Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Blaðsíða 14
1-4 FftSTUDAGUR 25.' JANÚAR' 1991. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022-FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Stríðsfréttir Fólk fylgist spennt meö fréttum af stríðinu viö Persa- flóa. Allir íslenskir Qölmiölar eru uppfullir af frásögnum af atburðarásinni og framvinðu mála og auk þess hafa íslendingar aögang að tveim alþjóölegum sjónvarps- stöövum, Sky og CNN, og eflaust er mikið horft á þær útsendingar þótt á óvanalegum tíma séu. En þetta eru óvanalegir tímar og um heim allan kemst fátt annað aö en stríðsfréttir og aftur stríösfréttir. Jafnvel í þing- húsinu í Vilnius, þar sem árás Rauða hersins er yfirvof- andi, sitja varðmenn og horfa á sjónvarpsfréttir úr Persaflóanum í gegnum gervihnetti. En hversu mikið er að marka þessar stríðsfréttir? Ljóst er að yfir þeim hvíhr leynd og hernaðaryfirvöld bandamanna ákveða að mestu leyti sjálf hvað sagt er um gang stríðsins. Það eru hernaðaryfirvöld sem skammta upplýsingarnar í fréttaþyrsta fjölmiðlamenn og athygli vekur að flestar þær myndir, sem sjást á sjón- varpsskjánum frá stríðsátökum, eru fyrirfram ritskoð- aðar af hernaðaryfirvöldunum. Það er löngu kunn staðreynd úr átökum af þessu tagi að stríðsfréttum er hagrætt. Frásagnir af misheppn- uðum árásum, mannfalh eða ósigrum eru því aðeins matreiddar og upplýstar að þær þjóni einhverjumn her- fræðhegum tilgangi. Stríð stendur ekki aðeins á vígvell- inum sjálfum. Stríð er sömuleiðis háð um almennings- álitið'og móralinn. Þannig héldu talsmenn bandamanna því fram að fyrstu loftárásirnar hefðu heppnast nær fuhkomlega, átta af hverjum tíu skotmörkum hefðu' verið hæfð. Nú hafa Sovétmenn sagt frá því að árangurinn af sprengjuárásum flughersins hafi hvergi nærri verið eins góður og af var látið. Hlutfallið sé einn á móti tíu. Banda- menn segjast hafa misst á þriðja tug flugvéla. írakar segjast hafa skotið niður á annað hundrað. Hverju á að trúa? Reyndar berast htlar upplýsingar um mannfall hjá írökum og ljóst að þeir beita einnig þeirri aðferð gagn- vart sínu fólki að gagnárás bandamanna hafi verið mis- lukkuð og herir íraka að mestu óskaddaðir. Hér er enn verið að höfða til móralsins. Það má ekki láta neinn bhbug á sér finna. Halda mætti að írak væri sundurskotið og sundur- tætt land eftir tólf þúsund flugárásir í hálfan mánuð. Þó hafa írakar afl th gagnárása og enn á eftir að vinna á mhljón manna landher þeirra. Það er þess vegna ekki aht sem sýnist á þeirri mynd sem hingað til hefur verið dregin upp af stríðinu. Annar hvor aðihnn segir ósatt um velgengni sína. Kannske báðir. Hér ekki við fjölmiðla að sakast. Ekki fer á mihi mála að þeir keppast við að afla sem réttastra frétta og fréttamenn sýna oft mikið hugrekki við störf sín. En herforingjunum er ljóst að fjölmiðlar geta haft mikil áhrif um stuðning eða andstöðu almennings við stríðs- reksturinn og á endanum geta fjölmiðlarnir ráðið úrsht- um um endalok þessarar styrjaldar. Rétt eins og þeir gerðu í Víetnamstríðinu. Fréttum af gangi stríðsins ber að taka með varúð. Þær eru herfræði út af fyrir sig. íjölmiðlar segja frá því sem í þá er matað. Fjölmiðlar eru sömuleiðis hlut- drægir og draga dhk sinna manna. Fjölmiðlar og þá einkum sjónvarpsstöðvar berjast um fyrstu fréttir. En fyrstu fréttir eru ekki ahtaf bestu frétt- ir. Við skuluríi spyrja að leikslokum en ekki vopnavið- skiptum. Ehert B. Schram Mjög lítið hefur sést af raunverulegu stríöi, aftur á móti mikið af flugvélum i fiugtaki og lendingu. - Tvær breskar Jagúar-sprengjuvélar leggja upp i árásarferð frá flugvelli í Saudi-Arabiu. Sjónvarp og veruleiki Aldrei fyrr hefur fréttaflutning- ur af stríði veriö jafnmilliliðalaus og aðgengilegur almenningi og af stríðinu við Persaflóa. Ekki aöeins íslendingum heldur allri heims- byggðinni. Framfarir í gervi- hnattatækni hafa fært atburðina inn á hvert heimili um leið og þeir gerast. Slíku hafa menn aldrei kynnst fyrr. Hvorki í Víetnamstríð- inu né í stríði ísraels og arabaríkj- anna 1973 var þessi tækni til stað- ar. Endursagnir geta aldrei orðið jafnlifandi og beinar útsendingar. Það er ótrúlegt að vera vitni að því í beinni útsendingu þegar stríð hefst, gervihnattasjónvarpið er svo fljótt með fréttirnar að jafnvel Bush Bandaríkjaforseti frétti af loftárás- unum á Bagdad í CNN sjónvarpinu áður en hann fékk þær fréttir frá herstjóminni. Sjónvarpsmenn vita oft og tíðum meira en herinn sjálf- ur á staðnum. Dæmi um það eru eldflaugaárásir á Riyadh í Saudi- Arabíu. Með þessu eru fjölmiðlar, og alveg sérstaklega CNN, orðnir beinir aðilar að stríðsrekstrinum. - Allir aðilar fylgjast með CNN og jafnvel tala saman í gegnum fjöl- miðla. Það er vitað að vandlega er fylgst með CNN í Bagdad, ráðamenn þar geta séð í sjónvarpinu hvernig al- menningsáhtið í heiminum þróast og viðbrögð við öllu sem gerist. Með þessu er orðið mjög mikilvægt hvar sjónvarpsmenn bera niður. Fréttaflutningur getur haft bein áhrif á framvindu stríðsins og val sjónvarpsmanna á viðmælendum og sjónarhornum skiptir megin- máli. Athafnafrelsi Það er svo annað mál hversu rétta mynd þessi fréttaflutningur gefur af stríðinu og öllu sem því fylgir. Athafnafrelsi fréttamanna er mjög takmarkað, þeir sjónvarpa því einu sem herinn eða yfirvöld leyfa. í raun hefur mjög lítið sést af raunverulegu stríði, aftur á móti mikið af flugvélum í flugtaki og lendingu. Lofthernaður er þess eðl- is að það sem gerist á jöröu niðri kemst ekki á sjónvarpsskjá, áhrif loftárásanna eru því að miklu leyti ókunn. Mikið er sagt frá hátæknivopnum Bandaríkjamanna. Sprengjur sem leita sjálfar uppi skotmarkið eða stýrt er niður um loftgöt á ramm- gerðum vopnabúrum eru afbragðs sjónvarpsefni. Af þessu mætti ráða að allar loftárásir væru svona ná- kvæmar en það má heita óhugs- andi. Óhjákvæmiiega hefur tals- verður hiuti sprengna misst af skotmarkinu, manntjón á jörðu niðri er án efa miklu meira en nú er vitað. Einu fréttimar innan frá 1 írak koma frá Bagdad og þær reyndar mjög ófullkomnar en Bagdad er fjarri því eina skotmark- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður ið, eða jafnvel aðalskotmarkið. Engar fréttir er vitanlega að hafa frá Kúvæt né heldur af íraska hem- um. ísrael Aftur á móti er miklar fréttir að hafa frá ísrael. Hafi einhver efast um stuðning Bandaríkjamanna við ísrael ættu sjónvarpsfréttir að hafa eytt þeim efa. Tilfinningaviðbrögð Bandaríkjamanna við árásunum á Tel Aviv hafa verið sterk, stríðið hefur augljóslega styrkt mjög tengslin milli Bandaríkjanna og ísraels. Það kemur til dæmis í ljós í aðdáun á ísraelsmönnum fyrir að hafa enn ekki gripið til vopna, og þar með stefnt öllum stríðsrekstr- inum í tvísýnu, og miklu nánara samstarfi Bandaríkjastjórnar og ísraelsstjórnar en mörg undanfar- in ár, sem meðal annars birtist í því að ísraelsmönnum vora gefin Patript-flugskeyti gegn Scud-flaug- um íraka, og því, að næstæðsti maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins er hafður í ísrael til að tala beint við ísraelska ráðamenn. Að sjálfsögðu hafa ísraelsmenn gengið á lagið, nú hafa þeir sett fram þær kröfur að Bandaríkja- menn greiöi þeim 13 milljarða doll- ara til aö bæta þann skaða sem stríðsástandið síðan í ágúst hefur valdið. ísraelsmenn segja að önnur ríki, sem þátt taka í aðgerðunum gegn Saddam Hussein, svo sem Egyptaland, hafi fengið stórfellda aðstoð, og gera nú eftir síðustu at- burði kröfu um hið sama. Það má vel vera að Bandaríkjastjórn, eða Bandaríkjaþing, fallist á þessa kröfu. Almenningsálitið Það er ljóst af sjónvarpsfréttum að almenningsálitiö í Bandaríkjun- um er að harðna í afstöðunni til stríðsins. írakar hafa augljóslega lítið vit á almannatengslum, mynd- ir þeirra af bandarískum stríðs- fongum, sem látnir voru gefa yfir- lýsingar um að þeir væm andvígir stríðinu hafa reitt fólk til reiði og aukið hatur á Saddam Hussein. - Það er líka augljóst af þessum sjón- varpsfréttum aö -bandarískur al- menningur hefur mjög óljósar hug- myndir um hvað um er að vera. Skilningur á eðli málsins í stærra samhengi er sáralítill af viðtölum við fólk á fömum vegi að dæma. Það boðar ekki gott fyrir seinni tíma, þegar að því kemur að reisa þetta svæði úr rústum. Uggvænleg- ustu fréttir af þessum málum sem ég hef séð em þó ekki úr sjón- varpi, heldur úr grein eftir Denis Healey, fyrmrn landvarnaráðherra Breta, í Sunday Times þar sem hann segir að það gjald sem Banda- ríkjamenn hafi greitt fyrir að fá ísraelsmenn til að ráðast ekki á írak sé loforð um að koma í veg fyrir að alþjóðleg ráðstefna um heildarlausn á málefnum Miöaust- urlanda og þar með Palestínu- manna, verði nokkum tímann haldin. Ef rétt er verður ekki séð hvaða tilgangi stríðið þjónar, það er nú þegar orðiö miklu víðtækara en það eitt að endurreisa Kúvæt. Sú heildarmynd sem ég fæ af fréttum og ekki síður viðtölum og sþjall- þáttum CNN sjónvarpsins er að ekki aöeins almenningur heldur einnig ráðamenn geri sér takmark- aöa grein fyrir hvað þeir vom að fara út 1 með stríðsrekstrinum í Miðausturlöndum. Sjónvarpsfréttir em þess eðhs að þær gefa frábærlega góða mynd af því sem er að gerast á stundinni. Þegar kemur að því að kafa undir yfirborðið og leita samhengis í hlutunum koma takmarkanir sjón- varps í ljós. En það er sjónvarpið sem mótar hugarfar og þar með afstöðu Bandaríkjamanna og í vax- andi mæli annarra. - Á heildina Utið finnst mér ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri þróun. Gunnar Eyþórsson „Tilfmningaviðbrögð Bandaríkja- manna við árásunum á Tel Aviv hafa verið sterk, stríðið hefur augljóslega styrkt mjög tengslin milli Bandaríkj- anna og Israels.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.