Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 6
V 6 Viðskipti FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991. Harðir lokadagar í viðræðunum um evrópska efnahagssvæðið: Allt veltur á að Hollendingar f inni rétta leikinn í f léttunni - Jón Baldvin er svartsýnn á lausn þrátt fyrir óvæntan stuðning Dana við EFTA-ríkin Uffe Ellemann-Jensen kveikir i pipu sinni á blaðamannafundinum í gær- morgun. Hann fékk sér reyk og hét fullum stuðningi Dana við kröfu EFTA um tollfrjálsan markaðsaðgang sjávarafurða. Sá stuðningur kom frekar á óvart. DV-mynd JAK Nú í lokalotunni í viðræðum EFTA og Evrópubandalagsins er dagurinn í dag og helgin fram undan þung í skauti fyrir Hollendinga. Þeir gegna nú forsæti ráðherraráðs Evrópu- bandalagsins og er sætið í höndum utanríkisráðherra þeirra, Hans van der Brock. Eftir fund Hollendinga með formannslandi EFTA, Finnum, í dag veltur framhaldið á því hvort Hollendingar nái að sjóði saman raunhæfa sáttatillögu og leggja hana fyrir ráðherrafund Evrópubanda- lagsins eftir helgina. Sú málamiðlun- artillaga yði samin upp úr viöræð- um og Finna og Hollendinga undan- farna daga. Leysir krísan málið? Ein helsta vonin til þess aö Hol- lendingum takist að leysa málið er að það sé komið í svo mikla krísu að nú verði það leyst á pólitískum vettvangi innan bandalagsins í eitt skipti fyrir öll á ráðherrafundinum eftir helgi. Eitt er víst, málið skýrist hvort heldur það veröur af eða á. Enn liggur ekkert fyrir hvort Hol- lendingar eru komnir á sporið með tillögu að sátt sem bæði Evrópu- bandalagið og EFTA geta samþykkt. Þess vegna er lausn evrópska efna- hagssvæðisins ekki í sjónmáli ennþá. Harkan er mikil, spennan er æp- andi, þetta er járn í járn. Atburðarás næstu daga Líkleg atburðarás næstu daga get- ur aðeins orðið tvenns konar. Önn- ur: Hollendingar finna lausn sem Evrópubandalagið samþykkir. Málið leysist þótt varla náist áritun fyrir mánaðamótin. Hin: Hollendingar finna ekki lausn, ekki semst fyrir mánaðamót og málið er úr sögunni. Ef málið leysist á ráðherrafundin- um í Brussel er einn dagur til stefnu í júlí. Það er miðvikudagurinn 31. júlí. Hugsanlega verður í oíboði boð- aður fundur ráðherra og aðalsamn- ingamanna EFTA og EB þar sem aðalsamningamenn EFTA og Evr- ópubandaiagsins árita bráðabirgða- samkomulag. Það fælist þá í ein- hverju skriflegu samkomulagi um á hvaða línum samningamir verða en að sjálfur samningstextinn verði til- búinn til áritunar síðar, til dæmis í september. Jón svartsýnn þrátt fyrir stuðning Uffe Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði á fréttamannafundi meö Uffe Ellemann-Jensen, utanrík- isráðherra Dana, í gærmorgun að hann væri enn svartsýnn á að lausn næöist fyrir mánaðamótin. Jafn- framt ítrekaöi hann að málið væri úr sögunni ef ekki semdist fyrir 1. ágúst. Allt ylti þetta á samningsvilja Evrópubandaiagsins á fundinum í Bmssel eftir helgina. Jón telur að málið sé úr sögunni eftir mánaðamótin vegna þess að þá sé of knappur tími til að koma því í gegnum þjóðþing viðkomandi landa miðað við gildistöku 1. janúar 1993. Einnig að Evrópubandalagið hafi vart meiri tíma fyrir umræðurnar um sameiginlegt evrópskt efnahags- svæöi vegna mjög tímafrekra og þungra verkefna innan bandalagsins sjálfs, eins og að undirbúa mynt- bandalagið. Loks sé það siðferðilegur ósigur ef viðræðumar falla á tíman- um 1. ágúst. Jón bætti því viö aö stuðningur Uffe Ellmann-Jensens við að EFTA- ríkin fái toilfrjálsan aðgang að innri markaði Evrópubandalagsins vægi þungt á vogarskálinni en sá stuðn- Fréttaljós Jón G. Hauksson ingur breytti samt ekki því að hann væri svartsýnn á lausn í málinu. Afstaða Dana breyst í rás samningaviðræðnanna Það er athyglisvert að afstaða Dana hefur breyst í rás samningaviðræðn- anna. Þeir hafa aldrei sóst eftir fisk- veiðiréttindum við ísland en gáfu sér hins vegar í upphafi að krafan um tollfrelsi sjávarafurða að innri mark- aði Evrópu næðist ekki. Hins vegar kom fram hjá þeim að ef tollaívilnan- ir yrðu veittar vildu þeir að þær ívilnanir yrðu fyrst og fremst á hrá- efni. Breytingin er því sú að núna eru Danir tilbúnir að samþykkja að það verði fríverslun með allan fisk en ekki bara hráefni. Núverandi samningur við Evrópubandalagið Þess má geta að núverandi fríversl- unarsamningur okkar við Evrópu- bandalagið er okkur mjög hagstæð- ur. Hann gefur okkur íslendingum fyrst og fremst tollfríöindi fyrir fryst- an fisk, svo og ferskan þorsk, ýsu, ufsa og karfa. Einnig fiskimjöl, kaví- ar og rækjur. Gallinn við þennan samning er að utan við hann er saltfiskur, saltfisk- flök og ferskflök. Ennfremur er allur flatfiskur, humar og hörpudiskur fyrir utan samninginn. Raunar hefur Jón Baldvin sagt viö DV að náist tollfrjáls aðgangur allra fiskafurða í samningum um evrópskt efnahagssvæði sparist um tveir milljarðar í tollum auk þess sem ís- lendingar komist með ferskan fisk beint inn á neytendamarkaö í Evr- ópu. í því felist ekki síst byltingin verði af samningum. írar eru mun harðari en Danir í lokaslagnum Ef við víkjum aftur að spennandi lokaslag viðræönanna um EFTA og Evrópubandalagið þá hafa fleiri ut- anríkisráðherrar en Uffe EUemann- Jensen sótt okkur íslendinga heim síðustu daga. Á mjög svipuðum tíma og Jón Baldvin og Uffe Ellemann komu til landsins, klukkustund of seint, í fyrradag kom Cherard Coll- ins, utanríkisráðherra írlands. Það var svolítið kómískt við komu Collins að aUir fréttamenn voru í þyrpingu í kringum Jón og Uffe þeg- ar hann mætti og veittu honum enga athygU. ColUns læddist því háffpart- inn inn í landið. Það er hins vegar mjög líklegt að þessi sami ColUns verði miklu harð- ari í afstöðu sinni gegn tohfrjálsum aðgangi sjávarafurða en hinn skyndilega blíðlyndi Uffe EUemann. írar og Bretar eru nú sagðir vera mjög stífir og andstæðir þeirri lausn sem Norðmenn buðu á fundinum í Lúxemborg í júní. EB-löndin eru hrædd við frekjuna í Spánverjum Það stafar ekki síst af því að þeir eru ásamt fleiri Evrópubandalags- löndum, líka Dönum, hræddir við að láta Spánveija fá of hátt hlutfall af þeim kvóta sem þar er í boði. Óttinn er ekki síst sá að Spánverjar líti á þessa kvótaskiptingu sem grunn- skiptingu þannig að framvegis þegar nýir kvótar komi til skiptanna heimti Spánveriar sama hlutfall og þeir fengu í lausn Norðmanna í Lúxem- borg. Þess vegna er hlaupin stífni í frændur okkar íra. Og þess vegna eru Spánveriar núna reiðubúnir til að faUast á lausn Norðmanna. Frakkar og Þjóðveijar virðast einnig vera svolítiö hikandi varðandi fiskinn. Þeir hafa verið frekar linir á kröfunni um veiðiheimildir við ís- land en hins vegar virðast þeir núna á lokasprettinum vera svoUtið erfiðir varöandi markaðsaðganginn. Þess má geta að á blaðamanna- fundinum í gærmorgun var Jón Baldvin spurður hvort Danir heíðu ekki veriö á meðal þeirra „fiskveiöi- þjóða við Norðursjó" sem stæðu gegn kröfunni um tollfrelsi sjávarafurða. Jón svaraði því til að íslendingar hefðu fengið upplýsingar hjá fram- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins um að Danir, Bretar, Irar og Frakkar stæðu gegn þessari kröfu. Hins vegar hefði sú ánægjulega staðreynd komið í ljós í viðræðum hans við Uffe að Danir styddu EFTA af heUum hug. Fundur Gro og Delors Um kvöldmatarleytið í kvöld mun Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Norðmanna, funda með Jacques Delors, framkvæmdastjóra Evrópubandalagsins, í Brussel. Á fundinum útskýrir hún sjónarmið Norðmanna og annarra EFTA-ríkja varðandi tollfijálsan markaðsað- gang fyrir sjávarafurðir. Fréttastofan NTB gefur í skyn að með þessum fundi séu möguleikarnir á lausn varðandi toUfijálsan mark- aösaögang miklu meiri en ella. Hér verður hins vegar að benda á að Gro er að tala við embættismann en ekki pólitíkus. Lausnin getur hins vegar aðeins unnist á pólitískum vettvangi og því má vart ofmeta vægi fundar Gro og Delors í kvöld. Ljóst er að mikilvægasti fundurinn í allri þeirri fundahrinu, sem nú stendur yfir í lokaslagnum um evr- ópska efnahagssvæðið, er sjálfur ráðherrafundur Evrópubandalags- ms í Brussel eftir helgi. Hann er úr- shtastundin. Finnar og Hollendingar hafa fund- að stíft undanfarna daga tU að finna málamiðlun sem bæði EFTA og Evr- ópubandalagiö geta sætt sig við. Lokafundurinn í þeirri málamiðlun- arleit verður í dag þegar þeir gera fundina upp. Erfið helgi fram undan Eftir þann fund verða HoUendingar og framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins að matreiða tillögu sem ekki kemur tU kasta einhverra nefnda eða hagsmunasamtaka innan bandalagsins og strandar þar heldur verður keyrð í gegn af stjórnmála- mönnum í póUtískum ham með upp- brettar ermar á ráðherrafundinum eftir helgi. Aö pólitísk lausn finnist. Sagt og staðið. EFTA-megin hefur málið frá upp- hafi verið meira á ráðherra-vettvangi en hjá Evrópubandalaginu. Þeir hafa haft puttana stöðugt á málinu og fundað stíft. Þeir vita hvað þeir vUja og hvað ekki, að hverju þeir ganga og hveiju ekki. Því veltur málið núna meira á afstöðu Evrópubandalags- ins. Áhugaleysi EB Hins vegar má spyija sig hvers vegna Evrópubandalagið hefur ekki gefið samningaviöræðunum við EFTA meiri póUtíska athygli en raunin hefur orðið. Ekki má nefni- lega gleyma að innan landa Evrópu- bandalagsins búa um 330 miUjónir á meðan íbúar EFTA-landanna eru um 30 miUjónir talsins. Samningurinn er mikilvægur fyrir báða, markaður fyrir markað. Markaður Evrópu- bandalagsins er bara tíu sinnum stærri. Hann er því mikilvægari en markaður EFTA-ríkjanna. Ennfremur má ekki horfa fram hjá því að tvö EFTA-ríki, Austurríki og Svíþjóð, hafa sótt um inngöngu í bandalagið og Noregur og Finnland sýna inngöngu mikinn áhuga. Þá eru ísland, Sviss og Liechtenstein eftir. Áhugaleysi Evrópubandalagsins á samningum um evrópska efnahags- svæðið getur þess vegna skýrst af því að það er stærra en litla EFTA og notar samningstæknina að láta það sækja á - enda eru fjögur EFTA- ríkjanna hvort sem er á leiðinni inn. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÖVERÐTR. Sparisjóðsbækurób. 5-6 ib.Lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 5,5-9 Sp 6mán. uppsögn 6,5-10 Sp Tékkareikningar, alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar 5-6 Lb.lb ViSITOLUB. REIKN. 6 mán. uppsögn 3-3,75 Sp 15-24 mán. 7-7,75 Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6.5-8 Lb Gengisb. reikningarí ECU8,7-9 Lb ÖBUNDNIR SERKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Bb Óverðtr. kjör, hrevfðir 12-13,5 Sp SÉRST. VERÐBÆTUR (innan tímabils) Visitölubundnir reikn. 6-8 Lb.ib Gengisbundir reikningar 6-8 Lb,ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 6-8 Bb óverðtr. kjör 15-16 Bb INNL.GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 4,5-5 Lb Sterlingspund 9,25-9,9 SP Vestur-þýsk mörk 7,5-9,25 Lb Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN óverotr. Almennirvíxlar(forv.) 18,5 Allir Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 18,5-19,25 Lb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allír Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLAN VERÐTR. 21,75-22 Bb Skuldabréf 9,75-10,25 Lb.Bb AFURÐALAN Isl. krónur 18-18,5 Ib SDR 9,7-9,75 Sp Bandaríkjadalir 7,8-8,5 Sp Sterlingspund 13-13,75 Lb.Sp Vestur-þýsk mörk 10,5-10,75 Bb Húsnæðislán 4,9 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,0 MEÐALVEXTIR Alm. skuldabréf júlí 18,9 Verðtr. lán júli 9,8 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 3158 stig Lánskjaravísitalajúlí 3121 stig Byggingavísitala ágúst 596 stig Byggingavísitala ágúst 186,3 stig Framfærsluvísitala júlí 156,0 stig Húsaleiguvísitala 2,6% hækkun 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,798 Einingabréf 2 3,112 Einingabréf 3 3,802 Skammtímabréf 1,934 Kjarabréf 5,677 Markbréf 3,036 Tekjubréf 2,138 Skyndibréf 1,685 Sjóðsbréf 1 2,784 Sjóðsbréf 2 1,919 Sjóðsbréf 3 1,922 Sjóðsbréf 4 1,682 Sjóðsbréf 5 1,159 Vaxtarbréf 1,9657 Valbréf 1,8421 islandsbréf 1,207 Fjórðungsbréf 1,115 Þingbréf 1,205 Öndvegisbréf 1,189 Sýslubréf 1,221 Reiðubréf 1,176 Heimsbréf 1,115 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Eimskip 5,65 5,80 Flugleiðir 2,40 2,49 Hampiðjan 1,85 1,94 Hlutabréfasjóöur VlB 1,03 1,08 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1,71 Islandsbanki hf. 1,64 1,72 Eignfél. Alþýðub. 1,66 1,74 Eignfél. Iðnaðarb. 2,42 2,52 Eignfél. Verslb. 1,74 - 1,82 Grandi hf. 2,62 2,72 Olíufélagið hf. 5,45 5,70 Olís 2,15 2,25 Skeljungur hf. 6,00 6,30 Skagstrendingur hf. 4,90 5,10 Sæplast 7,20 7,51 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Útgerðarfélag Ak. 4,55 4,70 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1,15 Auðlindarbréf 1,02 1.07 Islenski hlutabréfasj. 1,07 1,12 Síldarvinnslan, Neskaup. 2,90 3,06 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb = Islandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.