Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Síða 26
34 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Kanadískur ævintýramaður: Ók hringinn í kringum ísland - til að halda upp á útkomu bókar um metakstur norður eftir Amerí ku ---------------------------------------------------------------------------------------------- okkur. Síðan lögðust margir á eitt að gera ferðina að veruleika, GMC Truck, GM í Kanada, hjólbarðafram- leiðandinn BFGoodrich, Flugleiðir, Bosch, Ramsey Winch, sem framleið- irspilájeppaogl04+ Octane Boost.“ Hér fagnar Garry Sowerby vel heppnuðum hringakstri um ísland sem hann kallaði „One lap of lceland" eins og sjá má á hlið bíisins. Strax að hring- ferðinni lokinni hófst kapphlaup við að koma bilnum aftur til Kanada þar sem hann átti að vera „aðalnúmerið" í sýningarbás GM á alþjóðlegri bílasýningu, en til þess að það gæti tekist þurfti Garry að fljúga til New York, þaðan áfram til Nýfundnalands og loks aka bílnum um 2000 mílna vegalengd á áfangastað. Ljósmynd Rik Paul Gekk á ýmsu Það hafði gengið á ýmsu áður en Garry Sowerby komst til íslands. Fyrst át heimilishundurinn Bunny flugmiðana, þá varð Garry að ferja fjögurra dyra Blazerjeppann sinn til Argentia á Nýfundnalandi þar sem einn „fossinn“ tók hann með til ís- lands. Þegar hann haföi skilað bíln- um af sér í Argentia uppgötvaði Garry að það var engan bíl að hafa þær 90 mílur sem vegalengdin á flug- völlinn við St. John var. Hann lagði af stað fótgangandi og eini bíllinn, sem kom eftir dágóða stund, var sjú- krabíll. Hann fékk far með sjúkra- flutningamönnunum tveimur og eft- ir svolítinn spöl stöðvaöi lögreglan þá fyrir of hraðan akstur. Þá sögðu sjúkraliðarnir Garry að skella sér aftur í og leggjast í sjúkrakörfuna og þykjast vera veikur. Þetta gekk upp, lögreglan trúði þeim en sagði jafn- framt að betra væri að nota bhkkljós- in í svona tilfellum. Garry var síðan ekið með fullum ljósum á flugvöllinn í St. John og segist hann þess fullviss að enn megi sjá fingraförin sín grafm inn í sjúkrakörfuna eftir hraðakstur- inn. „Meira kaffi" Garry kom í snögga ferð hingað til lands til að undirbúa hringferðina um ísland. Hann sagðist hafa fengið góða hjálp hjá Bjarna Ólafssyni og mönnum hans hjá Jötni hf., umboðs- aðila GM á íslandi, og upplifað ýmis- legt sem kom á óvart. Meðal þess var „Ég er einmitt að gera það sem mig langar til og er spennand," sagði Garry Sowerby þegar DV hitti hann önnum kafinn í hádegi rétt fyrir jólin fyrir utan Hótel Loftleiðir. „Fjöldi manns treystir á að allt gangi upp og þaö gefur ábyrgðartilfmningu. Þegar þetta allt er yfirstaðið hefur maður lokið við það sem ætlunin var að ljúka og þar með afrekað nokkuð sem flestir geta séð fyrir sér og veld- ur engum skaða... en gæti gefiö ein- hverjum drauma." Hér var Garry að svara spumingunni um hvers vegna hann stundaði glæfraferðir um jarðkúluna þvera og endilanga. En af hverju ísland? „Hugmyndin fæddist í símtali við vin minn, Tim Cahill frá Livingston í Montana, blaðamanninn banda- ríska sem fór í Ameríkuferðina, en þá var ég að ræða við hann hve vel hefði tekist til meö bókina sem hann skrifaði um 23 daga ferð okkar frá Eldlandi í Suður-Ameríku til íshafs- ins. Þá fór Tim að ræða um það á hvem hátt við gætum haldið upp á útkomu bókarinnar sem kemur út í febrúar hjá Random House útgáfufé- laginu og heitir „Road Fever - A High Speed Travelogue". Við urðum ásáttir um að besta leiðin til að kæla okkur niður væri einhvers staðar í snjónum. Ég hafði aétlað mér um árabil að keyra hringinn í kringum ísland og Tim hafði aldrei komið hingað þann- ig að ísland virtist kjörinn staður. Að vísu er miður desember dimm- asti og sennilega óheppilegasti tíminn tfl að heimsækja þetta land en í símtalinu vai' þó ákveðið að skella sér. Þetta ætti að vera verðugt viðfangsefni, „Jirnmy" (Blazer-jepp- inn) ætti að fá að reyna á sig enn einu sinni og við að sjá hvemig lífið gengur fyrir sig í landi elds og ísa þegar íshafsvindarnir gnauða og sól- in rétt kíkir upp yfir sjóndeildar- luinginn fáar stundir á dag. Þetta rann allt saman mjög snögg- lega. Rik Paul, ljósmyndari frá Los Angeles, sem komið hafði með okkur í hringferð um „austurblokkina" fyrr á árinu, féllst á að koma með Á kortinu hér að ofan má sjá þrjár af ævintýraferðum Garrys. í fyrstu ferðinni árið 1980 fór hann umhverfis jörðina og kom til baka stórskuldugur úr þeirri ferð. Þá var annaðhvort að hætta svona vitleysu og fara aftur að vinna og vera 25 ár að borga skuldirnar eftir ferðina eða verða gjaldþrota því skuldirnar voru þá um 90 þúsund dollarar. Hann valdi hvorugt en safnaði nýjum styrktaraðilum og fór í nýja ferð árið 1984 og þá frá suðurodda Afriku til norðurodda Noregs. Á þeirri leið lentu þeir í miklum ævintýrum, þar á meðal skotbardaga í Kenía sem gerði það að verkum að þeir urðu frægir. Nú voru auglýsendur reiðubúnir að styrkja þá og meðal annars notaði hjólbarðaframleiðandinn Firestone ferðina í auglýsingaskyni. í stað taps i fyrstu ferð- inni stóð Garry eftir með svo miklar tekjur að hægt var að greiða skuldirnar af fyrstu ferðinni og þá var ekki eftir neinu að bíða og þriðja stórferðin undirbúin en það var ferð frá suðurodda S-Ameríku allt til Alaska i norðri. Þessi ferð var farin árið 1987 og í næsta mánuði kemur út bók vestra um þessa ævintýraferð. Það var einmitt í tilefni af útkomu þeirrar bókar að Garry kom hingað til lands á dögunum, en hugmyndina fékk hann þegar hann kom hingað til lands fyrir mörgum árum, nánar tiltekið 1983, til að reyna nýja bíla við ís- lenskar aðstæður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.