Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991.
Spumingin
Hefur þú fariö aö
veiða í sumar?
Guðjón Jónsson húsvörður: Nei, Og
ég geri ekki ráð fyrir að ég fari að
veiða í sumar.
Snorri Þorsteinsson verkamaður:
Nei, það hef ég nú ekki gert og ég
veit ekki hvort ég fer eitthvað að
veiða í sumar.
Jóhanna Aðalsteinsdóttir, vinnur á
bilaleigu: Nei, ég veiði aldrei.
Zophonías Torfason skólameistari:
Nei, og ég ætla ekki að fara að veiða.
Ég er alveg laus við þann áhuga.
Kristín Karlsdóttir húsmóðir: Nei, og
ég ætla ekki að fara að veiöa í sumar.
Hörður Guðjónsson sjómaður: Já, ég
er búinn að fara einu sinni 1 sumar.
Ég fór í Skorradalsvatn.
Lesendur
„Fjallar hvalamálið um hroka?"
Um hvað snýst
hvalamálið?
S.P. skrifar:
Er hægt að afgreiða hin ýmsu um-
hverfissamtök sem hippa og auðnu-
leysingja? - Þetta eru öfl sem hafa
orðið til af þörf; oft í löndum þar sem
stundaðar höfðu verið hvalveiðar í
aldaraðir á meðan viö íslendingar
vorum enn að veiða hval með „nef-
inu“ og hirtum úidin hræ á fjörum.
Hvenær verða almenningi birtar
niðurstöður hinna hávísindalegu
rannsókna á hvölum? Er kannski
von á nýjum kafla í dýrafræðinni?
Hver einasta útgáfa dýrafræðibókar,
sem er framhald af annarri, segir frá
útrýmingu dýrategunda. Engin ný
tegund hefur komið fram, a.m.k. síð-
an á dögum Nóa. Fyrir tæpu ári hafði
verið úthlutað einum mesta loðnu-
kvóta sem verið hefur til veiðar í
samráði og að tillögum sömu „vís-
indamanna" og rannsaka hvali. -
Nokkrum vikum seinna voru loðnu-
veiðar bannaðar með bráðabirgða-
lögum.
Skipstjórum og sjómönnum þykir
ekki mikið til vísindamanna koma
þegar fjallað er um fiskistofnana. En
svo í annan tíma, og þá oft skyndi-
lega, eru þetta bestu vísindamenn í
heimi þegar hvalamál eru annars
vegar. Ýmsir beija sér á brjóst og
segjast ekki láta aðrar þjóðir segja
sér fyrir verkum. Það gerir okkur
íslendinga ekki aö sjálfskipuöum
vitringum um lífríki hafsins að aðrar
þjóðir eða hópar búi við minna sam-
neyti við hafið en við.
Éða Qallar hvalamálið um hags-
muni eiganda og fjölskyldu Hvals hf.
sem gera út frystitogarann Venus?
Fjallar hvalamálið um hroka? Að við
getum ekki sætt okkur við að lúta
ábendingum frá öðrum? - Já, drep-
um frekar hvalina en að láta andfé-
lagslega hópa og hippa stjórna fram-
ferði okkar á höfunum. Ég segi hins
vegar: „Vandamál" Hvals hf. hlýtur
að vera verkefni venjulegrar viö-
skiptanefndar í viðkomandi ráðu-
neyti en hefur ekkert að gera á borð
heillar ríkisstjómar, enda hafa aðrar
ríkisstjórnir takmarkaðan áhuga.
Lækkaða skatta umf ram allt
Jóhannes Guðnason, trúnaðarmað-
ur Dagsbrúnar, skrifar:
Engir nýir samningar án lækkaðra
skatta ætti að vera slagorð í komandi
samningum. Skattar á laun em í dag
allt of háir. Það koma ýmsar leiðir
til greina varðandi breytingar. Ein
er sú að stórhækka persónuafslátt-
inn, þá hækkuðu skattleysismörkin.
Ég hygg að það væri hyggilegri leið
að notast við krónutöluregluna, ekki
síst ef verið er að semja á sama tíma
fyrir 100-þúsund-króna manninn og
400-hundruð-þúsund-króna mann-
inn. - Hækkun persónuafsláttar
kæmi 100-þúsund-króna manninum
aö mun meira gagni, segir Guðmund-
ur J. Guðmundsson í nýja Dagsbrún-
arblaöinu.
Ég veit ekki hvar þessi 100-þús-
und-króna launataxti finnst. Ég
myndi hætta allri baráttu innan
Dagsbrúnar ef Guðmundi J. tækist
að standa við þessar yfirlýsingar í
samningum í haust. Styð ég allar
hans aðgerðir til að ná þessu fram.
Ég hef hins vegar enga trú á þeim í
stjóm Dagsbrúnar til að gera góða
samninga nú, fremur en áður.
Hver býst við kaupmáttaraukn-
ingu hjá launþegum í næstu kjara-
samningum? Boðar ekki Þjóðhags-
stofnun kaupmáttarrýmun? - Ég
minnist þess ekki að Þjóðhagsstofn-
un hafi spáð öðm en versnandi þjóð-
arhag og kaupmáttarrýrnun þegar
kjarasamningar era fram undan.
Þrátt fyrir allt tal um gífurlegan
flárhagsvanda og aflasamdrátt munu
samtök launafólks fylgja efdr kröf-
unni um kaupmáttaraukningu við
gerð kjarasamninga í haust. Verð-
bólga mælist nú um 14% á ársgmnd-
velli, miðaö við síðustu 3 mánuði, og
hefur hún ekki verið hærri, saman-
borið við 3 mánaða viðmiðun, síðan
svokallaðir þjóðarsáttarsamningar
vora gerðir í febrúar á sl. ári. Verð-
bólgan í síðasta mánuði mældist 17%
á ársgmndvelli og þó er þar ekki
inni nýleg hækkun á lyflakostnaði.
Hvemig væri nú að fara að standa
við kosningaloforðin? Ekkert hefur
heyrst um þessi loforð nú. Við í Mót-
framboðinu munum bjóða aftur fram
í nk. febrúarmánuði. Ég gaf þessari
stjóm loforð um stuðning fram yfir
samninga og við það stendur Mót-
framboðið. Yfirlýsingar Guðmundar
J. lofa góöu en ég minni menn á að
það hefur ekki skort stóru orðin áður
og því tökum við yfirlýsingunum
með fyrirvara - af fyrri reynslu.
Svo skal böl bæta...
Útgerðarmaður skrifar:
Margir kannast við málsháttinn
„Svo skal böl bæta að bíða annað
meira“. Mér datt þetta í hug eftir að
hafa lesið nokkrar greinar eftir dr.
Gylfa Þ. Gíslason prófessor og fyrr-
verandi ráðherra. - Bera nú greinar
hans sama heitið dag eftir dag,
„Þröngir hagsmunir eða þjóðar-
heill“, og fjalla um þá „forsmán" að
útgerðarmenn skuli hafa nokkuð
fyrir sinn snúð fyrir að standa í út-
gerð í landinu. Vill dr. Gylfi meina
að mikill auður hafi safnast á hendur
nokkurra útgerðarfyrirtækja í skjóli
þess að þeim hafi verið úthlutað
verðmætuii} veiðiheimildum án end-
urgjalds.
Eg ætla ekki að fara mörgum orð-
um um málflutning dr. Gylfa. Hann
hefur ekki stundað útgerö sjálfur svo
ég viti til og er líklega lítt kunnugur
þessum viðsjála og stopula atvinnu-
vegi af eigin raun. - Mér hefði fund-
ist viö hæfi, og hef raunar vænst
þess lengi, að hann gerði úttekt á
vanda ullariðnaðarins og gjaldþroti
Álafoss hf. Hann er í stjóm þess fyr-
irtækis, ef ekki stjómarformaður, og
ætti að gjörþekkja innanhússvanda
á þeim bæ. Þar hefur ekki verið
kvótavandamál en samt fór Álafoss
á hausinn. Dr. Gylfi kýs hins vegar
að tjá sig um „uppáhaldsböliö“, fisk-
veiðistefnuna. Honum er kannski
efst í huga að svo megi böl bæta að
skrifa um annað og meira! - En hér
fer best á því að setja amen eftir efn-
inu.
Dr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor og
fyrrv. ráðherra. - Bréfritari væntir
úttektar Gylfa á ullariðnaðinum.
þagnað og menn snúa sér að al-
mennu sorpi í staðinn. Umhverf-
ismálaráöherra var í sjónvarps-
viðtali sl. mánudagskvöld. Hann
orðaði ekki grútinn fremur en
snöru í hengds manns húsi. Kaus
fremur almennt snakk um sorp
og sagði að það kostaði mikið fé
að taka til hendinni í þeim efnum.
Maður get nú ekki varist hlátri.
- Fyrst slællur á flóöalda frétta,
umsagna, viðtala og fréttamynda
um grútinn ógurlega. Og skyndi-
lega fellur allt í Ijúfa löð meö yfir-
lýsíngu um að þetta sé bara sama
„efhi“ og kom að ströndum land-
ins árið 1651 og þar með búið
mál. - En til þess nú að umhverf-
isráðuneytið hafi eitthvað á
„sinni könnu" líka þá sýnist eiga
að fara af stað með eitthvaö aiis-
herjar prógramm. - Og nú þarf
að „kosta miklu til“, sagði svo
ráðherrann!
Sólböðsvíkja
engan
Kári hringdi:
Ég hef undanfarið heyrt ávæn-
ing af því að nú sé komið í Ijós
að sólböð og það að vera sólbrúnn
sé af hinu vonda, Það sé jafnvel
ekki lengur í tísku erlendis aö
vera sólbrúnn og hraustlegur.
Jæja, segi ég nú bara. Síðan hve-
nær var það talið Ijótt að vera
bránn og hraustlegur? - Og svo
éta aðrir ijölmiðlar þetta eftir og
útmála óhollustu sólbaða.
Ég held að þetta álit megi rekja
til öfundar út í þá sem neirna að
stunda sólböð og útiveru. Ég tel
ekki ólíklegt að þessi skoðun sé
komin frá fólkí sem hefur skapað
sér sérstakan lífsstíl með óhóf-
legri vinnu. islendingar era flest-
ir komnir í þennan flokk. Égfull-
yröi að sólböð svíkja engan og það
er hraustleikamerki að vera
brúnn, hvað sem reynt er að
skramskæla þessa staðreynd.
Stöndum með
Sighvati
Halldór Sigurðsson skrifar:
Ég á erfitt með aö trúa því á
okkur íslendinga að viija ekki
spara útgjöld ríkisins í flestum
greinum. Það getur ekki verið
steftia okkar að halda sífellt
áfram að kreíjast þess aö fá niö-
urgreitt hvaðeina þótt það hafi
verið gert hingað til. - Tímarnir
breytast og þörfin með. Nú á tím-
um er ekki sjálfsagt að greiða
niður allt það sem áður fyrr var
talið sjálfsagt vegna fátæktar og
frumstæðra aðstæðna hér á
landi.
Ég get ekki betur séð en heil-
brigðísráðherra hafi fullkomn-
lega rétt fyrir sér þegar hann
færir rök aö því að einungis þeír
sem sannanlega eru sjúkir og
farlama eigi að fá fulla aðstoö
okkar samborgaranna. - Stönd-
um meö Sighvati í baráttu hans
til aö færa okkur niður af öl-
musustiginu til bjargálna. Þaö
verðum viö aldrei með því aö
kreíjast sífellt meiri aðstoðar af
hinu opinbera.
Tapaðiveskinu
Halldór Siggeirsson hringdi:
Ég týndi veskinu mínu á Miklu-
braut, rétt viö húsið númer 68 er
ég var að stíga út úr bílnum. Hef-
ur sennilega dottið á götuna um
leið og ég steig út. Þar hefur svo ■
einhverátt leiðumogfundiðþaö.
Veskíð er svait og í því era skil-
ríki, bankakort og peningar. -
Heiðarlegur og skilvis finnandi
er vinsamlega beöinn aö koma
skilaboðum um hvar megi nálg-
ast veskið og hringja í síma
691122. -Fundarlaunum er heitið.