Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 2
2
Fréttir
i
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1991.
Alaskaþorskur fluttur til íslands:
Verðið er f ullkom-
lega samkeppnishæft
N«/
- segir Bjartmar Pétursson, forstjóri Skerseyrar í Hafnarfírði
Vegna minnkandi þorskkvóta hér
á landi hafa menn verið að leita leiða
til að afla sér hráefnis til vinnslu. í
því sambandi er litið vonaraugum til
Alaskaþorsks sem streymir í aukn-
um mæli inn á fiskmarkaði í Evrópu.
Bjartmar Pétursson, forstjóri
Skerseyrar í Hafnarfirði, keypti
nokkurt magn af Alaskaþorski fyrir
skömmu. Hluta af aflanum saltaði
hann og seldi út en hluti var seldur
til Sambandsfrystihúsa til frysting-
ar.
Bjartmar sagði í samtali við DV að
Alaskaþorskurinn væri fullkomlega
samkeppnishæfur, hvað verð snerti,
við það verð sem greitt er fyrir þorsk
á fiskmörkuðum hér á landi. Hann
sagði þetta vera sjófrystan þorsk,
veiddan á línu í Beringshafi.
„Verðið er þannig að maður er svo
sem ekki að gera nein sérstök við-
skipti. Það er hins vegar gott að eiga
slíkan fisk á lager þegar fiskleysi er
af einhveijum ástæðum hér heima.
Það er dýrt að vera með allan mann-
skapinn í vinnslunni verkefnalausan
undir slíkum kringumstæðum. Þá er
gott að geta gripið til Alaskaþorsks-
ins til að fylla upp í eyðurnar," sagði
Bjartmar.
Hann sagði að þetta væri enn bara
tilraun. Markaðurinn væri ekkert
farinn að svara þessu ennþá. í raun
væri aðeins verið að gægjast yfir
öxlina á samkeppnisaðilum okkar
íslendinga í Noregi og Bretlandi. Til
þeirra landa er farið að flytja all-
mikið magn af Alaskaþorski.
„Ég er fyrst og fremst að kanna
hvað samkeppnisaðilar okkar á
markaðnum eru að gera. Við eigumn
að skoða þetta. Hafni markaðurinn
þessum fiski þá vitum við það og vit-
um um leið veikleikana hjá sam-
keppnisaðilunum,“ sagði Bjartmar.
-S.dór
Útburðarkrafa Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík:
Máli séra Gunnars
vísað f rá Hæstarétti
- þarsemhannbýrekkilenguríbústaðnum
Hæstiréttur hefur vísað frá áfrýj-
unarstefnu séra Gunnars Bjömsson-
ar, fyrrverandi Fríkirkjuprests, gegn
Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík.
Gunnar gerði þær dómkröfur að úr-
skurði fógetaréttar Reykjavíkur um
útburð úr húsi safnaðarins í Garða-
stræti yröi hmndið og úrskurðurinn
felldur úr gildi. Hann kraföist þess
að málskostnaður yrði greiddur af
Fríkirkjusöfnuðinum.
Stefndi, það er söfnuðurinn, krafð-
ist þess hins vegar að hin áfrýjaöa
útburðargerð yrði staðfest í Hæsta-
rétti og krafðist þess jafnframt að
séra Gunnar greiddi málskostnað.
í dómi Hæstaréttar segir meðal
annars: „Við hinn munnlega flutning
málsins fyrir Hæstarétti var upplýst,
að stefndi (Fríkirkjusöfnuðurinn)
hafi um mánaðamótin ágúst/sept-
ember 1989 fengið umráð húsnæðis-
ins að Garðastræti 36. Aðilar málsins
hafa því ekki lengur réttarhagsmuni
af því að hinn áfrýjaði úrskurður
komi til endurskoðunar fyrir Hæsta-
rétti. Ber því að vísa máli þessu sjálf-
krafa frá Hæstarétti."
Málskostnaður var látinn niður
falla. Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Bjarni K. Bjarnason, Harald-
ur Henrysson og Gunnar M. Guð-
mundsson, settur hæstaréttardóm-
ari.
-ÓTT
Öræfasveit:
Hringvegurinn rof inn
Bjartmar Pétursson, forstjóri Skerseyrar, segir Alaskaþorsk, kominn til Is-
lands, fullkomlega samkeppnishæfan i verði við þorsk á íslensku fiskmörk-
uðunum. DV-mynd BG
Draumvísa
sáttasemjara
Einar R Sigurðsson, DV, Öræíasveit
Vatnsflóð hafa í annað skipti á
tæpri viku unnið skemmdir á þjóð-
veginum í Öræfum. Á þriðjudags-
morgun byrjaöi aftur að flæöa yfir
veginn milli Freysness og Svínafells
í Öræfum.
Það er áin Skráma sem virðist vera
að vakna til lífsins eftir margra ára
svefn. Hún á upptök sín undir Svína-
fellsjökli en undanfarið hefur jökul-
lónið, sem hún rennur úr, margfald-
ast að stærð. Fyrir síðustu helgi fór
vegurinn á kaf þegar vamargarður
við lónið brast en sú flóðbylgja gekk
fljótt yfir. Á þriðjudagsmorgun
breyttist svo rennshð úr lóninu úr
smásprænu í talsvert vatnsmikla á.
Þar sem ræsi höfðu engan veginn
undan gripu vegagerðarmenn til
þess ráðs að grafa veginn sundur
með skurðgröfu til að freista þess að
veita vatninu í gegn á einum stað. Á
miðvikudag var unnið að því að
koma stórum ræsum í skarðið.
Til að byija með komust vegfar-
endur leiðar sinnar með því að aka
yfir vatnselginn á vaði neðan við
veginn en þegar vegagerðarmönnum
hafði tekist að veita ánni í gegn á
einum stað varð varla fært nema
fyrir stóra bíla á vaðinu.
Það gerist sennilega ekki oft að
hagyrðingar yrki í draumi og muni
vísuna þegar þeir vakna. Það henti
þó Guðlaug Þorvaldsson ríkissátta-
semjara á dögunum.
„Mig var eitthvað að dreyma og um
leið og ég vaknaði var ég með þessa
vísu á vörunum,“ sagði Guðlaugur:
Þrengjast æðar, þomar húð,
þorið minnkar óðum.
Andinn blundar undir súð,
við yl frá gömlum hlóðum.
„Það er dálítíll elii- og krankleika-
Þorrier
genginn
ígarð
Bóndadagur er í dag en hann er
fyrstí dagur þorra. Margir munu
væntanlega fagna þorra með því aö
fá sér súrmeti og hangikjöt að snæða
í dag.
Samkvæmt gamalli þjóðtrú var það
skylda bænda að fagna þorra með
því að fara fyrstir á fætur allra
manna á bænum. Áttu þeir að fara
út á skyrtunni, vera bæði berlæraðir
og berfættír en fara í aðra brókar-
skálmina og láta hina svo lafa eða
draga hana eftir á öðrum fæti, svo
áttu þeir að hoppa á öðrum fætí
kringum bæinn og bjóða þorra vel-
kominn í garð.
DV-mynd GVA
bragur á vísunni. Ég settí það fyrst
í samband við að minn góði vinur
og félagi, Kristján Benediktsson, var
þá nýlagstur inn á sjúkrahús. Nú,
og sjálfur þarf ég að leggjast inn í
smáaðgerð. En svo getur líka vel
verið að ég hafi verið undir sterkum
áhrifum af því að vinna hér vikum
saman með læknum í kjaradeilu
þeirra. Ég veit það ekki,“ sagði Guð-
laugur Þorvaldsson.
-S.dór
Bílar freistuðu þess að komast yfir á vaði fyrir neðan veginn.
DV-mynd Einar
PállPétursson:
Vill banna fjármálaráðherra
að selja ríkiseignir
Páll Pétursson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, hefur lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga um bann
við sölu á eigum ríkisins án laga-
heimilda. I frumvarpinu er gert ráð
fyrir að fjármálaráðherra verði
óheimilt að selja fasteignir, hluta-
bréf, eignahlut í félögum, skip, flug-
vélar, listaverk, hstmuni og söfn sem
geyma menningarverðmæti og aðrar
eignir ríkisins sem hafa verulegt
verðgildi.
í þessu sambandi vísar Páh tíl 40.
greinar stjómarskrárinnar þar sem
segir aö fjármálaráðherra sé óheimilt
að selja fasteignir ríkissjóðs. Því sé
óeðhegt að það sama skuli ekki gilda
um hlutabréf, eignarhlut í fétögum,
skip, flugvélar, hstaverk, hstmuni,
menningarverðmæti eða aörar eignir
sem hafa verulegt ghdi. -S.dór
I