Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Side 13
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991.
13
Sviðsljós
„Guð hjálpi þorskunum"
- aflaklóin Sigurjón Óskarsson komin með nýtt skip
Gyffi Kristjánsson, DV, AkureyrL
Sigurjón Óskarsson, aflakóngur úr
Vestmannaeyjum, og áhöfn hans eru
komin með nýtt skip en ný Þórunn
Sveinsdóttir var afhent ÓS hf. í Eyj-
um um síðustu helgi. Skipið var
smíðað hjá Slippstööinni á Akureyri
og afhent við athöfn á Polhnum þar.
Nokkur ávörp voru flutt við það
tækifæri og einn ræðumanna hafði á
orði að nú mætti Guð almáttugur
fara að hjálpa þorskunum í sjónum
fyrst Sigurjón væri kominn á nýtt
skip. Bæði Slippstöðvarmenn og eig-
endur Óss hf. lofuðu mjög samstarfið
við smíöina en skipið, sem er 277
rúmlestir, 37 metrar að lengd og 8
metra breitt, var smíðað á 9 mánuð-
um. Það er búið öllum fullkomnustu
tækjum sem völ er á í dag og hið
glæsilegasta fley.
„Þaö eru auðvitað blendnar tilfmn-
ingar aö horfa á eftir gamla skipinu,
enda þarf ekkert að ræða það hvem-
ig það hefur reynst okkur. En nýja
skipið er glæsilegt, ákaflega vönduö
smíði og ég er bjartsýnn á að það
eigi eftir að halda nafninu á lofti,“
sagði Sigurjón Óskarsson skipstjóri
við þetta tækifæri.
Kim Basinger í þá daga sem hún
var sakieysið uppmálað.
Kim Basinger
var einu sinni
feimin og
óframfærin
Kim Basinger, ein kynþokkafyllsta
leikkonan í kvikmyndaheiminum,
var eitt sinn feimin og óframfærin
ef marka má ummæli fyrrum „vina“
hennar. Basinger þykir nokkuð djörf
í ástarmálunum og um þau hafa birst
margar og langar greinar með ítar-
legum lýsingum. Sérstaklega fór að
bera á þessu eftir hlutverk hennar í
myndinni 9'A vika en það er varla
hægt að segja að Kim hafi verið kapp-
klædd í umræddri mynd.
Alex Allen, einn af fylgisveinum
hennar frá fyrri tíð, segir ótrúlegt að
heyra um það orðspor sem fer af
ástarmálum hennar í dag. Alex segir
að Kim hafi verið ein myndarlegasta
stúlkan í skólanum og að strákamir
hafi verið á eftir henni eins og gráir
kettir. Það stóð þó ekki lengi því Kim
var óveiijusiðprúð og fékk að lokum
viðurnefnið ungfrú ósnertanleg.
Alex gat þess ennfremur aö hún hefði
verið alveg óvepjulega feimin en
elskifleg en samt ótrúlega bamaleg á
ýmsum sviðum.
Kim, sem sumir hafa líkt við Mari-
lyn Monroe, er nú ein hæst launaða
leikonan í Hollywood en hún þurfti
að hafa fyrir hlutunum. Reyndar fór
hún sömu leið og margar aðrar til
að koma sér á framfæri. Nefnilega
þá að láta birta af sér nektarmyndir
og sáust þær á síðum Playboy árið
1983. Kim hefur verið orðuð við ýmsa
af mótleikurum sínum en núverandi
„elskhugi" hennar er Alex Baldwin
en þau leika saman í The Marrying
Man sem er væntanleg á sýningartj-
öld bíóhúsa áður en langt um líður.
Sigurjón skipstjóri í brúnni ásamt foreldrum sinum, þeim Þóru Sigurjóns-
dóttur og Óskari Matthíassyni. DV-myndir gk
Valmundur Árnason, matreiðslumeistari Slippstöðvarinnar, sá um veislu
sem haldin var við afhendinguna. Hér óskar hann Ægi Sigurðssyni, kokki
á Þórunni Sveinsdóttur, til hamingju með nýja skipið en Ægir var kokkur
á Þórunni Sveinsdóttur gömlu frá því skipið var nýtt eða i um 20 ár.
REGNGALLI
jakki og buxur
Greiöslukjör:
Ekkert út, 1. greiösla í sept.
og eftirstöðvar á þremur árum
HUSTJALD
+ 2 SVEFNPOKAR (-5°C)
5 MANNA TJALD m/fortjaldi
+ 2 SVEFNPOKAR (-5°C)
KULUTJALD DD-200
+ SVEFNPOKI (-5°C)
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
■ * ' . ’.L'JÍW.
A Ð E I N S
2.900.
\ Jnm i JM
ÞEKKINC • REYNSLA • ÞjÓNUSTA í 78 ÁR