Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1991, Fréttir Jón Baldvin svartsýnn á árangur á fundinum í Lúxemborg: Egtelaðþað náist ekki lausn - Evrópubandalagið enn ekki með útspil í sjávarútvegsmálum Jón G. Hauksson, DV, Lúxemborg: Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra er svarstýnn á að viðræð- ur utanríkisráðherra EFTA og Evr- ópubandalagsins, sem hefjast í Lúx- emborg í dag, skili okkur árangri. Mikil óvissa er því um hvort íslend- ingar verði með í evrópska efnahags- svæðinu, EES, eða ekki. „Ég er ekki bjartsýnn á að það fá- ist lausn varðandi sjávarútvegsmál okkar hér á fundinum," sagði Jón Baldvin við DV í Lúxemborg í gær- kvöld, áöur en óformlegur ráðherra EFTA hófst þar. Jón sagði ennfremur: „Raunar tel ég á þessari stundu líklegra að það takist alls ekki að finna lausn. Evr- ópubandalagið hefur ekki sýnt nein ný viðbrögð við kröfu okkar íslend- inga. Bandalagið hefur ekki komið með neitt formlegt tilboð varðandi sjávarútvegsmáhn þrátt fyrir ítrek- aðar óskir okkar. Ég tel að það sýni fyrst og fremst að EB-löndin koma sér ekki saman í þessu máli, ná ekki samstöðu.“ Hnífurinn sem stendur í kúnni varðandi sjávarútvegsmál íslend- inga er sá að EB gerir kröfu um veiði- heimildir við ísland gegn því að veita tollaívilnanir fyrir hluta af íslensk- um sjávarafurðum, fyrst og fremst saltfiskinn. Þegar njóta unnin fryst fiskflök algers tollfrelsis samkvæmt fríverslunarsamningi okkar við EB sem gerður var 1972 og varð virkur 1977. Jón Baldvin hefur margoft ítrekað að einhliða veiöiheimildir fái EB eng- ar. Hann hefur jafnfrarnt sagt að krafan um fiskveiðiheimildir sé frá- gangssök fyrir íslendinga og sagt aö útiliokað sé að fallast á slíkar kröfur. Ráðherrafundurinn hér í Lúxem- borg var hugsaður til að reka smiðs- höggið á samninga EFTA og EB um evrópska efnahagssvæðið. Til stend- ur að skrifa formlega undir 24. og 25. júní en sú undirskrift er nú í óvissu. Þegar síðasta ráðherrafundi lauk í Brussel 14. maí sagði Jón Baldvin að náðst heföi góður árangur en að erf- iðasti hjallinn væri eftir. Sá hjalli var sjávarútvegsmál okkar og Norð- manna, landbúnaðarmál Suður- Evrópuþjóðanna og stofnun sjóðs til styrktar fátækum Evrópubandalags- þjóðum. Stóra spurningin nú er hvort lausn fáist í sjávarútvegsmálum okkar á síðustu stundu með tilstuðlan póli- tísks stuðnings en margir þjóðarleið- togar EB hafa lýst yfir stuðningi við sérstöðu íslendinga. En það er hins vegar framkvæmdastjórn EB sem hefur hið raunverulega samnings- umboð. Húsdýragaröurinn: Hundur beit níu ára telpu w ■■ ■ i vorina Hundur í eigu eins starfsmanna Husdýragarðsins í Laugardal beit níu ára telpu illa í vörina þar sem hún var í heimsókn í garöinum á fimmtudag. Þurfti að sauma sex spor í vör telpunnar á slysadeild Borgarspltalans og var hún að vonum mjög óttaslegin. Telpan var ásamt vinkonu sinni og móöur hennar í garðinum. Gengu þær inn í girðingu þar sem hundurinn var að naga bein. Klöppuöu stúlkumar hundinum en við það rauk hann skyndilega upp, réðst að annarri stúlkunni og beit hana í vörina. Hundurinn er íslenskur og mun vera um fimm mánaða gamall. Siguijón Bláfeld hjá Húsdýra- garðinum sagði hundiim vera í garðinum á meðan starfsmaöur- inn_væri þar 1 vinnu. „Ég veit ekki betur en að hund- urinn verði hér áfram. Atvikið átti sér stað eftir lokun og það var búið aö opna hliðið inn á svæðiö þar sem hundurinn var. Hann var með bein þegar stelpurnar komu til hans og rauk þá upp og glefsaði titl annarrar þeirra," sagði Sigutjón. Hann segir aö engin ákvörðun hafi veriö tekin um hvað verði gert varðandi hundinn en starfs- maðurinn, sera á hann, er farinn í sumarleyfi. Verður málið skoð- að í sámráöi við aöila eins og Hundaræktarfélagið og fleiri. í samtali viö ákafan hunda- áhugamann og meölim í Hunda- ræktarfélaginu kom fram að hundar, sem bíta fólk, væru venjulega aflífaðir. „Það verður náttúrlega talað við hundasálfræðing út af þessu,“ sagði Siguijón. Húsdýragarðurinn hefur boðið telpunni að koma í garöinn í viku, hjálpa til og kynnast dýrunum f von um að geta bætt hemii þessa óþægilegu lífsreynslu að ein- hverju leyti. -pj/hlh Friöarhlaupinu, sem hófst á Þingvöllum, lauk í Hljómskálagaröinum um tvöleytið i gær. Þegar hlauparar voru komnir á móts við Hljómskálann tók Halldór Blöndal samgönguráðherra við kyndlinum, hljóp með hann siðustu metrana og tendraði eld að hlaupinu loknu. DV-mynd Brynjar Gauti Menntaskólinn á Akureyri: 111 stúdentar útskrifaðir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: 111 nýstúdentar voru útskrifaðir frá Menntaskólanum á Akureyri í gær. Fór athöfnin fram í íþrótta- höllinni. Það er hefð að útskrifa stúdenta frá MA 17. júní og setja nýstúdentar og gamlir nemendur skólans, sem jafnan flykkjast til bæjarins, mikinn svip á bæinn og hátíðahöld dagsins. Mikil veisluhöld nýrra og gam- alla nemenda hafa staðið yfir alla helgina á Akureyri. 25 ára stúdent- ar hittust í Golfskálanum á laugar- dagskvöld og á sunnudagskvöld var um 900 manna veisla gamalla nemenda skólans í íþróttahöllinni. Nýstúdentar héldu síðan um 600 manna veislu í íþróttahöllinni í gærkvöld. Nýstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri fagna eftir útskriftarathöfn- ina í íþróttahöllinni i gær. DV-mynd gk DV Lögreglan á Akureyri: Ryskingar og rúðubrot Mikið annríki var hjá lögregl- unni á Akureyri aðfaranótt mánudagsins vegna ölvunar í miöbænum. Þrír voru teknir vegna meintrar ölvunar við akst- ur. Þá þurfti lögreglan að hafa af- skipti af mönnum vegna slags- mála á götum úti. Gistu fjórir fangageymslur af þeim sökum. Engin slys urðu þó á mönnum í þessum ryskingum. Einnig var eittlivað um rúðu- brot og sagði lögreglan að sú helgi liði varla nú orðið að ekki væru brotnar rúður í bænum. Tvö minni háttar umferðaró- höpp urðu um helgina en engin slys á fólki í þeim. -JSS Kópavogur: Brotíst inn í varahluta- verslun Brotist var inn í Baader-þjón- ustuna í Kópavogi um helgina. Sá eöa þeir sem þama voru að verki höfðu eitthvað smávegis á brott með sér en að sögn RLR mun það ekki hafa veriö mikið. Ekki er vitað fyrir víst hvenær innbrotið átti sér stað en lögregl- unni var tilkynnt um það rétt fyrir hádegi í gær. -JSS Talsverö ölvun var í Kópavogi um helgina. Að sögn lögreglunn- ar voru margir á ferli á mánu- dagsmorguninn og voru sjö út- köll vegna ölvunar. i einu tilviki þurfti að setja mann í fanga- geymslur en þar hafði heimilisó- friður komiö við sögu. -JSS Vestmannaeyjar: ■ o rúntinum Einn var tekinn grunaður um ölvun undir stýri á rúntinum í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. Lögreglunni þótti akstursmátinn óvenjulegur og stöðvaöi ökuþór- inn sem reyndist hafa fengið sér neðan í því. Fjölmargir unglingar héldu upp á land til þess að fara á tónleikana í Hafnarfirði og var bæjarlifiö því enn rólegra en ella. -JSS Harðurárekstur: Einná sjúkrahús Umferöaróhapp varð í Kölduk- inn í Ljósavatnshreppi aðfaranótt laugardags. Það atvikaðist þann- ig að ökumaður bifreiöar hugðist aka fram úr bifreið á beinum veg- arkafla. Rétt í þann mund sem hann ætlaði fram úr beygði öku- maöur hinnar bifreiðarinnar til vinstri inn á afleggjara. Skullu bflarnir harkalega saman meö þeim afleiðingum að flytja varð einn á sjúkrahús. Meiösl hans reyndust ekki vera alvarleg og fékk hann að fara heim daginn eftir. Ökutækin eru mikið skemmd. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.