Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991. 7 dv_______________________________________________Fréttir Þórður Sigurðsson, yfirlögregluþjónn í Borgamesi: Áhyggjur af að æ fleiri kunna ekki að aka á möl - 90 km hraði á möljafngildir 140 km á bundnu slitlagi „Það hefur orðið aukning í ár, mið- að við síðasta ár, að við tökum öku- menn fyrir hraðakstur. Við höfum tekið 260 frá því í mars. Flestir þeirra mældust á 110-120 kílómetra hraða. Til samanburðar tókum við 300 öku- menn fyrir hraðakstur á öllu árinu 1990,“ sagði Þórður Sigurðsson, yfir- lögregluþjónn í Borgarnesi, í samtali við DV í gær. Þórður segir að helstu staðirnir, þar sem ökumenn séu stöðvaðir fyrir hraðakstur, séu á þjóðvegi númer eitt - í Hvalfirði, við Hafnarfjall og í Norðurárdal og vestur um. „Við reynum að vera ekki mikið á sömu stöðunum en hraðinn er mestur á aðalþjóðveginum," sagöi Þórður. Þórður segir að mestar áhyggjur Laxastiginn við Gljúfurá gefur góða von um betri veiði. DV-mynd Magnús Laxastigi í Gljúfurá Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi: Nýlega var laxastigi tekinn í notk- un í Gljúfurá í Húnaþingi. Stiginn er 12 þrep á hæð en fossinn, sem þarna hindraði laxagöngur, er 6 metrar. Við þessa framkvæmd leng- ist veiðisvæði Gljúfurár á þriðja tug kílómetra. Það eru bræðurnir á Uppsölum í Húnaþingi sem ásamt mági sínum tóku Gljúfurá á leigu til 14 ára gegn því að gera þrjá fossa í ánni lax- genga. Fyrri fossarnir tveir voru gerðir laxgengir í fyrra og strax það sumar gekk lax upp fyrir þá báöa. Nú bíða menn spenntir eftir hvernig gengur með þennan síðasta og jafn- framt hæsta foss. Það lofaði þó góðu um árangur að þegar komið var til þess að hleypa vatni á stigann biðu tveir laxar í hylnum neðan hans. Að sögn Magnúsar Ingþórssonar frá Uppsölum er kostnaðaráætlun við þessar framkvæmdir á elleftu milljónir króna á verðlagi dagsins í dag. Fiskræktarsjóður lætur styrk í verkið. Undanfarin ár hefur seiðum verið sleppt í ána ofan fossa, meðal annars gönguseiðum nú síðustu árin. Við ána er veiðihús og þar er veitt á eina stöng. Veiði hófst í ánni neöan við fossinn þann 15. júlí og fyrstu viku veiðitímans komu 9 laxar og 170 bleikjur á land. hafi hann af því að stöðugt fleiri öku- menn kunni hreinlega ekki að aka á möl þar sem bundið slitlag er ekki: „Slys, sem verða utan bundins sht- lags, verða flest með þeim hætti að ökumenn ráða ekki við hraðann, þeir aka út af og síðan velta bílarnir. Árekstrar eru miklu sjaldgæfari. Þetta er ekki af neinu öðru en að ökumenn aka ekki í samræmi við aðstæður. Ovanir ökumenn átta sig ekki á að 90 kílómetra hraði á möl jafngildir 140 kílómetra hraða á bundnu slitlagi. Það sem fólk verður að hafa í huga er að ætla sér tíma til að komast á milii staða. Ekki aö leggja í hann með þvi hugarfari að vera helst kominn á áfangastað áður en lagt er af stað,“ sagði Þórður. -ÓTT Réttarholtsvegi 1 sími 35424

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.