Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
i
i
í
FOSTUDAGUR 25. JANUAR 1991.
Flúðiafspítala:
Fanga leitað
í morgun
Fangi af Látla-Hrauni, sem hafði
verið í meðferð á Borgarspítalanum,
flúði af spítalanum um klukkan hálf-
ellefu í gærkvöldi. Maðurinn hafði
valdið miklum vandræðum meðal
starfsfólks og ónáðað aðra sjúklinga
með háreysti og ókurteisi. Mannsins
var leitað árangurslaust í nótt. Þegar
DV fór í prentun var fanginn enn
ófundinn.
Fanginn fór út á tröppur við spítal-
ann til að reykja í gærkvöldi. Fanga-
verðir voru með honum. Nokkru
áður hafði sjúklingurinn fengið að
fara í síma. Talið er að þá hafi hann
boðað mann til að ná í sig. Þegar
sjúklingurinn og verðirnir komu út
renndi blá Dodgebifreið upp aö bygg-
ingunni. Tók fanginn þá skyndilega
til fótanna og fór umsvifalaust inn í
bílinn. Þetta gerðist mjög snöggt og
varö ekki við neitt ráðið. Að sögn
lögreglunnar bjuggust menn við því
snemma í morgun að fanginn hefði
samband við Fangelsismálastofnun
eða skilaði sér þegar líöa tæki á dag-
mn.
Umræddur fangi hringdi til DV urri
miöjan dag í gær. Hann bar sig þá
illa og tjáöi blaðamanni aö honum
þætti óviðeigandi að hann yrði send-
ur aftur í fangelsið á Látla-Hrauni
eftir aðgerð sem hann haíði gengist
undir. Aö sögn talsmanns Fangelsis-
málastofnunar voru tveir fangaverð-
ir fengnir til aö gæta mannsins á
Borgarspítalanum þar sem hann
hafði valdið miklum vandræðum á
deildinni þar sem hann var í með-
ferð. Maðurinn átti að fara aftur í
fangelsið á Litla-Hrauni í dag.
-ÓTT
Slysið 1 Borgamesi:
Ökumaður enn
ófundinn
Ökumaður bifreiðarinnar, sem ók
á íjögurra ára dreng við Kveldúlfs-
götú í Borgarnesi síðdegis á þriðju-
dag, hefur ekki gefið sig fram. Eins
og DV greindi frá í gær hlaut dreng-
urinn viðbeinsbrot og töluverð sár á
andliti eftir að hafa dregist með bíln-
um um 12 metra við bílastæði hjá
Kveldúlfsgötu.
Við rannsókn málsins kom fram
að vitað var um einn bíl á ferðinni á
staðnum um það leyti sem slysið
varð, eða klukkan um 17.30. Lögregl-
an í Borgarnesi hafði tal af ökumann-
inum en ekkert hefur komið fram
við þá rannsókn sem bendir til að sá
hefði átt í hlut. Lögreglan skorar enn
á þá sem geta gefíð upplýsingar um
slysið að hafa samband.
-ÓTT
í ' •
LOKI
Finnast þjófarnir ekki á
táfýlunni?
Hrossadauðinn í Borgarfirði:
Foðureitrun
m mm ■■■ ■
t^ilin hf^AkIH
vClllll W wWlmlll
Fóðureitrun eða Hvaimeyrar-
veiki er talin líklegasta skýringin á
dauða hrossanna á bænum Hamra-
endum í Stafholtstungum. Alls
hafa 11 hross drepistfrá því á laug-
ardag en fleiri eru veik og ekki er
vist hvort hægt er að bjarga þeim.
Dýr fá fóðureitrun vegna þess að
þeim er gefið ónýtt eöa eitrað hey
sem í hefur myndast sýkill sem
kallast listerella. Sýkillinn mynd-
ast í heyinu þegar það er geymt
útivið og það skemmist. Talin er
mun meiri hætta á að hey verði
eitrað ef það er bundið í rúllubagga
eins og margir bændur gera nú.
Þá er heyið jafnvel bundið blautt
og því auðvelt fyrir sýkilinn að
myndast.
Sigurður Sigurðarson, dýralækn-
ir á rannsóknarstööinni á Keldum,
segir að nokkuð hafi verið um að
hross hafi drepist vegna þessa und-
anfariö. Hann segir að ástæða sé
til vara mertn við að gefa hey sem
súrheyslykt flnnist af.
Sjúkdómurinn Ieggst á mænu,
heila og taugakerfl dýranna og
veldur krampa. Síðan lamast þau
og drepast. Sverrir Markússon
dýralæknir segir að ekkert sé hægt
að gera fyrir dýrin þegar sjúk-
dómseinkennin eru komin fram.
En ef þau eru sprautuð áður er
mögulegt að bjarga þeim.
Magnús Magnússon, bóndi á
Hamraendum, segir að hrossin
hangi uppi í 2-3 daga eftir aö þau
veikist. „Þá detta þau niður og eftir
það er ekkert hægt að gera. Síðan
fá þau krampa og kveljast mikið.
Það hefur verið dælt í hrossin pen-
ísillíni en þaö virðist ekkert virka.
Ég hef þurft að aflífa nokkur því
ég get ekki horft upp á þetta.“
Magnús á 14 hross eftir og er auk
þess með kindur. Þeim er hins veg-
ar gefið i húsi og þvi er ekki hætta
á að þau fái fóðureitrun. „Þaö er
náttúrlega alltaf missir þegar næst-
um helmingurinn af hrossunum
drepst, En ég hef ekki misst neitt
tamið og meiriparturinn af þeim
sem hafa drepist vai- ungur. Tvö
voru eldri en veturgömul.“
-ns
Hluti hrossanna sem hafa drepist. Hræin biða þess að verða grafin.
DV-mynd Bergþór G. Úlfarsson
.
Veðriðámorgun:
Hlýnarmeð
kvöldinu
Á morgun verður vestlæg eða
suðvestlæg átt framan af degi,
bjart veöur austanlands en dálítil
él vestanlands og hiti nálægt
frostmarki. Um vestanvert landið
þykknar upp með vaxandi sunn-
anátt þegar hður á daginn og fer
að hlýna, rigning meö kvöldinu.
Hiti verður á bilinu -1 til 2 stig.
Emanuelis Zingeris:
i
Beinstjórnmála- 0
tengslinnantíðar ^
-þingnefndutan
„Tilgangur heimsóknarinnar var
að undirbyggja frekari samskipti
milli Litháens og íslands, ekki bara
á póhtíska sviðinu heldur einnig því
menningarlega. Ég á ekki von á því
að það líði langur tími þar til bein
stjórnmálatengsl verða tekin upp
milli landanna. Ég er mjög ánægður
með heimsóknina,“ sagði Emanuelis
Zingeris, formaður utanríkismála-
nefndar litháenska þjóðþingsins.
Á fundinum upplýsti Guðrún
Helgadóttir, forseti sameinaðs þings,
að næstkomandi fimmtudag færi
þriggja manna sendinefnd th Lithá-
ens á vegum Alþingis. Verkefni
nefndarinnar verður að ræða við
þingmenn og undirbúa formleg sam-
skiptimilliþinganna. -kaa
Læknadeilan:
i
i
i
i
i
i
Samkomulag í
sjónmáli?
Samningafundur í kjaradeilu að-
stoðarlækna hjá ríkissáttasemjara
stóð í 12 tíma í gær og þykir mönnum
sem heldur hafi dregið saman en
sundur. Ahavega er ljóst að nokkur
skriður er á viðræðum eftir margra
vikna þref.
Fjármálaráðherra hefur ákveðið
að lækka gjald á lækningaleyfum úr
50.000 krónum í 5.000 krónur en það
hækkaði um sömu upphæð í einu
stökki í fyrra. Aðstoðarlæknar settu
það sem skilyrði fyrir samningavið-
ræðum að gjaldið yrði lækkað.
Kristján Oddsson, formaður Félags
ungra lækna, segir að þessi ákvörð-
un fjármálaráðherra sé alveg óskyld
samningaviðræðunum og breyti ekki
afstöðu þeirra.
Annar samningafundur hefur ver-
ið boðaður eftir hádegi í dag.
-ns
Skópörum stolið
Skópörum og fleiru var stolið á
vinnustað í Skipholti 35 síðdegis í
gær. Vinnudegi var að ljúka og áttu
eigendur því í vandræðum með að
komast heim. Rannsóknarlögreglan
hefurmáhðtilmeðferðar. -OTT
SASsegirupp
3.500 manns
Jan Carlzon, forstjóri flugfélagsins
SAS, tilkynnti í morgun að félagið
ætlaði að segja 3.500 starfsmönnum
upp í sparnaðarskyni. Markmiðið er
að skera útgjöld félagsins niður um
27 milljarða íslenskra króna árlega.
-JGH
£ C 7*177 \t
~ SMIÐJUKAFFI
SeMDVM rKITT Htm
OPNUM KL. 18VIRKA DAGA
OG KL. 12 UM HELGAR
A R A
111 ALÞJÓÐA
LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ
LÁGMÚLA 5 • REYKJAVÍK • S. 681644
i
i
i
i
i
i
i
i
\