Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Page 13
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991,
13
dv LífsstHl
Heil umferð er leikin í ensku deild-
inni á laugardögum. Þrír íslendingar
leika þar og hér sést einn þeirra,
Guðni Bergsson, en hann er leik-
maður Tottenham Hotspur.
eru Sigurður Jónsson, Arsenal,
Guðni Bergsson, Tottenham Hot-
spur, og Þorvaldur Örlygsson, Nott-
ingham Forest. Að auki leikur Guð-
mundur Torfason með St. Mirren í
Skotlandi. Tvö fyrsttöldu liðin eru
bæði frá norðurhluta Lundúna og
hafa eldaö grátt silfur í gegnum árin.
Arsenal gengur betur um þessar
mundir en htið hefur farið fyrir
framgöngu íslendinganna hjá báðum
þessum hðum það sem af er vetri.
Heil umferð er leikin í 1. deildinni
á hverjum laugardegi og hér fylgir
hsti yfir helstu leikina í London í
janúarmánuöi en athygli er vakin á
því að laugardaginn 26.janúar er
fjórða umferð ensku bikarkeppninn-
ar á dagskrá.
Chelsea - Q.P.R. (12/1)
Tottenham - Arsenal (12/1)
Wimbledon - Derby Co. (12/1)
Arsenal - Everton (19/1)
Crystal Pal. - Norwich (19/1)
Q.P.R. - Man. Utd (19/1)
Vaxmyndasafnið
og allthitt
Söfnin eru auðvitað á sínum stað.
Flestir fara á Vaxmyndasafnið, kíkja
á konungshöllina og skoða Tower-
brúna en ef skoða ætti öh söfn og
merkilega staði þyrfti sennilega að
taka aht sumarfríið í það og meira
til. Rétt er að vekja sérstaka athygli
á Herminjasafninu sem er ekki langt
ffá Waterloo-brautarstöðinni en það
var opnað aftur fyrir ahnokkru eftir
gagngerar endurbætur og er nú hið
glæsilegasta. Best er að fá sér bækl-
ing um hvenær áhugaverðustu stað-
irnir eru opnir strax við komuna því
ekki er opið ahs staðar á sama tíma
og sum söfn eru lokuð vegna við-
gerða eða endurbóta.
Bjórþyrstum ferðalöngum er rétt
að benda á grein um pöbba sem birt-
ist í DV þann 17. október síðastliðinn
og ef áhugi er á að heyra Breta tjá
sig um landsins gagn og nauðsynjar
má gera það með því að kíkja í Hyde
Park Corner. Lögreglan í Bretlandi
er einkar vinsamleg og ekki skal hik-
að við að spyrja th vegar eða um
aðrar upplýsingar. Lögreglumenn í
London hafa reyndar gripið til fjalla-
hjólsins og fara nú margir hverjir
allra sinna ferða á þessu farartæki.
Þessi nýbreytni lögreglunnar var
tekin upp th að hafa hendur í hári
vasaþjófa en af þeim er nóg í borg-
inni og fuh ástæða th að vara sig á
shkum kauðum. Aðrir kumpánar
kunna einnig að verða á vegi manna
og eru það götuljósmyndarar sem
eru boðnir og búxúr th að taka mynd
af fólki gegn vægri greiðslu og senda
svo myndina heim th íslands. Gah-
inn er bara sá að myndin kemur aldr-
ei.
Leigubílar í London eru tvenns
konar. Annars vegar þessir svörtu
sem ahir þekkja, svo og mini-cabs
sem eru venjulegir fólksbhar í eigu
bílstjórans eða hths einkafyrirtækis.
Þessir svörtu aka oftast nær sam-
kvæmt gjaldmæli en við hina má
semja og með þeim hætti má oft fá
ódýran akstur út á flugvöh.
Takið ekki bílaleigubíl ef þið æthð
aðeins að dvelja í miðborginni. Það
er vonlaust mál að fá stæði og að
standa í vinstri umferðar akstri.
Neðanj arðarlestimar eru druhugur
og óspennandi en þær eru fljótar í
förum og auðveldar í notkun. Kaupið
ykkur dagskort eða vikukort, allt eft-
ir þörfum og fáið ykkar kort af lesta-
kerfinu og samgöngum ykkar er
borgið. Kortið ghdir einnig í strætó
sem þið verðið að prófa að sitja í
enda er það hluti þess að kynnast
lífinu í London.
-GRS
---------------------------------------------------------------:
S.
Lögreglumenn í Bretlandi eru sérlega vinsamlegir og hjálplegir.
Magnús Steinþórsson, 18 ára skiptinemi frá Vestmannaeyjum, hafði aldrei spilað amerískan fótbolta er hann
kom til Bandarikjanna fyrir fimm mánuðum. Hftir eina æfingu sló hann öll fyrri skólamet i íþróttagreininni og
á framtíðina fyrir sér með háskólaliðunum.
íslenskur skiptinemi í Bandaríkjunum:
Sló í gegn í
ameríska
boltanum
„Það hafa birst allmörg viðtöl við
mig og greinar í blöðum hér.
Stærsta blaðið var Pittsburg Press
en annars hafa þetta verið bæjar-
blöðin. Ég er í fimmtán þúsund
manna bæ stutt frá Pittsburg,"
sagði 18 ára gamall skiptinemi,
Magnús Steinþórsson frá Vest-
mannaeyjum, sem dvahð hefur í
Bandaríkjunum í fimm mánuði en
hefur þegar slegið í gegn og það
reyndar fyrir misskhning.
I skiptinemaumsókn sinni merkti
Magnús við orðið footbah en enska
orðið yfir venjulegan fótbolta er
soccer. Magnúsi brá því í brún þeg-
ar þjálfari skólahðsins í rugby (am-
erískum fótbolta) hafði samband
við foreldra hans ytra th að spyija
hvenær hann kæmi í liðið því æf-
ingar væru hafnar. „Ég lét tiheið-
ast og fór á æfingu th að fylgjast
með enda vissi ég ekkert hvemig
ameríski fótboltinn væri. Einn
strákanna í hðinu kom þá th mín
og spurði hvort ég vhdi ekki prófa,
sem ég gerði og það gekk svona
vel,“ sagði Magnús. í öðrum leik
hðsins var Magnús svo skotfastur
að hann gerði sér htið fyrir og sló
tólf ára gamalt skólamet. Liðsmenn
skólahðsins stóðu á öndinni yfir
afreki phtsins og hefur hann síðan
verið orðaður við atvinnumennsku
í ameríska boltanum.
Eins og í bíómyndum
„Rugby er aðahþróttagreinin hér
og sú alvinsælasta. Hins vegar
leika skólahðin aðeins frá þvi í
byijun september fram í nóvember
en þá tekur önnur íþróttgrein við.
Núna er það körfuboltinn og í fe-
brúar verða það frjálsar íþrótt-
ir.“
Magnús segir að mjög mikið sé
gert í kringum rugbyleiki. Áhorf-
endur eru fjölmargir, jafnt skólafé-
lagar sem foreldrar þeirra. Þá eru
klappstýrumar ómissandi þáttur
leiksins. „Þetta er alveg eins og
maður sér í bíómyndum," sagði
Magnús.
í ragby nota hðsmenn líkamann
meira en þeir gera í þeim fótbolta
sem við þekkjum enda hafa þeir
bæði hjálma og mikla axlapúða.
„Ég þarf ekki að eiga svo mikið á
hættu að meiðast þar sem ég er
svokahaður „kicker" eða sparkari.
Þeir sem eru í vörninni mega hins
vegar búast við öhu,“ segir þessi
ungi leikmaður.
Magnús hefur stundað fótbolta
með Tý í Vestmannaeyjum í mörg
ár og var kominn í annan flokk
þegar hann fór utan. Nú hefur
ameríski boltinn heihað hann.
„Rugby er skemmthegra. Við kepp-
um í riðlum og skólarnir keppa
hver á móti öðram. Þetta hverfi,
sem ég bý í, er með bestu fótbolta-
mennina í Pennsylvaniu."
Magnús segist kunna vel við sig
í Bandaríkjunum enda hafi hann
ahtaf verið ákveðinn í að kpmast
sem skiptinemi þangað. „Ég er
mjög heppinn með skóla. Nemend-
ur eru innan við þúsund sem þykir
lítið á amerískan mælikvarða -
minnir s frekar á litlu skólana
heima," segir hann.
Áframtíðina
fyrir sér
Skóhnn hjá Magnúsi hófst í
fyrradag eftir jólafrí en fótboltinn
er ekki lengur á dagskrá. Meðan
hann var vora æfingar fimm daga
vikunnar frá klukkan þijú th sex.
í bandarískum úrkhpþum, sem
Vestmannaeyjablaðinu Fréttum
barst, er meðal annars viðtal við
þjálfara hans sem segir Magnús
eiga mjög góða möguleika á að
komast í 1. deildina í háskólunum.
Frami Magnúsar í rugby getur
jafnvel orðið til að hann hafi áhuga
á framlengingu á dvöl sinni að
skiptinemaárinu hðnu næsta sum-
ar. „Ég hef fengið thboð frá einum
háskóla sem er með aðra deild í
ragby en þá fæ ég skólastyrk í fjög-
ur ár. Hins vegar ætla ég að bíða
og sjá hvort ég fæ betra thboð, t.d.
í fyrstu deild, en þaö myndi veita
mér tækifæri til atvinnumennsku.
Ef ég fæ slíkt thboð með fuhum
skólastyrk slæ ég vissulega th,“
segir Magnús. „Það verður þó ekki
fyrr en í febrúar, mars sem eitt-
hvað gerist í þeim rnálurn."
-ELA