Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1991.
33
Lfísstni
F0|rp|
SVEPPIR
-19%
I
U)
3
C
'O
CQ
I
564 326
-jsr s»...
Þessi mynd var tekin af grænmetismarkaðnum í nýrri verslun Bónuss í Kópavogi.
DV-mynd Hanna
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Meðalverð lækkar á
flestum tegundum
Neytendasíða DV kannaði að þessu
sinni verð á grænmeti á eftirtöldum
stöðum; Bónus, Kópavogi, Fjarðar-
kaupi, Hafnarfirði, Hagkaupi,
Kringlunni, Kjötstöðinni, Glæsibæ
og Miklagarði, Kaupstað í Mjódd.
Bónusbúðirnar selja*sitt grænmeti í
stykkjatali á meðan hinar saman-
burðarverslanirnar selja eftir vigt.
Til aö fá samanburð þar á milli er
grænmeti í Bónusi vigtað og um-
reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló-
verð.
Meðaiverð á tómötum lækkaði
heilmikið milli vikna eða um 25 af
hundraði og er nú 250 krónur. Tóm-
atar voru ódýrastir í Bónusi en þar
kostuðu þeir 105 krónur kílóið. Næst
kom Fjarðarkaup 244, Hagkaup 279,
Kjötstöðin 283 og Mikligarður 339.
Munur á hæsta og lægsta verði var
heO 223%.
Meðalverð á gúrkum stóð næstum
í stað, lækkunin milli vikna nam
einu prósenti og meðalverði er nú 294
krónur. Gúrkur voru ódýrastar í
Bónusi á 128 kr., næst á eftir í Fjarð-
arkaupi 274, Miklagarði 335, Hag-
kaupi 339 og Kjötstöðinni 394. Munur
á hæsta og lægsta verði á gúrkum
var 208%.
Lækkun varö á meðalvéröi á
- mest á vínberjum og papriku
sveppum frá í síðustu viku um 19%
og er meðalverðið nú 482 krónur.
Sveppir voru ódýrastir í Bónusi en
þar kostaði kílóið 326. Á eftir fylgdi
Kjötstöðin 448, Fjarðarkaup 528,
Mikligarður 545 og Hagkaup 564.
Munur á hæsta og lægsta verði var
73%.
Lækkun á meðalverði á grænrnn
vínbeijum nam heilu 61% milh vikna
og meðalverðið er nú 222 krónur.
Græn vínber voru ódýrust í Kjötstöð-
inni 98, síðan kom Hagkaup 99, Bón-
us 141, Mikligarður 375 og Fjarðar-
kaup 398. Munur á hæsta og lægsta
verði var mikill eða 306%.
Meðalverð á grænni papriku lækk-
aði sömuleiðis umtalsvert frá í síð-
ustu viku eða um 40 af hundraði og
er nú 313 krónur. Græn paprika var
ódýrust í Bónusi en þar kostaði hún
111 krónur. Á eftir kom Fjarðarkaup
316, Mikligarður 375, Hagkaup 379
og Kjötstöðin 384. Munur á hæsta og
lægsta verði á grænni papriku var
246%.
Meðalverð á kartöflum var eina
verðið í könnuninni sem hækkaði
milli vikna. Hækkunin nam 14% og
er nú meðalverðið 81 króna. Kartöfl-
ur voru ódýrastar í Bónusi á 69,50
krónur kílóið, ekki langt á eftir kom
Fjarðarkaup 75,50, Hagkaup 82, Kjöt-
stöðin 89 og Mikligarður 89,50. Mun-
ur á hæsta og lægsta verði var 29 af
hundraði.
Meðalverð á blómkáh var nánast
óbreytt frá í síðustu viku. Lækkunin
nam 1% og meðalverðið er nú 216
krónur. Blómkál var ódýrast í Mikla-
garði 195, Fjarðarkaup og Hagkaup
voru með sama verðið 199 og Kjöt-
stöðin 272. Blómkál fékkst ekki í
Bónusi. Munur á hæsta og lægsta
verði á blómkáli var 39%,
Lækkun meðalverðs á hvítkáli
nam 23% og er verðið nú 96 krónur.
Hvítkál var ódýrast í Bónusi á 70
krónur kílóið. Næst kom Mikligarð-
ur 98, Fjarðarkaup og Hagkaup með
sama verð 99 og Kjötstöðin 115 krón-
ur. Munur á hæsta og lægsta verði
var 64%.
Lækkunin á meðalverði á gulrót-
um frá í síðustu viku var 25% og
meðalverðið er nú 146 krónur.
Lægsta verðið á gulrótum var í Bón-
usi 96 krónur en síðan kom Mikli-
garður 140, Fjarðarkaup 150, Hag-
kaup 155 og Kjötstöðin 190 krónur.
Munur á hæsta og lægsta verði nam
98%.
is
Sértilboð og afsláttur:
Sjampó og næring
saman í pakka
I verslun Bónuss í Kópavogi var
hægt að kaupa 475 gramma Cocoa
Puffs morgunkorn á afsláttarverðinu
213 krónur, Ora fiskbollur í dós, 1
kg á 184, E1 Marino kafH, 454 g á 187
og fljótandi Hreins þvottaefni, 2 1 á
446 krónur.
Meðal tilboðsvara í verslun Fjarð-
arkaups mátti finna Cheddex partí-
kex, aUar bragðtegundir, í 226
gramma pökkum á 59 krónur,
Maarud ídýfuduft, margar bragð-
tegundir, á 40 krónur pakkann, hálfs
lítra Pripps pilsnerdósir á 49 krónur
og hreinan appelsínusafa frá Bravo,
lítrann á 99 krónur.
Miklagarðsverslunin Kaupstaður í
Mjódd var með afsláttarverð á Hy
Top Corn Flakes morgunkorni, 510 g
á 140 krónur. Hy Top vörumar þeirra
vom almennt á afslætti hjá þeim því
einnig mátti fmna Hy Top þvotta-
duft, 2 kg á 299 krónur, og Hy Top
saltkex, 454 gramma pakka á 109
krónur. Frón kremkex, 250 grömm,
fengust á 91 krónu.
Kjötstöðin Glæsibæ var með Nisa
súkkulaöikex, 300 grömm, á tilboðs-
veröinu 93 krónur. Af hreinlætisvör-
um var hægt að kaupa Galant eld-
húsrúllur á 89 krónur tvær rúllur
og 12 rúllur af salemispappír frá
Papco kostuðU 289 krónur. E1 Marino
kaffi var nýkomið og var á tilboði,
454 g á 187.
Hagkaup, Kringlunni, bauð ör-
bylgjupopp, 3 poka saman í pakka á
99 krónur, Cocoa Puffs morgunverð-
arkorn, 475 g, kostaði 215 krónur.
Einnig var á tilboði hrökkbrauð frá
Finn Crisp, 200 g á 59, og saman í
pakka Barnángen sjampó og hár-
næring, 200 ml (400 ml saman), á 249
krónur.
ÍS
Kartöflur
,,0i Verð í krónum
Júnl Júlt Ag, Scpt OM. Nðv. Dc«. Jan.
?Gúrkur
Verð í krónum
Júnf Júlí Ág. Sopt OkL Növ. Doi. Jan.
Tómatar
Verð í krónum
Júnf Júll AqúsSopt OKl Núv. Do». Jan,
Vínber
w
Verð í krónum
Júnf Júll Ag. Sopt Okt Nðv. Dos. J