Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1991. 11 Utlönd Reynt aö bjarga leiðtogafundi Bush og Gorbatsjovs: Bjóða Sovétmenn viðræður um Eystrasaltsríkin? Ac , Veitingastaður í miðbæ Kópavogs Nú um helgina er búist við að Alex- ander Bessertnyk, nýr utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, eigi fund með James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og George Bush for- seta. Þar verður að öllum líkindum gerð tilraun til að tryggja að fundur Bush og Gorbatsjovs Sovétforseta verði haldinn í Moskvu 11.-13. febrú- ar eins og til hefur staðið. Mikil óvissa ríkir um hvort af leið- togafundinum verði vegna atburð- anna sem orðið hafa í Eystrasalts- ríkjunum síðustu vikur. í Bandaríkj- unum er mikil andstaða við að Bush fari til fundarins og sjálfur hefur for- setinn fordæmt framferði Sovéthers- ins þar. Talið er að sovéski utanríkisráð- herrann bjóði jafnvel að málefni Eystrasaltsríkjanna verði tekin til umræðu á leiðtogafundinum en aðal- mál hans átti að vera viðræður um eyðingu kjarorkuvopna. Þá verður Persaflóastríðið óhjákvæmilega rætt á fundinum. Sovétmönum er mikið í mun að fundurinn verði haldinn. Þeir óttast mjög að einagrast á alþjóðavettvangi eftir atburðina í Eystrasaltsríkjun- um. í Bandaríkjunum efast ráða- menn almennt um skýringar Sovét- manna á því sem gerst hefur og telja að forsendur fyrir náinni samvinnu stórveldanna séu að bresta. Fyrir Bush er fundurin mikilvæg- ur vegna Persaflóastríðsins til að tryggja áframhaldandi stuðning Sov- étmanna. Forsetinn hefur látið nægja að fordæma Sovétstjómina en Boris Jeltsín, forseti Rússlands, segir að annaðhvort verði Gorbatsjov Sovét- forseti að víkja frá núverandi stefnu eða segja af sér. Símamynd Reuter Boris Jeltsín harðorður í viðtali: Gorbatsjov ætti að segja af sér Boris Jeltsín, forseti Rússneska sambandslýðveldisins, sagði í viðtali við bandarísku sjóvarpsstöðina ABC í nótt að Michaíl Gorbatsjov ætti annaðhvort að segia af sér eða taka að nýju upp fyrri umbótaáætlum. Hann sagði að sér virtist sem forset- inn væri að tapa áttum í sovéskum stjórnmálum. „Annaðhvort fylgir hann stjórnar- skránni, heldur áfram að vinna að þróun í átt til lýðræðis og lætur af hugmyndum um að taka sér alræðis- vald eða hann segir af sér,“ sagði Jeltsín um Gorbatsjov í viðtalinu. Jeltsín sagöi einnig að ef ekki yrði vikið frá núverandi stefnu kæmi til- greina að fjögur lýðveldi kæmu á fót nýju sambandsríki. Þar nefndi hann til sögunnar Rússland, Úkraínu, Hvíta-Rússland og Kastakstan. Hann sagði að hugmyndin væri að leið- togar þessara ríkja skiptust á að leiða nýja ríkið og ekki væri gert ráð fyrir einum sterkum ráðamanni. Jeltsín sagði að rétt væri fyrir Bandaríkjámenn að gera sérstakan samning við Rússland um utanríkis- mál. „Við höfum sjálfstæða utanrík- isstefnu og enginn getur bannað okk- ur að gera milliríkjasáttmála,1' sagði Jeltsín. Hann sagði að ástandið í Eystra- saltsríkjunum væri nú komið á svo alvarlegt stig að Sovétríkin römbuðu á barmi borgarastyrjaldar. Hann sagði einnig að Gorbatsjov bæri ábyrgð á því að fólk hefði látið lífið þar á síðustu vikum og að Eystra- saltsríkin hefðu rétt til sjálfstæðis ef þau vildu þaö. Reuter stefnunni gagnvart Sovétríkjunum hefur ekki verið breytt. Líklegast er að fundurinn verði haldinn samkvæmt áætlun þótt yfir- bragð hans hljóti að verða allt annað en útlit var fyrir þegar ákveðið var að efna til leiðtogafundar á síðasta ári. Reuter S5E Tilbod helgarinnar Hörpuskel og humarsúpa, nautahryggs- sneið með rauðvínssveppasósu, grœnmeti og bakaðri kartöflu. Kr. 1.190,- Veisluþjónusta Hamraborg 11 - sími 42166 Þetta er fjórða Úrvalsbókin, hörkuspennandi og vel skrifuð Nú er ný Úrvalsbók komin í verslanir. Bókin er 416 blaðsíður og er eftir höfundinn John Sandford. Sagan fjallar um geðveikan morðingja sem fremur hvert morðið á fætur öðru. Fórnarlömbin eru alltaf konur, áþekkar ásýndum. Það syrtir í álinn þegar morðinginn hugsar sér að bera niður þar sem lögregluna grunar síst... Þetta er mögnuð spennusaga sem fæst á næsta blaðsölustað. Bókin kostar aðeins kr. 880,- Þessar Úrvalsbækur hafa áður komið út: Flugan á veggnum, í helgreipum haturs og Lygi hagnarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.