Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991.
Úúönd
Suður-Afríka:
Stjórnin sökuð um
fleiri bellibrögð
Suður-afríska blaðið Weekly Mail,
sem fletti ofan af leynigreiðslum
stjórnvalda til Inkathahreyfingar
zúlúmanna, birti nýjar ásakanir á
hendur de Klerk, forseta landsins, í
morgun þegar það skýrði frá því að
lögreglan og Inkatha hefðu stofnað
verkalýðsfélag til að brjóta á bak aft-
ur stuðningsmenn Nelsons Mandela
í verkalýðshreyfmgunni.
Blaðið sakaði einnig fimm leiðtoga
Inkatha, þar á meðal foringja hreyf-
ingarinnar, Mangosuthu Buthelezi,
um að hafa haft vitneskju um leyni-
greiðslurnar. Inkathahreyflngin hef-
ur neitað því.
Weekly Mail krafðist þess í morgun
að hægrisinnaöir ráðherrar yrðu
reknir, ella mundi blaðið og aðrir
fjölmiðlar grafa upp allar upplýs-
ingar sem ríkisstjórnin er að reyna
aö fela.
Blaðið birti meint leyniskjöl lög-
reglunnar þar sem kemur fram að
hún hafi átt samvinnu við Inkatha-
hreyfmguna 1986 til að koma á fót
verkalýðsfélagi sem var andvígt við-
skiptabanni á landið og sem hefur
verið sakað um ofbeldisaðgerðir
gegn verkalýðsfélögum sem styðja
Afríska þjóðarráöið.
Stjórnvöld hafa viðurkennt að hafa
greitt verkalýðsfélaginu rúmar þijá-
tiu milljónir króna. Weekly Mail seg-
ir að verkalýðsfélagið hafi aldrei efnt
til verkfallsaðgerða gegn atvinnu-
rekendum á fimm árum.
Pik Botha, utanríkisráðherra Suð-
ur-Afríku, sagði í gær að hann hefði
þjónað landi sínu vel með því að
heimila greiðslurnar til Inkatha og
mundi gera það aftur ef nauðsyn
krefði.
Afríska þjóðarráðið segir að orð
Botha sýni fyrirlitninguna sem
stjórnvöld sýni flestum íbúum lands-
ins. Samtökin ítrekuðu kröfu sína
um að varnarmálaráðherrann,
Magnus Malan, og Adriaan Vlok,
ráðherra laga og reglu, segðu af sér.
Botha sagði einnig að ríkisstjórnin
hefði greitt meira en sem nemur
tveimur milljörðum íslenskra króna
til andstæðinga frelsishreyfmgar
Namibíu, SWAPO, í kosning&barátt-
unni þar árið 1989.
Fyrrum starfsmaður leyniþjónustu
suður-afríska hersins segir aö stjóm-
völd hafi greitt mörgum sinnum
meira. Reuter
Bush Bandaríkjaforseti:
Hvetur Palesta'numenn
til að leggja sig fram
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, hvatti Palestínumenn til að
„gera allt sem í þeirra valdi stæði“
til að halda friðarráðstefnu með ísra-
elsmönnum og háttsettur bandarísk-
ur embættismaður sagði að Palest-
ínumenn yrðu væntanlega að ganga
að kröfum ísraels fyrst í stað til að
ráðstefnan verði að veruleika.
Svo virðist sem deila um hverjir
eigi að vera fulltrúar Palestínu-
manna sé helsta hindrun í vegi fyrir-
hugaðrar friðarráðstefnu. ísraels-
menn vilja ekki að fulltrúar Palest-
ínumanna frá Austur-Jerúsalem taki
þátt í ráðstefnunni en PLO vill að
borgarhlutinn verði höfuðborg pal-
estínsks ríkis.
Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sagði
á miðvikudag að James Baker, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, heföi
samþykkt að útiloka Palestínumenn
frá Austur-Jerúsalem frá fyrstu stig-
um friðarráðstefnunnar um framtíð
arabísks landsvæðis sem ísraels-
menn hertóku 1967.
Bandariski embættismaöurinn svo
gott sem staðfesti orð Arafats þegar
hann sagði að það yrði ekki til gagns
að ræöa málefni Jerúsalems fyrst í
stað þar sem það væri erfiðasta við-
fangsefni sem þyrfti að leysa.
Bush forseti hvatti Palestínumenn
ekki beint til að gera tilslakanir en
bað þá gera allt sem þeir gætu til að
nýta þetta tækifæri til aö ná fram
rétti sínum og um leiö efla málstað
friðarins.
David Levy, utanríkisráöherra
ísraels, sagði í viðtali við blaðið Jeru-
salem Post í morgun að ísraelsmenn
mundu taka þátt í friðarráðstefnu
um Mið-Austurlönd ef James Baker
legði fram lista með nöfnum palestín-
skra samningamanna sem stjórnvöld
í ísrael gætu sætt sig við. Levy sagði
að hugsanlegt væri að Baker kæmi
í sjöttu friðarför sína til svæðisins
að afloknum leiðtogafundi risaveld-
anna í Moskvu í næstu viku.
Reuter
AUKABLAÐ
TÓMSTUNDIR OG ÚTIVIST
Miðvikudaginn 14. ágúst nk. mun aukablað um tómstundir og
útivist fylgja DV.
í blaðinu verður m.a. Qallað um:
Hjólreiðar - í kringum landið - um hálendið
Hundahald
Maraþon — hlaup, skokk
Flug
Siglingar
Fjallaklifur
Veiðar í vötnum
Köfun
Fallhlífarstökk
Ljósmyndasamkeppni - um breiðasta brosið
o.fl. o.fl. o.fl.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu
aukablaði, hafi samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta
í síma 27022.
Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga er til 8. ágúst.
AUGLÝSinGAR
ÞVERHOLTI 11 - REYISJAVÍR
Sími 27022 - Eax 27079
Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afriku, sagðist mundu heimila fleiri
greiðslur til Inkathahreyfingar zúlúmanna ef þörf krefði. Simamynd Reuter
Kúveit hef ur
olíuútflutning
Stjórnvöld í Kúveit sögðu í gær að
þeir hygðust byrja aö flytja út hráol-
íu aftur um þessa helgi en næstum
ár er liðið síðan innrás íraka í Kú-
veit þann 2. ágúst í fyrra stöðvaði
allan útflutning.
Embættismenn olíufélags Kúveits
sögðu í gær við fréttamenn Reuter
að emíratið hefði tekið á leigu nokk-
ur tankskip til að flytja hráolíuna.
Yfirvöld vildu ekki skýra frá því
hvert sendingin á að fara.
Vinnslustöðvar Kúveit eyðilögðust
í innrás íraka og þar til tekst að gera
við þær verður landið að flytja inn
fullunna olíu. Fyrir innrásina dældi
Kúveit um 2 milljónum tunna af olíu
úr jörðu á dag og yfirvöld vonast til
þess að fyrir lok þessa árs verði fram-
leiðslan komin í 400 þúsund.
Enn logar í meira en helmingi
þeirra 600 olíubrunna sem írak
sprengdi upp og björgunarmenn
vinna dag og nótt að því að vinna bug
á eldinum.
Reuter
Breski varnamálaráðherrann, Tom King, tók á móti Norma Schwarzkopf
hershöfðingja í London í gær. Símamynd Reuter
John Major, forsætisráöherra Bretlands:
Hvetur Bandaríkin til
að borga skaðabætur
Forsætisráðherra Bretlands, John
Major, notaði fund sinn með Norman
Schwarzkopf, herforingja og yfir-
manni í Persaflóastríðinu, til að
hvetja yfirvöld í Bandaríkjunum til
að borga skaðabætur fyrir þá níu
bresku hermenn sem dóu er banda-
rísk herflugvél gerði árás á þá fyrir
misgáning.
Major sagðist í gær vonast til að
bandaríska þingið myndi samþykkja
frumvarp sem heimilaði skaðabóta-
greiðslur til aðstandenda hermann-
anna. Ef svo yrði gert myndi það falla
í góöan jarðveg í Bretlandi og sýna
vinskap landanna í verki.
Schwarzkopf kom til London í gær
til aö hitta forráðamenn ríkisstjórn-
arinnar og vamamálasérfræðinga.
Þessi heimsókn er hluti af heimsókn-
um herforingjans til landa Mið-
Austurlanda og Evrópu til að ræða
málefni Persaflóastríðsins.
Breskum og bandarískum vitnis-
burðum ber ekki saman um hvað
hafi valdið því að bandarísk A-10 vél
réðst fyrirvaralaust á breska banda-
menn sína, sem voru í skriðdrekum
á jörðu niðri, og hóf skothríð. Bretar
segja að sökin liggi hjá bandarísku
flugmönnunum en þeir segjast hafa
fengið þær upplýsingar hjá Bretum
að á þessu svæði, sem árásin var
gerð, væm engir bandamenn. Reuter