Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 7
■ l,'(! t r-/, i i' i i- . í. > í - í. ) l r.í H
FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1991.
7
Fréttir
Héraðsdómi í Hafnarfírði áftýjað til Hæstaréttar:
Ríkissaksóknari taldi
dóminn allt of strangan
Hæstiréttur hefur mildað óskilorðs-
bundna fangelsisrefsingu rúmlega
tvítugs manns úr 22 mánuðum í 2
mánuði og fjóra mánuði skilorðs-
bundiö. Ríkissaksóknari, það er
sækjandi í málinu, áfrýjaði héraðs-
dómi yfir sakborningnum þar sem
refsing hans var talin allt of ströng.
Það er mjög óvenjulegt að sækjandi
í sakamáh krefjist þess að dómur sé
mildaður. En þar sem héraösdómur-
inn þótti svo strangur í þessu tilfelh,
miðað við brot og sakarferil ákærða,
áfrýjaði Hallvarður Einvarðsson rík-
issaksóknari héraðsdóminum til
Hæstaréttar og fór fram á refsilækk-
un.
Guðmundur L. Jóhannesson, hér-
aðsdómari í Hafnarfirði, dæmdi í
málinu í héraði. Hæstiréttur breytti
dómi hans stórlega. Héraðsdómarinn
gagnrýndi Hahvarð harðlega í bréfi
vegna ákörðunar hans um áfrýjun-
ina. Dómarinn óskaði eftir því að
bréf þess efnis yrði komið á framfæri
við Hæstarétt. í dómi Hæstaréttar
segir hins vegar að bréf héraðs-
dómarans hefði verið „óþarft og
orðalag þess um sumt óviðurkvæmi-
legt“. Hæstiréttur komst að þeirri
niðurstöðu að ríkissaksóknari hefði
verið að gegna embættisskyldum
- dómurinn mildaður úr 22 mánaða fangQlsi í 2 mánuði
samkvæmt lögum.
„Ákærði játaði brot sitt í hrein-
skilni fyrir rannsóknarlögreglu og
hérðaðsdómi," segir meðal annars í
dómi Hæstaréttar. Hann var ákærð-
ur fyrir að hagnýta sér greiðslukort
annars manns í viðskiptum. Sak-
borningurinn sveik samtals 222 þús-
und krónur út í 101 skipti með þess-
um hætti frá 22. desember 1987 th 16.
janúar 1988. Maðurinn hafði ekki
hlotið refsingu áður vegna sakamála.
Guðmundur L. Jóhannesson, saka-
. dómari í Hafnarfirði, dæmdi hann í
nærri tveggja ára fangelsi fyrir brot
sín vegna greiðslukortasvikanna.
í lögum um meðferð opinberra
mála eru ákvæði um skyldu ríkissak-
sóknara um að áfrýja dómi ef sér-
stakar ástæður þykja til - ef telja
má mann ranglega sakfelidan, eða
sýknaðan - refsingu of háa eða lága.
„Að mínum dómi var refsingin í
þessu tilviki að munu of há. Því var
það embættisskylda mín aö áfrýja
þessum dómi sakadóms Hafnaríjarð-
ar,“ sagði Hallvarður Einvarðsson
ríkissaksóknari í samtah við DV.
í nýfóhnum dómi Hæstaréttar í
þessu mál segir meðal annars:
„Brot þau sem hér er ákært fyrir
eru mörg og öll sams konar. Þau eru
framin á skömmum tíma og hvert
fynr sig varða þau lágarfjárhæðir.“
_ Ákvæði héraðsdóms um bótakröf-
úr og sakarkostnað voru staðfest en
áfrýjunarkostnaður og málsvarnar-
laun verjanda mannsins skulu greið-
ast úr ríkissjóði. Mál þetta dæmdu
hæstaréttardómararnir Guðrún Er-
lendsdóttir, Guömundur Jónsson,
Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason
og Þór Vilhjálmsson.
-ÓTT
Rannsóknaráð
auglýsir styrki til rannsókna
og tilrauna árið 1991
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrif-
stofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320.
• Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar.
• Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og
afurðum sem talin er þörf fyrir næsta áratug.
• Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á:
- líklegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaðsgildi niðurstaðna, sem
sóst er eftir
- gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróun atvinnugreina
hér á landi
- hæfni umsækjenda/rannsóknamanna.
Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að:
- fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins
- samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur
þáttur í framkvæmd verkefnisins
Unnið við Haukafell í Hornafjarðarhöfn. DV-mynd Ragnar Róleg byrjun á vetrarvertíð á Höfn er mikilvægt - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri fyrir atvinnurekstur. Heimilt er einnig að styrkja verkefni sem miða að uppbyggingu þekk- ingar og færni á tæknisviðum sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþró- un hér á landi í framtíðinni.
.... , , , ..... Fyrstu tvær vikur ársins tók Fisk- JUM imsland, DV, Hofa iðia KASK. Kaunfélaes A-Skaflfell-
Vetrarvertíð Hornatjarðarbáta hef- inga, á móti 264,560 kg af síld tíl fryst- ur byrjað rólega. Bæði er að gæftir ingar og 57,216 kg af bolflski. Síldin hafa verið lélegar og stærri bátarnir sem veiðst hefur er nokkuð blönduð ekki byrjaðir róðra. Handfærabátar en alveg þokkalega góð og hefur eru lítihega byrjaðir og veiða vel þá veiðst út af Suðuríjörunum hétt sjaldan gefur á sjó.
OPNUM A M T1\T Vorum áður IVVf Ul\ á Grettisgötu 12—18.
VIÐ
SELJUM
BÍLANA
BILAMARKAÐURINN
v/REYKJANESBRAUT
___SMIÐJUVEGI 46 E, KÓPAVOGI_
v 67 18 00
FAX
7 52 10
0"°|OLÍS