Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1991.
11
Utlönd
Júgóslavía:
Leiðtogar reyna
að stilla til friðar
Fjórir danskir fornleifafræðingar eru nú um þaö bil að leggja af stað
til Sovétríkjanna þar sem þeir munu taka þátt í leiðangri sera ætlar að
reyna að finna jarðneskar leifar Vitus Bering.
Bering þessi var Dani sá er fann Beringssundið miili Síberíu og Al-
aska. Dönsku fomleifafræðingarnir munu taka þátt í þriggja vikna sov-
éskum leiöangri til Beringseyju sem iiggur undan austurströnd Síberíu
en þar dó Bering árið 1741.
„Bering hvarf á þessari fiarlægu eyju, sem núna ber nafn hans, eftir
að skip hans sökk þegar þaö var að koma úr ferð til Alaska. Það er minn-
ingarreitur um Bering á eyjunni en við vitum aðeins óijóst hvar hann
er grafinn," sagði danski fornleifafræðingurinn Ole Schioerring sem tek-
ur þátt í leiðangrinum.
Bering rannsakaði Norður-Kyrrahaf fyrir Rússland á sínum tíma og
uppgötvaði að landsvæði Sovétríkjanna og Norður-Ameríku lágu ekki
Evrópskir og júgóslavneskir leið-
togar munu reyna enn á ný í dag að
binda enda á skærur milli þjóðar-
brota sem hafa krafist fimmtán
mannslífa til viðbótar í Júgóslavíu.
Alls hafa þá fimmtíu manns verið
drepnir í bardögum á einni viku.
Þjóðarleiðtogar Ítalíu, Júgóslavíu,
Ungverjalands, Austurríkis og
Tékkóslóvakíu hittast í dag og á
morgun í strandbænum Dubrovnik
í Króatíu til að ræða hættuástandið
í Júgóslavíu. Forsætisráð Júgóslavíu
mun einnig hittast í Belgrad til að
ræða brottflutning hersins eftir að
svipaður fundur fór út um þúfur á
mánudag. Ekki er búist við miklum
árangri af þeim fundi þar sem friðar-
viðleitni ráðsins hefur til þessa að-
eins orðið kveikjan að nýjum ofbeld-
isaðgerðum.
Skriðdrekar úr júgóslavneska sam-
bandshernum vörpuðu sprengjum á
króatíska þorpið Erdut snemma í
gær og drápu níu króatíska þjóð-
varðliða og særðu sautján aðra þar
sem þeir voru í búðum sínum. Lög-
reglan sagöi að sex hefðu látist sam-
stundis en þrír síðar á sjúkrahúsi.
Herinn segir að á sig hafi veri ráð-
ist áður en skothríðin hafi verið end-
urgoldin. Króatar í Erdut, sem er við
landamærin að Serbíu, segja aö her-
inn hafi átt upptökin.
í öðrum bardögum féllu tveir þjóð-
varðliðar, hermaður og einn óbreytt-
Króatiskur þjóðvarðliöi vaktar uppskeru í Vinkovici. Símamynd Reuter
ur borgari.
Hafnarstarfsmenn í bænum Bar í
suðurhluta Júgóslavíu sögðu í gær
að verið væri að skipa upp þrjátiu
þúsund tonnum af vopnum og öðrum
hergögnum. Blöð í bænum sögöu að
vopnasendingin, sem kom frá Beirút,
væri sú stærsta sem hefði komið til
Júgóslavíu. Vangaveltur voru uppi
um að vopnin væru ætluð einhverju
þjóðarbrotanna í landinu.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
sem sá um vopnasendinguna, sagði
hins vegar að hún væri ætluð þriöja
ríki sem hann neitaði að nafngreina.
Frakkland, Þýskaland og Lúxem-
borg hvetja hin ríki Evrópubanda-
lagsins til að bjóða forsætisráði Júgó-
slavíu til viöræðna við utanríkisráð-
herra EB á mánudag, að sögn stjóm-
arerindreka. Þegar er áætlað að ráð-
herrarnir hitti forsætisráöherra og
utanríkisráðherra Júgóslavíu til að
ræða tilraunir EB til að koma á friði
í landinu. Reuter
Kjarnorkuver aftur í gang í Búlgaríu
Búlgarar vonast til að geta sett
nýjan kjarnakljúf í kjarnorkuverinu
í Kozloduj í gang í næstu viku þrátt
fyrir efasemdir um öryggi versins
eftir að eldur kviknaði þar og vart
varð við kjarnorkuleka á undanförn-
um tveimur vikum.
„Ef allar prófanir, sem eftir eru,
ganga eðlilega fyrir sig og eins og
búist er við verður hverfill sex tengd-
ur við orkukerfi landsins eftir viku,“
hafði opinbera fréttastofan BTA eftir
starfsmanni kjarnorkuversins.
Kjarnorkuverið sér Búlgörum fyrir
40 prósent raforku þeirra og hafa
yfirvöld veriö treg til að loka því.
Reuter
Fj öldamorðinginn í Visconsin:
Játar að hafa myrt 17 manns
Fjöldamorðinginn í Milwaukee í
Visconsin í Bandaríkjunum, sem upp
um komst nú i vikunni, hefur játað
að hafa myrt, bútað niður og síðan
soðið höfuðið af 17 karlmönnum á
undanförnum 10 árum.
Líkamshlutar af 11 líkum fundust
í íbúð mannsins, Jeffrey Dahmer, en
hann hefur játað að hafa myrt að
minnsta kosti 6 til viðbótar. Sérfræð-
ingar hafa borið kennsl á 5 líkanna
með því að nota fingraför, tann-
læknaskýrslur og þær ljósmyndir
sem Dahmer tók af fórnarlömbum
sínum bæði fyrir og eftir morðin.
Yfirmaður lögreglunnar í Milw-
aukee, Phillip Arreola, sagði frétta-
mönnum að verið væri að kanna þær
upplýsingar sem Dahmer hefur sjálf-
ur gefið lögreglunni. Stjúpmóðir Da-
hmer í Ohio hefur sagt að hún hafi
fundið mannabein í húsi sínu og tel-
ur lögreglan nú að þessi hræðilega
morðsaga gæti náð allt að 10 ár aftur
í tímann.
Dahmer hefur þegar verið ákærður
fyrir morð á þeim 5 mönnum sem
Jeffrey Dahmer var leiddur fyrir
dómstóla í gær eftir að margs konar
likamsleifar höfðu fundist i ibúð
hans fyrr í vikunni. Símamynd Reuter
tekist hefur að bera kennsl á. Sak-
sóknari telur að fórnarlömb Dahmer,
sem allir voru karlmenn, gætu hafa
komið víða að úr Bandaríkjunum,
meðal annars frá Chicago og Illinois.
Aðstandendur horfinna einstakl-
inga hafa hringt í hundraöatali til
lögreglunnar í Milwaukee til að
spyrjast fyrir um fórnarlömb íjölda-
moröingjans.
Einungis hefur verið birt nafn eins
fórnarlambsins sem var 23 ára. Að
sögn saksóknara í málinu hefur Da-
hmer viðurkennt að hafa kyrkt hann
og síðan nauögað. Síðan bútaði hann
fórnarlambið í sundur, setti höfuöið
neðst í ísskápinn og geymdi hjartað
í frysti til að éta síöar.
Dahmer, sem er 31 árs gamall, vann
áður í súkkulaðiverksmiðju. Hann
hætti í hernum eftir tveggja ára þjón-
ustu vegna drykkjuvandamála.
Hann hefur verið á reynslulausn síð-
an 1990 fyrir kynferðislega áreitni
við 13 ára gamlan dreng en embættis-
menn höfðu aldrei komið heim til
hans og kannað ástand mála. Reuter
sarnan heldur voru aðskilin meö um 100 kílómetra sundi.
Or. Bailes er einn þelrra stjörnufræðinga sem fundu fyrstu reikistjörn-
una sem vítað er um utan okkar sólkerfis. simamynd Reuter
Stjörnul'ræðingar hafa nú uppgötvað reikistjörnu sem ekki tilheyrir
okkar sólkerfi. Er þetta í fyrsta sinn sem reikistjama utan okkar sólkerf-
is finnst og gefúr það möguleika á því að líf finnist á öðmm reikistjörnum
en jörðinni.
Reikistjarnan, sem enn hefur ekki hlotið nafn, er um 10 sinnum stærri
en jöröin og er að finna í stjömumerkinu Sagittarius sem er nálægt miðju
Milky Way, vetrarbrautinni sem sólkerfi okkar tilheyrir. Stjaraan gengur
á braut umhverfis nifteindastjörnu sem þekkt er undir nafhinu PSR
1829-10 og er um 30 þúsund þósár í burtu frá jöröinni.
Stjömufræðingamir, sem fundu reikistjömuna, koma frá háskólanum
í Manchester í Bretlandi. Þeir segja aö ólíklegt sé að líf finnist á þessari
reikistjömu en uppgötvunin leiöir líkur aö því að þaö gætu verið hundr-
uð milljóna reikistjömukerfa í vetrarbrautinni okkar og einhverjar þeirra
gætu hæglega borið líf.
Vill selja Iseknisaðgerðir
Formaður sósíaldemókrata á Borgundarhólmi hefur lagt til að sjúkra-
hús bæjarins græði á því að framkvæma læknisaðgerðir á fólki frá Aust-
ur-Evrópu og Sovétríkjunum.
Formaðurinn, hjúkmnarfræðingurinn Elly Wolff, lagði þetta til á fundi
sýslunefndar fy rir stuttu. „Þessi lönd eiga að vísu ekki mikið af peningum
en það kemur fljótt. Þau geta engan veginn byggt eigin heilbrigðisþjón-
ustu upp nógu hratt til að annast alla sína sjúklinga og því finnst mér
sjálfsagt að markaðssetja þá þjónustu sem við getum boöið upp á hér,“
sagði Wolff.
Hún bendir á að mörg sjúkrarúm séu laus á sjúkrahúsi Borgundar-
hólms sem hægt væri að nota í þetta. Forsvarsmaður heilbrigðisþjónustu
Borgundarhólms er ekki jafhhrifinn af hugmyndinni. Hann bendir á að
hægt sé að leita til Noregs og Sviþjóðar eftir sjúklingum áður en farið sé
að græða á Austur-Evrópubúum. Biðlistar sjúkrahúsanna i Svíþjóð séu
til dæmis mjög langir.
Ólöglegum vopnum fjölgar í Svíþjóð
Frá árinu 1972 hefur um 16 þúsund vopnum verið stolið í Svíþjóð án
þess að koma nokkum tíma í leitirnar aftur. Á síðasta ári jókst vopna-
stuldur í Svíþjóð um allan helming.
Lögreglan í Stokkhólmi hefur nú sett sérsveit í aö reyna að hafa uppi
á ólöglegum vopnum. Ekki er vitað nákvæmlega hversu stór svarti mark-
aðurinn fyrir vopn er. Þaö eru ekki bara stolin vopn sem eru seld á svört-
um heldur er líka eitthvað um að vopnum sé smyglaö inn í landið.
Tala stolinna vopna hefur hækkað úr um 600 á ári fyrir nokkrum ámm
í um 1200 árið 1990. Fjöldi vopnaðra rána í bönkum, pósthúsum og versl-
unum hefur að sama skapi aukist töluvert.
Hægt er aö kaupa sér allt frá haglabyssum til skammbyssa og vélbyssa
á svarta markaðnum. Það eina sem þarf er aö þekkja rétta aöila og eiga
nóg af peningum.
Reuter, Ritzau og TT
bTHERMDS
HITABRÚSAR
HEILDSÓLUDR.
JOHN LINDSAY HF.