Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1991.
Viðskipti
Rikið býður skiptiuppbót á spariskírteini:
„Markaðsleg f ínstilling en
eícki almenn vaxtahækkun“
Ríkissjóður auglýsti í gær að hann
byði sérstaka skiptiuppbót upp á 0,6
prósent ef keypt væru ný spariskír-
teini í stað þeirra sem koma til inn-
lausnar 1. febrúar næstkomandi. Þar
með hækkar raunávöxtunin í 6,6 pró-
sent. Tilboðið stendur til 22. febrúar.
Lánstími nýju skírteinanna er 5 eða
10 ár.
„Ég vil kalla þetta markaðslega fín-
stillingu en ekki almenna vaxta-
hækkun,“ sagði Pétur Kristinsson,
framkvæmdastjóri Þjónustumið-
stöðvar ríkisverðbréfa, við DV í gær.
Fastir áskrifendur
fá lika skiptiuppbót
Pétur segir að föstum áskrifendum
spariskírteina verði einnig boðin
þessi uppbót fyrst um sinn. „Fram-
haldið ræðst svo af þeim kjörum sem
verða á markaönum hverju sinni.“
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
ríkissjóður býður sérstaka skipti-
uppbót til þeirra sem eru að innleysa
spariskírteini í upphafi árs og kaupa
ný. Þessi háttur hefur verið hafður
á síðasthðin þrjú ár.
Kjörin á spariskírteinum hjá rík-
inu eru nú þau að nýr kaupandi fær
spariskírteini með 6 prósent ávöxt-
un. Fastir áskrifendur hafa í áskrift
fengið 6,2 prósent ávöxtun en vext-
imir hækka nú í 6,6 prósent um sinn.
Þeir sem eiga skírteini, sem eru að
koma til innlausnar, fá 6,6 prósent
- segir forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa
✓
Kaup.tu ný spariskírteini meö skiptiuppbót
Nu býðsl þcr skiptíuppból & nýjuni spsiriskírtanttm í slað spajisktiieiHu í lifl.D .1 scm cru ú
lófca^jisiddúgii 1. íebrúar. ínni3usnarverð þcssa flokks er kr. 20.109.80 fyrir hvcrt 10.000 kr.
r.kíftcim.
Tii aö fá skipriuppÞól ii nýjum spariskírurimtm þtVrfiu eimmgis að kaupa ný spariskíricíiii
'um letð og þú innieysir þau.gömin óg þá fasrÖú riýju skírtciaÍK með 6,6% raunvóMum. cda 0.6%.
hxtri r.tunvtfxtiim en bjóðasl i aimenntT stfiii. ljinstirnt skirteinanna er 5 eða 10 ár að eigin vali.
1-é i'ærö ny spuriskiricinj tnrð skipúuppfxSi i SeðUbanka íslands og i-ionustumióstöð rikisvcrðbréfa.
Auglýsingin frá ríkissjóði. Boðin eru sérstök skiptikjör sem hækka vexti
nýrra skírteina upp i 6,6 prósent.
ávöxtun kaupi þeir ný. Og í stóru síðasta ári bauð ríkið skírteini með
samningunum við lífeyrissjóðina á 7,05 prósent ávöxtun. -i
Hvimleitt bragð að bjóða
viðskiptavinum mismunandi
kjör?
- Er það ekki hvimleitt bragð af
hálfu ríkissjóðs að mismuna við-
skiptavinum sínum og bjóða þeim
mismunandi ávöxtun?
„Alls ekki. Þaö gildir í öllum viö-
skiptum að stórir kaupendur fái
magnafslátt og fastir og traustir viö-
skiptavinir njóti einhverra sér-
kjara.“
Pétur segir ennfremur að fastir
kaupendur spariskírteina ríkissjóðs
í áskrift séu nú hátt í 10 þúsund tals-
ins.
Krafan á Verðbréfaþingi
Þeir sem fylgjast vel með íjár-
magnsmarkaðnum hafa glöggt séð
að ávöxtunarkrafa kaupenda spari-
skírteina ríkisins á Verðbréfaþingi
íslands er á bihnu 6,75 til 7 prósent,
að frádreginni kaupþóknun miðlar-
ans sem getur lækkað ávöxtun lítil-
lega. Þetta er sú ávöxtun sem kaup-
endum skírteina býðst með því að
kaupa í gegnum Verðbréfaþingið en
ekki beint af ríkissjóði.
Ástand markaðarins með spari-
skirteini ríkissjóðs sést hvergi betur
en einmitt á Veröbréfaþinginu.
Krafan, sem kaupendur skírteina
gera þar, er markaðskjör. Af því má
ráða að ríkið er að teygja sig upp í
það sem gerist á Verðbréfaþinginu
Norsk Data tapar 1,2 milljörðum
Norska tölvufyrirtækið Norsk
Data tapaði 129 milljónum norskra
króna í fyrra eða sem nemur 1,2
milljörðum íslenskra króna. Þetta er
miklu verri útkoma en búist var við.
Síðasta ár var jafnframt þriðja tapár
fyrirtækisins í röð.
Norsk Data rekur útibú hér á landi.
Á meðal helstu viðskiptavina þess
eru DV og Morgunblaðið sem keyptu
tölvur og tölvukerfi af því fyrir
nokkrum árum. Þessi tölvukerfi eru
á meðal stærstu tölvukerfa hérlend-
is.
Síöastliðið sumar lagði fyrirtækið
fram hálfs árs uppgjör og samkvæmt
því var hagnaðurinn um 10 milljónir
norskra króna eða um 94 milljónir
íslenskra.
Forstjórinn, Erik Engebretsen,
brosti þá breitt og sagði að stefnunni
hefði verið snúið við, frá tapi yfir til
hagnaðar.
Starfsemi Norsk Data í Noregi hef-
ur gengið þokkalega en það er fyrst
og fremst rekstur fyrirtækisins er-
lendis sem er þungur. Til stendur að
selja starfsemina í Hollandi, Sviss og
Frakklandi.
Á síðustu tveimur árum hefur
starfsmönnum Norsk Data fækkað
úr 4.200 í 2.600 talsins. Á þessu ári
verður starfsmönnum fækkað enn
meira.
Rekstrartekjur voru í fyrra tæp-
lega 23 milljarðar íslenskra króna á
móti 25 milljarða tekjum árið 1989.
Tapið árið 1989 var hins vegar um
3,9 milljarðar íslenskra króna á móti
uml,2milljörðumífyrra. -JGH
Kostnaðarverð SS-hússins
komið yf ir 600 milljónir
í drögum að kaupsamningi ríkisins
á SS-húsinu í Laugamesi býður rík-
issjóður ellefu hús í Reykjavík og
utan höfuðborgarinnar sem greiðslu.
Kostnaðarverð hússins, sem er rétt
tilbúið undir tréverk.'er komið yfir
600 milljónir króna.
Á meðal þessara ellefu húsa eru
Miðfellshúsin á Ártúnshöfða, hluti
hússins að Engjateigi 9 sem keyptur
var nýlega af Dansstúdíói Sóleyjar,
fiskverkunarhús Ingimundar í
Reykjavík, hús Hagvirkis í miðbæ
Kópavogs og sjö önnur hús, flest at-
vinnuhúsnæði sem ríkiö hefur eign-
ast á uppboðum.
Byggingarkostnaður
yfir 600 milljónir
SS-húsið er rétt tilbúiö undir tré-
verk. Það er ónotað af Sláturfélaginu.
í því hggur mikið bundið fé. Áhvíl-
andi skuldir gera ekkert annað en
hækka og hlaöa utan á sig vöxtum.
í lok ársins 1989 var kostnaðarverð
hússins, samkvæmt reikningum SS,
komið í 572 milljónir. Á síðasta ári
hlóðust síðan áfram upp vextir þann-
ig að kostnaður þess er nú kominn
yfir 600 miiljónir.
Húsið er tílbúið undir tréverk og
þarf ríkið að leggja út í verulegan
viðbótarkostnað til að gera það not-
hæft. Tilgangur ríkisins er að nota
það undir alla Ustaskóla sína, svo og
fyrir íslenska dansflokkinn og aðra
listastarfsemi á vegum ríkisins.
Sláturfélagið nýtir húsið ekkert.
Af hálfu SS hefur byggingin veriö
tahn hrapalleg mistök. Það er því
mikill léttir fyrir Sláturfélag Suður-
lands að losna loksins við húsið eftir
að hafa verið með það á sölu í meira
en tvö ár. Það var Jón H. Bergs, fyrr-
um forstjóri Sláturfélagsins, sem var
aðalhvatamaðurinn að byggingu
hússins.
Enginn kaupandi fannst
að húsinu í rúm tvö ár
Enginn kaupandi fannst að húsinu
nema ríkið. Það er ekki síst fyrir
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
mikinn og stöðugan þrýsting allra
þingmanna Suðurlands, úr öllum
flokkum, sem hreyfing hefur komist
á málið.
Menntamálaráðherra, Svavar
Gestsson, hefur í meira en eitt ár
viljað húsið undir Ustastarfsemi en
innan fjármálaráðuneytisins, með
Ólaf Ragnar Grímsson í fararbroddi,
hefur áhuginn á húsinu verið minni.
Á meöal manna er gjarnan tekið svo
til orða sem listin í landinu sé að
bjarga landbúnaðinum.
Drögin klár fyrir jól
Það var þegar fyrir jól sem drögin
að kaupsamningnum lágu fyrir á
milli ríkissjóðs og Sláturfélagsins
þar sem þessi ellefu hús eru boðin
sem greiðsla. Gert er ráð fyrir að um
makaskipti verði að ræða, hrein
eignaskipti.
Samkvæmt upplýsingum DV sætt-
ir Sláturfélagið sig við þau drög sem
nú liggja fyrir. Boltinn er hins vegar
hjá fjármálaráðuneytinu. Þar á bæ á
eftir að taka endanlega ákvörðun.
Þöglir sem gröfin
Fulltrúar fjármálaráðuneytisins
hafa ekki viljað gefa upp hver þau
ellefu hús eru sem það býður í skipt-
um fyrir SS-húsið. Þeir hafa heldur
ekki viljað gefa upp á hvaða verði
ríkið kaupir húsið. Ljóst er að hagur
SS felst í að losna við þunga eign sem
er umvafin erfiðum skuldum. Með
húsunum ellefu dreifir félagið eign-
aráhættunni. Það verður örugglega
auðveldara að selja eitthvert hinna
ellefu húsa en það var að losna við
drekann í Laugarnesinu.
til að vera samkeppnisfært.
Þess má geta að þau spariskírteini,
sem koma til innlausnar 1. febrúar,
eru frá 1988 og hafa borið 8,5 raun-
vexti. En það voru markaðskjör þess-
ara bréfa fyrir tveimur árum. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 3-3,5 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3-4 Lb.Sp
6 mán. uppsögn 4-4,5 Sp
12 mán. uppsögn 5 Lb.lb
18mán. uppsögn 10 Ib
Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Bb.Lb.Sp
Sértékkareikningar 3-3,5 Lb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir nema IÞ lb
Innlánmeðsérkjörum 3-3,25
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 6-6,25 Bb
Sterlingspund 12-12.6 Sp
Vestur-þýsk mörk 7.75-8 Bb.Sp
Danskarkrónur 8,5-9 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(fon/.) 13,75 Allir
Viðskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 13,5-14,25 Lb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 17.5 Allir
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7.75-8,75 Lb
Útlántilframleiðslu
isl. krónur 13,25-14 Lb
SDR 10,5-11,0 Lb
Bandarikjadalir 9,5-10 Lb
Sterlingspund 15,5-15,7 Allir nema
Vestur-þýsk mörk 10,75-11,1 Sp Lb.lb
Húsnæðislán 4.0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 21,0
MEÐALVEXTIR
Överðtr. jan. 91 13,5
Verðtr. jan. 91 8.2
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala jan. 2969 stig
Lánskjaravísitala des. 2952 stig
Byggingavísitala jan. 565 stig
Byggingavisitala jan. 176,5 stig
Framfærsluvísitala jan. 149,5 stig
Húsaleiguvísitala 3% hækkun . jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,322
Einingabréf 2 2,880
Einingabréf 3 3,497
Skammtimabréf 1,785
Kjarabréf 5,215
Markbréf 2,769
Tekjubréf 2,029
Skyndibréf 1,547
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,548
Sjóðsbréf 2 1,809
Sjóðsbréf 3 1,772
Sjóðsbréf 4 1,526
Sjóðsbréf 5 1,066
Vaxtarbréf 1,7953
Valbréf 1,6828
Islandsbréf 1,104
Fjórðungsbréf 1,058
Þingbréf 1,104
öndvegisbréf 1,093
Sýslubréf 1,111
Reiðubréf 1,084
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100
nafnv.:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6,88
Eimskip 5,57 5,85
Flugleiöir 2,43 2,55
Hampiðjan 1.72 1,80
Hlutabréfasjóðurinn 1.76 1,84
Eignfél. Iðnaðarb. 1,89 1,98
Eignfél. Alþýöub. 1,38 1,45
Skagstrendingur hf. 4,00 4,20
Islandsbanki hf. 1,38 1,45
Eignfél. Verslb. 1,36 1,43
Olíufélagið hf. 6,00 6,30
Grandi hf. 2,20 2,30
Tollvörugeymslan hf. 1.07 1.12
Skeljungur hf. 6,40 6.70
Armannsfell hf. 2,35 2,45
Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35
Útgerðarfélag Ak. 3,50 3,68
Olís 2,12 2,25
Hlutabréfasjóður VlB 0,95 1,00
Almenni hlutabréfasj. 1.01 1,05
Auðlindarbréf 0,96 1.01
Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefrrum af þriðja
aðila, er miðaö við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn,
lb= Islandsbanki Lb = Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nðnari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.