Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991. 15 Hvað er einokun? Kaupmaður úti á landi? „Þvi þarf hvorki lög gegn íslenskum matvörukaupmönnum né flestum öörum kaupmönnum hér á landi. Allra sist et þeir standa sig vel.“ Ekki er langt síöan ég reyndi að útskýra það hér í blaðinu að einok- un væri ekki til á frjálsum mark- aði. Einokun er aUtaf sök ríkis- valdsins. Annars vegar veitir ríkið eigin fyrirtækjum einkaleyfi á til- tekinni þjónustu, eins og Bifreiða- skoðun Islands og ÁTVR sem bæði eru þekkt fyrir hátt verð og óliölega þjónustu. - Hins vegar er einkafyr- irtækjum úthlutað einkaleyfum ýmiss konar. - Þannig verður ein- okun til. Ekki væri fjarri lagi að kalla þessa afskiptasemi ríkisins af markaðnum félagslega markaðs- hyggju. íslendingar hafa lengi þurft að búa við þessa félagslegu af- skiptasemi stjómmálamanna. Fyrst vom það danskir embættis- menn og hirðfífl sem hentu einka- leyfi á verslun hér á landi á milli sín. Síðan tóku íslenskir vinstri menn undir forystu framsóknar- manna við og hnepptu þjóðina í betlileiöangra til ríkisvaldsins eftir leyfum til að kaupa hluti sem ekki voru embættismönnum þóknan- legir. - Þessa sorgarsögu geta alhr lesið í frábærri bók Jakobs F. Ás- geirssonar, Þjóð í hafti. Dæmisagan í áðumefndri grein minni tók ég dæmi af matvörukaupmanni úti á landi. Ég benti á að þrátt fyrir að hann væri eini kaupmaðurinn á KjaUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ staðnum með matvöra til sölu væri ekki um einokun að ræða. Hann ætti alltaf á hættu að fá samkeppni og ekki síst ef hann hefði verðlag í verslun sinni óeðlilega hátt. Því ef hann væri okrari, kallinn, sæi sér einfaldlega einhver annar hag í að hefja verslun með lægra verö. Það er til dæmis ekki langt síðan nokkrar konur í þorpi einu tóku sig saman og hófu verslun með mat og heimilisvörur þegar þeim þótti nóg um hátt verðlag í verslunum í byggðarlaginu. Þannig svarar markaðurinn fyrir sig og neytend- ur ef embættis- og stjórnmálamenn ata hann ekki út með félagslegum aðgerðum. Fyrir skömmu birtist svo grein hér í blaðinu sem einnig hafði dæmisögu af kaupmanni úti á landi innanborðs. Reyndar voru kaup- mennimir þrír til að byija með og versluðu alhr með sömu vöru í fá- mennu byggðarlagi. Einn dó og annar flutti brott og samkvæmt dæmisögunni átti sá sem eftir var að hafa einokun - þ.e. einokun hafði myndast. Einnig var tekið fram í sögulok að kaupmaðurinn, sem eftir var, gæti nú ráðið verð- lagi í verslun sinni þegar sam- keppnisaðilarnir væru horfnir. Góðir kaupmenn einokarar? Fannst mér skrítið hvað söguhöf- undur var að blanda látnu og brott- fluttu fólki í máhð. Hvað kom það málinu við fyrst enginn treysti sér til að taka við verslunum þess og keppa við þann sem eftir var? Svo fannst mér það aukaatriði og fannst mikilvægara að hreinsa mannorð kaupmanna víðs vegar um landið sem eru sagðir einokar- ar af þeirri ástæðu að þeir hafa staðið sig svo þolanlega í viöskipt- um sínum að enginn hefur séð sér fært að keppa við þá. Vissulega ráða þeir verðlagi í verslunum sínum og myndu gera það áfram þó að þúsund verslanir bættust við í kringum þá. Þeir vita hins vegar að þeir eru á frjálsum markaði og ef þeir veita ekki góða þjónustu á góöu verði hrifsar ein- faldlega einhver annar viðskiptin af þeim. Þetta getur varla verið auðskilj- anlegra. Þetta er frjáls markaöur en ekki félagslegur sem allflestir íslenskir kaupmenn versla á. Því er ekki um einokun að ræða þótt þeir nái að ryðja samkeppnisaðil- um tímabundið úr vegi með góðri frammistöðu, verði og þjónustu. Lög gegn einokun! Því þarf hvorki lög gegn íslensk- um matvörukaupmönnum né flest- um öðrum kaupmönnum hér á landi. Allra síst ef þeir standa sig vel. Hins vegar mætti athuga að fella úr gildi alls kyns ólög sem veita hinum og þessum stofnunum ríkisins ótakmarkaða heimild til að níðast á viðskiptavinum sínum. íslenskir neytendur myndu ekki slá hendinni á móti því ef frjáls markaður tæki við af þeim félags- lega í til dæmis bifreiðaeftirhti, áfengissölu, fjarskiptum og fjöl- miðlun. Þeir myndu ekki setja sig á móti því ef einokun og félags- hyggju væri aflétt. Glúmur Jón Björnsson „íslenskir neytendur myndu ekki slá hendinni á móti því ef frjáls markaður tæki við af þeim félagslega 1 til dæmis bifreiðaeftirliti, áfengissölu, fjarskipt- um og fjölmiðlun.“ Strikamerkingar og neytandinn DAGS. 11. 12. 1989 KASSI. 0001 VÖRULÝSING KL 15.00 STARFSM. 0001 STK VERÐ STÓR PLASTPOKI 1 5.00 OSRAM PERUR 60 W 1 60.00 PARAGON SNIGLAR 1 83.00 K.J. SARDlNUR IOLIU 1 83.00 PKTYGGIGUMMI 1 23.00 UNDANRENNA1L 1 48.60 DV 1 95.00 12 STK.Á 209.00 KR/STK GEVALIA BRYGG 12 2508.00 15STK SAMTALS 2905.60 PENINGAR 5000.00 TIL BAKA 2094.40 11/12/89 A 31.00 A 31.00 O 14.10 Mjólk 1. L 67.50 A 116.00 S 159.00 MALT .5 23.00 POKAR 5.00 SAMTALS 446.60 ALLS 446.60 PENINGAR 500.00 TIL BAKA 53.40 8 STK 0082A111 15:00 „Á kassastrimlum kemur nú greinilega fram hvaða vara var keypt og hvað hún kostaði." í kjaharagrein 17. júh fjallar Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, m.a. um strikamerkingar og áhrif þeirra á verðskyn neytenda. í greininni er tíundað hagræði verslana af strika- merkingum en minna er gert úr hagræði neytenda og raunar er því haldið fram að verðskyn þeirra beri skaða af. Lægra vöruverð Reynslan hér á landi sýnir að hagsmunir neytenda og verslana fara verulega saman hvað strika- merkingar varðar. Notkun þeirra hefur tvímælalaust leitt til lægra vöruverðs, samanber verðstríð verslana í vor. Hagræðið af strika- merkingum hefur því skilað sér út í vöruverðið. íslendingar tóku þessa tækni frekar seint í notkun, miöað við aðrar þjóðir, en notkun strika- merkinga hefur vaxið gífurlega undanfarin misseri og hefur raun- ar verið samstiga breytingum í verslunarháttum. Betri upplýsingar Ekki minnist Jóhannes á í grein sinni að neytendur fá nú í hendur mun ítarlegri upplýsingar um vörukaup sín en áður. Á kassa- strimlum kemm- nú greinilega fram hvaða vara var keypt og hvað hún kostaði. Þeir sem á annað borð fýlgjast með innkaupum sínum eiga nú mun auðveldara með að fýlgjast með verði einstakra vöru- flokka. Vihuhætta vegna rangs ásláttar á kassa hverfur. Þetta nánast úti- lokar að viðskiptavinurinn sé kraf- inn um hærra heildarverö en hon- um ber að greiða og kemur jafnt neytendum og verslunareigendum til góða. Að auki gengur afgreiðslan mun hraðar fyrir sig en með gömlu aðferðinni. Kjallariim Óskar B. Hauksson framkvæmdastj. EAN strikamerkjanefndar Hvað varðar almennt verðskyn neytenda hefur engin könnun verið gerö hér á landi hvað þetta varðar og væri í raun veröugt verkefni fyrir Neytendasamtökin að gera slíka könnun í stað þess að vitna í gamlar erlendar kannanir sem ber alls ekki saman. Hjllumerkingar í stað þess að verðmerkja hverja vöru nota verslanir svokahaðar hihumerkingar til að miðla upplýs- ingum um vöruverð og jafnvel ein- ingaverð til samanburðar á milli vörutegunda. Að frumkvæði EAN- strikamerkjanefndar hefur Staðla- ráð íslands gefið út staðal um hvernig hillumerkingar skuh hta út og hefur hann verið notaður af aðilum sem selja verslunarkerfi hér á landi. Jóhannes gerir í grein sinni mik- ið úr þeirri hættu að hilluverði og verði á kassa beri ekki saman. í flestum verslunarkerfum er ekki hægt að breyta verði á kassa nema að prenta út nýjan hillumiða um leið. í verslunum, sem tekið hafa upp strikamerkingar, skoðar starfsfólk reglulega hhlumerking- ar og ber saman við kassaverð. í sumum tilvikum eru notaðar við samanburðinn litlar handtölvur meö skanna. Þá skannar starfs-, maður verslunarinnar vörurnar og fær á skjá hvert verö þeirra er á kassa. Þar sem tæknin er komin lengst eru sérstök hilluskilti sem tengd eru beint við móðurtölvu verslananna. Shk kerfi guhtryggja að ekki sé mismunandi verð í hillu og á kassa. EAN-nefndin hefur geflð út leið- beiningar um verðmerkingar í verslunum sem nota strikamerk- ingar. Þar segir í 8. grein: „Hafi kaupandi verið krafinn uin hærri greiðslu fyrir vöru samkvæmt kassakvittim en verömerking segir til um fær viðkomandi þann hlut ókeypis, enda megi rekja mistökin til verslunarinnar. Aðhald neytenda er eftir sem áð- ur mikilvægast þvi mistök geta ávallt átt sér stað eins og í öllum mannlegum kerfum. Hagræði verslana og neyt- enda Launakostnaður er einn stærsti kostnaðarhðurinn í verslunum eða um 40-60%. Með notkun strika- merkinga er unnt að fækka starfs- fólki og auka framleiðni. Stór hluti þess sem sparast er vegna verð- merkinga og er sá ávinningur meiri hér á landi en annars staðar. Þetta stafar m.a. af örari verðbreytingum hér. Erlendis er tahð að um 20% af hagræði við strikakerfi sé vegna verðmerkinga og jafnframt stærsti hðurinn. Það er ljóst að eigi að taka aftur upp verðmerkingar á hverri vörutegund hverfur verulegur hluti þess hagræðis sem hafa má af strikamerkingum og vöruverð hækkar. í skýrslu, sem Bjöm Jóhannsson viðskiptafræðingur tók saman fyr- ir EAN-nefndina, er könnun sem gerð var meðal 200 viðskiptavina þriggja matvöruverslana sem tekið hafa upp strikamerkingar. Þar kemur fram að 88% aðspurðra vilja ekki greiða hærra vömverð fyrir aö hver vara sé verðmerkt sérstak- lega. Besti mælikvarðinn á vilja neyt- enda er sennilega viðtökur þeirra við þeim verslunum sem riðiö hafa á vaðið í notkun strikamerkina hér á landi. Óskar B. Hauksson „Launakostnaður er einn stærsti kostnaðarliðurinn 1 verslunum eða um 40-60%. Með notkun strikamerkinga er unnt að fækka starfsfólki og auka framleiðni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.