Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991. Fréttir HáUdór Blöndal felldi forkaupsrétt hreppsnefndar og Ólafur Þ. Þórðarson fær jörðina: Framganga Halldórs Blöndals alveg út í hött - segir oddviti hreppsnefndar. Vilja tryggja fasta búsetu „Jú, þaö hlýtur náttúrlega aö vera pólitísk lykt af þessu. Ráðuneytið fer ekkert að úrskurða svona á annan hátt en það hefur gert vana- lega á svona ótrúlega skömmum tíma,“ sagði Jón Magnús Katarín- usarson. „Það má velta því fyrir sér hvort þetta sé einhvers konar vin- argreiði eöa eitthvað svoleiðis." Jón Magnús bauð ásamt konu sinni 9 milljónir í jörðina Efranes í Staíholtstungnahreppi en Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður bauð einni milljón betur og fékk jörðina. Hreppsnefndin ákvað að nýta sér forkaupsrétt og lét ungu hjónin taka yfir samning Ólafs. Ólafur kæröi þann gjörning til ráöherra sem felldi forkaupsréttinn úr gildi. Forkaupsréttur hefur ekki verið felldur úr gildi áður . „Forkaupsrétturinn var nýttur til þess að tryggja fasta búsetu þarna til langrar framtíðar," segir Efranes, bærinn sem deilan stendur um. Ólafur bauð 10 milljónir I hana en hægt er að selja mjólkurframleiðsluréttinn á 6-7 milljónir auk þess sem góð veiðihlunnindi fylgja jörðinni. DV-myndir GVA Jón Jónasson, oddviti hrepps- nefndar. Hann segir mjólkurfram- leiðsluréttinn vera undirstöðu fastrar búsetu og Ólafur sé líklegri tO þess að selja hann og þá sé verið að tala um 6-7 milljónir. „Ef menn vilja fara þá leiðina er hægt að eign- ast þarna land fyrir lítinn pening." Þess má geta að veiðihlunnindi fylgja jörðinni og voru tekjurnar af þeim nærri 400 þúsund í fyrra. „Okkur finnst framganga Hall- dórs náttúrlega alveg út í hött mið- að við það sem hefur tíðkast í þess- um málum. Menn sætta sig náttúr- lega ekki við neinar geöþóttaá- kvarðanir. Við teljum að svona mál hafi farið í gegnum ráðuneytiö at- hugasemdalaust fram að þessu. Eitt af því sem Ólafur taldi hreppsnefndinni til ávirðingar var að einn hreppsnefndarmannanna væri vanhæfur til þess að fjalla um málið vegna þess að hann gerði til- boö í jörðina. Maður getur alveg eins spurt hvort ráðherrann sé vanhæfur til þess að taka afstöðu af því að vinnufélagi hans á í hlut.“ Jón segir að nú sé búið að úr- skuröa Ólafi jörðina og honum skiljist að hann geti því krafist þess að fá hana. Hins vegar muni þeir verja gerðir sínar til hins ýtrasta. Jón Magnús er búfræðingur og kona hans á skammt eftir í sama námi. „Ólafur er að visu búfræð- ingur líka en ég veit ekki hvað er langt síðan hann hefur strokiö kýrjúgur en það er alla vega orðið ærið langt síðan," sagði oddvitinn að lokum. -PÍ Jón Magnús gefur óskírðu barninu mjólk. Óvist er hvort fjölskyldan fær að sitja á búinu því Halldór Blöndal hefur úrskurðað Ólafi Þ. Þórðar- syni jörðina. Fangaveröir gagnrýna heilbrigðiskerfið og vistun geðsjúkra 1 fangelsum: Sætir f urðu að geð- læknum leyfist að haf na fólki - dómsmálaráðuneytið hafnaði tillögum félagsins um aðra lausn Fangavarðafélag íslands hefur sent frá sér harðorða ályktun í kjölf- ar þess að í vikunni voru tveir geð- sjúkir og ósakhæfir fangar sendir úr einangrunarfangelsinu í Síðumúla í Hegningarhúsið og á Litla-Hraun á meðal almennra fanga. Hér er um að ræða tvo af þeim geðsjúku af- brotamönnum sem ætlunin er að vista á fyrirhugaðri réttargeðdeild. Ályktunin verður send til ráðherra dómsmála, heilbrigðismála, Fangels- ismálastofnunar og fleiri tengdra aðila. „Um áratuga skeið hefur sá smán- arblettur verið á heilbrigöiskerfinu að neita geðsjúkum afbrotamönnum um viðeigandi meðferð og aðhlynn- ingu. Lausnin, sem ógæfufólkið hef- ur fengið, er að vera vistað ótíma- bundið í afplánunarfangelsum," seg- ir í ályktun stjórnar félagsins. Fangavarðafélagið bendir enn- fremur á að í fangelsunum sé hvorki aðstaða né sérmenntað fólk eða við- eigandi starfslið fyrir hina geðsjúku - þeir verði því einfaldlega „geymd- ir“ þar án eftirlits geðlækna eins og verið hefur um árabil. „Það má furöu sæta hvernig geð- læknum leyfist að hafna algjörlega tilteknum hópi geðsjúklinga um aö- stoð. Enn furðulegra telst að ráð- herra heilbrigðismála virðist á engan hátt geta breytt neinu um höfnun geðheilbrigðisþjónustunnar," segir í ályktuninni. Þar segir einnig að Fangavarðafé- lagið hafi í máli framangreindra ein- stakhnga lagt fram tillögur um aðrar aðgerðir en að vista fólkiö á Litla- Hrauni og Hegningarhúsinu. Þetta segja fangelsisyfirvöld hins vegar vera af mannúðarástæðum. Tillög- urnar voru á þá leið að þangað til réttargeðdeildin yrði opnuð yrði fólkið vistað áfram í Síðumúla en að einangruninni þar yrði að miklu leyti aflétt með meiri útivistartíma, aðhlynningu og öðrum ráðstöfunum. „Þær tillögur hlutu því miður ekki náð fyrir augum dómsmálaráðuneyt- isins. Við hörmum þaö því þaö á ekkert skylt viö mannúð aö vista fólkið í afplánunarfangelsi," segir í ályktuninni. Að sögn Jóhannesar Bjamasonar, formanns félagsins, telja fangaverðir að hið geðsjúka fólk muni verða fyr- ir áreitni annarra fanga í Hegningar- húsinu og á Litla-Hrauni. Björk Bjarkadóttir, yfirfangavörður í Hegningarhúsinu, hefur einnig bent á að vistun geðsjúks fólks í almennu fangelsi væri aukarefsing fyrir sak- hæfafanga. -ÓTT Ingunn Eydal myndlistarkona vann til verðlauna á alþjóðlegri myndlistarsýn- ingu í Sovétríkjunum án þess að hafa hugmynd um það. Hafði ekki hugmynd um að ég hefði unnið - segir Ingunn Eydal myndlistarkona „Ég tók þátt í alþjóðlegu myndlist- arsýningunni Impreza í Sovétríkjun- um árið 1989 með því aö senda inn 5 graíikmyndir. Síöan komst ég að því fyrir tilviljun, nú tveimur árum seinna, að ég hafði unnið til verð- launa á sýningunni," sagði Ingunn Eydal myndlistarkona í samtali viö DV. Ingunn sagöist nýlega hafa fengiö fréttatilkynningu í tengslum við næstu sýningu, sem fram fer í ár, og að þar hafi hún komið auga á nafnið sitt á meöal vinningshafanna frá ár- inu 1989. Þar var hún í hópi þeirra sem hlutu viðurkenningu fyrir frumlega hönn- tm og áræðnar tilraunir. „Ég held að tilkynningin um verö- launin hljóti að hafa glatast í pósti,“ sagði Ingunn en verðlaunin voru við- urkenningarskjal, auk þess sem listasafn Ivano-Frankivskborgar kaupir verðlaunaverk listamannsins fyrir u.þ.b. 60 þúsund krónur í rúbl- um. „Þar sem ekki er hægt að fá rúbl- urnar sendar hingað hugsa ég að ég biðji einhvem að kaupa fyrir þær eitthvert verðlaunaverkanna á næstu sýningu og senda mér,“ sagði Ingunn. Alls sendu íjögur hundruð listamenn frá 17 löndum verk sín á sýninguna en þau voru þijú þúsund talsins. Aðspurð sagðist Ingunn ekki vita til þess að íslendingur hefði áður unnið til verðlauna á þessari sýn- ingu. Sjálf er hún ákveðin í aö taka afturþáttáþessuári. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.