Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 32
F R É T X Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn ■ Augl\ singi - / u ft- Dreifing Sími 270Í '1 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991. írar eru harðir i horn að taka í við- ræðunum um evrópska efnahags- svæðið. Hér er utanríkisráðherra íra, Gerard Collins, ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni við Ráð- herrabústaðinn í gær. DV-mynd JAK EFTA og EB: írar harðir gegn toll- frelsi Gerard Collins, utanríkisráðherra írlands, sem er hér í opinberri heim- sókn, segir að tollfrjáls innflutningur sjávarafurða frá EFTA-ríkjunum að innri markaði Evrópubandalagsins yrði mjög erfíður fyrir íra og því setji þeir sig á móti honum. Collins segir að írar séu sérstak- lega á móti tollfrelsi á laxi, síld og makríl en um tollfrelsi á botnfiski megi hins vegar semja. Þeir Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráöherra og Collins funduðu seinni partinn í gærdag. Jón Baldvin segir fundinn hafa verið gagnlegan og ítarlegan. Collins snæðir hádegisverð á Þing- völlum í dag og síðdegis fer hann í skoðunarferð til Vestmannaeyja. Collins sækir síðan ráðherrafund Evrópubandalagsins í Brussel á mánudag líkt og kollegi hans Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, sem einnig er staddur hér á landi. -JGH Mál leigubílstjóra til Evrópudómstóls LOKI Það sannast á þeim írska aðfrændureru frændum verstir! w • ; ■ ■ w ■■■ Tveir a gjor gæsludeild eftir f lugslys þriðji maðurinn minna slasaður Tveir Akureyringar liggja á gjör- gæsludeild sjúkrahússins á Akur- eyri og einn á annarri deild eftir að hafa hrotlent eins hreyfils Piper Tri-Pace flugvél tæpan kílómetra frá flugvellinum við Mývatn sið- degis í gær. Loftferöaeftirlitið er með máliö í rannsókn. Nærstaddur sjónarvott- ur bar að hafa heyrt véhna drepa á sér tvisvar og steypast síðan til jarðar. Hann tók sjúkrakassa með sér og fór á vettvang. Þegar að var komið voru þremenningarnír allir með meðvitund. Húsavíkurlögregl- an kom á vettvang um 15 mínútum síðar. Læknar og hjúkrunarfólk kom örskömmu síðar. Flugvél flutti mann, sem var mest slasaður, á sjúkrahúsið á Akureyri en hinh- tveir fóru meö sjúkrabíl, Flugmaðurinn var einn af eig- endum vélarinnar. Mennirnir, sem liggja á gjörgæsludeildimú, eru ekkí taldir í lifshættu. Mesta mildi er talin að ekki fór verr þar sem flugvélin var mjög illa farin eftir hina höröu brotlendingu. -ÖTT Sigurður Á. Sigurjónsson leigubíl- stjóri hefur kært lög frá Alþingi til mannréttindanefndar Evrópudóm- stólsins. Umrædd lög, sem skylduðu alla leiguþílstjóra til að vera í sam ; stéttarfélagi, tóku gildi í júlí 1981 Bílstjórinn undi þeim ekki og taldi þau gróft þrot á mannréttindum og félagafrelsi. Niðurstaða liggur nú fyrir hjá nefndinni í málinu á þá leið að kæruefnið sé tækt fyrir Evrópu- dómstólinn. -ÓTT Flugvél þremenninganna brotlenti tæpan kílómetra frá flugbrautinni við Mývatn. Mildi er talin að ekki lór verr hjá þeim sem í henni voru. DV-mynd Finnur Baldursson Veðriö á morgun: Víða rign- ingeða skúrir Á morgun verður norðaustan- átt vestanlands en suðaustan- og austanátt annars staðar á land- inu. Á Norðvesturlandi má búast við rigningu eða skúrum og einn- ig sunnan- og suðaustanlands en að mestu verður þurrt annars staðar. Hiti verður á bilinu 7-12 stig. Leit að þre- menningun- umhætt Öll leit og eftirgrennslan eftir þjóð- verjunum tveim og íslendingnum, sem ætluðu fótgangandi yfir hálend- ið, hefur verið afturkölluð. Ekki hafði heyrst til þeirra í viku þegar leit var hafin í gær. í nótt kom svo í ljós að þeir höfðu skráð sig í gestabók í skálanum í Bleiksmýrardrögum og ætla að verða á Akureyri seinni part- inn í dag. _pj Viðskipta- banni á Suð- ur-Afríku aflétt 4 Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra hyggst leggja þá tillögu fram á næsta þingi að íslendingar aflétti viðskiptabanni af Suður-Afr- íku. Tillagan kemur í kjölfar mikilla umbóta afrískra stjórnvalda í mann- réttindamálum. Hingað til eru Finnar eina Norður- landaþjóðin sem hefur afnumið lög sem lúta að þessu en gert er ráð fyr- ir að Danir verði í samfloti með Evr- ópubandalaginu. -ingo Veðrið um helgina: Vætusamt fram yf ir helgi A laugardag er búist við sunnan- og suðaustanátt með rigningu. Rign- ingin verður allnokkur á Suður- og Austurlandi en hugsanlega minni á Norður- og Vesturlandi. Veður verð- ur svipað á sunnudaginn en búist er við að vindátt snúist í suðvestan. Hitastigið verður á bihnu 8-11 stig og hægviðri víðast hvar. Horfur eru á svipuðu veðri á mánudag og þriðju- dag og jafnvel lengur. .jg Aðalverktakar: Vilja í verk- takasambandið íslenskir aðalverktakar og Vinnu- veitendasamband íslands eru ekki skihn að skiptum. íslenskir aðal- verktakar hyggjast sækja um aðild að Verktakasambandi íslands og öðl- ast þar með aukaaðild að VSÍ. Þá er fyrirhugað að breyta fyrirtækinu í almenningshlutafélag. Aðalverktakar sögðu sig, sem kunnugt er, úr VSÍ í fyrrakvöld. -JSS 4 14 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TM-HUSGÖGN SIÐUMULA 30 SIMI 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.