Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Side 8
8 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991. Utiönd Nær þrjátíu fórust í óveðri [ÍÖTtUft; Frá Blacpool i Englandi. Simamynd Reuter Aö minnsía kosti tutfugu og átta manns létu lífiö í óveöri sem geis- aöi á jlretlandseyjum um helgina. Meðal hinna látnu eru sex sviss- neskir fcröamenn, tíu sjómenn á skipi skráðu í Möltu og spænskur sjómaður aí' öðru skipi. ; Þúsund tonna flutningaskipi á leið frá Spáni til Liverpool hvolfdi viö Bretlandsstrendur snemma í gærmorgun. Strandgæslumenn í Wales sögöu að tíu sjómenn hefðu látíst eöa væru taldir af. Tveimur sjómönnum var bjargað. Á írlandi létu tjórtán manns lifiö, þar á meðal svissneskir ferðamenn. Svisslendingamir létust er tré féll á bifreið þeirra. Pleiri banaslys urðu af völdum trjáa sem rifnað höfðu upp meö róturn. Daniroffeitir Yfir helmingur allra fullorðinna karla í Danmörku er feitur eöa of þung- ur. Sömu sögu er að segja um þriðjung allra danskra kvenna. Að sögn dansks sérfræðings eru Danir vepjulega tíu árum á eftir Banda- ríkjamönnum í ýmsum efnum og hið sama virðist gilda um ofíitu. í Banda- ríkjunum hafa heilbrigöisyfirvöld varað við vandamálum vegna offitu sem nú virðist vera að verða landlæg í Danmörku. Danski sérfræöingurinn segir aö allar deildir sjúkrahúsanna verði varar við offitu borgaranna. Ekki verði aðeins um að ræða hjarta- og æöasjúkdóma, sykursýki og of háan blóðþrýsting af völdum offitunnar heldur einnig krabbamein í legi og verki í baki og liðum. Menn eru taldir of þungir ef þeir vega á milli tíu og tuttugu prósent méira en kjörþyngd og of feitir ef þeir vega yfir 20 prósent meira en kíör- þyngd. Kaupsýslumaður með forystu Jorge Serrano sem samkvæmt fyrstu tölum leíðlr í forsetakosningakosn- ingunum i Guatemala. Slmamynd Reuter Samkvæmt fyrstu opinberu niðurstöðum frá seinni umferð forsetakosn- inganna í Guatemala hefur kaupsýslumaðurinn Jorge Serrano yfirburði yfir blaðaútgefandanum Jorge Carpio. Ekki bárust neinar kvartanir um ofbeldi eða svindl í kosningunum en svo virtist sem almenningur yrði ekki við beiðni Serranos og fráfarandi forseta Guatemala, Vinicio Cerezo um að fjölmenna á kjörstaði. Sagt er að aðeins 30 prósept allra kjósenda hafi tekiö þátt í kosningunum. Sums staðar var kosningaþátttakan aðeins 10 prósent. Þessi litla þátttaka er skýrð með þvi að kjósendur hafi veriö leiðir á persónulegum árásum í kosningabaráttunni auk þess sem þeim hafi þótt lítill munur á stefhu frambjóðendanna. Sigurvegari kosninganna mun taka við embætti af Cerezo þann 14. jan- úar. í fyrri umferð kosninganna um miðjan nóvember hlaut enginn for- setaframbjóðendanna tólf yfir 50 prósent atkvæða og varð því að kjósa aftur milli tveggja þeirra efstu. Létust í skriduf alli - Að minnsta kosti sautján manns biðu bana í Guatamala í gær er skriða féli af völdum jarðgassprengingar. Sprengingin varð rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld utan við bæinn Zunil. Pjögur hús uröu undir tonnum af aur og gtjóti. Sautján lík voru grafin undan rústunum en sex manns er enn saknað. Rafmagnsveiturnar í Guatemala voru að reisa jarðhitaver á svæðinu sem sprengingín varð. Á Ben Gurion flugvelli í ísrael í gær. Hundruð útlendinga, sem óttast stríð við Persaflóa, flykkjast nú frá ísrael. — Simamynd Reuter Saddam Hussein íraksforseti ítrekar afstöðu sína: Yfirgefum aldrei Kúvæt Bæði írösk og bandarísk yfirvöld ítrekuðu í gær að þau hygðust ekki breyta afstöðu sinni í Persaflóadeil- unni. Báðir aðilar tilkynntu að herir þeirra væru reiðubúnir til orrustu. Saddam Hussein íraksforseti kom fram í íraska sjónvarpinu í gær og tilkynnti að Kúvæt hefði verið end- urheimt og því yrði ekki breytt. Ge- orge Bush Bandaríkjaforseti hefur skrifað íraksforseta bréf þar sem hann varar hann við stríði. Að því er James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi lofar Bandaríkjaforseti þó að ráðast ekki á írak ef íraskir her- menn verði kallaðir heim frá Kúvæt fyrir 15. janúar. Baker sagði enn- fremur að flestir bandamanna Bandaríkjanna væru reiðubúnir til styrjaldar við íraka færu þeir ekki frá Kúvæt í næstu viku. Baker sagði fund sinn með utanríkisráðherra Ír- aka, Tareq Aziz, í Genf á miðviku- daginn vera síðasta tækifærið fyrir íraka til að skilja að stríð væri yfir- vofandi og að Bandaríkjamönnum væri alvara. Baker er nú kominn til London og mun nú fara til tíu Evr- ópulanda á næstu dögum til að end- urskoða hernaðaráætlanir með bandamönnum Bandaríkjanna. Baker tjáði fréttamönnum að hann væri ekki bjartsýnn á að fundurinn með Aziz bæri árangur. Það væri þó möguleiki á að írakar kæmu á óvart. Hann kvaðst vera með bréf frá Bush Bandaríkjaforseta til Saddams Hus- sein íraksforseta. Embættismenn sögðu að hann kynni einnig að hafa meðferðis loftmyndir og önnur gögn Fahd, konungur Saudi-Arabíu, heimsótti óvænt fjölþjóðaherinn í eyóimörk- inni þar i gær. Símamynd Reuter til að sýna íraska utanríkisráðherr- anum samstöðuna gegn honum og reyna þannig að hafa áhrif á afstöðu íraka. Meðlimur fyrrum Hashemitekon- ungsfjölskyldunnar í írak bauðst í gær til að setjast á valdastól í Bagdad til að reyna að koma í veg fyrir stríð. Hashemiate, sem er frændi síðasta konungs íraks, Faisals II, fæddist í Kúvæt og ólst þar upp en fluttist til Bretlands 1983. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að ísraelsk yfir: völd vildu friðarviðræður í Jerúsal- em við arabaríki, þar á meðal írak, ef Saddam Hussein íraksforseti kall- að heim hermenn sína frá Kúvæt. Shamir lagði þó áherslu á að ekki yrði um að ræða alþjóðlega ráð- stefnu. Hann varaði sömuleiðis ír- aksforseta við að reyna að fá ísraela til að láta undan með hótunum. írak- ar vilja tengja lausn Persaílóadeil- unnar lausn á deilu ísraela og Palest- ínumanna. Hundruð útlendinga fóru frá ísrael í gær en einnig nokkrar ísraelskar fjölskyldur. írakar hafa hótað að beita efnavopnum gegn ísrael og hafa sagt að Tel Aviv verði fyrsta skot- mark þeirra ef ráðist verði á írak. Reuter Hermenn stöðva námumenn Tyrkneskar öryggissveitir stööv- uöu göngu fimmtiu þúsund námu- manna meö vatnsþrýstibyssum og vinnuvclum í gær. Námumcnnírn- ir lögðu af staö fótgangandi á föstu- daginn frá bænum Zonguldak viö Svartahaf og er ferðinni heitiö til höfuöborgarinnar Ankara. Ákveð- ið var að ieggja af stað fótgangandi eftir að lögregla stöövaði bílalest námumanna. Leiðtogi göngumanna talaöi í síma við vinnumálaráðherrann en neitaði að stöðva gönguna. Námumenn fóru í verkfall 30. nóvember og krefjast þeir um 800 prósent launahækkun- ar á daglaunum sem eru um 180 íslenskar krónur. Samtök námumanna höfnuðu í síðustu viku boð stjómarinnar um 250 prósenta launahækkun. ReuterogBitr.au Konur í kröfugöngu tyrkneskra námumanna. Símamynd Reuler Dani grunaður um svarta- markaðsbrask í írak Danskur sendiráðsstarfsmaður, sem áður starfaði á'danska sendiráð- inu í Kúvæt, hefur mánuðum saman verið í haldi í Bagdad í írak grunaður um svartamarkaðsbrask með notaða bíla. Rannsóknardómari hefur mál hans til meðferðar þó að íraska utan- ríkisráðuneytið eigi aö hafa viður- kennt að það byggist á misskilningi. Sendiráðsstarfsmaðurinn má ferðast um Bagdad en hann vinnur nú í danska sendiráðinu þar. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllands- Posten í dag. Samkvæmt frásögn danska sendi- herrans í Bagdad hafði sendiráðs- starfsmaðurinn aöstoðað átta danska gísla við að selja bíla þeirra. Hann er nú eini Daninn sem ekki fær heimfararleyfi. Danska utanríkis- ráðuneytið kveðst ekki hafa fengið formlega útskýringu af hálfu íraskra yfirvalda. Flestir dönsku gíslanna óku frá Kúvæt til Bagdad á einkabílum sem þeir fengu leyfi til að' selja áður en þeim var leyft að fara úr landi. Bíl- ana mátti hins vegar aðeins selja þeim sem voru með dvalarleyfi í ír- ak. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.