George Segal og Bruce Willis (rödd barnsins). Look Who’s Talking er gamansöm saga af einstæðri móður sem vant- ★★★ Saga um óréttlæti og kúgun A Dry White Season Útgefandi: Arnarborg- Leikstjórn: Euzhan Palcy. Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Marl- on Brando og Susan Sarandon. Amerísk 1989 - sýningartimi 103 min. Bönnuð innan 16 ára. Ben du Toit er fullorðinn hvítur íbúi Suður-Afríku. Hann kennir sögu í virðulegum skóla og hefur ávallt staðið í þeirri trú að í landi hans ríkti lýðræði og virðing fyrir mannréttindum. Hann neitar að sjá þann órétt sem þeldökkir eru beitt- ir á degi hveijum. Augu hans opnast þegar garð- yrkjumaður hans leitar ásjár hús- bónda síns. Sonur garðyrkju- mannsins hefur horfið í óeirðum og fóður hans grunar það versta. Það kemur og á daginn að pilturinn hefur dáið í vörslu lögreglunnar. Ben gengur fram fyrir skjöldu og reynir aö höfða til réttlætiskennd- ar samlanda sinna. Hann dregst inn í réttindabaráttu svartra og þá kynnist hann nýrri hlið á fólki. Konan snýr við honum baki. Hann er rekinn úr vinnunni og á brátt enga félaga nema þá lægst settu. Marlon gamli Brando leikur stórt hlutverk lögfræöings sem berst viö hlið Benjamins. Brando hefur kom- ið fram í tveimur kvikmyndum að undanfömu eftir margra ára hlé. Mikið hefur verið talaö um stór- kostlega hæfileika hans og flestir fullir lotningar þegar hann lætur svo lítið að troða upp. Frammistaða hans hér líður nokkuð fyrir klunnalega kvikmyndatöku því myndin er að sumu leyti af vanefn- um gerð. Stórkostleg útgeislun gamla mannsins leynir sér þó ekki og ekki hægt annað en að hrífast. Donald Sutherland leikur af því öryggi sem áralöng reynsla getur gefið hæfileikaríkum leikurum. Janet Suzman leikur eiginkonu hans mjög vel og sýnir vel fordóma hvíta minnihlutans. Hér er fiallað af miklum þunga um hroðalegt ranglæti og sorgleg örlög. Eins og fyrr segir líður kvik- myndin nokkuð fyrir skrykkjótta framsetningu en heildaráhrifin em samt býsna sterk. Það er því full ástæða til þess að hvetja sem flesta til þess að sjá myndina og hugsa nokkra stund um ranglæti heims- ins og dást að lifandi goðsögnum á borð við Brando. -Pá ar föður að barni sínu. Hinn raun- verulegi faðir er algjör rotta og skíthæll sem enginn heiðarlegur kvenmaður vill láta ala upp bam. Fyndnin felst í því að barninu er þegar í móðurkviði ljáð rödd og hugsanagangur fullorðins gáfu- manns. Þetta er svo sem ágætt en verður fljótlega þreytandi. Kirstie Alley er afar einhliða leik- kona. Mótleikari hennar, Travolta, er ekki mikið skárri. Hann var eitt sinn sameiningartákn diskókyn- slóöarinnar sem nú þykir hallæris- legt. Við þetta losnar Travolta aldr- ei. Maður býst við því á hverju augnabliki að hann hefii dans í stað orða. Það gerir hann reyndar þarna en tölum ekki meira um það. Á heildina litið er þetta ósköp klént grín og einkennilegt hve myndin hefur náð miklum vinsældum. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.