Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. 9 Útlönd Fimmtíu særðir í Indónesíu: Sprenging á olíu- vinnslusvæði Bandaríkjamanna í það minnsta flmmtíu menn særð- ust í mikilli dýmamítsprengingu á helsta olíuvinnslusvæði Indónesíu í morgum. Bandaríkjamenn vinna þar olíu. Herinn var kallaður á staðinn og sagði talsmaður hans að enginn . hefði látið líflð. Vinnslusvæðið er á miðri eyjunni Súmötru. Allt frá því átök hófust við Persa- flóa hafa íslamar í Indónesíu hótað Bandaríkjamönnum hermdarverk- um fyrir aðför þeirra að írökum. Yflrmaður hersins á svæðinu segir að enn hafl ekkert komið í ljós sem bendi til að um skemmdarverk hafl verið að ræða en rannsókn málsins sé ekki lokið. Sprengingin varð í geymslukúr um flmm hundruð metra frá helstu olíu- hndinni. Þar er olía unnin af ríkis- reknu olíufyrirtæki. Bandaríska ohufélagið Caltex vinnur einnig olíu í nágrenninu en ekki er vitað til að skemmdir hafl orðið þar. Caltex er í eigu Texaco og Chevron í Bandaríkj- unum. Hjá Caltex hafa fengist þær upplýs- ingar að litið sé á sprenginguna sem vinnuslys en þó sé ekki hægt að úti- loka skemmdarverk. í síðasta mán- uði munaði litlu að sprengja spryngi við sendiráð Bandaríkjanna í Ja- karta. Reuter — Saadoun Hammadi, aðstoðarforsætisráðherra íraks, heilsar Li Peng, for- sætisráðherra Kína, við óvænta komu sína til Peking í gær. Símamynd Reuter Kínversk yfirvöld: írakar taf arlaust frá Kúvæt Kínversk yflrvöld skoruðu í morg- un á íraka að fara tafarlaust frá Kúvæt. Hin nýja opinbera kínverska fréttastofa greindi frá því að Li Peng forsætisráðherra hefði sagt við að- stoðarforsætisráðherra íraks, Sa- adoun Hammadi, sem kom í gær í óvænta heimsókn til Kína, að írakar ættu að nota tækifærið og draga her- hð sitt tafarlaust til baka frá Kúvæt. Hammadi fór frá Kína í morgun eftir viðræður við Li forsætisráð- herra, Qian utanríkisráðherra og Wu varaforsætisráðherra. Hammadi ræddi ekki við fréttamenn við brott- fórina. Samkvæmt kínversku fréttastof- unni greindi Hammadi kínverskum yflrvöldum frá afstöðu íraskra yflr- valdaíPersaflóadeilunni. Reuter Danir í herferð gegn sjóræningjum Dönsk yfirvöld ætla nú að taka upp baráttu gegn sjóræningjum á al- þjóðasighngaleiðum með diplómat- ískri aðferð. Á næsta fundi Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna um sigl- ingar ætla Danir að láta í sér heyra. Astæðan til þess er fjöldi árása á dönsk skip síðasta hálfa árið. í síð- ustu viku réðust th dæmis sjóræn- ingjar á danskt skip á Persaflóa og rændu peningum og NATO-skjölum. í skýrslu, sem Danir ætla að leggja fyrir ráðið, verður meðal annars greint frá árás sjóræningja á danskt flutningaskip í lok síðasta árs skammt frá hafnarborg í BrasUíu. Skipstjóra danska skipsins sagðist svo frá að hann hefði vaknað um miðja nótt við að bankað var á káetu- dyr hans. Þegar hann hefði opnað hefði blasað við honum byssuhlaup. Um tíu sjóræningjar með grímur hefðu heimtað peninga og tekist að hafa á brott með sér rúmlega 25 þús- und danskar krónur, úr, fatnað, myndavélar og nokkrar viskíflöskur. Sjóræningjarnir hefðu hótað að stinga augun úr skipverjum og brjóta í þeim tennurnar ef þeir tUkynntu yfirvöldum um árásina. Ritzau Ráðstefna um skattamál að Borgartúni 6, föstudaginn 22. febrúar SKATTBYRÐI Á ÍSLANDI OG í OECD-RÍKJUM Föstudaginn 22. febrúar boðar fjármálaráðuneytið til ráðstefnu um skatt- " byrði á íslandi og í ríkjum OECD að Borgartúni 6 í Reykjavík. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er hagfræðingurinn John N0rregárd sem starfar í skattadeild Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, OECD. Hann fjallar m.a. um skattamat og samanburð milli ríkja í OECD. Dagskrá: 13:30 Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra setur ráðstefnuna. 13:45 John Norregárd hagfræðingur hjá OECD: Skattbyrðismœlingar OECD: aðferðir og niðurstöður. Fyrirspurnir. , 14:35 Bolli Þór Bollason skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu: Mœling skattbyrði á íslandi samkvœmt staðli OECD. Fyrirspurnir. John Nerregárd 15:00 Kaffihlé. 15:20 Hvers vegna mœlist skattbyrði á íslandi lægri en í meirihluta aðildarlanda OECD? Ásgeir Daníelsson hagfræðingur, Þjóðhagsstofnun. Hannes Sigurösson hagfræðingur Vinnuveitendasambands íslands. Már Guðmundsson efnahagsráðgjafí fjármálaráðherra. Fyrirspumir. 16:20 Almennar umræður og fyrirspurnir. 17:00 Ráðstefnuslit. Fundarstjóri: Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. John Norregárd flytur mál sitt á ensku. Fyrirlestur hans liggur frammi á ráðstefnunni. Allir áhugamenn yelkomnir. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Már Guömundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.