Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991.
5
Fréttir
Utanríkisráðherrar Danmerkur og Islands greiða úr misskilningi:
Danir skilja og styðja
sjónarmið íslendinga
- Uffe Ellemann-Jensen sér fyrir sér öflugt samstarf Norðurlandanna innan EB
Því miður eiga íslendingar mikilla
hagsmuna að gæta í þeim ágreinings-
atriðum sem enn eru óútkljáð, eink-
um varðandi veiðar og aðgang að
mörkuðum. Sem fyrr munu dönsk
stjórnvöld styðja ósk íslendinga um
frjálsan markaðsaðgang að markaði
EB, enda sé um samkeppni á jafnrétt-
isgrundvelli að ræða. Samanborið
viö önnur lönd er sérstaða íslands
varðandi þetta mikil og því sanngirn-
ismál að aðgangur að auðlindum
komi ekki á móti, sagði Uífe Elle-
mann-Jensen, utanríkisráðherra
Dana, á blaðamannafundi í gær eftir
viöræður við Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráöherra.
Uffe Ellemann-Jensen sagðist
sannfærður um að innan EB væri
að finna breiðan pólitískan skilning
á sjónarmiðum íslendinga. Sagði
hann að þar sem á ýmsum stööum
hefði ríkt efi um afstöðu danskra
stjórnvalda til frjáls markaðsað-
gangs á íslenskum sjávarafurðum á
mörkuðum EB hefðu þau nú beint
þeim fyrirmælum til samninga-
manna sinna að taka undir ósk ís-
lendinga.
Uffe Ellemann-Jensen tók það sér-
staklega fram að krafan um aðgang
EB-ríkjanna að fiskveiðiauðlindum
hefði ekki komið fram með vilja
Dana. Þvert á móti hefði dönskum
stjórnvöldum þótt það miður þegar
Spánveijar komu fram með hana.
Sagðist hann binda vonir við að til-
boð Noregs um gagnkvæmar veiði-
heimildir yrði lausn sem allir sættu
sig við.
Jón Baldvin sagöi fund þeirra Uffe
Ellemann-Jensen hafa verið mjög
gagnlegan. Enn væri þó með öllu
óijóst hvort samningaviðræðum
EFTA og EB lyki fyrir næstu mán-
Sem fyrr munu dönsk stjórnvöld styðja ósk íslendinga um frjálsan markaðsaðgang að markaði EB, sagði Uffe
Ellemann-Jensen, utanrikisráðherra Danmerkur. Ráðherrann er hér með starfsbróður sínum, Jóni Baldvin Hanni-
balssyni. DV-mynd JAK
aðamót eins og að væri stefnt. Hann
sagði að auk umræðna um stöðuna
í EES-viðræðunum hefðu þeir rætt
samskipti austurs og vesturs, vam-
arsamvinnu ríkja Vestur-Evrópu,
nauðsyn þess að halda við varnar-
samvinnunni við ríki Norður-Amer-
íku og möguiegar þrýstingsaðgerðir
gagnvart sovéskum stjórnvöldum til
stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystra-
saltsríkjanna.
Á fundinum var danski utanríkis-
ráðherrann spurður út í fyrri yfirlýs-
ingar sínar um að samningaviðræð-
umar um EES væm dæmdar til að
renna út í sandinn - því væri hyggi-
legast fyrir EFTA-ríkin, einkum
Norðurlandaþjóðirnar, að sækja um
aöild að EB. Svaraði Ellemann-Jen-
sen því til að eftir að Svíþjóð hefði
sótt um aöild að EB hefði mikilvægi
þessara viðræðna aukist verulega.
Hins vegar væri hann enn þeirrar
skoðunar að farsælast væri ef öll
Noröurlöndin sæktu um. Kvaðst
ha/in sjá fyrir sér að til samans gætu
þau haft mikil áhrif innan banda-
lagsins, auk þess sem forsendur
sköpuðust fyrir auknu samstarfi
þeirra á milli.
Aöspurður kvaðst Uffe Ellemann-
Jensen ekki óttast að Evrópubanda-
lagið þróaðist út í að verða pólitískt,
hernaðarlegt og efnhagslegt stór-
veldi. Til þess væru ríki Evrópu of
ólík. Hann sagði Evrópubandalagið
fyrst og fremst vera friðsamlegan
vettvang fyrir samvinnu aðildarríkj-
anna sem tryggt gæti farsæld og frið
í álfunni. Kvaðst hann vonast til að
sem flest ríki Evrópu, einnig ísland,
sæi sér hag í aðild.
Vegna þessara orða tók Jón Bald-
vin fram að hann hefði gert hinum
danska kollega sínum grein fyrir því
að engin ríkisstjórn á íslandi tæki
aðild í mál á þessari öld aö öðru
óbreyttu. Áður en slíkt gæti orðið
þyrfti EB að breyta sjávarútvegs-
stefnu sinni verulega, auk ýmislegs
fleira.
í lok fundarins voru utanríkisráð-
herrarnir spurðir út í afstöðu sína
til sjálfstæðisbaráttu Slóvena og Kró-
ata í Júgóslavíu. Báöir tóku þeir
skýrt fram aö ekki mætti líkja kröf-
um þeirra við sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsríkjanna. í lýðveldum
Júgóslavíu yrði að finna lausn með
samningum er tryggðu rétt minni-
hlutahópa sem þar búa. Hvað varð-
aði Eystrasaltsríkin gegndi öðru
máli. Þau væru sjálfstæð í skilningi
þjóðréttarlaga.
-kaa
FLUGLEIDIR
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
utiuf
%K\
BOÐSMQT VISA-ISLATÍDS OG
MAZDA I KASTGREINUM
Stórmót í kastgreinum verður haldið í Mosfellsbæ 28. júlí kl. 14. Bestu kastarar Sovét-
ríkjanna í spjótkasti og kringlukasti og bestu kúluvarparar Svía mæta okkar mönnum.
VERÐUR SETT ISLANDSMET?
Einar Vilhjálmsson,
islandsmethafi
rspjótkasti, 85,48 m.
Sigurður Einarsson,
spjótkast, 84,94 m.
Sigurður Matthiasson,
spjótkast, 80,50 m.
Vésteinn Hafsteinsson,
islandsmethafi
i kringlukasti, 67,64 m.
Pétur Guðmundsson,
islandsmethafi
i kúluvarpi, 21,26 m.
Meitingahús/ri
l>RÍR FRAKKAR
HJÁ ÚLFARI
AÐRIR KEPPENDUR:
Andrés Guðmundsson, kúluvarp, i Helgi Þ. Helgason, kringlukast.
Unnar Garðarsson, spjótkast,
ERLENDIR KEPPENDUR:
Vv% %
V VV V
Romas Ubartas, Sovétríkjunum, kringlukast, silfurverð-
launahafi í Seoul 1988, 70,06 m.
Vaclavas Kidikas, Sovétrikjunum, kringlukast, 68,44 m.
VictorYevjukov, Sovétrikjunum, spjótkast, 85,14 m, silfur-
verðlaunahafi á HM '87.
Malek Kaleta, Sovétríkjunum, spjótkast, 83,86 m.
Spren Tallheim, Svíþjóð, kúluvarp, 21,24 m, Horðurlanda-
methafi innanhúss.
Claus Bahrt, Danmörku.
Svein Inge Valvik, Horegi.
Einstakt tækifæri til að sjá okkar bestu kastara fyrir lokaundirbúning HM í Tokyo.
Mætum öll og hvetjum okkar menn.