Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1991.
Útlönd
Fréttir af átökum innan íraska hersins:
Saddam lét skjóta
foringja f lughersins
-'sovéska vamarmálaráðuneytið borið fyrir fréttinnl
Óháða sovéska fréttastofan Inter-
fax segir að Saddam Hussein hafi
látið taka æðstu foringja flughersins
af lífi. Fréttastofan hefur þetta eftir
heimildum í vamarmálaráðuneyt-
inu sovéska og tekið er fram að bæði
yfirmenn flugflotans og loftvarna
hafl verið teknir af lífi. Engin ástæða
var gefln fyrir aftökunum. Sagt var
að mennirnir hefðu verið líflátnir
skömmu eftir að loftárásir banda-
manna hófust.
Bandamenn hafa náð á sitt vald lít-
illi eyju úti fyrir strönd Kúvæts.
Þetta er fyrsti skikinn af kúyæsku
landi sem frelsaður er frá því írakar
hernámu Kúvæt 2. ágúst í sumar. Á
eyjunni Qaruh blaktir nú kúvæski
fáninn.
Bandamenn hrósuðu líka sigri í
skærum á sjó og í lofti í gær. Orrustu-
flugmaður í her Saudi-Arabíu skaut
niður tvær íraskar Mirage-þotur sem
gerðu sig líklegar til árása á skip
bandamanna á Persaflóa. Þá var
tveimur íröskum skipum sökkt og
51 hermaður tekinn tU fagna.
Þessi árangur hefur þó meira áróð-
ursgildi en hemaðarlegt. Megin-
þunginn í aðgerðum bandamanna
hvilir enn á flugflotanum og tilraun-
um hans til að eyða öllum möguleik-
um íraka á hernaði í lofti. Þunginn
í loftárásunum á írak hefur aukist
jafnt og þétt ogí gær voru famár um
3000 árásarferðir.
Landgönguliðar úr bandaríska sjó-
hernum em nú við æfmgar fyrir
hugsanlega árás af sjó fyrir botni
Persaflóa. Talið er að þeim verði
ætlað að ganga á land nyrst í Kúvæt
eða á írösku landsvæði. Enn er þó
með ölu óljóst hvenær hernaður á
landi hefst- fyrir alvöru en til þessa
hafa hermenn beggja aðila aðeins
skipst á skotum.
George Bush Bandaríkjaforseti
varaði í gær þjóð sína við að stríðið
yrði langt og það ætti eftir að út-
heimta miklar fórnir af bandamön-
um. Hann bað menn einnig að búa
sig undir að herir bandamanna yrðu
fyrir áfóllum þótt ekkert kæmi í veg
fyrir að á endanum yröi herveldi
Saddams Hussein brotiö á bak aftur.
Bush sagði á fundi með leiötogum
Repúbilkanaflokksins að banda-
menn myndu halda sínu striki og
hika hvergi frá settu marki. Hann tók
einnig fram að það væri sér áhyggju-
efni að Bnadaríkjamenn ætluðust til
fullnaðarsigurs á skömmum tíma
þótt slíkt væri ekki raunhæft.
Saddam Hussein, forseti íraks,
spáði einnig löngu stríði þegar hann
heimsótti hermenn sína nætti landa-
Landgönguliðar úr bandariska sjóhernum eru byrjaðir að æfa landgöngu fyrir botni Persaflóa. Enginn veit þó enn
hvenær kallið kemur og átök á landi hef jast. Simamynd Reuter
mærunum við Saudi-Arabíu. Þar
sagði hann mönnum sínum að ekkert
nema sigur gæti bætt írökum tjónið
sem þeir hefðu orðið fyrir í loftárás-
um bandamanna.
Saddam var herskár og sagði að
það væri aðeins spuming um tíma
hvenær innrásarlið Bandaríkja-
manna færi frá löndum araba og
Palestína og önnur lönd þeirra yrðu
frelsuð.
í nótt sást ekkert til Scud-eldflauga
íraka en þeir hafa sent þær á borgir
í Saudi-Arabíu og ísrael undanfarnar
nætur. Hemaðarsérfræðignar eru
ekki sammála um hverju þetta sæti.
Þó hallast menn að því að írakar
ætli sér að gera árásir þegar minnst
varir og bíða þess á milli. Með því
móti valdi flaugar þeirra mestri
skelfingu. l
Reuter
Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, ætlar að senda flugvélar til Persa-
floans. Símamynd Reuter
Reyndu að
sprengja Saddam
Háttsettur bandarískur embætt- ist í Washington Post. Hann vildi
ismaður fullyrðir aö flugsveit frá ekki láta nafns síns getið og fréttin
bandamönnum hafi fyrir nokkram hefur ekki fegnist staðfest á öðram
dögum verið fengið það verkefhi -stöðum. Hjá bandaríská vamar-
að varpa sprengjum á bílalest málaráðuneytinu er henni hvorki •
Saddams Husseín. Slæmt veður játað né neitað.
kom í veg fyrir að hægt væri að IWashingtonPostersagtaðárás-
ljúka verkinu. in á Saddam hafi átt að flokkast
Saddam fer nú aðeins aö nætur- með viðleitni bandamanna til aö
lagi út fyrir hússins dyr. Að sögn gera yfirstjóm og samskiptakerfis
embættismannsins á leyniþjónust- hersins óvirkt. Bæði Bush forseti
an að hafa komist á snoðir um för og Dick Cheney vamarmálaráö-
forsetans þar sem hann var í bíla- herra hafa oftsinnis neitað öllum
lest með fjölda lífvarða og tvifara sögum um aö einstakir menn væra
sinna. skotmörk bandamanna i stríöinu
Frásögn embættismannsins birt- . viðírak. Rcuter
Japanarsenda
flugvélar til Flóans
Stjóm Japans hefur ákveðið að
senda flugvélar frá hernum til Persa-
flóasvæðisins. Þó er tekið fram að
vélunum sé.ekki ætlað að taka þátt
í bardögum heldur að aðstoða við
flutninga.
Málið er mjög umdeilt í Japan og
óttast menn þar að það leiði til þess
að Japanar dragist inn í stríöið. Á
fyrstu stigum Persaflóadeilunnar
hafnaði japanska þingið tillögu um
að sveitir úr heimavarnarhðinu yrðu
sendar til Saudi-Arabíu þótt sérstak-
lega væri tekið fram að þær ættu
ekki að taka þátt í bardögum.
Akvö'rðun stjórnarinnar nú þarf
ekki samþykki þingsins. í japönsku
stjórnarskránni er ákvæði sem
bannar Japönum að taka þátt í ófriði
utanlands.
Stjórn Japans hefur einnig ákveðiö
að auka fjárframlag sitt til herja
bandamanna þrátt fyrir að sú
ákvörðun mæti mikilli andstöðu í
þinginu. Toshki Kaifu forsætisráð-
herra hefur réttlætt ákvaröanir
stjórnarinnar með því að benda á að
Japanar einangrist á alþjóðavett-
vangi leggi þeir ekki sitt af mörkum
tilfrelsunarKúvæts. Reuter
Persaflóastríðið:
Atburðarásin
24. janúar
8.55 - Loftárásir bandamanna á
suðurhluta íraks.
9.20 - Frakkar gera fyrstu loft-
árásirnar á írak.
11.25 - írakar segja níutíu íraska
hermenn hafa fallið fyrstu sex
daga stríðsins.
11.45 - írak segir Japan óvin sinn
í kjölfar yfirlýsingar japanskra
yfirvalda um níu milljarða doll-
ara viðbótarframlag til banda-
manna.
12.10 - írösk fréttastofa greinir frá
heimsókn Saddams Hussein til
hermanna sinna á vígstöðvunum.
13.10 - írakar sagðir hafa kveikt
í olíupolh til að reykur hindri
árásir bandamanna.
15.01 - Grikkir biðja Bandaríkin
um Patriot-gagnflaugar.
15.02 - Bretar segjast þeirrar
skoðunar að sovéskir hernaðar-
ráðgjafar séu enn í írak.
15.28 - Saudi-Arabar sökkva ír-
ösku skipi sem var að koma fyrir
tundurduflum í Persaflóa.
16.07 - Bandaríska sjónvarpsstöö-
in CBS segir fréttamann sinn og
þrjá tæknimenn, sem verið hafa
í Saudi-Arabíu, horfna. Bíll
þeirra fannst tómur nálægt
landamæranum við Kúvæt.
16.29 - írakar gera árás með Exo-
cet-eldflaugum yfir Persaflóa.
Tvær íraskar Mirage-orrustuþot-
ur voru skotnar niður af Saudi-
Aröbum.
17.00 - Bandamenn drepa þrjá ír-
aka og handtaka tutttugu og tvo
í árás á þrjú írösk skip á Persa-
flóa.
17.04 - Bretar tilkýnna að sendi-
herra íraks í London muni bráð-
lega fara úr landi.
17.31 - Leiðtogi gyðinga í Þýska-
landi fordæmir þýsk fyrirtæki
fyrir að hafa aðstoðað íraka við
gerð efnavopna.
17.45 - Mitterrand Frakklands-
forseti sendir mann til ísraels til
að bæta samskiptin við yfirvöld
þar. ísraelar eru reiðir vegna
fyrrum vopnasölu Frakka til ír-
aka.
17.48 - Genscher, utanríkisráð-
herra Þýskalands, í heimsókn í
Tel Aviv.
18.06 - írakar segjast hafa skotið
niður að minnsta kosti 172 flug-
vélar bandamanna og tugi stýri-
flauga. Bandamenn segjast hafa
misst 24 vélar, auk þess sem þeir
hafi skotið niður 19 íraskar þotur.
19.13 - Hvíta húsið segir stríðið
líklegt til að vara í mánuði.
20.42 - Loftvarnamerki gefin í
ísrael en engin hætta reyndist á
ferðum.
21.27 - Bandaríska utanríkisráðu-
neytið segir árásir á íraskar
sveitir árangursríkar. Sprengju-
árásum haldið áfram.
21.39 - Talsmaður Bandaríkja-
hers tilkynnir um árás á litla eyju
undan Kúvæt í kjölfar árásar á
tvo íraska tundurduflaslæðara.
Tuttugu og tveimur írökum var
bjargað úr sjónum, tuttugu og níu
vora handteknir á eyjunni og
þrír biðu bana.
21.43 - Bandaríkin lýsa yfir
ánægju sinni með framlag Jap-
ana og segja að nýrra framlaga
sé að vænta frá auðugum Araba-
löndum.
21.49 - Bresk yfirvöld segja að
þrjátíu og þrír írakar, sem bíða
brottvísunar úr landi, séu taldir
tilheyra íraska hemum. Þess
vegna sé litið á þá sem stríðs-
fanga.
25. janúar
0.50 - Þrjár öflugar sprengjur
sprungu í Aþenu, við bústað
fransks stjórnarerindreka og við
tvo erlenda banka.
4.00 - Japansstjórn samþykkir
áætlun um aö senda herflutn-
ingavél til Persaflóa til að flytja
flóttamenn.
7.55 - írakar segjast hafa skotið
niður 14 vélar og eða eldflaugar
bandámanna til viðbótar.