Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Síða 2
2
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991.
Fréttir____________________________________________________________________________pv
Eiginkonu ekki tilkynnt um slasaðan eiginmann sem þó var með öll skilríki:
Lá slasaður á spítala með-
an fjölskyldan leitaði hans
„Maðurinn minn var að koma úr
Kópavoginum um fimmleytið á ný-
ársdag á leið heim og eftir því sem
ég best veit var ekiö á hann. Hann
kom stórslasaður, með alvarlegt lær-
brot, skurði á höfði og hálfrænulaus,
upp á slysadeild Borgarspítala og eft-
ir þvi sem segir í skýrslu kom hann
gangandi einn og óstuddur. Það þyk-
ir mér afar ótrúverðugt. Það sem er
þó verst er að mér var ekki tilkynnt
um slysiö þrátt fyrir að maðurinn
væri bæði með ökuskírteini og
sjúkrasamlagsskírteini á sér,“ sagði
Erla Þorvaldsdóttir í samtali við DV
en hún leitaði eiginmanns síns á
fjórða sólarhring áður en hún komst
að því að hann lægi stórslasaður á
Landspítalanum.
„Ég fór að hafa áhyggjur á nýárs-
dag þegar hann kom ekki heim. Ég
spurðist fyrir um hann en enginn
sem við þekktum hafði heyrt frá hon-
um né séö hann. Þá fór ég aö verða
verulega áhyggjufull og hringdi á
- fannst eftir fjóra sólarhringa
John Þórður Kristinsson liggur stórslasaður á Landspitalanum eftir að hafa
lent i umferðarslysi á nýársnótt. Enginn veit þó um orsakir slyssins né
hvar það var og eiginkonu hans var ekki tilkynnt um það. Hún fann eigin-
manninn fjórum sólarhringum síðar á Landspítalanum. DV-mynd Hanna
slysadeild til að spyrjast fyrir um
hvort slys hefði orðið. Þar var mér
sagt að enginn með þessu nafni hefði
komið inn. Það var 3. janúar. Ég
hafði þá samband við lögreglu og
óskaði eftir að lýst yrði eftir honum.
Að kvöldi þess dags fór ég með mynd
til lögreglunnar, þá fóru þeir þar að
kanna málið og komust að því að
hann hefði komiö stórslasaður inn á
slysadeild á nýársdag og lægi á
Landspítalanum,“ segir Erla.
„Ég hringdi á slysadeildina eftir að
hafa fengið fréttina og náði þá sam-
bandi við mann þar og bað hann að
segja mér hvaö gerst hefði. Eigin-
maður minn man ekkert sjálfur.
Maðurinn vildi að ég hringdi á dag-
vinnutíma en ég sagðist vilja upplýs-
ingar strax. Þá sagði hann mér að
ekkert hefði verið gert fyrir hann á
slysadeild, sem ég veit að er ósatt því
að hann var se,ttur í strekk og saum-
aður í andliti, enda var hann á slysa-
deild frá klukkan rúmlega fimm að
deginum og til rúmlega sjö þess sama
dags. Þessi maður var ákaflega dóna-
legur. Hann sagði mér að hringja
aftur á dagvinnutíma og spurði jafn-
framt hvort ég væri að leita að ein-
hverjum sökudólgi. Mér varð hverft
við, enda ekki vön slíkum dónaskap.
Ég hringdi aftur á laugardag og þá
svaraöi mér vakthafandi hjúkrunar-
kona sem var mjög almennileg. í ljós
kom að nafn mitt var skráð á skýrsl-
una og því undarlegt að ég hefði ekki
verið látin vita um slysið."
Erla segir að ekkert sé vitað um
orsök slyssins og lögreglan virðist
ekki hafa nokkrar skýringar. „Ég
veit einungis að í skýrslunni stendur
að ekið hafi verið á hann,“ sagði
hún. „Ekki veit ég hver er ábyrgur
fyrir svona löguðu. Fjölskyldan var
í rusli í á fjórða sólarhring og enginn
virðist bera ábyrgð á að ekki er til-
kynnt um slys. Ég mun kæra þetta
mál til rannsóknarlögreglu ríkisins
í dag og óska eftir rannsókn." -ELA
Trillukarlar í Hafnarfirði:
Fáist ekki leiðrétting segi ég mig
úr lögum við lýðveldið ísland
- sagði Bjami Pálsson trillukarl
„Ef við fáum ekki leiðréttingu segi
ég mig úr lögum við lýðveldið ís-
land,“ sagði Bjarni Pálsson trillukarl
meðal annars á sameiginlegum fundi
smábátaeigenda í Hafnarfirði,
Reykjanesi og í Reykjavík en á hann
var sjávarútvegsráðherra boðaður
svo og þingmenn Reykjaneskjör-
dæmis.
Gífurleg reiði var greinileg meðal
smábátaeigenda vegna tilraunút-
hlutunar sjávarútvegsráðuneytisins
á aflaheimildum til handa bátum
undir 10 tonnum og sætti sjávarút-
vegsráðherra, Halldór Ásgrímsson,
harðri gagnrýni og óskuðu menn eft-
ir auknum aflaheimildum.
„Lögin segja að menn eigi að
hjakka í sama farinu og það hefur
nú aldrei þótt gott,“ sagði Sigurgeir
Jónsson trillukarl.
Höíð voru uppi stór orð og gagn-
rýndu menn lögin harðlega svo og
þær úthlutanir á veiðiheimildum
sem stærri bátarnir fengu nú um
áramótin. Sögðu menn að þær byðu
ekki upp á neitt annað en kvóta-
brask. „Menn eru að tala um að það
vanti kvóta og það vanti kvóta en svo
er verið að úthluta veiðiheimildum
til báta og togara sem aldrei munu
ná sínum kvóta, sagði Kristinn
Gunnarsson í Garði meðal annars.
Kristinn tók nokkur dæmi um
stærri báta og togara sem fá úthlutað
kvóta nú í ár en hafa ekki verið á
veiðum undanfarin tvö ár. Sagöi
hann að það hefði verð nær að taka
þær aflaheimildir sem þessir bátar
fengju og úthluta þeim til smábáta-
eigenda sem bæru skarðan hlut frá
borði. „Þetta eru nú vinnubrögðin í
ráöuneytinu," sagði Kristinn.
Hann gagnrýndi jafnframt að
menn beittu nú stífri niðurtalningu
til að bátar sem væru á milli 6 og 10
tonn fengju nú að fara á krókaveiöar
og myndi þetta þýöa að ekkert yrði
til skiptanna handa bátum undir sex
tonnum. Jafnframt sagði Kristinn að
ráðaleysið væri svo algert hjá ráöu-
neytismönnum að það væri ekkert
Um 200 manns sóttu sameiginlegan fund smábátaeigenda í Hafnarfirði, Reykjanesi og Reykjavik í gær. Horð
gagnrýni kom fram á sjávarútvegsráðherra vegna tilraunaúthlutana á veiðiheimildum til smábátaeigenda.
DV-mynd Hanna
hægt að gera.
Halldór Ásgrímsson tók þunglega
undir kröfur smábátaeigenda um
auknar aflaúthlutanir. „Það er ekki
auðvelt að finna eina réttláta leið sem
allir geta sætt sig við.“ Jafnframt
sagði ráðherra að það ætti að skipta
aflahlutdeildum upp á milli skipa því
að það væri ekki hægt að takmarka
aflann nema með því að snúa sér að
hverju og einu skipi og að aflahlut-
deildir hefðu verið skertar hjá öllum
flotanum, ekki bara smábátaeigend-
um.
í lok fundarins var borin upp álykt-
un þar sem segir: Samþykkir óska
eftir að háttvirtir alþingismenn og
þingflokkar þeirra beiti sér fyrir eft-
irfarandi: Að farið verði eftir lögum
um stjórn fiskveiða, þar sem ákvæði
til bráðbirgða í kafla II, annarri og
fimmtu málsgrein, kveði skýrt á um
að aflahlutdeild báta sem veiðileyfi
fá í fyrsta sinn eftir 31. desember
1989, án þess að sambærilegir bátar
hafi horfið varanlega úr rekstri í
þeirra stað, hafi ekki áhrif á úthlutun
aflahlutdeildar þeirra smábáta er
fyrir voru.
Að efnd verði fastmæli sjávarút-
vegsráðherra og Landssambands
smábátaeigenda um þaö að búin
verði til aukaaflahlutdeild handa
smábátum.
Að efnd verði fastmæli sjávarút-
vegsráðuneytisins og Landssam-
bands smábátaeigenda um að smá-
bátar fái rétt hlutfall af þeim kvóta
sem til skipta kemur við afnám sókn-
armarksins.
-J.Mar
73 ára einbúi
án síma
og vatns
Magnús Ólafeson, DV, Sveinastöðum:
„Það er ekki mikið mál aö vera
rafmagnslaus í sólarhring eða
svo en það er mjög slæmt að geta
ekkert símasamband haft en ég
gat ekki vitað hvernig móður
minni leiö,“ sagði Alda Friögeirs-
dóttir á Blönduósi. Móðir hennar
er 73 ára gömul og býr ein á bæn-
um Sviöningi á Skaga. Vitað var
aö aftakaveður var þar um slóðir
og þar var allt rafmagns- og sima-
sambandslaust. Þess vegna var
hvorki ekki hægt aö hringja í
gömlu konuna eða fara í heim-
sókn til hennar í þrjá sólar-
hringa. „Það segir fátt af einum
og svona fuUorðið fólk getur litla
björg sér veitt ef eitthvað kemur
upp á,“ sagði Alda.
Næsti bær við Sviðning er
Björg. Þangað er á fjórða kíló-
metra og þar býr Ólafur Pálsson,
mágur Öldu. Hann er lika einbúi
og hátt á sjötugsaldrí. Það var
loks í gær að samband náðist út
á Skaga og þá fréttist að ekkert
amaði að fólkinu. Gamla konan
hafði hita í sínu húsi en kalt var
orðið á bænum hjá Ólafi. Vatns-
laust var á báðum bæjum þar sem
rafmagnsdælur þarf á vatniö.
Mikil umræða er manna á með-
al í Húnaþingi hvernig standi á
þeim miklu símatruflunum sem
urðu innan héraös þótt Ijósleiöari
væri bilaður á Þverárfjalli. Þykir
fólki furöulegt að ekki sé hægt
að tengja fi-amhjá bilmium og
halda sima í lagi, svipað.og gert
er hjá rafmagnsveitunum.
Guðrún f orseti
Hæstaréttar
Guðrún Erlendsdóttir hæsta-
réttardómari hefur verið kjörin
forseti Hæstaréttar. Ráðningin er
til tveggja ára og tók hún gildi
1 janúar síðastliðinn. Guörún var
fyrst sett dómari viö Hæstarétt
1982 og skipuð dómari 1986. Eftir
þvi sem næst verður komist er
hún fyrsta konan til að gegna
embætti forseta
Norðurlöndum.
Hæstaréttar á
-GRS