Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Síða 42
50 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Afmæli Jón Oddsson Jón Oddsson hrl., Ásbúö 102, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Jón er fæddur í Reykjavík og lauk lögfræöiprófi í HÍ1968. Hann varð hdl. 11 dögum seinna og hrl. 1972. Starfsferill Jón var fulltrúi framkvæmda- stjóra síldarsöltunarstöövarinnar Sunnuvers hf. á Seyðisfirði 1962- 1964, stærðfræðikennari í Kvenna- skólanum í Reykjavík 1962-1965 og fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu 1966-1967. Hann var ritstjóri Stúd- entablaðsins 1. des. 1963, Áramóta- blaðs Stúdenta 1964 og Ulfljóts, tímarits laganema, 1963-1964. Jón var varaformaður og formaður ut- anríkismálanefndar stúdentaráðs HÍ1964-1965 og fulltrúi stúdenta í háskólaráði. Hann var formaður Orators, félags laganema, 1965-1966 og var einn stofnenda óháðra stúd- entasamtaka er voru undanfari Verðandi. Jón var í fyrstu íslensku Víetnamnefndinni 1967-1969 og sjórn Neytendasamtakanna 1969- 1971. Hann var forseti Loka 1986- 1989 og í landskjörstjóm 1987-1990. Jón hefur auk þess starfað mikið að samningu ýmissa lagaframvarpa og verið ráðgjafi undirbúnings- nefndar Heimastjómarsamtakanna frá hausti 1990. Fjölskylda Jón kvæntist 5. maí 1977 Valgerði Báru Guðmundsdóttur, f. 20. febrú- ar 1936. Foreldrar Vaigerðar voru: Guðmundur Jakobsson, útgerðar- maður í Bolungarvík og kona hans, Guðfinna Gísladóttir. Börn Jóns og Valgerðar eru: Guðmundur Bald- ursson, f. 24. maí 1954, rannsóknar- lögreglumaður í fíkniefnadeild lög- reglunnar í Rvík, kvæntur Bonnie Laufeyju Dupuis, börn þeirra eru: Bragi, María Sjöfn, Styrmir, Val- gerður Bára og Jón Baldur; Björg- vin, f. 17. mars 1964, laganemi og alþjóðlegur skákmeistari, unnusta hans er Sigríður Dóra Magnúsdóttir læknir og Kristín Anna, f. 7. júlí 1969, menntaskólanemi í Álaborg í Danmörku, unnusti hennar er Lasse Petersen sjómaður. Systur Jóns eru: Kristín, f. 28. apríl 1945, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Olsó, gift Odd Roald Lund, viðskiptafræðingi og Marta María, f. 3. ágúst 1950, tækniteiknari og stærðfræðikennari, gift Þórði Magnússyni, rekstrarhagfræðingi og fjármálstjóra Eimskipafélagsins. Ætt Foreldrar Jóns eru: Oddur Jóns- son, f. 15. júlí 1892, d. 7. nóvember 1975, framkvæmdastjóri Mjólkurfé- lags Reykjavíkur, og kona hans, Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdótir, f. 2 október 1907. Föðursystkini Jóns eru: Ólöf, gift Jóhanni Ármanni Jónasyni, úrsmið; Sigríður Guðný, ljósmóðir og skáld; Sofiía, gift Ara Ó. Thorlacius endurskoðanda; Ní- els; Oddný Halla ráðskona; Svava ljósmóðir, gift Helga Ásgeirssyni á Ökrum. Böm Mörtu Maríu og seinni manns hennar, Haraldar Bjarnasonar, eru: Jón og Hulda, ekkja Jónasar Böðvarssonar skip- stjóra, amma Jónasar Haraldsson- ar, fréttastjóra DV. Oddur var sonur Jóns, b. á Alftanesi, Oddssonar, hreppstjóra á Álftanesi, Sigurðsson- ar. Móðir Jóns var Halla, systir Margrétar, langömmu Lárusar, fóð- ur Katrínar borgarfulltrúa. Önnur systir Höllu var Þórdís, langamma Gunnars Bjarnasonar ráðunautar. Halla var dóttir Jóns, b. á Háteigi, Einarssonar, bróður Þorsteins, langafa Bjarna Þorsteinssonar, tón- skálds á Siglufirði. Móðir Odds framkvæmdastjóra var Marta María, systir Hallgríms, föður afa Hallgríms Helgasonar tón- skálds, Sigurðar Helgasonar, stjórn- arformanns Flugleiða. Önnur systir Mörtu var Sesselja, móðir Ásgeirs Bjarnþórssonar hstmálara, Sveins B. Valfells forstjóra og amma Sturlu Friðrikssonar erfðafræðings. Þriðja systir Mörtu var Þuríður, móðir Níelsar Dungal, prófessors, Bald- vins Dungal í Pennanum, föður Gunnars Dungal í Pennanum. Bróð- ir Mörtu var Haraldur prófessor, faðir Jónasar Haralz bankastjóra og afi Haraldar Sveinssonar, fram- kvæmdastjóra Árvakurs. Marta var dóttir Níelsar Eyjólfssonar, b. á Grímsstöðum, og konu hans, Sigríð- ar, systur Hallgríms biskups, afa Hallgríms Fr. Hahgrímssonar, for- stjóra Skeljungs; Ehsabet, móðir Sveins Björnssonar, forseta og Ólafs ritstjóra fóður Björns fiðluleikara og Péturs, hagfræðings og afa Ólafs B. Thors, forstjóra Sjóvá-Almennra. Sigríður var dóttir Sveins, prófasts á Staðastað, Níelssonar, og konu hans, Guðnýjar skálds, Jónsdóttur, prests og læknis á Grenjaðarstað, Jónssonar. - Móðursystkini Jóns voru: Viggó verslunarmaður; Svava kennari; Kristrún, ekkja Gunnars J. Corts læknis og Þorsteinn Halldór versl- unarmaður. Eyvör var dóttir Þor- steins, skipstjóra í Rvík, bróður Sig- mundar, fóður Sesselju, stofnanda og forstöðumans Sólheima í Gríms- nesi. Þorsteinn var sonur Sveins, b. í Gerðum í Garði, Magnússonar. Móðir Þorsteins var Eyvör, systir Guðrúnar, langömmu Ágústar, föð- ur Guðrúnar, aðstoðarmanns menntamálaráðherra. Önnur systir Eyvarar var Ingibjörg, amma Inga T. Lárussonar, tónskálds og lang- amma Sveins Snorrasonar hrl. Eyvör, dóttir Snorra prests á De- sjarmýri Sæmundssonar, bróður Jón Oddsson. Einars, langafa Amþórs, föður Vals bankastjóra. Móðir Eyvarar var Kristín Tómasdóttir, sjómanns á Bjargi á Akranesi, Erlendssonar. Móðir Kristrúnar var Kristrún Hahgrímsdóttir, b. á Veiðilæk í Þverárhlíð, Högnasonar. Móðir Hahgríms var Kristrún Loftsdóttir, systir Þorláks, afa Þorláks Johnsen, kaupmanns í Rvík. Móðir Kristrún- ar var Helga Ásmundsdóttir, b. í Elínarhöfða, Jörgenssonar, b. í Elín- arhöfða, Hanssonar Klingenbergs, b. á Krossi á Akranesi, ættföður Klingenbergsættarinnar. Móðir Jörgens var Steinunn Ásmunds- dóttir, systir Siguröar, langafa Jóns forseta. Jón og Valgerður taka á móti gest- um í félagsheimili Kvenfélags Garðabæjar á Garðaholti í Garðabæ á afmælisdaginn kl. 17-19. Skúli Helgason Skúli Helgason, Óðinsgötu 32, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun, 6. janúar. Skúh er fæddur á Svínavatni í Grímnesi og dvaldist þar að mestu th 1946. Starfsferill Skúh vann jöfnum höndum við almenn sveitastörf og smíðar og fékk thsögn í járnsmíði 18 ára gam- all hjá Kristjáni Kristjánssyni, járn- smíöameistaraí Reykjavík. Hann lærði sérstaklega skeifusmíði hjá Kristjáni Kristjánssyni og var um tvítugsaldur hluta úr tveimur vetr- um við ná'm hjá Guðmundi Einars- syni, presti á Mosfelli í Grímsnesi. Skúli var einkabílstjóri Guðmundar Einarssonar á Mosfelh 1937-1946 og vartn aðallega við smíðar, einkum jámsmíðar, á Selfossi 1946-1956. Honum var fahð af sýslunefnd Ár- nessýslu 1955 að safna gömlum munum th væní mlegs byggðasafns í sýslunni og vann að því öðru hverju um þrjú ár. Skúli ferðaðist hluta úr þremur sumrum um sýsl- una við það starf og annaðist svo uppsetningu safnsins með ígripum fram um 1970,Hann var bókavörður á Héraðsbókasafni Ámessýslu á Selfossi 1956-1961 og reisti torfkirkj- una í Árbæjarsafni í Reykjavík sumrin 1959 og 1960. Skúli var um- sjónarmaður á Árbæjarsafni 1960- 1965 og vann þar að smíðum og upp- byggingu gamalla húsa. Hann reisti m.a. skrúðhús undir torfþaki við kirkjuna en varð að hætta störfum vegna vanhehsu af völdum umferö- arslyss 1966. Skúli hefur ritað: Sögu Kolviðar- hóls, 1959; Þættir úr Árnesþingi, 1960; Sagnaþættir, 1971, og Sögu Þorlákshafnar, þrjú bindi, 1988. Hann hefur safnað gömlum manna- myndum og myndum af öhum eldri bæjum í Grímsneshreppi, auk þess ahmiklum heimhdum til sögu sveit- arinnar á 19. og20. öld. Ætt Foreldrar Skúla voru: Helgi Guð- mundsson, f. 1877, d. 1958, b. á Apa- vatni í Laugardal, og kona hans, Helga Jóndóttir, f. 1894, d. 1967: Helgi var sonur Guðmundar, b. á Apavatni, Guðmundssonar, b. á Brekku í Biskupstungum, Guð- mundssonar, b. í Austurhlíð, Magn- ússonar. Móðir Guðmundar, b. á Apavatni, var Helga Jónsdóttir Bachmanns, prests í Klausturhól- um, Hallgrímssonar Bachmanns, læknis í Bjarnarhöfn, Jónssonar. Móðir Jóns var Hahdóra Skúladótt- ir landfógeta Magnússonar. Móðir Helga var Kristín Guðmundsdóttir Hanssonar, b. í Efstadal í Laugar- dal, sonar Guðmundar prestslausa, prests í Reykjadal, Guömundssonar, bróður Jóns, ritstjóra Þjóðólfs. Móð- ir Kristínar var Sigríður Jónsdóttir. Skúli Helgason. Helga var dóttir Jóns, b. á Svína- vatni, Jónssonar, b. á Látalæti á Landi, Jónssonar, b. á Látalæti, Jónssonar, b. á Látalæti, Jónssonar, b. á Látalæti, Magnússonar, b. í Hvammi á Landi, Gunnarssonar. Móðir Helgu var Sigurleif Þorleifs- dóttir, b. á Syðri-Brú í Grímsnesi, Bjarnasonar. Móðir Sigurleifar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Fossi í Grímsnesi, Þorkelssonar, b. á Fossi, Ásgrímssonar. Móðir Sigríðar var Sólveig Jónsdóttir, silfursmiðs á Bíldsfelh, Sigurðarsonar, ættföður Bíldsfellsættarinnar. Skúli verður að heiman í dag. afmælið, 5. janúar ara Jóhanna K. Kristjánsdóttir, Kjartansgötu 10, Reykjavík. Hansína Sigfmnsdóttir, Hafharbyggð 11, Vopnafirði. Ásta HelgaBergsdóttir, Smárahlíð 8D, Akureyri. Sigríður Gísladóttir, Stuðlaseli 10, Reykjavík. Guðrún Hansdóttir, Rauðalæk 45, Reykjavík. Hún er að heiman á afmælisdag- inn. Kristbjörg Jóhannesdóttir, Æsufehi2, Reykjavik. Þorbj örg Magnúsdóttir, Sveinsstöðum, Sveinsstaðahreppi. Broddi Þorsteinsson, Hahveigarstíg4, Reykjavík. Petrea Hahmannsdóttir, Þormóðsstöðum, Saurbæjar- hreppi. Áslaug F. Guðmundsdóttir, Finnstungu, Bólstaðahlíðarhreppi. Valdimar Harðar«-on, Kleifarseli 27, Reykjavík. Þorsteinn Jónasson, Hreinn Melstað Jóhannsson, Espigerði 6, Reykjavík. Petra Guðný Konráðsdóttir, Erkhundi 25, Akureyri. Ólafur Pr. Hólm, Hverfisgötu 102B, Reykjavík. Rauðafelli IV, Austur-Eyjafjalla- Unnur Leifsdóttir, hreppi. Skagabraut 39, Akranesi. Margrét Magnúsdóttir, Jón Trausti Pálsson, Selvogsgötu 20, Hafnarfiröi. Hólum í Hjaltadal, Hólshreppi. Finnbogi G. Kristinsson, Leifsgötu 12, Reykjavik. Studioblóm ÞönglabaKKa 6 Mjódd, sími 670760 Blóm og skreytingar. Sendingarþjónusta. Munið bláa Kortið. Þuríður Stella Ottósdóttir Þuríður Steha Ottósdóttir, Vest- mannabraut 10, Vestmannaeyjum, er sextug í dag, 5. janúar. Þuríöur og eiginmaöur hennar, Gunnar Ólafsson, verða hjá syni sínum og tengadóttur í Rofabæ 47, Reykjavík, á afmæhsdaginn. Breytt símanúmer Frá mánudeginum 7. janúar 1991 verður símanúmer umhverfisráðuneytisins 609600 Umhverfisráðuneytið Þuriður Stella Ottósdóttir. Erum fluft Georg Ámundason og Co Bíldshöfða 18, sími 67820 - 687821, fax 681180 Glamox Ijós og Kathrein loftnetsefni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.