Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1991. 25 Tékki til Fram? - væntanlegur til landsins í dag og leikur gegn Breiðabliki á morgun Svo gæti farið að íslandsmeistar- ar Fram í knattspyrnu yrðu með tékkneskan leikmann í sínum röð- um á næsta keppnistímabili. Á laugardaginn leikur Fram gegn Breiðabliki í opnunarleik á nýjum gervigrasvelli í Kópavogi og mun þá Tékinn leika með Fram. Tékkinn sem hér um ræðir heitir Miloslav Hermer og er 30 ára að aldri og leikur með 2. deildar liðinu Budweis en það hét áður Dynamo JCE Ceske Budejovice. Nafninu á hðinu var breytt í kjölfar breyting- ana sem áttu sér stað í Tékkósló- vakíu á síðasta ári. „Mjög spenntirað sjá Miloslav Hermer“ „Við höfum undanfarna daga verið í sambandi við umboðsmann sem benti okkur á þennan umrædda leikmann. Hann segir að þarna sé á ferðinni góður varnarleikmaður. Okkur fannst tilvalið að hann kæmi til landsins fyrir helgina og léki með okkur gegn Breiðabhki á laugardaginn. Við erum að sjálf- sögðu mjög spenntir að sjá Mi- loslav Hermer í leik og ef hann kemst vel frá leiknum er eins víst að við göngum til samninga við hann,“ sagði Eyjólfur Bergþórsson, formaður meistaraflokksráðs Fram, í samtah við DV í gærkvöldi. í gær gengu Framarar frá því að Miloslav Hermer héldi frá Prag í morgun þannig að að öllu óbreyttu ætti hann að koma til landsins í kvöld. Hermer hefur að baki um 80 leiki í tékknesku 1. deildinni og svipaðan leikjafjölda í 2. deild. Á þessu má sjá að Framarar vinna að því hörðum höndum að flnna sterkarn varnarmann sem ætlað er það hlutverk að fylla skarð sem Viðar Þorkelsson skilur eftir sig en eins og fram hefur komið í fréttum hefur Viðar ákveðið að leggja skóna á hilluna um sinn en hann heldur til náms í Bandaríkj- unum í sumar. Framarar með Þjóðverja undir smásjánni Framarar hafa einnig verið að leita að leikmanni í Þýskalandi og voru. um tíma komnir í samband við varnarleikmann úr herbúðum Dynamo Dresden. Þvi máh verður haldið opnu þangað til að Framarar verða búnir að sjá Miloslav Hermer í leiknum á laugardaginn. -JKS/GH HalEdór í Þór - og leikur með 2. deildar liðinu í sumar Halldór Áskelsson knattspyrnu- maður hefur ákveðið að ganga til liðs við sitt gamla félag, Þór frá Akur- eyri, og mun hann leika með liðinu í sumar. Lið Þórs féll í 2. deild á síð- asta keppnistímabili en þá hafnaði félagið í 9. sæti í 1. deild. Halldór lék með Þór fram til ársins 1989, ahs 105 leiki í 1. deild, en síð- ustu tvö keppnistímabil hefur hann leikið með Val. Halldór lék aðeins 5 leiki með Val á síðasta keppnistíma- bih en þrálát meiðsl settu strik í reikninginn hjá honum og þurfti hann að gangast undir aðgerð á miðju tímabili. „Hef átt mín bestu tímabil hjá Þór“ „Ég er nú kominn á þann staö þar sem ég hef átt mín bestu tímabil og mér hefur alltaf liðið vel hjá Þór. Sumarið leggst vel í mig, Þórshðið er ungt og efnilegt en 2. deildar keppnin í sumar verður án efa gífur- lega hörð. Það má kannski segja að þetta sé skref aftur á bak, það er að leika í 2. deild, en vegna meiðslanna, sem hafa verið að hijá mig, er ég nánast að byija frá grunni," sagði Halldór Áskelsson í samtah við DV í gærkvöld. Halldór er 26 ára gamall. Hann hefur leikið 133 leiki í 1. deild og skor- að 33 mörk, þar af 31 fyrir Þór, og er markahæsti leikmaður Þórs í 1. deild frá upphafi. Þá hefur Hahdór 24 A-landsleiki að baki. -GH • Halldór Áskelsson. Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi: Kvennalið Skagamanna í knatt- spyrnunni hefur fengið góðan liðs- auka fyrir sumarið. Laufey Sigurðar- dóttir, ein styrkasta stoð liðsins um langt árabil, hefur ákveðið að leika með ÍA á ný. Laufey, sem um tíma var atvinnu- maður hjá þýska 1. deildar félaginu Bergisch Gladbach, hefur undanfar- in ár búið í Bandaríkjunum en er nú flutt th landsins á ný. n Valencia elona og Granollers tókst ekki að koma þeim á aftur. Þegar i stöðva varð leikinn var staðan 6-5 fyr- ir Barcelona. Leikurinn hefur verið i settur á í kvöld. í undanúrslitunum sem heíjast á morgun leika íslendingaliðin Teka og i BidasoaogAtleticoMadridmætirann- aðhvort Granohers eða Barcelona. -JKS Norska knattspyman: Brann í slæmum málum Leikur Haf þór með B1903 í sumar? - fer til æfinga hjá danska liðinu Gunnar Guiuiarsson, DV, SviÞjóð: Hafþór Sveinjónsson, sem lék síð- asta tímabil með IFK Malmö í 4. deild sænsku knattspymunnar, hefur að undanfornu átt í viðræðum við danska úrvalsdeildarliðið B1903 og svo kann að fara að hann leiki með hðinu í sumar. Hafþór fer þann 6. febrúar .til æf- inga hjá B1903 sem er eitt þeirra tíu liða sem tryggðu sér sæti í nýju úr- valsdeildinni í dönsku knattspyrn- unni. Hann átti einnig í viðræðum við Herfólge í Danmörku en ekkert kom út úr því. Fyrr í vetur var Hafþór um tíma til reynslu hjá enska 2. deildar hðinu Brighton og á tímabih kom th greina að hann færi til Swansea frá Wales sem leikur í ensku 3. dehdinni. Monica Seles komin í úrslit • Monica Seles frá Júgósiavíu sigraöi í gær Mary Joe Fernandez frá Banda- ríkjunum i undanúrslitum opna ástralska tennismótsins, 6-3, 0-6, 9-7. Se- les mætir Jönu Novotnu frá Tékkóslóvákíu í úrslitaleik á morgun en Jana vann í gær öruggan sigur á Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni, 6-2, 6-4. Símamynd Reuter - svo kann að fara að liðið verði dæmt niður í 2. deild son, landsliðsmarkvörður íslands, fékk hjá félaginu á sínum tíma. Það var upp á 55 þúsund norskar krónur (um 550 þúsund íslenskar krónur), og greitt th baka með fjórum af- borgunum sem allar voru strax eftir heimaleiki Brann. „Þetta er ekkert annað en stað- hæfing gegn staðhæfmgu,“ sagði Magne Revheim, formaður Brann, í samtali við Bergens Tidende. Blaðið ræddi einnig við Bjarna Sig- urðsson. „Ég þáði mín laun hjá félag- inu, greiddi mína skatta og fór frá Noregi með hreina samvisku," sagði Bjarni við BT. Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Norska knattspyrnufélag- ið Brann frá Bergen, sem þeir bræður Teitur og Ól- afur Þórðarsynir yfirgáfu í haust, er nú undir sérstakri smásjá norska knattspymusambandsins vegna gruns um fjármálamisferli. Þær raddir hafa heyrst að verði fé- lagið fundið sekt um meintar ásakan- ir verði það dæmt niður í 2. deild. Bergens Tidende skýrði frá því nýlega að grunur léki á að félagið hefði skotið undan hluta tekna af heimaleikjum sínum og notað til þess að greiða leikmönnum hðsins hlunn- indi. Sem dæmi um þetta nefnir blaðið sérstaklega lán sem Bjarni Sigurðs- íþróttir Sport- stúfar Yvon Le Roux, einn af Evrópumeisturum Frakka í knattspymu áriö 1984, hefur orðiö að leggja skóna á hiliuna vegna meiðsla. Le Roux, sem er þrítug- ur að aidri, meiddist á hné i leik Skota og Frakka í október árið 1989 og hefur ekki náð sér síðan þrátt fyrir tvo uppskurði. Le Roux fór frá Marseihe th Paris St Germain áriö 1989 og var á samningi til vorsins 1992. Punktamót Víkings i borðtennis Punktamót Víkings í borðtennis fer fram í TBR-húsinu á sunnu- daginn. Keppt verður í meistaraflokkum karia og kvenna, 1. flokki kvenna og 1. og 2. flokki karla. Keppt verður í riðlum og í fjölmennari flokkum fara sígurvegarar úr riðlum og keppa í einföldum útslætti. Þátt- tökutilkynningar eiga að berast að Laugarásvegi 22, sími 36862, eða í síma 51775 (Sígurður), 652618 (Ingólfur), 25268 (Hhmar), eða 43077 (Kristján). Síðasti skráningardagur er í dag en dreg- ið verður í herbergi BTI á morg- un klukkan ll. Firmakeppni á nýja gervigrasinu Breiðablik heldur firma-, hópa- ogfélaga- keppni í knattspyrnu á nýja gervigrasvehin- um í Kópavogsdal frá sunnudegi th þriðjudags. Þátttöku skal til- kynna til Björns Þórs (608082, vinnusími, eöa 651393), eða Há- kons (688322, vinnusími). KA mætir ÍS í bikarnum í blaki í gær var dregið tíl 8 liða úrslita í bikar- keppni karla og kvenna í blaki. í karia- flokki mætast KA og ÍS á Akur- eyri, Stjaman og HK leika í Garöabæ og á Homaíirði mætast Sindri og Þróttur úr Reykjavík. B-liö Þróttar R. situr hjá. í kvennaflokki mætast ÍS og Vík- ingur, KA fær HK í heimsókn og Sindri leikur við Völsung á Hornafiröi en Breiðablik situr hjá. Sérstök nefnd á vegum enska knattspyrnu- sambandsins úrskurö- aði í gær að Neil Webb hefði pkkí átt skihð að vera rek- inn af véhi í leik enska B-lands- liðsins gegn Alsír í desember. Brotiö var iha á Webb. Dómarinn taldl að hann hefði slegjð Alsirbú-’ ann á móti og sýndi báðum rauða spjaldiö. Þar með er Webb heim- ilt að leika með Englendingum gegn Kamerún þann 6. febrúar, svo framarlega sem hann veröur valinn í hðið. Þá sneri nefndin við úrskurði dómara sem viður- kenndi að hafa fyrir mistök sýnt Nigel Winterburn lijá Arsenal gula spjaldið í leik gegn Totten- ham. Félagi hans, Anders Limp- ar, átti að fá spjaldið. Eitt stig dæmt af Toulon Franska 1. deildar hðið Toulon missti í gær eitt stig vegna þess að línu- vörður slasaðist eftir óeiröir á heimavehi Toulon. Hlut var kastað í höfuð hnuvarðarins í leik Toulon og Paris SG í síðasta mánuði og varð dómarinn aö stöðva leikinn. Toulon er í næst- neðsta sæti í 1. deild með 19 stig eftir úrskurð aganefhdar franska knattspyrnusambandins. yt- TT'T'í frif T rr? ??? r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.