Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 9
e FGSTUBAGUR 25. JANÚAR 199U Japanska lögreglan óttast aö stuðningsmenn íraka í japönsk- um hryðjuverkasamtökum, sem haft hafa bækistöðvar sínar í Lí- banon, muni ferðast um heiminn duibúnir sem ferðamenn. Hefur lögreglan sent út viövör- un og gefið út handtökuskipaiúr á hendur Jiðsmönnum samtak- anna, Rauöa hersins, sem taldir eru vera um tuttugu talsins. Leið- togi samtakanna er 45 ára gömul kona, Fusako Shigenobu. Flestir félaganna eru sagðir miðaldra. Lögreglan telur sennilegt að skæruliöarnir muni dulbúa sig sem japanska ferðamenn og nota fölsuð vegabréf. Lögreglan vúl ekki tjá sig um fréttir í japönsk- um fjölmiðlum um aö samtökin hafi flutt bækistöðvar sínar frá Líbanon. Japanskir sérfraeðingar telja að hópurinn muni láta til skarar skríða í Miðausturlöndum eða Evrópu þar sem erfiðara sé aö koma upp um hann. Rauöi herinn er þekktastur fyr- ir nokkur flugrán og árásir á flug- velli og sendiráð á áttunda ára- tugnum. I maí 1972 gerðu þrír félagar samtakanna vélbyssu- og hand- sprengjuárás á flugvöll í Tel Aviv með þeim afleiðingum að tuttugu og sex manns biðu bana og áttk- tíu særðust. Tveir hryöjuverka- mannanna voru skotnir til bana af ísraelskum lögreglumönnum en sá þriðji var handtekinn. Hann var látinn laus 1985 í fangaskipt- um fsraela og Palestínumanna. Shigenobu og liösmaður henn- ar eru sterklega grunuð um að hafa staðið á bak við sprengjuá- rás á klúbb bandarískra liðsfor- ingja i Napóh 1988. Höfðað var mál á hendur þeim á Ítalíu í gær en samkvæmt ítölskum lögum er hægt að rétta í máli þeírra að þeim fiarstöddum. Yfir sextíu þúsund ítalskir lög- reglumenn og hermenn eru nú á veröi við hemaðarlega mikilvæg- ar byggingar vegna hótana íraka um hryöjuverk. Sjö hundruð ólöglegum innflyljendum hefur verið visað úr landi. íAþenu Þijár öflugar sprengjur sprungu í Aþenu í Grikklandi i nótt við bústað fransks stjómar- erindreka og tvo erlenda banka. Sprengjumar spmngu næstum samtímis. Enginn særðist í sprengjuárásunum. Enginn haföi i morgun lýst yflr ábyrgö á árásunum en grísk yfir- völd telja aö tengja megi þær stríðinu við Persaflóa. Palestínskur skæruliði til Belgíu Forsætisráöherra Belgíu, Wil- fred Martens, viöurkenndi í gær að um dómgreindarleysi heföi veríð að ræða þegar þekktum palestínskum skæruliöa, sem kom tii Bmssel rétt áður en Persaflóastríðið braust út, var veitt vegabréfsáritun fyrir ferða- menn. Tveir aöstoðarmenn Eyskens utanríkisráðherra hafa sagt af sér vegna málsins og er jafhvel ekki tahö útilokað aö sjálfur neyðist hann einnig til afsagnar. Palestinumaöuriim var gripinn af lögreglu á miðvikudaginn og honumvísaðúrlandi. Reuter Útlönd Vestrænar leyniþjónustur: Flett ofan af neti hryðjuverkamanna Vestrænar leyniþjónustur telja sig hafa flett ofan af starfsemi hrings hryðjuverkamanna sem þjálfaðir hafa verið í Bagdad en sendir út um allan heim. Þetta kom fram í banda- ríska dagblaðinu Los Angeles Times í gær. Að því er segir í frétt blaðsins vom það dagbækur, myndaalbúm og vegabréf tveggja íraka, sem gmnaðir em um aðild að tilraun til sprengju- árásar í Manila á Filippseyjum, sem komu leyiúþjónustumönnum á spor- ið. Sterkur gmnur leikur á að írak- arnir hafi verið á mála hjá íraska sendiráðinu í Manila. Annar þeirra beið bana og hinn særðist er sprengja, sem þeir voru að koma fyr- ir við bandarískt bókasafn, sprakk of snemma. í kjölfar fundar leyniþjónustunnar hafa tveir írakar og tveir Jórdanir í Bangkok í Thailandi verið hand- teknir. Blaðið greindi einnig frá því að bandarísk yfirvöld hefðu tilkynnt flugfélögum um stuld 140 eþíópískra vegabréfa sem talin eru vera undir höndum hryðjuverkamanna frá Mið- austurlöndum. EVRÓPUFRUMSÝNING Á ÖFLUGUM 5 DYRA LÚXUSJEPPA UM HELGINA LD * D N (A I 5 i N ^í8 co CO fic 2 cn cn FRUMSYNIR 16. febrúar 1991 STÓRMYNDINA DANCES WITH WOLVES (Ú LFADANS AR) Kevin Costner framleióir, leikstýrir og fer meó aóalhlutverkió í þessari mynd sem farió hefur sigurför um Bandaríkin og er önnur vinsœlasta myndin þar þaó sem af er árinu. 19. janúar síóastlióinn fékk myndin effirfar- andi GOLDEN GLOBEverólaun: BESTA MYND ÁRSINS 1990 BESTILEIKSTJÓRINN - KEVIN COSTNER BESTA HANDRITIÐ - MICHAEL BLAKE r/DANCES WITH WOLVES” Mynd sem allir veróa aó sjá!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.