Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 9
.iee'í l.rji. es Huo/.ajratíi FðeTUDAGUR-26. • JÚLl-19&1, Utlönd Miðstjómarfundur Kommúnistaílokks Sovétrikjanna: Tillögur Gorbatsj- ovs hljóta stuðning Leiðtogar sovéska Kommúnista- flokksins munu í dag kjósa um nýja stefnuskrá sem Gorbatsjov, Sovét- forseti og aðalritari flokksins, hefur lagt fyrir miðstjórnarfundinn. Svo virðist sem- Gorbatsjov hafl tekist að tryggja sér fylgi miðstjóm- armanna fyrir hinni nýju stefnuskrá sem felur í sér róttækar breytingar á Kommúnistaflokknum. Allir þeir 27 ræðumenn, sem tóku til máls á fundinum í gær, studdu tillögu Gorbatsjov um að flokkurinn eigi að breytast úr kommúnistaflokki í nokkurs konar miðjuflokk sósícd- demókrata og falla frá sjálfsskipuðu hlutverki sínu sem flokkur allra verkamanna. Félögum í Kommúnistaflokknum hefur fækkað úr 19 milljónum í 15 milijónir á síðustu 18 mánuðum. Ef nýja stefnuskráin verður samþykkt mun verða fjallað um hana af flokks- nefnd og félagar flokksins munu taka nánari afstöðu til hennar áður en henni verður vísaö til endanlegrar afgreiðslu á flokksfundi í nóvember eða desember. Staða Mikhail Gorbatsjov virðist vera nokkuð sterk og hann varð ekki fyrir neinum harkalegum árásum fundarmanna ólíkt því sem gerðist á síðasta miðstjórnarfundi í apríl. Staöa hans, sem aðalritara flokksins, Bilastæði við Kremlarmúrana í Moskvu voru full af svörtum Volgum i eigu leiðtoga Kommúnistaflokksins en þeir sitja nú miðstjórnarfund flokksins. Simamynd Reuter hefur heldur ekki verið gagnrýnd og virðist hann hafa nokkuð góð tök á fundarmönnum sem eru 412 talsins. Harðlínumenn innan flokksins eru þó mjög óánægðir með þessa stefnu- skrártillögu Gorbatsjov. „Þetta er ekki stefnuskrá kommúnistaflokks því hún hefur engin slík einkenni. Nú þegar búið er að fjarlægja allt slíkt þá líkist flokkurinn ekki flokki * sósíaldemókrata heldur fremur frjálslyndum flokki," sagði einn fundarfulltrúinn. Gorbatsjov neitaði því í ræðu sinni í gær að nýja stefnuskráin fæli í sér fráhvarf frá sósíalisma og hvatti flokksmenn til að sýna stillingu þrátt fyrir að völd flokksins yrðu mjög takmÖrkUÖ. Reuter Dómstóll Evrópubandalagsins: ÓgiHi bresk f iskveiðilög Dómstóll Evrópubandalagsins óg- ilti í gær bresk lög sem miða að því koma í veg fyrir að erlend fiskiskip geti veitt fisk sem EB hefur úthlutað Bretum. Dómurinn úrskurðaði að lögin brytu í bága viö lög Evrópu- bandalagsins. Bresku lögin gera ráð fyrir að skip, sem skráð eru í Bret- landi, verði að vera eign Breta að þremur fjórðu og að minnsta kosti þrír af hveijum íjórum í áhöfn verði að vera búsettir í Bretlandi. Réttur Breta til að krefjast þess að skipum, sem skráð væru í landinu, yrði stjórnað frá Bretlandi var þó viður- kenndur. Heimildir innan Evrópubandalags- ins sögðu að dómurinn græfi undan kvótakerfmu sem bandalagið hefur komið á fót til að úthluta takmörkuð- um fiskistofnum sínum til aðildar- þjóöanna. Fiskveiðistefna banda- lagsins verður tekin til endurskoð- unar á næsta ári. Breska sjávarútvegsráðuneytið vildi ekkert tjá sig um dóminn en nokkrir þingmenn íhaldsflokksins réðust harkalega gegn honum. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir fisk- iðnaðinn en þetta sýnir einnig hvern- ig lýðræðisvaldi Bretlands og frelsi hefur verið varpað fyrir borð,“ sagði Teddy Taylor, einn þeirra þing- manna íhaldsflokksins sem eru tor- tryggnir út í einingu bandalagsríkj- anna. Annar þingmaður íhaldsflokksins, Anthony Beaumont-Dark, sagði að úrskurður dómstólsins ætti ekki að vega þyngra en ákvörðun breska þingsins sem var ætlað að vernda mikilvæga þjóöarhagsmuni. Reuter Frestur íraka til samvinnu rann út í gær: Litlar líkur á árás Bandarískir embættismenn sögðu í gær að hverfandi líkur væru á árás á kjarnorkustöðvar íraka þar sem svo virtist sem yfirvöld í Baghdad brygðust við þrýstingi og væru smátt og smátt að láta upplýsingar af hendi. Hinir fimm fastafulltrúar öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna höfðu krafist ítarlegra upplýsinga um kjarnorkuáætlun íraka fyrir gær- daginn. Talsmenn Hvíta hússins í Banda- ríkjunum sögðu í gær að írak hefði ekki orðið við þessari ósk SÞ og leyndu ennþá einhveijum upplýsing- um. Þrátt fyrir það mætti ekki búast við fyrirvaralausri árás á hemaðar- skotmörk íraka til að þvinga þá frek- ar til aö láta upplýsingar af hendi. Þrátt fyrir að Saddam sé enn að eltast við kjarnorkuvopnaframleiðslu ætla Bandaríkin að sitja á sér enn um stund og hyggja ekki á árás. Teikning Lurie Bandarískir embættismenn sögðu að ef írakar sýndu fulla samvinnu við kjamorkueftirlitsnefndirnar og reyndu ekki að hindra störf þeirra væri ekki þörf á neinum aðgerðum. „Svo lengi sem einhveijar upplýs- ingar berast, þrátt fyrir að það gangi hægt, er engin þörf á því að hefja hernaðarárás sem svo. kannski myndi ekki eyðileggja alla aðstöðu til kjarnorkuframleiðslu. Við lærð- um það í Persaflóastríðinu að írakar eru snilhngar í dulbúningum alls konar,“ sagði Bandarískur embætt- ismaður í gær. Sendimaður Bretlands hjá Samein- uðu þjóðunum, David Hannay, sagði fréttamönnum í gær að Saddam Hussein væri að blekkja sjálfan sig ef hann héldi að hann gæti komist hjá því að gefa upplýsingar í sam- ræmi við vopnahléssáttmálann og jafnframt komist hjá hernaðarárás. Reuter Algjörir jólasveinar í svitakófi Á annað hundrað jólasveinar víðs vegar að úr heiminum vora að stikna úr hita í Kaupmannahöfn á miövikudag þegar þeir voru búnir að klæö- ast rauðu búningunum sínum og settust að jólaboröinu til að gæða sér á svínasteik, rauðkáli og möndlugraut. Það var nefhilega 25 stiga hiti i borginni viö sundið þar sem bestu vinir barnanna sátu alþjóðlegt jóla- sveinaþing. Ekki fengu þó allir viðstaddir jólasveínar að setjast að kræsingunum því jólasveinninn frá Finnlandi var gerður brottrækur af samkomunni á miðvikudag vegna deilu um hvaða land sé hið eina og sanna heimaland sona Grýlu gömlu. Finnskir Lappar, Norðmenn, íslendingar og Grænlendingar segja allir sveinka búa hjá sér en Finnunum hefur oröið best ágengt í að selja jóla- sveininn feröamönnum. Ekki rikti þó algjör óeining meðal jólasveina á þinginu því þeir komu sér saman um nýtt „evrópskt jólalag" sem í eru bútar úr hefðbundnum jólalögum sex landa. Kúrdar í hungurverkfalli Þessi hópur Kúrda hefur verið í hungurverklalli í neðanjarðarstöð i Vin- arborg undanfarna daga til að mótmæla rikisstjórnum Tyrklands og ír- aks. Ríkisstjómir þessar hafa lengl haft horn f siðu Kúrda. Skemmst er að minnast meðferðar Saddams Husseíns á Kúrdum eftir Persaflóastrið- ið og fyrir stuttu kom til átaka milli tyrkneskra hersveita og Kúrda. Símamynd Reuter Ráðuneytið tef ur ekki rannsðkn Helsti saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins í glæpamálum vísaði í gær á bug staðhæfingum um að bandaríska leyniþjónustan heföi reynt að tefja rannsókn á Alþjóðlega lána- og viðskiptabankanum (BCCI) sem var lokað víða um heim í byrjun mánaðarins vegna fjársvikastarf- semi. Robert Mueller sagði í víðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC að rannsóknin héldi áfram og að ráðuneytið væri að kanna vísbendingar um að BCCI hefði verið tengdur bandarískum bönkum í nokkram borgum. Þegar Mueller var gagnrýndur fyrir seinagang í rannsókninni benti hann á mál í Tampa á Flórída áriö 1988 þar sem fimm stjórnendur bank- ans voru sakfelldir fyrir að koma illa fengnu fé i umferð. Robert Morgenthau, saksóknari á Manhattan, sem hefur verið að rann- saka tengsl BCCI við bandarískan banka, hefur sakað dómsmálaráöuneyt- ið um aö tefia fyrir rannsókn á hugsanlegu glæpsamlegu atferli. Bandarísk þingnefnd tilkynnti á miðvikudag að hún ætlaði að hafa yfir- heyrslur um mál bankans. Walesa reiðubúinn að beita valdi Leeh Walesa, forseti Póllands, sagði í viðtali, sem birtist i gær, aö hann væri reiöubúinn að beita valdi eða lýsa yfir neyðarástandi ef þörf krefði. „Ég mundi grípa til valdbeitingar til að bjarga landinu ef við stæðum frammi fyrir stjórnleysi eða víö- tækum verkföllum eða ef ástandið yrði mjög alvarlegt," haföi dagblað- ið Sztandar Mlodych eftir forsetan- um. „Hvað varðar möguleikana á að lýsa yfir neyðarástandi get ég sagt að ég er fær um aö gera það. Eg vona bara að þess gerist ekki þörf,“ sagði Walesa. Walesa viðhafði þessi orð í síma- viötali eftir að hann hringdi í blað- Lech Walesa, forseti Póllands, ið til aö kvarta yfir grein sem birt- segist vera vis til alls ti! að bjarga ist í því. Þar var spurt hvað Walesa landi slnu. Teikning Lurie heföi vitað um fund Maciej Zalewski ráðherra með bandarískum embætt- ismönnum þar sem ráöherrann á aö hafa rætt möguleikana á að lýsa yfir neyöarástandi ef stjórnin félli. Zalewski hefur neitaö þessum staðhæf- mgum. Ríkissfjórn Samstööu er aö reyna að koma á umbótum í anda frjáls markaðshagkerfis á sama tíma og mikil kreppa rikir í landinu og almenn- ingur er mjög óánægður með versnandi lífskjör. Fríðarumleitanir í Angóla hafa lent í fyrstu alvarlegu klípunni vegna þess hvað fyrrum skæruliöar UNITA-hreyfingarínnar hafa tafið að leysa fanga sina úr haldi. Fundur nefndar, sem á að hafa eftirlit meö vopnahléinu sem gert var 31. mai og undirbúa kosningar, fór út um þúfur á miðvikudagskvöld þar sem UNiTA sleppti föngum sínum ekki á sunnudag eins og áætlaö var. Fangadeilan blossaði upp þegar flugi frá höfuðborginni Luanda til aðal- bækistöðva UNITA í Jamba raeð embættismenn og blaðamenn iiman- borðs var frestað. Þessir menn áttu að fylgjast með þegar fyrsti hópur stríðsfanga skæruhða væri látinn laus. Ríkisstjómin leysti 107 skæraliða úrhaldiálaugardag. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.