Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Side 6
6 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. Fréttit 500rafmagnsstaurar brotnir á Norðurlandi? - um 300 manns hafa gert við undanfama sólarhringa Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Engin leið er að gera sér grein fyr- ir því heildartjóni sem óveðrið á Norðurlandi og ísing á rafmagnslín- um hefur valdið en ljóst er aö þaö er gífurlegt. Skemmdir eru enn ekki fullkann- aðar en ljóst er að flutningskerfi raf- magns er víða í rúst og tjónið geysi- legt. Vitað er að á Norðurlandi vestra eru á þriðja hundrað rafmagnsstaur- ar brotnir, í Eyjafirði eru þeir nærri 150 og í S-Þingeyjarsýslu er ekki ólík- legt að þeir séu talsvert á annað hundrað talsins. Varlega áætlað má því telja að um 500 rafmagnsstaurar hafi sligast undan ísingu og brotnaö eða hreinlega kubbast í sundur vegna óveðurs. Talið er að um 300 manns hafi tek- ið þátt í viðgerðarstörfunum undan- farna sólarhringa en víða hefur vant- að menn sem eru vanir þessum störf- um, eins og t.d. línumenn. Þó barst aðstoð frá Suður- og Vesturlandi og hjálparsveitarmenn og bændur hafa víða aöstoðað við viðgerðarstörfm og unnið ómetanlegt starf. Arnar Sigtýsson hjá Rafmagnsveit- um ríkisins á Akureyri segir að þótt línur komist í notkun aftur sé mikið starf framundan og línur verði aldrei jafngóðar eftir'að þær hafi tognað og teygst undan snjóþunga. Þær við- gerðir, sem fram hafa farið undan- fama sólarhringa, hafi fyrst og fremst verið neyðaraðgerðir og því þurfi að vinna þetta allt upp á nýtt þegar um hægist og veður lagist. Þegar við bætist að skipta þurfi um fleiri hundruð rafmagnsstaura sé Ijóst að eftirmálar þess sem gengið hefur á á Norðurlandi undanfarna sólarhringa muni standa allt fram á næsta sumar. Menn hafa hent sér yf ir blánóttina - segir Jóhann Hauksson hjá Laxárvirkjun Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: „Viðgerðarstörfm hafa gengið vel miðað við aöstæður sem hafa verið mjög erfiðar," sagði Jóhann Hauks- son í Laxárvirkjun er DV ræddi við hann í gær. Jóhann sagði þá að raf- magn væri komið á marga staði en enn væri mikið verk óunnið og ein- hveijir dagar væru þangaö til raf- magnið yrði komið á alla staði. „Ástandið er verst í Reykjahverfi og það líða einhveijir dagar þangað til allt verður komið í lag þar,“ sagði Jóhann. Hann sagðist vonast til að rafmagn yrði komið á Húsavík síðari hluta dags í gær. Þá var komið raf- magn á í Laxárdal, Aðaldal, Reykjad- al Köldukinn og Bárðardal nema á einstaka bæi. Hins vegar var enn rafmagnslaust í Fnjóskadal. Jóhann sagði að menn heföu lagt mjög hart að sér við viðgerðarstörfm. Þeir hefðu verið að til miðnættis á hverjum degi að undanfornu og rétt náð að leggja sig yfir blánóttina. Tölu á rafmagnsstaurum, sem hafa brotn- að á svæði Laxárvirkjunar, vissi Jó- hann ekki en sagðist þó hafa vissu um að þeir skiptu mörgum tugum. Ljóst er að gífurlegt eignatjón hefur orðið á Norðurlandi. Þar er taliö að um 500 rafmagnsstaurar hafi brotnað og línur slitnað. Myndin var tekin í Eyjafirði, innan við Akureyri, þar sem unnið var að viðgerð. DV-mynd gk N-Þingeyjarsýsla: Húsavík: „Menn geta bara lif að á jólamörnum“ Við getum alls ekki kvartað - segir Ingunn St. Svavarsdóttir á Kópaskeri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Það var skammvinn sæla hjá Hús- víkingum þegar rafmagnið kom aftur á hjá þeim um kvöldmatarleytiö á laugardag. Rafmagnið fór aftur af síðar um kvöldið en í gær benti allt til þess að viögerö yrði lokiö síöari hluta dags og rafmagnið kæmist á aftur. Húsvíkingar fengu þó skammtað rafmagn eftir hverfum í klukku- stund í senn og gátu því eldað og hitað sér vatn. „Það er ekki það versta að geta ekki eldað þegar menn vilja, við höfum jólamörinn og menn eiga að geta lifað eitthvaö á honum,“ sagði björgunarsveitarmaður á Húsavík sem DV ræddi við í gær. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við höfum haft rafmagn hér nær allan þann tíma sem þetta vandræða- ástand hefur staðið yfir og getum því alls ekki kvartað," sgði Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti á Kópaskeri, er DV ræddi við hana í gær. Ingunn sagði að rafmagnið hefði farið af Kópaskeri í um 4 klukku- stundir á fóstudag vegna bilunar í þétti í Laxárvirkjun en að öðru leyti hefði allt verið í lagi þar. Sömu sögu er að segja frá öðrum stöðum í N- Þingeyjarsýslu, þar hefur ástandið verið gott og ef eitthvað hefur brugð- ið út af hafa menn gangsett dísfi- stöðvar eins og gert var á Þórshöfn í einhvern tíma fyrir helgina. Um 140 staurar eru brotnir í Eyjaf irði - viðgerðirnar núna bráðabirgðaviðgerðir sem vinna þarf upp aftur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Talið er að á Eyjafjarðarsvæðinu séu um 140 rafmagnsstaurar brotnir eftir óveðrið og ísinguna undanfama daga. Þá séu um 80 þverslár brotnar og á um 80 stöðum séu rafmagnslínur slitnar. „Við getum ekki lofað fólki neinu en vinnum eftir þeirri reglu að reyna að koma rafmagni á til sem flestra á sem stystum tíma,“ sagði Amar Sig- týsson hjá Rafmagnsveitu rikisins á Ákureyri er DV ræddi við hann í gær. Amar sagði að um 100 manns hefðu unnið við viðgerðir á Eyjafjarðar- svæðinu undanfarna daga og þá meðtaldir sjálfboðaliðar, eins og bændur og hjálparsveitarmenn. „Þetta er afar erfið vinna við erfið skilyrði og menn endast ekki lengi í einu. Þó vinna menn langan vinnu- dag eða framundir miðnætti hvern dag,“ sagöi Arnar. Þegar DV ræddi við Arnar í gær var rafmagnslaust á Svalbarðseyri, að hluta til innan Akureyrar, í Glæsi- bæjarhreppi, Arnarneshreppi, á Hjalteyri og i Svarfaðardal. Arnar sagði að vonast væri til að takast myndi að koma rafmagni á flesta þessara staða í gær en þó væri nokk- uð ljóst að eitthvað yrði eftir, eins og t.d. hluti bæja i Glæsibæjarhreppi. Þótt takist að koma rafmagninu á að nýju er einungis um bráðabirgða- viðgerðir að ræða ogtr talið að vinna þurfi allt upp á nýtt þegar aðstæður leyfa. Þá liggur fyrir að rafmagnslín- ur, sem eru búnar að sligast af snjó, verða aldrei jafngóðar aftur, þær hafa teygst og togast og eru mun við- kvæmari ef eitthvað verður að veðri. Sandkom dv Enn á baki Dagblaðið DaguráAkur- eyrisagðifrá : jiví fj rir hek:- : innað„tvi- buraspreng- ing“væriyfir- í vofandiáSauð- ; árkrókiaarinu y ogværigertráð fyrirþremur tvíburafæðmg- um þar sem er óvenjulegt Blaðið sagði í yfirfyrirsögn þessarar fréttar að Skagfirðíngar væru ekki af baki dottnir og má það til sanns vegar færa. Þá mun jafhvel vera von á fjórðu tvíburunum siðar á árinu að sögn blaösins. Og hver veit nema fleiri Skagfirðingar, sem ekki eru af baki dottnir, eigi eftir að láta til sín taka og uppskera tvíbura áður en áriðverðurallt. Verðiaunin Effréttann- arrarsjón- varpsstöðvar- innarádögun- um héfurveriö réttskilinhef- urveriðákveð- iðaðverölaumi Póst ogsima : fyrirgóðan rekstur oggóða afkomuásið- tveggjagjald- skrárhækkana á nýbyrjuðu ári. Sig- hvatur Björgvinsson, formaður fjár- veitinganefhdar Alþingis, gerði góð- an rekstur fyrirtækisins að umtals- efni við afgreiðslu fiárlaga og var sagt ffá því í fréttmni. Síðan fylgdi að fyrirtækið hefði fengið samþykkt- ar hækkunarbeiðnir sínar og var ekki annað að skilja á frétfinni en verið væri að verðlauna fyrirtækíð fy rir góða afkomu með gj aldskrár- hækkunum! Viöbrögð almennings við þessu geta auðvitað ekki verið önnur en undrun en slíkt telst varia lengur til tíðinda þegar fregnir berast Ur „leikhúsinu" við Austurvöll. íþróttaannállinn Undirritaður vareinnþeirra' semætluðuað rifiaupp íþróttaatburði sl.úrsásami :;; Biarna Eel. i :; íþróttáarinál :: Sjónvarpsinsá gamlársdag, Vissulegavar þarumupprifi- un að ræða en Bjarni Fel. sá ekki ástæðu til að nfia upp aðra iþrótta- viðburði en heimsmeistarakeppnina í knattspymu, rétt eins og ekkert annað hefði gerst í íþróttum á árinu 1990. íþróttaþáttur Sjónvarpsins hef- ur oft verið kallaöur knattspymu- þáttur Sjónvarpsins manna á milli en nu keyrði al varlega um þverbak hjá Bjarna Fel. við að skoða uppá- haldsíþróttagrein sína. Að vísu var Sjónvarpið svo með „annál“ íþrótta- frétta sl. fimmtudag en þótt sá þáttur væri að mörgu ley ti vel unninn var harrn allt of stuttur og „aðrar grein- ar“ fengu mun minna pláss en HM í knattspymu sem mörgum fannstþó ekki það merkileg keppni að ástæða væri til að hampa henni endalaust. Síendurtekið efni Þaðerauð- vitaðekken : ; gamanað senda „kölleg- unr sínum svona.skeytien þeirerumargir sem hreinlega botnaekkerti þessuenda- : lausa knatt- spymudekri Sjónvarpsins á kostnað annarra íþróttagreina. Ekki er ástandið betra á Stöð 2 sem sýnir nánast engar aðr- ar íþróttir en bandarískan körfuboita og italska knattspyrnu og er umfiöll- un stöðvarinnar um ítölsku knatt- spymuna reyndar kapítuli út af fyrir sig. Sýndur er leikur í beinni útsend- ingu á sunnudögum og siðan er veriö að endursýna úr þeim leik og mörk úr öðrum leikjum fram aö næstu helgi. Þetta er ekki beint spennandi efni svona sjendurtekið. Umsjón: Gylll Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.