Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 26
FÖfeTÖD'ÁGU'R 25. 'JÁÍSTIJá'r 1991.
3-*
34
Fólk í fréttum dv
Edda lina Helgason
Edda L. Helgason er einn af stofn-
endum verðbréfafyrirtækisins
Handsal.
Starfsferill
Edda Lína er fædd 14. apríl 1957 í
ReyKjavík og lauk B A-prófi í við-
skiptafræði í Columbíuháskóla í
Bandaríkjunum 1980. Hún lauk
MBA-próíi í rekstrarhagfræði í Col-
umbíuháskóla 1982. Edda var full-
trúi hagdeildar Eimskipafélags ís-
lands janúar-júni 1980 og fulltrúi í
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins fe-
brúar 1982-febrúar 1983. Hún var
viðskipta- og markaðsfulltrúi í Citi-
bank í London febrúar 1984-júlí 1985
og einn af stofnendum fjármögnun-
arleigunnar Glitnis hf. í Rvík 1985.
Fjölskylda
Systkini Eddu eru Ólöf, f. 26. mars
1954, húsmóðir í Darien í Connecti-
cut, gift Ware Preston, verkfræðingi
og tryggingaráðgjafa; Helgi, f. 29.
janúar 1961, læknir, í framhalds-
námi í skurðlækningum í Dudley í
Englandi, og Sigurður Einar, f. 26.
október 1966, í flugtæknirekstrar-
námi í Ellensburg í Washingtonfylki
í Bandaríkjunum.
Ætt
Foreldrar Eddu eru Sigurður
Helgason, f. 20. júlí 1921, stjórnar-
formaður Flugleiða, og kona hans,
Unnur Einarsdóttir, f. 21. febrúpr
1930. Meðal foðurbræðra Eddu er
Hallgrímur tónskáld. Sigurður er
sonur Helga, kennara í Rvik, Hall-
grímssonar, hreppstjóra á Gríms-
stöðum, bróður Haralds prófessors,
foður Jónasar Haralz, fyrrv. banka-
stjóra, og Soffíu, móður þeirra Völ-
undarbræðra. Systir Hallgríms var
Marta, móðir Sturlu Friðrikssonar
erfðafræðings og langamma Jónas-
ar Haraldssonar, fréttastjóra DV.
Önnur systir Hallgríms var Sess-
elja, móðir Sveins Valfells forstjóra.
Þriðja systir Hallgríms varÞuríður,
móðir Níelsar Dungal prófessors.
Hallgrímur var sonur Níelsar, b. á
Grímsstöðum á Mýrum, Eyjólfsson-
ar og Sigríðar, systur Hallgríms
biskups, og Elísabetar, móður
Sveins forseta og langömmu Sveins
sendiherra, Ólafs B. Thors forstjóra
og Ólafs Mixa læknis.
Sigríður var dóttir Sveins Níels-
sonar, prófasts á Staðastað, og fyrri
konu hans, Guðnýjar skáldkonu,
systur Margrétar, ömmu Ólafs Frið-
rikssonar verkalýðsleiðtoga. Guðný
var einnig systir Magnúsar, langafa
Björns, fyrrv. háskólabókavarðar,
ogHalldórs, fyrrv. skattstjóra
Reykjavíkur, Sigfússona. Guðný var
dóttir Jóns Jónssonar, prests á
Grepj aðarstað, og Þorgerðar Run-
ólfsdóttur, systur Guðrúnar, ömmu
Björns Olsen háskólarektors.
Móðir Helga var Sigríður, systir
Ragnheiðar, móður Bjarna Ásgeirs-
sonar ráöherra, og amma Gunnars
Bjarnasonar ráðunautar. Sigríður
var dóttir Helga, b. á Vogi í Hraun-
hreppi, bróður Ingibjargar,
langömmu Kristjáns Eldjám for-
seta. Helgi var sonur Helga Helga-
sonar, alþingismanns í Vogi, og
Ingibjargar Jónsdóttur, prests í Hít-
amesi, Sigurðssonar, bróður Mark-
úsar, langafa Þorláks Ó. Johnson
kaupmanns.
Móðir Sigríðar var Soffía, systir
Guðbjargar, langömmu Önnu, móð-
ur Eiríks frá Dagverðargerði, bóka-
varðar Alþingis. Soffía var dóttir
Vemharðs, prests í Reykholti, Þor-
kelssonar. Móðir Vernharðs var
Guðbjörg Vernharðsdóttir, prests í
Otradal, Guðmundssonar, bróður
Þorláks, fóður Jóns, skálds á Bæg-
isá. Móðir Soffíu var Ragnheiður
Einarsdóttir, systir Eyjólfs Eyjajarls
alþingismanns.
Móðir Sigurðar var Ólöf kennari
Sigurjónsdóttir, kennara Jónsson-
ar, b. í Nefsholti í Holtum, Sigurðs-
sonar, b. í Kálfholtshjáleigu í Holt-
um, Ólafssonar. Móðir Ólafar var
Sesselja, systir Ólafar, móður Nils,
fyrrv. framkvæmdastjóra Síldarút-
vegsnefndar, föður Gústafs, fram-
leiðslustjóra Kísiliðjunnar, Ólafs,
fyrrv. skattrannsóknarstjóra, og
Boga rannsóknarlögreglustjóra. Ól-
öf var einnig móðir Óla, fyrrv. for-
stjóra Heklu. Þá var Ólöf móðir
Ólafar, móöur Ólafs G. Einarssonar,
þingflokksformanns Sjálfstæðis-
flokksins. Loks var Ólöf móðir Ingi-
bjargar, móður Sigurðar Briem
deildarstjóra. Bróðir Sesselju var
Bergsteinn, faðir Gizurar hæstarétt-
Edda L. Helgason.
ardómara, föður Bergsteins bmna-
málastjóra, Lúðvíks hrl. og Sigurðar
bæjarfógeta.
Sesselja var dóttir Ólafs Arn-
björnssonar, b. á Árgilsstöðum, af
Kvoslækjarættinni, og konu hans,
Þuríðar Bergsteinsdóttur, systur
Jóhannesar, afa Gunnars Berg-
steinssonar, forstjóra Landhelgis-
gæslunnar.
Unnur er dóttir Einars, skipstjóra
í Rvík, Kristjánssonar, sjómanns á
Þorfmnsstöðum í Önundarfirði, Eg-
ilssonar. Móðir Unnar er Sigurlín
Högnadóttir, b. á Norður-Fossi í
Mýrdal.
Afmæli
Hörður Haraldsson
Hörður Haraldsson, Vatnsstíg 11,
Reykjavík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Hörður fæddist á Eyrarbakka á
Svalbarðsströnd í Suður-Þingeyjar-
sýslu en ólst upp í foreldrahúsum á
Ákureyri, hjá skyldfólki sínu á Þor-
grímsstöðum á Vatnsnesi í átta ár
og loks aftur hjá foreldrum sínum á
Siglufirði.
Hörður kom til Siglufjarðar 1935
og átti þar heima í fimmtán ár. Hann
lærði þar skipasmíði á árunum
1940-44 og stundaði jafnframt nám
viö iðnskólann þar.
Eftir að Hörður kom til Reykjavík-
ur árið 1950 var hann lengst af
verkamaður hjá Eimskip.
Fjölskylda
Hörður á þrjú börn. Þau eru Inga
Herdís, f. 4.10.1949, húsmóðir á Höfn
í Hornafirði, gift Einari Inga Jó-
hannssyni sjómanni og eiga þau
saman þijú böm, auk þess sem hún
á einn son frá fyrra hjónabandi;
Guðni Karl, f. 23.7.1954, verslunar-
og verkamaður í Reykjavík; Heið-
rún Elsa, f. 19.10.1956, húsmóðir í
Reykjavík, gift Heimi Skarphéðins-
syni, kjötiönaðarmanni og húsa-
smið, og eiga þau þrjá syni.
Alsystkini Harðar urðu átta tals-
ins en tvö þeirra dóu ung. Systkini
hans; Unnur, húsmóðir í Reykjavík;
Þuríður, húsmóðir á Siglufirði; Vil-
borg Ágústa, húsmóðir í Hafnar-
firði; Gunnlaugur Ingi, síldarmats-
maður á Siglufirði; Lorelei, húsmóð-
ir í Reykjavík; Jónína Herdís, hús-
móðir í Kópavogi. Systkini Harðar,
sem dóu í barnæsku, vora Gunn-
laugur og Regína. Auk þess á Hörð-
ur tvær hálfsystur, þá eldri sam-
mæðra, Ástu Þóru Valdimarsdóttur,
húsmóður og ekkju í Reykjavík, og
þá yngri samfeðra, Kolbrúnu, hús-
móður í Reykjavík.
Foreldrar Harðar; Haraldur
Gunnlaugsson, f. 1896 á Stóra-Borg
í Vesturhópi í Vestur-Húnavatns-
sýslu, sOdarmatsmaður á Siglufirði
ogíKópavogi,og kona hans, Guðný
Jónsdóttir, f. 1894, d. 1977, húsmóðir.
Ætt
Haraldur var sonur Gunnlaugs,
bróður Benedikts, fööur Eyþórs,
föður Jóns veöurfræðings. Gunn-
laugur var sonur Sigurðar, jám-
smiðs á Svalbarðsströnd og á Akur-
eyri, Sigurðssonar, b. á Eyjólfsstöð-
um í Vatnsdal, Sigurðssonar. Móðir
Gunnlaugs var Una Bjamadóttir,
b. í Koti í Vatnsdal, Snorrasonar og
Önnu Loftsdóttur frá Brúsastöðum
í Vatnsdal.
Móðir Haralds var Þuríður
Bjarnadóttir, b. á Saurbæ á Vatns-
nesi, Guðmundssonar, b. í Öxl í
Þingi, bróður Siguröar, föður Páls,
prests í Gaulverjabæ, föður Árna,
prófessors í sagnfræði. Guðmundur
í Öxl var sonur Jóns, b. á Eyjólfs-
stöðum, bróður Jóhannesar Nordal,
föður Sigurðar Nordal. Jón var son-
ur Guðmundar, b. á Kirkjubæ, Ól-
afssonar. Móðir Guðmundar í
Kirkjubæ var Sigríður, systir Vatns-
enda-Rósu. Móðir Bjarna í Saurbæ
var Ósk Guðmundsdóttir, b. á
Torfalæk, Ólafssonar, og Maríu
Torfadóttur frá Kolugili í Víðidal.
Móðir Þuríðarvar Ingveldur Stef-
ánsdóttir, b. á Ósum á Vatnsnesi,
Jónssonar og Þórdísar Steingríms-
dóttur.
Guðný var dóttir Jóns, b. í Gilsár-
teigshjáleigu á Fljótsdalshéraði og
síðar í Vestdal í Seyðisfirði, Eyjólfs-
sonar, b. í Fossgerði, Benediktsson-
Hörður Haraldsson.
ar, b. á Eyvindará í Eiðaþinghá,
Jónssonar, b. í Tunguhaga í Skóg-
um, Eyjólfssonar.
Hörður tekur á móti gestum á
morgun, laugardaginn 26.1., eftir
klukkan 15 í safnaðarheimili Ás-
kirkju.
Katrín Pálsdóttir
Katrín Pálsdóttir hjúkranarfræð-
ingur, Nesbala 114, Seltjarnarnesi,
erfertugídag.
Starfsferill
Katrín fæddist í Reykjavík. Hún
lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar, var skiptinemi í How-
ard Lake í Minnesota í Bandaríkj-
unum 1967-68 og lauk þar síðasta
bekk gagnfræðskóla (Howard Lake
High School) 1968. Kátrín lauk
hjúkrunarprófi frá Hjúkranarskóla
íslands 1973, hjúkrunarkennara-
prófi frá KHÍ1978 og B.Sc-prófi í
hjúkrun frá HÍ1988.
Katrín vann skrifstofustörf við
sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík
1968-69, var gangastúlka við Kom-
mune Hospitalet í Kaupmannahöfn
veturinn 1969-70, var hjúkranar-
fræðingur við hjartadeild Landspít-
ala íslands 1973-75, hjúkrunarfræð-
ingur við vökudeild kvennadeildar
Landspítalans 1977-78, var kennari
pg deildarstjóri við Hjúkranarskóla
íslands 1979-82, hjúkranarfræðing-
ur við lyflæknisdeild Landakots-
spítala frá sumri og til ársloka 1984
og var hjúkrunarframkvæmdastjóri
á Landakotsspítala frá ársbyijun
1986-1.12.1989.
Katrín er fyrsti varabæjarfulltrúi
á Seltjamamesi, situr í stjórn
Heilsugæslustöðvar Seltjamamess
ogí umhverfisnefnd Seltjamar-
nesbæjar.
Fjölskylda
Katrín giftist 10.7.1971 Gunnari
Þorvaldssyni, f. 23.4.1947, flugstjóra
en hann er sonur Þorvaldar Hall-
grímssonar, píanóleikara á Akur-
eyri, og Katrínar Lárusdóttur hús-
móður sem nú er látin.
Dætur Katrínar og Gunnars era
Linda,f.4.11.1971,nemiviö VÍ;
Katrín Rós, f. 8.3.1975, nemi í Val-
húsaskóla, ogPála, f. 22.1.1982, nemi
í Mýrarhúsaskóla.
Systur Katrínar eru Lára, f. 25.10.
1952, félagsráðgjafi á bamageðdeild
ríkisspítalanna, gift Sveini Kjart-
anssyni barnalækni og eiga þau þijú
börn, Snjólaugu, f. 1973, Kjartan
Pál, f. 1977, og Jóhann Jökul, f. 1989;
Ingibjörg, f. 7.1.1957, ballettdansari
hjá íslenska dansflokknum, og á
hún eina dóttur, Unni, f. 1986; Guð-
rún, f. 7.1.1957, ballettdansari hjá
íslenska dansflokknum, gift Þóri
Baldurssyni hljómhstarmanni og
eiga þau eina dóttur, Sóleyju, f. 1984;
Unnur, f. 18.6.1963, nemi við KHÍ,
og era böm hennar Páll Ingi, f. 1986,
og Erla Hlíf, f. 1987.
Foreldrar Katrínar eru Páll Stein-
ar Guðmundsson, f. 29.8.1926, skóla-
stjóri Mýrarhúsaskóla á Seltjamar-
nesi, og kona hans, Unnur Ágústs-
Katrín Pálsdóttir.
dóttir, f. 11.7.1927, sérkennari.
Ætt
Páll er sonur Guömundar Guðna,
gjaldkera og kennara á ísafirði,
Kristjánssonar, skipstjóra og b. í
Meira-Garði í Dýrafirði, Ólafssonar,
b. í Ytrihúsum í Dýrafirði, Sakarías-
sonar. Móðir Guðmundar var Sig-
ríður Þórðardóttir, b. á Lambavatni
á Rauðasandi, Jónssonar. Móðir
Páls er Lára Ingibjörg Magnúsdótt-
ir, verslunarmanns á Sauðárkróki,
Guðmundssonar, og Hildar Mar-
grétar Pétursdóttur.
Unnur er dóttir Ágústs, bílstjóra í
Reykjavík, Guðmundssonar, skipa-
smiðs á ísafirði, Guðmundssonar.
Móðir Unnar er Katrín Hreinsdótt-
ir, b. á Hamrahóli í Ásahreppi og í
Kviarholti í Holtum, Þorsteinsson-
ar.
Katrín tekur á móti gestum á
heimih sínu á afmæhsdaginn.
Til hamingju með
afmælið 25. janúar
-------------- Hannelore Helga Jahnké,
85 ára
Vigdís Kristjánsdóttir,
Uröarstíg 16A, Reykjavík.
80 ára
Guðrún Sigfusdóttir,
Mjósundi2, Hafnarfirði.
75 ára
Kristín Hinriksdóttir,
Skólavörðustig 22A, Reykjavík.
60ára
Þórunn Vemharðsdóttir,
Skólavegi 11, ísafiröi.
ÓÍöfSveinsdóttir,
Grenivöllum 20, Akureyri.
Melgerði 29, Kópavogi.
50ára
Katrín Gunnarsdóttir,
Aðalstræti 39, Þingeyri.
40ára
Margrét Jónsdóttir,
Fjarðarstræti 47, ísafirði.
Albína HallaHauksdóttir,
Sílakvísl 2, Reyltjavík.
Steinunn Melsteð,
Bólstaðarhhö 5, Reykjavík.
Alda Engilráð Stefánsdóttir,
Njálsgötu 23, Reykjavík.
I ngólfur Steinsson,
Laufásvegi 9, Reykjavík.
Lára Magnúsdóttir,
Furubergi 15, Hafnarfiröi.
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A
VALDA ÞÉR SKAÐA! 5=