Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 14
14.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Dauðagildrumar
Nú heyrir þaö nánast til daglegra frétta að dauðaslys
eigi sér stað í umferðinni. Tala látinna í umferðarslysum
er komin í 15 og er þó árið aðeins rétt hálfnað. Mesta
umferðarhelgi ársins er fram undan. Vegirnir eru að
verða stærstu dauðagildrurnar. Fólk er beinlínis að
hætta lífi sínu í hvert skipti sem það fer út á þjóðveg-
ina. Og sama hversu mikla varkárni það sýnir sjálft,
vegna þess að hættan liggur ekki síst í því að aðrir öku-
menn virða umferðarreglur að vettugi. Það eru ekki
alltaf ökuníðingarnir sem verða fórnarlömbin.
Nú verður því ekki kennt um að ökumenn hafi ekki
verið aðvaraðir. Umferðarráð og lögregla hafa mjög
brýnt fyrir fólki að sýna varkárni í umferðinni. Slysin
og mannskaðarnir ættu að vera víti til varnaðar og
nógu eru myndirnar af slysunum óhugnanlegar til að
opna augu vegfarenda og vara þá við. En það er eins
og slysin og dauðsfólhn hafi lítil sem engin áhrif. Eitt
dauðaslysið tekur við af öðru og menn halda áfram í
kappakstrinum, eins og lífið hggi við hvort þeir verða
mínútunni fyrr eða seinna á áfangastað.
Athyglisvert er að umferðaróhöpp fara vaxandi á
vegum úti. Verstu slysin eiga sér ekki stað í þéttbýhnu
heldur á þjóðvegunum, þar sem færri bhar aka um. Það
er ekki umferðarþunginn sem veldur mestu árekstrun-
um og verstu slysunum, heldur þvert á móti þær öku-
leiðir sem bjóða þeirri freistingu heim að aka hratt
vegna hlutfallslegrar lítillar umferðar.
íslenskir þjóðvegir hafa tekið miklum stakkaskiptum
á síðustu árum th hins betra. Nú má segja að hringveg-
urinn eigi skammt í það að vera malbikaður eða olíubor-
inn alla leið. Blindbeygjur og blindhæðir eru færri en
áður, krókar hafa verið réttir af og vegaskilti sjást víða
th aðvörunar og leiðbeiningar. Á móti kemur að öku-
menn telja sig færari um að auka hraðann og samfara
þessum hraðakstri hefur umferð margfaldast með auk-
inni bifreiðaeign og fleiri ferðalögum um landið. íslensk-
ir þjóðvegir eru ekki hraðbrautir. Þeir eru ekki með
einstefnubrautum og framúrakstur þýðir að aka verður
út í þann kant vegarins þar sem bílar koma úr gagn-
stæðri átt. Framúrakstur er algengasti slysavaldurinn,
einmitt vegna þess hversu vegirnir eru þröngir. í raun-
inni má halda þeirri kaldhæðnislegu staðreynd fram
að malbikið og slitlagið hafi gert okkur þann óleik að
ljölga slysunum í stað þes að fækka þeim. Bílarnir njóta
góðs af betri vegum en mannfólkið, sem í þeim situr,
hefur ekki borið þess bætur. Það sýna tölurnar um
dauðsfóhin í umferðinni, það sýna slysaskýrslurnar,
tryggingarbætumar og sjúkraskrárnar.
Sú tihaga hefur heyrst að hækka beri hámarkshraða
á þjóðvegum. Sú hugmynd er vafasöm. Hámarkshraði
er níutíu khómetrar á klukkustund á flestum þjóðvegum
og sá hraði meiðir engan, enda má fuhyrða að í langflest-
um tilvikum, þar sem slys ber að höndum, hafi öku-
menn ekið yfir þessum hámarkshraða. Litlar líkur em
á því að hámarkshraði verði frekar virtur þótt hann
verði hækkaður upp í hundrað khómetra.
Eina haldbæra ráðið er í því fólgið að herða áróður-
inn fyrir ábyrgð og aðgætni í umferðinni, aukið eftirht
með hraðakstri og bættum vegum. Næsta stórátak í
vegagerð hlýtur að vera breikkun veganna og tvískiptar
akreinar, einstefna í báðar áttir. Það verkefni er brýnna
en jarðgangaáætlun samgönguráðuneytisins ef menn
vhja á annað borð láta fjöldann og mannslhin hafa for-
gang. Ehert B. Schram
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991.
Taka veröur mið af því aö fiskvinnsla er undirstaða atvinnulifs i sjávarbyggðunum.
Endurgjald
fyrir veiðileyf i
Stjóm fiskveiöanna er nú í
brennidepli þjóðmálanna. Umræö-
an er heit því miklir hagsmunir eru
í húfi. Tvær fylkingar takast á.
Annars vegar eru þeir sem telja
núverandi kvótakerfi skásta kost-
inn til aö hafa hemil á veiðunum
og stuðla að aukinni hagkvæmni í
útgerð á íslandi. Hins vegar era
þeir sem telja óviðunandi að helsta
auðlind þjóðarinnar - fiskstofnarn-
ir í sjónum umhverfis landið - sé
færö fáum útvöldum á silfurfati og
leggja því til að endurgjald komi
fyrir veiðiheimildir.
Mótbárur við veiðileyfa-
gjaldi
Andstæðingar veiðileyfagjalds
halda því fram að útvegurinn þoh
ekki frekari álögur en orðið er, síst
af öllu ef svo fer um leyfilegan há-
marksafla sem Hafrannsókna-
stofnun hefur nýlega lagt til. Þessi
andmæli gegn veiðileyfagjaldi eru
byggð á misskilningi.
Hugmyndin um endurgjald fyrir
veiðileyfi gerir ekki ráð fyrir því
að almenn rekstrarskilyrði útgerð-
arinnar versni frá því sem nú er.
Þá undirstrika tillögur Hafrann-
sóknastofnunar um fiskafla á
næsta veiðitímabili og afleiðingar
þeirra fyrir hagvöxt nauðsyn þess
að reka sjávarútveginn með sem
hagkvæmustum hætti fyrir þjóöar-
búið og stuðla að því að aðrar út-
flutningsgreinar geti vaxið og dafn-
að.
Andstæðingar gjaldtöku fyrir
veiðiheimildir hafa einnig haldið
því fram að slíkt fyrirkomulag
stuðli að því aö þær safnist með því
á hendur fárra fjársterkra aðila.
Því er til aö svara að hættan á þessu
er ekki síður til staðar í núverandi
kvótakerfi. Eina leiðin til aö
stemma stigu við þessari hættu er
að gera lagaákvæði um sameign
þjóðarinnar á fiskstofnunum virkt
með ótviræðum hætti og koma í
veg fyrir aö einkaeignarréttur á
veiðiheimildum myndist. Þetta er
kjami tillögunnar um veiðigjald.
Veiðiieyfagjald í áföngum
Veiðileyfagjald, sem tekið væri
upp í áfóngum - til dæmis þannig
að sá hluti heildarkvótans, sem
úthlutaö er á grundvelli afla-
reynslu, fari minnkandi ár frá ári
en sá hluti sem gjald kemur fyrir
fari að sama skapi vaxandi - felur
ekki í sér neina kollsteypu við
stjóm fiskveiðanna. Vel kemur til
greina að þessar breytingar verði
látnar ganga yfir á aliiöngum tíma,
til dæmis 5-10 árum.
í raun má halda því fram að upp-
taka veiðileyfagjalds sé eðlilegt
framhald þeirra breytinga sem
KjaUarinn
Jón Sigurðsson
iðnaðar- og viðskiptaráðherra
gerðar hafa verið á kvótakerfinu
frá því það var fyrst innleitt áriö
1984, ekki síst þeirra sem gerðar
voru á vorþinginu 1990. Þannig
gegna til dæmis frjáls viðskipti með
veiðiheimildir jafnmikilvægu hlut-
verki til að auka hagkvæmni í út-
gerð í veiðileyfagjaldskerfi og í
núverandi kvótakerfi. Sá munur
er þó aö komi endurgjald fyrir
veiðiheimildimar er ekki verið að
braska með verðmæti sem mönn-
um hafa verið gefin. Sala á veiði-
heimildum, sem gjald hefur verið
greitt fyrir, er allt annað og sjálf-
sagðara mál en sala á kvóta sem
menn hafa fengið úthlutað endur-
gjaldslaust.
Starfsskilyrði sjávarútvegs
og annarra atvinnugreina
Samhliða upptöku veiöfieyfa-
gjalds í áfóngum er nauðsynlegt aö
gera ráðstafanir varðandi almenn
rekstrarskUyrði sjávarútvegsins
sem komi í veg fyrir að gjaldtakan
feli í sér auknar álögur á sjávarút-
veginn. Þetta á einkum við um
gengismálin.
Auðlindarenta hefur um langt
skeiö verið tekin óbeint af sjávarút-
vegi með hærra raungengi en eUa
hefði verið. Slík óbein innheimta
auðlindagjalds er þó fjarri því aö
vera hagkvæm. Hún grefur til
dæmis undan almennum stöðug-
leika í efnahagsmálum með því að
gengisbreytingum er tíðum beitt tíl
að bregðast við sveiflum í afkomu-
skilyrðum sjávarútvegsins.
Mestu máh skiptir þó að of hátt
raungengi torveldar vöxt fyrir-
tækja í öðram greinum og í full-
vinnslu sjávarfangs sem framleiða
til útflutnings eöa keppa við inn-
flutning. Við lægra raungengi - að
minnsta kosti tímabundið - væri
mikilvægum áfanga náð í að jafna
starfsskUyrði innlendra atvinnu-
vega bæði innan sjávarútvegsins -
milU veiða og vinnslu - og ekki síð-
ur mUli sjávarútvegsins og iðnaðar
og nýrra atvinnugreina.
Hagvöxtur og bætt lífskjör
Það er ekki síst af þessum sökum
sem stjómun fiskveiðanna með
gjaldtöku fyrir veiðileyfi ásamt
gengisstefnu sem miðar að efna-
hagslegum stöðugleika - hugsan-
lega með tengingu á gengi krón-
unnar við evrópsku mynteining-
una, ECU - getur orðið lykUþáttur
í nýrri sókn til hagvaxtar og bættra
lífskjara.
Ný fiskvinnslustefna
Fleira þarf þó auðvitað að koma
til svo sjávarútvegurinn skiU því
til þjóðarbúsins sem hann megnar,
þar á meðal bættur aðgangur að
mörkuðum í Evrópu og aukin notk-
un innlendra fiskmarkaða. Þetta
felur í sér nýja fiskvinnslustefnu
sem verða gerð skil í annarri grein.
í því sambandi verður einnig að
taka mið af því að fiskvinnsla er
undirstaða atvinnulífs í sjávar-
byggðunum.
Réttlæti og hagkvæmni
Spurningin um gjaldtöku fyrir
veiðiheimUdir er í senn spurning
um réttlæti og um hagkvæmni. Það
er hvorki rétt né skynsamlegt að
afhenda fámennum hópi auðfindir
sjávar - sameign þjóðarinnar - án
endurgjalds tíl eigendanna, þjóðar-
innar allrar. Þessi sjónarmið eiga
mikinn og vaxandi hljómgrunn
með þjóöinni. Það mun án efa skUa
|sér í stefnu og störfum ríkisstjóm-
arinrtar sem hefur einsett sér að
tryggja stjómskipulega stöðu
lagaákvæðis um sameign þjóðar-
innar á fiskstofnunum við landið
,og um leið gera það virkt í fram-
kvæmd. Jón Sigurðsson
„Það er hvorki rétt né skynsamlegt að
afhenda fámennum hópi auðlindir
sjávar - sameign þjóðarinnar - án end-
urgjalds til eigendanna, þjóðarinnar
allrar.“