Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991. LífsstDl DV DV kannar grænmetismarkaðinn: Allar tegundir grænmetis lækka - meðalverð á vínberjum og grænni papriku lækkar mest Neytendasíöa DV kannaði aö þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum: Bónusi í Kópavogi, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hag- kaupi í Kringlunni, Kjötstöðinni í Glæsibæ og Miklagarðsversluninni í Kaupstaö í Mjódd. Allar verslanirnar voru að taka í sölu hjá sér nýjar, íslenskar kartöfl- ur. Verðupplýsingarnar á gröfunum hér til hliðar miðast þó við verð á eldri kartöflum. Bónusbúðirnar buðu lægsta verðið á nýjum kartöfl- um, 137 krónur kílóið. Þar á eftir Fjarðarkaup, 149,50, síðan Kjötstöð- in, 162,50, Hagkaup, 169,50, og Mikli- garður, 189,50. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtaö og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Það vekur athygli að í fyrsta sinn í langan tíma lækkar meðalverð á öllum tegundum grænmetis en þó misjafnlega mikið eftir tegundum. Meðalverð á tómötum lækkaöi um 7 af hundraöi og er það nú 295 krónur. Tómatar voru á lægsta verðinu í Bónusi, á 194, en síðan koma Kjöt- stöðin, 298, Hagkaup, 299, Fjarðar- kaup, 336, og Mikligarður, 350. Mun- ur á hæsta og lægsta verði á tómötum er 80%. Meðalverð á gúrkum lækkaði sömuleiðis milii vikna og nemur lækkunin 5 hundraðshlutum. Meðal- verðið er nú 247 krónur en lægsta verðið var að flnna í Bónusi, 170 krónur kílóið. Næstir þar á eftir voru Fjarðarkaup, 199, en síðan kom Hag- kaup, 269, Kjötstöðin, 298, og Mikli- garður, 299. Munur á hæsta og lægsta verði er 76%. Sveppir lækkuðu álíka í meðal- verði eða um 6% og það er nú 525 krónur. Sveppir voru ódýrastir í Kjötstöðinni þar sem kílóið var selt á 464 en þar á eftir komu Bónus, 528, Hagkaup, 544, og Kjötstööin og Mikli- garöur voru með sama verðiö,,545. Munur á hæsta og lægsta verði á sveppum er ekki mikill eða 17 af hundraði. Töluverð lækkun meðalverðs á vínberjum vekur athygli en hún .íemur 16% og meðalverðið er nú 380 krónur á kíló. Vínber voru á hag- stæðasta verðinu í Bónusi, á 270, en þar á eftir fylgja Fjarðarkaup, 299, Hagkaup, 399, Kjötstöðin, 429, og Mikligarður, 498. Munur á hæsta og lægsta verði á grænum vínberjum er 82%. Það gleður eflaust neytendur að geta loks fengið nýjar, íslenskar kartöflur í verslunum en þær eru helmingi dýrari. Hér er ein afgreiðsludama í stór- markaði að vigta nýjar íslenskar með bros á vör. DV-mynd GVA Neytendur Meðalverð grænnar papriku lækk- aði um 11 af hundraði og stendur nú í 467 krónum. Lægsta paprikuverðið var að fmna í Fjarðarkaupi, 350, en þar á eftir kom Bónus með 361, Kjöt- stöðin, 397, Hagkaup, 539, og Mikli- garður, 688 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 97% sem þýðir að tvær paprikur fást að meðaltali á ódýrasta stað fyrir hveija eina á þeim dýrasta. Meðalverð á kartöflum er svipað og í síðustu viku en þó einu prósentu- stigi lægra. Kartöflur voru ódýrastar í Fjarðarkaupi þar sem hægt var að fá kílóið á 42 krónur en á eftir komu Bónus, 58, Kjötstöðin, 89, Mikligarð- ur, 89,50, og Hagkaup, 94,50. Þetta eru allt kartöflur frá fyrra ári. Munur á hæsta og lægsta verði er 125%. Fimm prósentustiga lækkun varð á meðalverði á blómkáli milh vikna og er það nú 286 krónur. Blómkál fæst ekki í Bónusi en lægst var verð- ið í Fjarðarkaupi, 229. Næst á eftir er Kjötstöðin, 298, en Mikligarður og Hagkaup buðu sitt blómkál á sama verði eða 309 krónur kílóið. Munur á hæsta og lægsta verði er aöeins 35%. Meðalverð hvítkáls stendur nánast í stað en lækkar þó lítillega. Hvítkál var á iægsta verðinu í Bónusi, á 104, en á eftir fylgja Fiarðarkaup, 177, Hagkaup, 199, Kjötstöðin, 224, og Mikligarður, 250. Munur á hæsta og lægsta verði á hvítkáli er 140%. Gulrætur lækka í meðalverði að einum tíunda hluta og meðalverðið er nú 186 krónur. Lægst var verðið á gulrótunum í Bónusi, 89, en næst kom verðið í Fíarðarkaupi, 158, Hag- kaupi, 199, og Kjötstöðinni, 298. Gul- rætur fengust ekki í Miklagarði. Munur á hæsta og lægsta verði á gulrótum er 235% sem táknar að meira en þrjár gulrætur fást fyrir hveija eina gulrót ef verslaö er á ódýrasta staö í stað þess dýrasta. Það vekur athygli í könnun þessar- ar viku hversu oft stórmarkaðurinn Mikligarður er með hæsta verð eða í nánast öllum tilfellum. Auk þess fékkst ein tegund grænmetis ekki úr könnuninni í verslun Miklagarðs í Mjódd. -ÍS Sértilboð og afsláttur: Vistvænar bleiur og salemispappír í Bónusbúðunum var verið að taka upp bakka af ferskum bláberjum, 453 g, sem seldir eru á tilboðsverðinu 189 krónur. Að auki var kók í 21 flöskum á 144, óbleiktur salernispappír frá Edet, 12 rúllur á 239, og E1 Marino kaffi, /i kg á 179 krónur. Á tilboðstorgi Fiarðarkaups var hagstætt aö kaupa Gevalia kaffi í ‘A kg pökkum á 233, Wipp sápulög fyrir handþvott, 675 g á 220, og Honig spag- hetti, makkarónur, lasagna og alls konar pasta var á tilboðsveröi. Einn- ig var lækkað verð á kiwi-ávextinum í grænmetisborðinu hjá Fjarðar- kaupi en kílóið var á 210 krónur. í Hagkaupi í Kringlunni var verið að lækka verð á öllu poppkorni frá Stjörnupoppi um 20%. Vistvænar bleiur voru á sértilboði frá Kind & Gentle, 40-52 stykki kosta 799 krón- ur. Hálfslítra kók í plasti var á af- sláttarverðinu 59 krónur og Oxford mintukex, 200 g, á 55 krónur pakk- inn. í Kjötstöðinni í Glæsibæ var All- sorts lakkrískonfektiö vinsæla á af- sláttarverði, 454 gramma poki á 199. Auk þess Blutex þvottaefni, 2x1,2 kg á 299, Gevalia kaffi, 'A kg á 230, og Lifestyle kremkex, 3 tegundir í 150 gramma pökkum á 150 krónur. í Kaupstað í Mjódd var Sanitas pilsnerinn vinsæli í 'A 1 dósum seldur á 66 og Rynkeby appelsínusafi, 11 á 79 krónur. Fyrir þá sem hyggjast grilla var hagstætt að kaupa Royai Oak grillkol, 2,27 kg á 198 og 4,54 kg á 379 krónur. Tapir eldhúsrúllur, 4 saman, kosta í Miklagarði aðeins 189 krónur. Brekkuval í Kópavogi er með til- boðsverð á Libby’s tómatsósu sem kostar 99 krónur 567 gramma flaska. Einnig buðu þeir upp á lágt verð á íslenskum tómötum, 249 krónur kOó- iö, grillkol, 3 kg á 179, og eplasafa en þar er hver lítri seldur á 75 krónur. -ÍS Vínber 500- Verð í króimm 400- 380 300- A—/ 200- / Des Jan Feb. Mars April Maí Júni Júli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.