Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1991.
Iþróttir
Sport-
stúfar
• Boston Celtics vann
í gær góðan sigur á
NBA-meisturunum frá
í fyrra, Detroit Pistons.
Boston lék á heimavelli og sigraði
örugglega 111-94. Úrslit í öðrum
leikjum í NBA-deildinni:
N J Nets-Chicago.........99-95
76ers-Indiana......109-110
Washington-Atlanta..104-99
Dallas-Cleveland.....85-99
Utah-NY Knicks..........94-109
Sacramento-Milwaukee ......95-91
Lítið skorað í
leikjum í Frakklandi
• Fjórir leikir fóru fram í l. deild
frönsku knattspyrnunnar í fyrra-
kvöld og af þeim átta liðum, sem
þar kepptu, tókst aðeins tveimur
þeirra að skora mark eöa mörk.
Úrslit urðu þessi:
Metz-Nantes............... 2-0
St.Etienne-Toulon...........3-0
Brest-ParisSG.,.................0-0
Sochaux-Montpellier...........0-0
• Staða efstu liða í Frakklandi
er nú þarrnig:
Marseille...23 15 3 5 43-19 33
Mónakó......23 10 8 5 27-21 28
Auxerre.....23 10 7 6 32-22 27
Montpellier.23 9 7 7 36-24 25
Heimsmethafinn
: neitar lyfjanotkun
• Elnsogmermmunavarheims-
methaíinn í kúluvarpi karla,
Bandaríkjamaðurinn Randy Bar-
nes, tekinn í lyfjapróf eftir al-
þjóðlegt mót í Svíþjóö 7. ágúst sl.
Barnes féll á prófinu og var
dæmdur í tveggja ára keppnis-
bann. Hann hefur alla tíð síðan
neitað að hafa tekið inn ólögleg
lyf og hefur nú áfrýjað dómnum.
Bames segist hafa farið í gegnum
30 lyfjapróf frá 1985, þar af eitt
12 dögum fyrir keppnina í Svíþjóð
og annað 5 dögum eftir hana.
Bames hefur haldið því fram að
mistök hafi verið gerð í lyfjapróf-
inu og þvagsýni það sem ekki
stóðst lyfjaprófið hafi ekki veriö
hans.
Keppnísbanni aflétt
lá langhlaupara
• Bandaríski lang-
hlauparinn Henry
Marsh, sem einkum
keppir í 3000 m hindr-
unarhlaupi, hefur verið leystur
undan keppnisbanni sem hann
var dæmdur í til tveggja ára í
aprfi sl. Marsh var dæmdur i
keppnisbann vegna þess aö hann
neitaði að mæta í lyfjaprófiö þar
sem það hefði ekki veriö nægilega
vel auglýst. Marsh er 36 ára gam-
all og hefur keppt á femum síð-
ustu ólympíuleikum fyrir Banda-
ríkin. Hann á bandaríska metið í
3000 metra hindrunarhlaupi og
stefnir nú að því að keppa á
ólympíuleikunum i Barcelona á
næsta ári.
íslandsmótið í
atrennulausum stökkum
• Meistaramót íslands í at-
rennulausum stökkum verður
haldið á laugardaginn í Laugar-
nesskóla og hefst mótið klukkan
tvö.
Rúmiega 40 keppendur, karlar
og konur, hafa skráð sig til
keppni. Búast má við rryög spenn-
andi keppni 1 öllum greinunum
en keppt verður í hástökki, Iang-
stökki og þrístökki. Flestir þeir
sem börðust um sigurinn í þess-
um greinum á sama móti í fyrra
mæta nú aftur til leiks. Þar má
nefna þá Flosa Jónsson, Stefán
Þór Stefánsson, Þorstein Þórsson
og Helga Sigurösson. Rétt er að
hvetja fólk til að mæta i Laugar-
nesskólann og fylgjast með
keppninni sem verður eflaust
spennandi og skemmtileg.
KRáfram
í bikarnum
- lögðu Hauka að velli, 92-80
KR-ingar eru komnir í 8 liða úrslit
í bikarkeppninni í körfuknattleik eft-
ir sigur á Haukum í Laugardalshöll-
inni í gærkvöldi. Eins og gefur að
skilja er mikið í húfi í bikarleikjum,
baráttan er allsráðandi og kemur það
óneitanlega niður á gæöum körfu-
boltans. KR-ingar sigruðu í leiknum,
92-80, en í hálfleik var staðan jöfn,
39-39.
Haukamenn réðu gangi leiksins
lengst af í fyrri hálfleik og þó voru
KR-ingar aldrei þó langt undan. Sér-
staklega var þá vörn Haukamanna
sterk og hittnin með ágætum. Undir
lok hálfleiksins gáfu Haukamenn þó
eftir og KR-ingar jöfnuðu metin á
lokasekúndunum.
í síðari hálfleik komu KR-ingar
ákveðnir til leiks og áður en fyrr
varði voru þeir komnir með átta stiga
forskot. Á þessum tíma gekk hvorki
né rak hjá Haukum, vamarleikurinn
fór út skorðum og boltinn rataði
sjaldnast í körfuna. Eftir sem á hálf-
leikinn leið minnkuðu Haukar mun-
inn og minnstur var hann tvö stig.
Á þesum leikkafla var eins og dóm-
ararnir misstu tökin á leiknum,
spennan var mikil og dómarar leiks-
ins misstu einfaldlega taktinn við
leikinn. Þetta kom öllu meira niöur
á Haukamönnum, sem létu reiði sína
óspart í Ijós. Rétt áður en þetta skall
yfir var Damon Vance vísað af leik-
velli fyrir olnbogaskot og getur svo
farið að fái einhverja leiki í bann. í
kjölfar brottvísunar Vance riðlaðist
leikur Haukamanna og KR-ingar
gengu á lagið og tryggðu sér örugg-
ann sigur.
Axel Nikulásson var sterkur í liði
KR og einnig komst Jonathan Bow
vel frá sínu. Lárus Árnason hitti oft
ágætlega utan af velli.
Damon Vance var mjög góður þeg-
ar hans naut við og Henning Henn-
igsson stóð sig með prýði ög dreif
sitt lið áfram.
Undirritaður leggur ekki í vana
sinn að taka dómara sérstaklega út
en hjá því verður ekki komist að
þessu sinni. Dómarar leiksins höfðu
góö tök á leiknum lengst af en þegar
á seinni hálfleikinn leið misstu þeir
öll tök á leiknum. Þetta á ekki aðeins
við um þennan leik en á mörgum
leikjum í vetur hafa dómarar verið
aðalhlutverkunum, aðeins örfáir
komast skammlaust frá hlutverki
sínu. Það hlýtur að vera forgangs-
verkefni hjá KKÍ að koma þessu
málum í lag sem allra fyrst. Menn
þurfa ekki annað en hafa snefilvit á
körfuknatteik til að sjá að þessi mál
eru í miklum ólestri.
• Dómarar leiksins voru Kristinn
Óskarsson og Helgi Bragason.
• Stig KR: Jonthan Bow 31, Axel
Nikulásson 24, Lárus Árnason 18,
Hörður Gauti Gunnarsson 8, Matthí-
as Einarsson 6, Hermann Hauksson
4, Páll Kolbeinsson 3.
• Stig Hauka: Damon Vance 30,
Henning Henningsson 23, Jón Arnar
Ingvarsson 18, Pétur Ingvarsson 4,
ívar Ásgrímsson 4, Reynir Kristjáns-
son 1. -JKS
• Bandaríkjamaðurinn í liði Hauka, Damon Vance, átti góðan leik í gærkvöldi
hér gnæfir hann yfir Axel Nikulásson og skorar tvö af 30 stigum sínum í leikni
KR-ingar höfðu þó betur og sigruðu, 92-80. DV-mynd Brynjar Ge
Björn áf ram
íVíkingi
Björn Bjartmarz knattspyrnumað-
ur hefur tekið þá ákvörðun að leika
áfram með 1. deildar liði Víkings en
fyrir nokkru sögðum við frá því því
hér í blaðinu að hann væri á leið til
Þróttar, Reykjavík.
„Að vel skoðuðu máli tók ég þessa
ákvörðun. Það var erfitt að slíta sig
frá félagi sem maður hefur alla tíð
leikið með og þá fékk ég góða hvatn-
ingu frá leikmönnum Víkings," sagði
Bjöm í samtali við DV í gærkvöldi.
Auk þess að spila með Víkingi mun
Björn annast þjálfun á 5„ 6. og 7.
flokki félagsins og þá mun hann hafa
yfiramsjón með knattspymuskóla
Víkings.
-GH
Blikar
vígja
sandgras
-íKópavogsdal
Nýi sandgrasvöllurinn sem Breiða-
blik hefur komið upp í Kópavogsdal
verður vígöur á morgun, laugardag.
Breiðablik mætir íslandsmeisturam
Fram í meistaraflokki karla klukkan
13.15, klukkan 15 verður stutt hátíða-
dagskrá og um klukkan 15.30 leikur
síðan meistaraflokkslið kvenna hjá
Breiðabliki gegn kvennalandsliðinu.
Hér er um að ræðá annan gervi-
grasvöllinn á landinu og þann fyrsta
sem lagður er sandgrasi. Völlurinn
er upphitaöur og flóðlýstur og því
unnt að nota hann allt áriö. Heildar-
kostnaður við gerð vallarins er um
65 milljónir króna. -VS
IR kom fram hefndum
-þegar liöiö sigraöi Snæfell í bikarkeppninni, 91-82
IR-ingar báru sigurorð af Snæfelli,
91-82, í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar
í körfuknattleik í íþróttahúsinu í Selja-
skóla í gærkvöldi. Liðin áttust við í úr-
valsdeildinni fyrir skömmu, þá sigruðu
Snæfellingar en nú náðu leikmenn ÍR
að koma fram hefndum.
Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik
og skiptust liðin á að hafa forystu og í
leikhléi höfðu ÍR-ingar eins stigs for-
skot, 35-34.'
í síðari hálfleik náðu heimamenn fljót-
lega 10 stiga forskoti og hélst sá munur
út allan leiktímann og IR-ingar fógnuðu
sigri og svo virðist sem nokkur stígandi
sé í liðinu.
Franc Booker var besti maður ÍR-inga
í gær en hann skoraði þó heldur minna
en vananlega eða „aðeins" 32 stig.
í liði Snæfells léku þeir best Bárður
Eyþórsson og Brynjar Harðarson.
Stigahæstir ÍR-ýiga: Franc Booker 32,
Karl Guðlaugsson 15, Bjöm Steffensen
11, Ragnar Torfason 11, Bjöm Leósson 9.
Stigahæstir Snæfellinga: Bárður Ey-
þórsson 28, Brynjar Harðarson 18, Tim
Harvey 10 og Þorkell Þorkelsson 10.
Öruggur sigur Vals
Valsmenn áttu ekki í vandræðum með
lið ÍS og sigruðu, 67-100,- eftir að staðan
í leikhléi var, 36-49.
Það var rétt í upphafi leiks sem ÍS
veitt Valsmönnum keppni en eftir það
dró smátt og smátt í sundur með liðun-
um og öraggur Valssigur var í höfn.
Stigahæstir Vals: Magnús Matthíasson
36, David Grissom 24.
Stigahæstir hjá ÍS: Páll Arnar 15 og
Valdimar Guðlaugsson 11. /
Leikinn dæmdu þeir Leifur S. Garðarson
og Einar Einarsson og höfðu þeir góð tök
á leiknum.
Keflavík vann með
50 stiga mun
Keflvíkingar eru komnir í 8 liða úrslitin
eftir auðveldan sigur á liði Víkverja,
122-72, í Keflavík í gærkvöldi.
Leikurinn var nánast einstefna af
hálfu Keflvíkinga. Liðið náði fljótt góðu
forskoti og leikhléi var staðan, 70-32.
í síðari hálíleik lagaðist leikur Vík-
verja og náði liðið að rétta sinn hlut.
Ólafur Gottskálksson, markvörður K
inga í knattspyrnu, átti mjög góðan le
fyrir Víkveija og skoraði 24 stig, Ólaf
Ólafsson skoraði 18 og Einar Ólafsson
Albert Óskarsson var stigahæstur m
20 stig, Sigurður Ingimundarson 16
Falur Harðarson 16.
-GH/ÆMK/I
Teka van
-frestaöhjáBarc
Teka, lið Kristjáns Arasonar, tryggði
sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum
spænsku bikarkeppninnar í hand-
knattleik. Teka sigraði Valencia með
25 mörkum gegn 21.
Síðasta leiknum í 8 liða úrslitunum
á milli Barcelona og Granollers varð
að fresta eftir átta mínútna leik, þá
slokknaði á ljósunum í höllinni og
Cartén tryggði Ystad sigur
Ystad vann mikilvægan sigur á Lugi, inn og þessi sigur styrkti stöðu okk-
20-19, í úrslitakeppni sænsku úrvals- ar,“ sagöi Gunnar í samtalí viö DV í
deildarinnar í handknattleik í fyrra- gær.
kvöld. Lugi jafnaði hálfri mfnútu fyrir Drott vann Skövde, 24-20, Red-
leikslok en á síðustu stundu skoraöi bergslid tapaði fyrir Irsta, 22-24, og
Per Carlén sigurmark Ystad eftir línu- Savehof tapaði fyrir Söder, 18-22.
sendingu frá Gunnari Gunnarssyni. Drott er langefst með 35 stig, Irsta
Carlén var markahæstur hjá Ystad er með 26, Lugi 25, Skövde 23, Ystad
með 7 mörk en Gunnar skoraöi tvö. 20, Redbergslid 20, Sávehof 19 og Söder
„Þetta var mjög mikilvægur sígur 15 stig. Öll lið eru meö 19 leiki, nema
sem fleytti okkur upp um tvö sæti en Drott og Söder sem eru með 20 leiki.
Lugivaríðörusætifyrirleikinn.Okk- Sex efstu hð að loknum 30 leikjum
ar markmið er að vera í hópi þeirra spila útsláttarkeppni um meistaratitíl-
sex liða sem keppa að lokum um títil- inn. -VS
• Gunnar Gunnarsson skoraöi 2 mörk.